Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BANDARÍSK yfirvöld höfðu fengið upplýsingar
um að Nígeríumaður væri að undirbúa hryðjuverk
í Bandaríkjunum um jólin nokkrum vikum áður en
Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab
reyndi að sprengja farþegaþotu í loft upp á leiðinni
til Detroit.
Barack Obama Bandaríkjaforseti gagnrýndi í
gær bandarískar öryggisstofnanir fyrir að hafa
ekki hindrað áform Nígeríumannsins og krafðist
skýringa á því hvers vegna honum var ekki bann-
að að ferðast til Bandaríkjanna.
sinn hefði gengið til liðs við hryðjuverkasamtök.
Nafn Abdulmutallabs var sett á gátlista án þess að
honum væri bannað að ferðast til Bandaríkjanna.
Nígeríumaðurinn var með gilda vegabréfsárit-
un til Bandaríkjanna og þrátt fyrir upplýsingarn-
ar frá föðurnum könnuðu bandarísk yfirvöld ekki
hvort nafn hans væri á lista yfir þá sem voru með
vegabréfsáritun.
Bandarísk yfirvöld tengdu ekki upplýsingarnar
frá Jemen um óþekkta Nígeríumanninn við upp-
lýsingarnar frá Nígeríu um Abdulmutallab. Ef
það hefði verið gert er líklegt að yfirvöldin hefðu
lagt saman tvo og tvo og komið í veg fyrir hryðju-
verkatilraunina, að sögn The New York Times.
Í HNOTSKURN
» Yfirvöld í Bandaríkj-unum og Jemen eru sögð
undirbúa hugsanlegar árásir
á vígi al-Qaeda í Jemen eftir
að samtökin lýstu hryðju-
verkatilraun Nígeríumanns-
ins á hendur sér.
» Stjórn Jemens óskaði eft-ir aðstoð Vesturlanda í
baráttunni við hundruð liðs-
manna al-Qaeda í landinu og
sagði að hætta væri á fleiri
tilræðum.
Vissu af áformum um hryðjuverk
Obama gagnrýnir öryggisstofnanir fyrir að hafa ekki bannað Abdulmutallab að
ferðast til Bandaríkjanna Hugsanlegar árásir á al-Qaeda í Jemen undirbúnar
Dagblaðið The New York
Times hafði eftir tveimur
bandarískum embættismönn-
um að yfirvöld hefðu fengið
upplýsingar frá Jemen um að
leiðtogar al-Qaeda þar í landi
hefðu talað um að Nígeríu-
maður væri að undirbúa
sprengjutilræði. Nafn manns-
ins hefði þó ekki komið fram í
þessum upplýsingum. Áður var
skýrt frá því að faðir Abdulmutallabs hefði haft
samband við bandaríska sendiráðið í Nígeríu í síð-
asta mánuði og látið í ljósi áhyggjur af því að sonur
Barack Obama
GURUNG-dansarar í þjóðbúningum taka þátt í skrúð-
göngu í Katmandú, höfuðborg Nepals, í tilefni af ný-
árshátíð sem hófst þar í landi í gær. Gurung-menn eru
um það bil 690.000 og 2,4% íbúa Nepals. Á nýárshátíð-
inni kvöddu þeir ár kýrinnar og fögnuðu upphafi árs
tígursins.
Reuters
ÁRI TÍGURSINS FAGNAÐ Í NEPAL
London. AFP. | Matvöruverslanir og
veitingahús í Bretlandi bjóða nú í
vaxandi mæli upp á „pólitískt rétt“
matvæli, meðal annars nýjan „foie
gras“-rétt, sem
búinn er til án
þess að kvelja
fugla, og fiskteg-
undir sem eru
ekki ofveiddar.
Margar versl-
anakeðjur á borð
við Tesco og Sel-
fridges hafa
ákveðið að hætta
að selja „foie
gras, kæfuna
frægu sem búin
er til úr gæsa- og andalifur, vegna
mótmæla frægra Breta undir for-
ystu leikarans Roger Moore. Ástæð-
an fyrir andstöðunni við réttinn er
sú að fóðri er þvingað ofan í fuglana í
þeim tilgangi að lifrin í þeim stækki.
„Þetta eru pyntingar í dós,“ sagði
Roger Moore, sem tók þátt í auglýs-
ingaherferð gegn réttinum fyrir jól-
in.
Karl krónprins hefur lýst yfir
stuðningi við þessa baráttu og fyr-
irskipað að ekki verði boðið upp á
„foie gras“ í veislum bresku kon-
ungsfjölskyldunnar.
Stórmarkaðskeðjan Waitrose hef-
ur þróað nýja útgáfu af réttinum,
„faux [falskur] gras“, sem búin er til
án þess að fóðri sé þvingað ofan í
fuglana, og lýsir henni sem „siðferði-
lega réttari“ kosti en „foie gras“.
Slík kæfa er dekkri en ekta „foie
gras“ og helmingur hennar er úr
lifrum alifugla sem fá að vera úti og
eru ekki stríðaldir með fóðri sem
þvingað er ofan í þá. Í réttinn er
einnig notuð fita úr gæsum eða önd-
um.
Þessi réttur hefur notið vaxandi
vinsælda frá því að Waitrose byrjaði
að selja hann fyrir tveimur árum og
margir Bretar velja hann frekar en
„foie gras“ í jólamatinn.
„Faux gras er einn vinsælasti há-
tíðarmaturinn hjá okkur,“ sagði tals-
maður Waitrose og bætti við að sal-
an á nýja réttinum hefði aukist um
nær 60% á árinu.
Nýja lifrarkæfan hefur notið svo
mikilla vinsælda að breskir þing-
menn hafa samþykkt ályktun þar
sem bresk veitingahús eru hvött til
að hætta að selja ekta „foie gras“ og
bjóða í staðinn upp á nýja réttinn.
„Það er aðeins spurning um tíma
hvenær foie gras heyrir sögunni til,“
sagði Sam Glover, talsmaður PETA,
samtaka sem berjast fyrir mann-
úðlegri meðferð á dýrum.
Fleiri „umhverfisvæn“
veitingahús
Þótt enn sé talið ólíklegt að fín-
ustu veitingahúsin taki „foie gras“ af
matseðlinum á næstunni virðast æ
fleiri veitingahús í Bretlandi leggja
sig fram um að bjóða upp á mann-
úðlegri og „umhverfisvænni“ rétti.
Acorn House í King’s Cross-
hverfinu í London er á meðal „um-
hverfisvænu“ veitingahúsanna og
býður aðeins upp á kjöt og lifur anda
sem aldar eru á mannúðlegan hátt,
án búra og án þess að sýklalyfjum sé
bætt í fóðrið. Matvælin sem veit-
ingahúsið notar eru flutt í bílum sem
nota lífrænt eldsneyti, 80% úrgangs-
ins eru endurunnin og þak veitinga-
hússins er kryddjurtagarður.
Franski matreiðslumeistarinn
Raymond Blanc, sem rekur elsta
tveggja stjörnu Michelin-stað Eng-
lands, hefur lýst yfir stuðningi við
vottunarkerfi Sjávarnytjaráðsins,
MSC, sem beitir sér fyrir sjálf-
bærum fiskveiðum. Blanc hvetur öll
bresk veitingahús til að nota aðeins
fisktegundir sem ekki eru ofveiddar.
bogi@mbl.is
Rétthugsun í eldhúsinu
Margar matvöruverslanir í Bretlandi hætta sölu á „foie
gras“ vegna ómannúðlegrar meðferðar á alifuglum
Reuters
„Pyntingar í dós“ Leikarinn Roger
Moore berst gegn „foie gras“.Fóðri er þvingað
ofan í fuglana til að
lifrin stækki.
ÞÚSUNDIR ferðamanna hafa flykkst að Mayon-eldfjallinu í Albay-héraði á
Filippseyjum eftir að eldgos hófst þar 14. þessa mánaðar. Héraðsstjórinn
Joey Salceda segir að á degi hverjum komi um 2.400 ferðamenn á svæðið,
en þeir voru 200 á dag fyrir eldgosið. Margir ferðamannanna hafa jafnvel
stofnað lífi sínu í hættu með því að fara nær eldfjallinu en leyfilegt er, að
sögn héraðsstjórans.
Nær 50.000 íbúar hafa verið fluttir af hættusvæðinu sem nær allt að átta
kílómetra frá eldfjallinu. Mayon er um um 2.460 metra hátt og hefur gosið
að minnsta kosti 48 sinnum. Árið 1814 fórust um 1.200 manns þegar hraun
flæddi yfir bæinn Cagsawa í nágrenni fjallsins.
FLYKKJAST AÐ FJALLINU
Reuters
DREGIÐ hefur stórlega úr reyk-
ingum í Danmörku á síðustu árum,
samkvæmt nýrri rannsókn sem
bendir til þess að reykingamenn hafi
ekki verið jafnfáir í landinu í áratugi.
Rannsóknin náði til 5.000 manna
og bendir til þess að aðeins 16%
Dana reyki daglega og 7% sjaldnar.
Nær fimmti hver Dani sem reykti
fyrir ári hefur alveg hætt að reykja
og þrír af hverjum tíu, sem reyktu
daglega, hafa annaðhvort hætt alveg
eða reykja aðeins endrum og eins.
Um 23% þeirra sem tóku þátt í
könnuninni sögðust reykja, en þar af
sögðust 7% ekki reykja daglega. Í
samskonar könn-
un á síðasta ári
sögðust 28%
reykja, þar af
23% daglega.
Fréttavefur
danska dagblaðs-
ins Politiken hef-
ur eftir sérfræð-
ingi að dönskum
reykingamönnum
hafi aldrei fækkað jafnmikið á milli
ára. Yfirleitt hafi þeim fækkað um
eitt til tvö prósent á milli ára sam-
kvæmt rannsóknum heilbrigð-
isstofnana.
Danir drógu stór-
lega úr reykingum
Hættuleg fíkn.