Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 HÓPUR fólks mætti á Austurvöll í hádeginu í gær með rauð neyðarblys. Að sögn Ólafs Elías- sonar, eins liðsmanns InDefence-hópsins, var til- gangurinn að sýna Alþingi og öðrum að Íslend- ingar væru ekki sáttir við þær byrðar sem lagðar væru á þjóðina með Icesave-samkomulaginu. Morgunblaðið/Kristinn NEYÐARBLYS LOGUÐU Á AUSTURVELLI BÚIST er við stilltu veðri um þessi áramót og því líklegt að svifryks- mengun í Reykjavík liggi í loftinu fram eftir nóttu. „Loftmengunin fer eftir veður- skilyrðum á nýársnótt,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur og að búast megi við töluverðri mengun ef veð- urspáin gengur eftir. Þeir sem eru með viðkvæm önd- unarfæri, astma eða lungna- sjúkdóma þurfa að gæta sín um áramótin vegna loftmengunar. Búast má við að um það bil 550 tonn af flugeldum standi lands- mönnum til boða á flugeldasölum að þessu sinni. 425 tonn af nýjum flugeldum voru flutt inn á árinu samkvæmt upplýsingum frá Ólafi G. Emilssyni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir að eldri birgðir vegi að minnsta kosti 125 tonn. Hætta á loftmengun á nýársnótt Varhugavert Svifryk fer oft yfir heilsufarsmörk á nýársnótt. Í lögum um tekjuskatt frá árinu 2003 er tekið fram, í A-lið 7. grein- ar, að vátryggingafé vegna sjúk- dóms teljist til skattskyldra tekna. Í það ákvæði vísa skattayfirvöld í þessu máli. Þ.e. að sjúkdóma- tryggingar séu „vátryggingafé vegna sjúkdóms“. Hins vegar er í sömu lögum tek- ið fram að eignaauki, sem verður til vegna greiðslu líftryggingafjár, teljist ekki til tekna, þegar bæt- urnar eru greiddar út í einu lagi. Í þetta vísar konan og einnig í það að samkvæmt lögum um vátrygg- ingasamninga frá 2004, segir að „heilsutryggingar án uppsagnar- réttar“ teljist til líftrygginga. Sjúkdómatrygging er yfirleitt án uppsagnarréttar og ætti sam- kvæmt því, sem líftrygging, að vera skattfrjáls. Mismunandi skilgreiningar á sama fyrirbæri Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KONA ein sem barðist við krabba- mein árin 2002 til 2004 hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu, til endur- greiðslu á tekjuskatti af sjúkdóma- tryggingu. Mál hennar hefur verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur og verður fyrsta fyrirtaka líklega um miðjan janúar. Áður hafa bæði skatt- stjórinn á Reykjanesi og yfirskatta- nefnd ákveðið að tryggingaféð sé skattskylt. Konan krefst þess einnig að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi. Sjúkdómatrygging er greidd út sem eingreiðsla og hefur lengi verið sett í svipaðan flokk og líftrygging í lögum. Greiðslan hleypur oft á nokkrum milljónum króna og er yf- irleitt ekki bundin miklum skilyrðum um hvernig henni er varið. Sumir nota hana til að auðvelda sér að minnka álag í vinnu og aðrir til að gera nauðsynlegar breytingar á hús- næði sínu í kjölfar heilsutjónsins. Nokkur líftryggingafélög, bæði inn- lend og erlend, hafa selt þessar tryggingar hér á landi. Um mikla hagsmuni er að ræða. Í minnisblaði sem Samtök fjármála- fyrirtækja lögðu fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis fyrir jól kemur fram að um 44.000 tryggingaskír- teini af þessu tagi eru í gildi í land- inu. Oft eru fleiri en einn og fleiri en tveir tilgreindir á hverju þeirra. Mál- ið varðar því stóran hluta þjóðarinn- ar. Í sama minnisblaði kemur fram að á hverju ári fá tæplega 100 manns greiddar bætur úr sjúkdómatrygg- ingum og tryggingafélög í SFF, sem- sagt aðeins þau innlendu, greiða 350 til 400 milljónir króna í slíkar bætur á ári. Árið 2008 taldi konan trygginga- féð, rúmar fimm milljónir kr., fram sem skattfrjálsar tekjur. Skattstjóri gerði athugasemd við að hún teldi greiðsluna skattfrjálsa. Samþykkti konan að greiða skattinn, tæpar 1,8 milljónir króna, með fyrirvara. „Þessar tryggingar hafa verið seldar hérna frá árinu 1996. Svona hefur framkvæmdin verið. Trygg- ingafélögin hafa ekki tekið af þessu staðgreiðslu eins og þau gera með slysa- og sjúkratryggingar og ýmsar aðrar skattskyldar tryggingar. Auð- vitað hafa skattyfirvöld vitað af þess- um tryggingum,“ segir Hjördís E. Harðardóttir hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir konuna. Mál- ið setji þessa tryggingagrein, eins og hún leggur sig, í talsvert uppnám. Skattur á langveikt fólk  Ríkið vill fullan tekjuskatt af sjúkdómatryggingum fólks sem veikist alvarlega  Skattfrjálst síðan 1996 en nú á að sækja tugi eða hundruð milljóna á ári til veikra Fólk sem fær alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein, MS, MND og fleira þarf að greiða milljónir í skatt af sjúkdómatryggingum, ef skattayfirvöld fá að ráða. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LANDSMÖNNUM gefst gott tækifæri til að hrista af sér jólasteikina um áramótin því að boðið er upp á gamlárshlaup víða um land. Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, stendur fyrir fjölmennasta hlaupinu en nú þegar hafa á annað hundrað manns skráð sig í hlaupið sem um 760 þreyttu í fyrra. Hlaupið hefst kl. 12.00 í dag fyrir framan hús Hjálpræðishersins í Reykjavík. Um eftirmiðdag í gær höfðu 345 skráð sig og er því búist við metþátttöku í ár. Vegalengd er 10 km. Fyrr í dag eða klukkan 10.00 hefst hlaup Hauka í Hafnarfirði. Hlaupið er frá Ásvöllum og er vegalengdin 10 km. Á sama tíma verða Austfirðingar ræstir af stað í hlaupi frá Sundlauginni á Egilsstöðum, en hlaupnir eru 10 km með tímatöku. Húsvíkingar hefja sitt hlaup klukkan 11.00 er þeir leggja af stað frá Sundlaug Húsavíkur. Hér er eitthvað við flestra hæfi því hlaupnir eru 3, 5 og 10 km. Klukkustund síðar, klukkan 12.00, fara Ísfirðingar af stað frá Sundhöll Ísafjarðar en hlaupnir eru um það bil 7 km. Klukkan 13.00 er svo hlaupið frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki en þar er hlaupið „að eigin vali“ eins og það er orðað og að hámarki 10 km fyrir þá sem það vilja. Að lokum hlaupa Skagamenn frá Akratorgi klukkan 13.00 en farnir verða 2 og 5 km. Á harðahlaupum inn í nýja árið  Reiknað með á annað þúsund hlaupurum í gamlárshlaupin víðsvegar um land  Reiknað með metþátttöku í hlaupinu hjá ÍR  Orðið fastur liður hjá mörgum  Nokkrar vegalengdir í boði Í HNOTSKURN »Mismunandi er hvort inn-heimt er skráningargjald. »Hlauparar eru hvattir tilað mæta tímanlega, sér- staklega þeir sem hafa ekki skráð sig til leiks. »Gamlárshlaup ÍR er núþreytt í 34. sinn í röð. »Þátttakendur voru undir100 frá fyrsta hlaupinu 1976 og fram yfir 1990. »Fyrsta VíðavangshlaupÍR hófst við Austurvöll á sumardaginn fyrsta 1916 en hann bar upp á skírdag. Morgunblaðið/Kristinn Vinsælt Búist er við metþátttöku í gamlárshlaupi ÍR og hafa verið gerðar ráðstafanir þess vegna. HJÚKRUNARHEIMILUNUM í Víðinesi og á Vífilsstöðum verður lokað 1. september 2010 samkvæmt ákvörðun félags- og trygginga- málaráðuneytis. Heimilisfólk mun við lokunina flytjast á nýtt hjúkr- unarheimili á Suðurlandsbraut sem stjórnvöld byggja nú í samstarfi við Reykjavíkurborg. Það verður tekið í notkun á næsta ári að und- angengnu útboði á rekstrinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur m.a. fram að starfsfólk á Vífilsstöðum og í Víðinesi muni njóta forgangs í störf á nýja hjúkr- unarheimilinu. Rúmlega 160 manns starfa á heimilunum. Í Víðinesi eru tvær deildir fyrir 38 heimilismenn. Það var opnað eft- ir miklar endurbætur árið 1999. 50 hjúkrunarsjúklingar dvelja á Vífils- stöðum. Hrafnista tók við rekstr- inum árið 2003 og opnaði í byrjun árs 2004 að loknum gagngerum breytingum á húsnæðinu sem kost- uðu rúmlega 300 milljónir kr. Lokað á Vífilsstöðum og í Víðinesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.