Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 28
28 Stjórnmál
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Á
rsins 2009 verður minnst fyrir þau
umbrot sem urðu á flestum svið-
um þjóðlífsins í kjölfar hruns
bankanna. Ríkisstjórnarskipti,
þingkosningar og fyrstu viðbrögð
stjórnvalda vegna þeirra efnahagsþrenginga
sem við Íslendingar glímum nú við hafa mark-
að djúp spor í sögu þjóðarinnar.
Um leið hefur saga annarra þjóða verið
skrifuð og þróunin þar er ekki ósvipuð þeim
atburðum sem settu sinn svip á líðandi ár á Ís-
landi. Fróðlegir þættir í Sjónvarpinu um ham-
farir á fjármálamörkuðum heimsins hafa orðið
mörgum umhugsunarefni og varpað ljósi á
tengsl þess sem hér hefur gerst við djúpa nið-
ursveiflu utan landsteinanna. Frásagnir af or-
sökum og aðdraganda kreppunnar miklu árið
1929 minna einnig á nýorðna atburði. Ekkert
er nýtt undir sólinni, þó að sumir ætli annað.
En þótt efnahagsþrengingar okkar eigi sér
alþjóðlegar rætur og víða hliðstæður er ljóst
að við verðum að vinna sjálf úr vandanum.
Misvel gengur hjá öðrum þjóðum að greiða úr
sínum erfiðleikum. Víða sér hvergi nærri fyrir
endann á því verki og ljóst að alþjóðleg efna-
hagsþróun getur haft talsverð áhrif á hag lít-
illar þjóðar, sem byggir afkomu sína að mestu
á útflutningi. En vegna auðlinda okkar og
sterkra innviða höfum við Íslendingar um
margt betri spil á hendi en aðrar þjóðir til að
takast á við tímabundnar þrengingar.
Miklu varðar að halda rétt á málum á ör-
lagastundu og blása fólkinu í landinu bar-
áttuanda í brjóst, auka samstöðu, bjartsýni og
trú á framtíðina. Sagan sýnir að þegar Íslend-
ingar standa saman vegnar þjóðinni jafnan
vel.
Þrátt fyrir að pólitískt uppgjör hafi farið
fram á árinu á enn eftir að kjósa um nýjar
áherslur eða stefnumörkun til framtíðar.
Ástæðan er sú að kosningarnar fóru fram í
skugga hrunsins. Enn hafði ekki fengist full
yfirsýn yfir áhrif bankahrunsins, rannsókn-
arnefnd um aðdraganda og orsakir hrunsins
var rétt að hefja störf, efnahagsáætlun stjórn-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var í bið-
stöðu og svo mætti lengi telja. Forsendur fyrir
upplýstri umræðu voru því takmarkaðar og
umræðan fyrir kosningar þessu marki brennd.
Það er því miklu nær að segja kosningarnar
hafa verið uppgjör við fortíðina en upphaf á
nýjum grunni. Sundurþykkja á stjórnarheim-
ilinu í hverju málinu á fætur öðru bendir til að
þjóðstjórn hefði verið farsælasta lausnin síð-
astliðinn vetur. Það hefði skapað traustari um-
gjörð um mikilvægustu viðfangsefni stjórn-
valda.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði trausti en hef-
ur unnið hörðum höndum að því að endur-
heimta það að nýju. Mest fylgi í kosningunum
fékk hins vegar flokkur sem setið hafði í rík-
isstjórn frá 2007 og getur ekki skotið sér und-
an ábyrgð. Það fór lítið fyrir varnaðarorðum
forystumanna Samfylkingarinnar og þegar lit-
ið er til baka stendur upp úr hversu ríkisút-
gjöld tóku mikinn vaxtarkipp þegar þeirra
flokkur komst til valda.
Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi tillögu um
að sækja um aðild að Evrópusambandinu en
hafði ekki burði til að fylgja henni eftir á Al-
þingi án stuðnings úr öðrum flokkum. Skyn-
samlegast hefði verið að bera málið undir
þjóðina, en því höfnuðu stjórnarflokkarnir,
sem gera lítið með þjóðarviljann þegar þeir
eru komnir með pískinn og valdataumana. Þó
hafði framboð annars stjórnarflokksins verið
kynnt sem skýr valkostur andstæðinga aðild-
arumsóknar.
Þegar þetta er skrifað róa sömu flokkar öll-
um árum að því að fá samþykkta ríkisábyrgð, í
andstöðu við vilja 70% landsmanna, vegna
samninga sem leiddir voru til lykta á grund-
velli pólitískra þvingana um uppgjör á inn-
stæðum íslensks einkabanka í útlöndum. Um
slíka framgöngu getur ekki skapast nein sátt.
Ríkisstjórnin hefur hvorki haft samráð við
stjórnarandstöðuflokkana við lausn stærstu
hagsmunamála þjóðarinnar né sýnt slíku sam-
starfi áhuga. Það viðhorf er ríkjandi á stjórn-
arheimilinu að mestu máli skipti hvaðan hug-
myndirnar koma, en ekki hvers efnis þær eru.
Þjóðin verður ekki skattlögð út úr vand-
anum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði í tvígang á
árinu fram tillögur á Alþingi til lausnar á efna-
hagsvandanum. Þær sýndu að til væru val-
kostir við þær skattahækkanir og óskyn-
samlegu breytingar á skattkerfinu sem
ríkisstjórnin lagði áherslu á að hrinda í fram-
kvæmd. Við núverandi aðstæður eru skatta-
hækkanir stórskaðlegar og munu án efa draga
efnahagslægðina á langinn. Um gjörvalla Evr-
ópu glíma þjóðir við fjárlagahalla en þar er allt
gert til að hlífa heimilum og atvinnustarfsemi
við aðgerðum af þeim toga sem íslenska rík-
isstjórnin telur skynsamlegar og nauðsyn-
legar.
Skuldavanda heimilanna verður að leysa.
Lækkun á greiðslubyrði lána til skamms tíma
dugir skammt ef fólk sér ekki fram á að geta
greitt niður höfuðstól lána sinna í fyr-
irsjáanlegri framtíð.
Niðurskurður í ríkisrekstrinum er brýnn.
Hver dagur sem líður án nauðsynlegra að-
gerða í því efni er reikningur skrifaður á fram-
tíðarkynslóðir. Þar er ekki úr mörgum vinsæl-
um ákvörðunum að velja en þeim mun
mikilvægara að leita samstöðu og samráðs um
forgangsröðun. Sjálfstæðisflokkurinn bauð
slíkt samstarf og lagði til að gengið yrði lengra
í niðurskurði en ríkisstjórnin gerði í fjárlaga-
frumvarpi sínu. Því var hafnað eins og öðru
sem ekki kemur úr „réttri“ átt. En ekki verð-
ur undan því vikist til lengdar að ræða þessi
alvarlegu mál af hreinskilni og horfast í augu
við vandann.
Þótt efnahagshrunið hafi verið samfélaginu
öllu erfitt, kemur það verst niður á ungu fólki,
sem er að koma sér upp fjölskyldu og stofna
heimili, og er tilbúið að leggja mikið á sig til
þess. Framtíðarhorfur hafa versnað mikið fyr-
ir þennan hóp. Við slíkar aðstæður er raun-
veruleg hætta á að okkar unga og vel mennt-
aða fólk sjái framtíð sinni betur borgið annars
staðar en á Íslandi.
Íslenskt samfélag þarf á framlagi unga
fólksins að halda við þá enduruppbyggingu
sem framundan er. Enginn vafi leikur á að það
hefur áhuga og vilja til að leggja sitt af mörk-
um. Við megum ekki hrekja það frá okkur. Því
verðum við að vera stórhuga og grípa þau
tækifæri sem búa í landi okkar og þjóð. Við
verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í
sameiningu út úr vandanum. Engum ætti að
dyljast að til þess þurfum við að nýta auðlindir
landsins til verðmætasköpunar og atvinnu-
uppbyggingar. Atvinna er forsenda þess að
fólkið í landinu geti staðið við skuldbindingar
sínar og veitt fjölskyldum sínum viðunandi
lífsgæði, velferð og öryggi. Þetta er það leið-
arljós sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað
eftir og mun gera áfram.
Það styttist í að niðurstöður rannsóknar-
nefndar Alþingis vegna bankahrunsins verði
kynntar. Litlar líkur eru á að niðurstöðurnar
verði fagnaðarefni fyrir landsmenn en þær ber
að ræða af alvöru og yfirvegun. Rétt viðbrögð
við rökstuddum ábendingum tryggja að sagan
endurtaki sig ekki og traust skapist að nýju á
stjórnkerfinu.
Í þeirri vinnu mun Sjálfstæðisflokkurinn
ekki láta sitt eftir liggja.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég
landsmönnum öllum árs og friðar og velfarn-
aðar á komandi ári.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Við áramót
Morgunblaðið/RAX
Samstaða „Við verðum að snúa vörn í sókn og vinna okkur í sameiningu út úr vandanum.“
– meira fyrir leigjendur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nýjung á mbl.is fyrir leigjendur og þá sem vilja leigja eignir
Þeir sem vilja leigja sér húsnæði eða bjóða eign til leigu geta nú einfaldlega farið á mbl.is
mbl.is/leiga er miðstöð þeirra sem vilja skoða leigumarkaðinn, hvort heldur sem er
fyrir atvinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði. Þeir sem vilja bjóða eignir til leigu geta keypt
vikuskráningu á vefnum fyrir 1.000 kr. eða heilan mánuð á 3.500 kr.
mbl.is/leiga