Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 22
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Sumir hafa þema í nöfnumbarna sinna, nöfnin eru þátil dæmis öll tengd sjó, núeða fjöllum eða fuglum. Systkinin Steinarr og Vala eru dæmi um steinaþema og vitað er um fjöl- skyldu eina þar sem Sturlungaþema er viðhaft í nafngiftum. Snæbjörn Sigurðsson bóndi á Grund í Eyjafirði var forfallinn aðdáandi Íslend- ingasagnanna, einkum Sturlungu. Hann skírði tvo af fimm sonum sínum Sighvat og Sturlu. Þeir héldu svo hefðinni við og skírðu syni sína Sturlu (Sighvatsson), Snorra og Þórð (Sturlusyni). Sumir láta öll nöfn barnanna byrja á sama bókstaf og enn aðrir nota sama millinafn á öll börn sín sama kyns. Í systkinahóp nokkrum sem í eru fimm ein- staklinga, heita til dæmis allir bræð- urnir Már að seinna nafni, eins og faðir þeirra, og systur þeirra heita allar María að seinna nafni. Eins get- ur sama nafnið komið mjög víða við í sömu fjölskyldu, dæmi þar um er séra Ragnar heitinn Fjalar en hann á ellefu afkomendur sem heita Fjalar í höfuðið á honum og þar af heita tveir líka Ragnar. Og svo eru það þeir sem heita ein- stökum nöfnum, eins og drengurinn sem heitir Tími að seinna nafni og á engan nafna. Einnig ber ungur mað- ur einn manna nafnið Sírnir og sama er að segja um hana Þorberu. Nokkr- ar eru þær Kríurnar og einhverjar heita Erlen. Sex bræður með sömu endingu Nafnið Þengill merkir konungur og var notað í fornsögunum í líkinga- máli, t.d. í kveðskap. Um tuttugu Ís- lendingar heita Þengill og einn þeirra er Þengill Oddsson læknir. Hann er einn af sex systkinum þar sem allir piltarnir fengu nöfn sem enda á -ill. „Þegar elsti bróðir minn fæddist árið 1937, þá bjuggu foreldrar mínir á Vífilsstöðum en faðir minn starfaði þar sem læknir. Staðarnafnið var því kveikjan að hans nafni. Næstur fædd- ist Ketill en nafnið hans var sótt aftur í ættir, því langafi okkar hét Ketill. Þegar ég svo fæddist, þriðji í röðinni, þá var mér gefið þetta sérstaka nafn Þengill. Það var gripið úr lausu lofti en þar með var komið munstur í nöfn okkar bræðra. Ömmu minni fannst Hvað á barnið að heita? Mörg og misjöfn eru mannanna nöfn og fróðlegt getur verið að forvitnast um hvað liggur að baki sér- stökum nafngiftum. 22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Ekki er ofsagt að allt sé á kafi í snjó í höfuðstað Norðurlands. Menn á miðjum aldri muna vart annað eins enda snjóaði linnulítið dögum sam- an. Eftir að búið var að moka stétt- ina gafst stundum bara tími fyrir einn kaffibolla áður en fara þurfti aftur út með skófluna.    Sumir telja að ekki hafi verið jafn mikill snjór í bænum síðan veturinn 1994-95. Mér er minnisstætt að ég fór hóp norrænna gesta til Akur- eyrar seint í maí 95 og þá var golf- völlurinn að Jaðri á kafi í snjó! Hinir norrænu gestir ráku upp stór augu þegar þeim var sagt að Arctic Open yrði haldið eftir þrjár vikur.    Forráðamenn Þórs og KA gengu í vikunni frá samningi um áframhald- andi samstarf um um rekstur sam- eiginlegs liðs í fótbolta og handbolta kvenna. Þór sér um rekstur fótbolta- liðsins í nafni Þórs/KA og KA-menn um handboltaliðið, sem leikur í nafni KA/Þórs.    Rétt fyrir jól voru 110 nemendur brautskráðir frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri af hinum ýmsu brautum. Gaman er að geta þess að nú voru bifvélavirkjar í fyrsta skipti útskrifaðir frá skólanum.    Gleðifregn í kreppunni: Frá áramót- unum fá grunnskólabörn á Akureyri frítt í sund en hingað til hafa þau greitt 100 krónur. Ólafur Jónsson, formaður íþróttaráðs, tilkynnti þetta í hófi sem Afreks- og styrktarsjóður Akureyrar hélt í Íþróttahöllinni í vikunni.    Gerðir verða styrktarsamningar við átta akureyrska íþróttamenn á næsta ári og til verkefnisins varið tæpum 2,2 milljónum króna. Form- lega verður gengið frá samning- unum þegar kjöri íþróttamanns árs- ins á Akureyri verður lýst um miðjan janúar.    Afreks- og styrktarsjóður veitir að auki fimm íþróttamönnum styrk, sem greiddur er út í einu lagi. Til þess ver sjóðurinn alls 375 þús- undum og þá fá félög í bænum sam- tals 1,3 milljónir króna vegna lands- liðsmanna; sjóðurinn greiðir viðkomandi félagi 15.000 krónur fyr- ir hvern fulltrúa þess sem leikið hef- ur með landsliði.    Akureyringar áttu alls 90 landsliðs- menn í íþróttum á síðasta ári, frá 11 félögum. Þá urðu 134 Akureyringar Íslandsmeistarar að því er upplýst var í áðurnefndu hófi.    Þórarinn B. Jónsson tekur sæti Kristjáns Þórs Júlíussonar í bæj- arstjórn um áramót. Kristján Þór baðst lausnar og Þórarinn, sem var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar, sest í stól bæj- arfulltrúa til vors. Hann hættir samt senn; ætlar ekki að taka þátt í próf- kjöri vegna komandi kosninga.    Skúli Svavarsson kristniboði verður ræðumaður á samkomu KFUM og K í Sunnuhlíð næsta sunnudag, 3. janúar. Samkoman hefst kl. 20. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjófreskja? Máni Jóhannesson verktaki blés snjó af veginum í Vaðlaheiði í gær. Af nógu var að taka og engu líkara en ófreskja risi upp frá vél Mána. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Börnin hennar Berglindar Þorbergsdóttur heita öll nöfnum sem sótt eru í goðafræði. „Þegar ég var í Verslunarskólanum fyrir átján árum að læra um gríska goðafræði, þá heillaðist ég svo af Aþenu að ég sagðist ætla að skíra dótt- ur mína þessu nafni, ef ég eignaðist einhverntíma stelpu,“ segir sem komst að því tveimur vikum síðar að hún var með barni sem svo reyndist vera stúlka. „Ég ætlaði aldrei að þora að stinga upp á þessu nafni við pabba hennar, en honum leist vel á og hún fékk að heita Aþena og er núna orðin sautján ára.“ Berglind segir það hafa komið af sjálfu sér að hún hélt sig við goða- fræðina þegar börnunum fjölgaði. „Ég á tvö yngri börnin mín með öðrum manni og hann var sáttur við goðafræðiþemað. Við ákváðum að færa okk- ur yfir í rómversku goðafræðina og gáfum dóttur okkar nafnið Venus en mömmu dreymdi nóttina áður en við skírðum að hún hefði fengið nafnið Afródíta, sem er sama gyðja og Venus. Hjá Grikkjum heitir hún Afródíta en Venus hjá Rómverjum.“ Þriðja barnið, sem var strákur, fékk nafnið Atlas, en hann fékk líka að heita Þór, þannig að þar kemur norræna goðafræðin líka inn. „Atlas er mjög kröftugur strákur og stendur vel undir þessum nöfnum.“ Berglind bætir við að ef sonurinn hefði verið stúlka þá hafi staðið til að láta hana heita Ísis, með vísan í egypsk fræði. Nöfnin sótt til goðheima Sónata Winther Ís- aksdóttir varð tveggja ára fyrir þremur dögum en hún á enga nöfnu á Íslandi. „Rafn bróðir hennar á heiðurinn af þessu nafni. Þegar ég gekk með hana þá spurðum við foreldr- arnir hann hvað hann vildi að barnið ætti að heita ef það væri stelpa og hann svar- aði að bragði: Són- ata,“ segir Jóhanna Svala Rafnsdóttir móðir hennar. „Okkur fannst þetta mögnuð tillaga og hlógum að hugmyndafluginu. Samt kölluðum við hana Sónötu í maganum og þegar hún fæddist þá héldum við áfram að kalla hana þessu nafni. Okkur fannst það passa svo vel við hana að við ákváðum að láta það standa. Ég komst að því seinna að Rafn hafði þetta nafn úr ævintýri um stúlkuna Sónötu sem hann hafði heyrt í leikskólanum.“ Jóhanna segir að vissulega hafi þau foreldrarnir velt fyrir sér hvernig nafnið Sónata færi manneskju sem væri komin yf- ir fertugt en þau hafi komist að því að þetta væri bæði kven- legt og fallegt nafn sem hæfði öllum aldri. „Okkur fannst í raun merkilegt að þetta hefði ekki fyrr verið tekið upp sem mannsnafn. Vinir og ættingjar tóku þessu mjög vel og krökk- unum í leikskólanum hennar finnst ekkert eðlilegra en að hún heiti Sónata. Reyndar fannst langömmu hennar þetta svolítið skrítið en það er nú kannski af því að hún er sjálf óp- erusöngkona. En það skemmtilegt er að Sónata er mjög mús- íkölsk, bæði tónelsk og söngelsk, svo nafnið hæfir henni mjög vel.“ Söngelsk Sónata Tvíburabræðurnir Frosti Fífill og Jökull Smári Jó- hannssynir fæddust í apríllok árið 1952. „Fæð- ingardag okkar bar upp á fyrsta sunnudag í sumri og þetta ár fraus saman vetur og sumar. Mér skilst að það hafi verið ástæðan sem lá að baki þeirri ákvörðun foreldra okkar að gefa okkur þessi nöfn sem bera í sér bæði vetur og sumar, kulda og hlýju,“ segir Frosti og bætir við að hann hafi ævinlega verið kallaður sínu fyrra nafni, Frosti, en tvíburabróðir hans aftur á móti alltaf kallaður seinna nafninu, blómanafninu Smári. „Við fæddumst og ólumst upp norður í Skaga- firði á bænum Ljósalandi. Mér var aldrei strítt á nafninu mínu í sveitaskólanum en þegar ég flutti til Reykjavíkur fimmtán ára, þá bar svolítið á því, enda býður þágufallsmyndin frá Fífli kannski upp á það.“ Frosti segist ekki vita til þess að annar en hann heiti nafninu Fífill. Fjölskylda Frosta var nokkuð sérstök fyrir þær sakir að þeir voru átta bræðurnir og þar af tvennir tvíburar. Frosti er til vinstri og Jökull til hægri. Kalt og heitt Þengill svo ljótt nafn að hún neitaði að halda mér undir skírn.“ Næstur í röðinni er Ólafur Hergill, en hann var oftast kallaður Ólafur. Yngstur er svo Jóhannes Vandill, en það er þræls- nafn sótt í Landnámu. „Þeir eru yf- irleitt kallaðir Óli og Jói en Jóa var vissulega strítt á þrælsnafninu.“ Þengill segir að sér hafi einnig ver- ið strítt á Þengilsnafninu þegar hann var krakki og hann hafi meðal annars verið kallaður Þengill þöngull og tek- ið það þó nokkuð nærri sér. „Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri komst ég að því að nokkrir Þenglar voru fyrir norðan en þeir til- heyra allir ákveðinni fjölskyldu og margir halda að ég sé skyldur því fólki en svo er ekki.“ Þengill segir að í seinni tíð sé minna um að fólk hvái þegar það heyri nafnið hans. „Yngri kynslóðin þekkir til dæmis þetta nafn úr norsku bókunum um Ísfólkið en ann- ar afastrákanna minna sem bera nafnið mitt, býr í Svíþjóð og þar finnst engum að Þengill sé skrítið nafn. Eldri nafni minn er átján ára og býr hér heima.“ Þengill segir það hafa ákveðna kosti að heita sjaldgæfu nafni, auð- velt sé að hafa uppi á honum og engin ruglingur komi upp eins og kannski hjá þeim sem heita Jón og Gunna eins og svo margir aðrir. Að lokum má geta þess að eina stúlkan í þessum stóra systkinahópi heitir Guðríður Steinunn og er yf- irleitt kölluð Systa. „En það var stundum í gamni sagt í fjölskyldunni að hún ætti að heita Geðill, svo hún hljómaði með þessum -ill nöfnum okkar bræðranna.“ Tindra fyrst kvenna Signý Tindra Dúadóttir er 18 ára og fyrst íslenskra kvenna til að heita nafninu Tindra, en nú á hún nokkrar yngri nöfnur. Foreldrar hennar bjuggu í Gautaborg þegar hún fædd- ist en nafnið kom til með eftirfarandi hætti. „Ég átti góða sænska vinkonu sem eignaðist dóttur ári áður en ég eignaðist mína. Hún fékk svo stóran skammt af hláturgasi í fæðingunni að þegar hún leit barnið fyrst augum þá fannst henni allt tindra og skína í kringum hana. Hana langaði því til að skíra hana Tindru en maðurinn hennar var ekki á sama máli og því fékk hún nafnið Daníella,“ segir Guð- rún Ágústsdóttir móðir Tindru.“ Mér fannst þessi hugmynd að nafni mjög falleg og var ákveðin í að ef ég eign- aðist einhverntíma stelpu þá fengi hún þetta nafn, en ég átti tvo stráka. Ári síðar kom stelpan mín í heiminn og varð ekki aðeins sú fyrsta á Ís- landi til að heita Tindra, heldur líka í Svíþjóð. Foreldrar Daníellu bættu fljótlega Tindrunafninu við hana og hún varð önnur í Svíþjóð til að heita þessu nafni, sem hefur síðan breiðst út og í árslok 2007 voru 4015 stelpur sem hétu Tindra þar í landi.“ Guðrún segir að fjölskyldu sinni heima á Ís- landi hafi ekki litist á blikuna þegar hún frétti hvað barnið ætti að heita og beðið hana vinsamlegast að skíra einnig almennilegu íslensku nafni, svo telpan yrði ekki lögð í einelti þeg- ar hún myndi flytja heim til Íslands. „Við létum hana því líka heita Sig- nýju eins og mamma mín, en hún hef- ur aldrei verið kölluð annað en Tindra og hefur sjálf ævinlega verið sátt og ánægð með nafnið sitt, enda fær hún mikið hrós fyrir hvað það sé fallegt.“ Aþena, heldur á Atlasi, og Venus. Sónata og Rafn láta sér líða vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.