Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Í LOK árs og þegar nýtt byrjar,
tölum við mikið um landið okkar
og fólkið okkar. Við íhugum hverj-
ir það eru sem okkur finnst hafa
staðið upp úr á einhvern hátt.
Ýmsir fjölmiðlar leyfa okkur að tjá
þetta með því að velja mann eða
konu ársins. Þau sem fá atkvæði í
slíku vali þykja hafa skarað fram
úr á ákveðnum sviðum og veitt
öðrum innblástur. Val sem þetta er
mikilvægt af því það beinir kast-
ljósinu að því sem skiptir okkur
máli og við teljum gagnlegt og
æskilegt. Það, hvernig við veljum
menn og konur ársins, segir okkur
líka heilmikið um gildin sem sam-
félagið okkar kann að meta.
Þessi gildi spretta upp úr
reynslu þjóðar sem hefur lifað
góða og erfiða tíma. Einstaklingar
og þjóð sem hefur reynt áföll og
erfiðleika, velgengni og sigra, kann
að meta góðar fyrirmyndir. Við
þessi áramót kunnum við sér-
staklega að meta þau sem hjálpa
okkur að öðlast trúna á samfélagið
að nýju.
Á þjóðfundi sem haldinn var í
nóvember síðastliðnum komu sam-
an rúmlega 1.200 manns. Afrakst-
ur vinnu þeirra var tólf gildi sam-
félags, sem marka leiðina til
framtíðar og orða það sem skiptir
okkur máli: Heiðarleiki, virðing,
réttlæti, jafnrétti, frelsi, kærleikur,
ábyrgð, fjölskylda, lýðræði, jöfn-
uður, sjálfbærni og traust. Þegar
þessi tólf orð eru lögð saman kem-
ur í ljós mynd af samfélagi þar
sem hver einstaklingur er virtur
og rækt er lögð við hann og við
nærsamfélagið. Þetta samfélag ein-
kennist af umhyggju og von.
Umhyggja beinist að þeim verk-
efnum sem eru á borði okkar hér
og nú. Að fólkinu sem við mætum í
dagsins önn, að þeim sem minna
mega sín í samfélaginu og að þörf-
um okkar sjálfra. Hún kallar á for-
gangsröðun í eigin lífi og um-
gengni við annað fólk, umhverfi og
auðlindir. Von er sýn okkar á
framtíðina. Án vonar virðist lífið
lítils virði. Í von öðlumst við kraft
og hugrekki til að halda inn í nýtt
ár, nýjan áratug og nýtt skeið í lífi
þjóðar.
Við viljum búa í samfélagi sem
er vongott, bjartsýnt og hugrakkt.
Út frá því getum við sagt: Fólk
ársins er fólkið hefur trú á sam-
félaginu okkar. Fólk ársins er fólk-
ið sem er tilbúið að takast saman á
við ástæður og afleiðingar hruns-
ins og vinna að sátt. Fólk ársins er
fólkið sem heldur áfram að koma
börnum til manns, nærir náunga
sinn, greiðir götu réttlætisins, býr
öldruðum áhyggjulaust ævikvöld
og horfir í von til framtíðar.
Fólk ársins
Eftir Árna Svan Daníelsson og
Kristínu Þórunni Tómasdóttur
Kristín Þórunn Tómasdóttir
og Árni Svanur Daníelsson
» Fólk ársins er fólkið
sem heldur áfram að
koma börnum til manns,
nærir náunga sinn,
greiðir götu réttlætisins
og býr öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld.
Höfundar eru prestar.
NÚ ÞEGAR af-
greiðsla á ríkisábyrgð
vegna svokallaðs ice-
save-samnings er á
lokastigi knýja marg-
ar áleitnar spurn-
ingar dyra. Hvernig
gat þetta mál þróast í
þann farveg að þrátt
fyrir að öll rök hnígi í
gagnstæða átt skuli
oddvitar ríkisstjórn-
arinnar beita sér af slíkri hörku til
að knýja fram afarkosti fyrir ís-
lensku þjóðina?
Öll rök lúta að því að fyrir
samningnum sé engin lagastoð og
vextir og aðrir skilmálar séu
ósanngjarnir í meira lagi jafnvel
þó fótur væri fyrir grunnkröfunni.
Þá er augljóst að íslenska ríkið
getur ekki greitt þessa kröfu til
viðbótar við aðrar skuldir sem velt
hefur verið yfir á það.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóð-
arinnar er andvígur samþykkt lag-
anna. Látið hefur verið að því
liggja að það sé lítið að marka því
almenningur sé svo grunnhygginn
og óábyrgur. Nær lagi er hins veg-
ar að óábyrgt sé að binda þjóðinni
óbærilegar klyfjar sem hún er þó
ekki skyldug til að taka á sig. En
þekkt er að ákafi stjórnarflokk-
anna til inngöngu í Evrópusam-
bandið víkur öllu öðru til hliðar.
Dylgjur og hótanir
Þar sem rökin hefur þrotið hjá
ríkisstjórninni hafa oddvitar henn-
ar látið skína í að þeim hafi verið
hótað fyrir hönd þjóðarinnar og
eitthvað hræðilegt muni gerast ef
ekki verður látið að vilja stórveld-
anna.
Hvað gera leiðtogar
þjóða þegar þeim er
hótað fyrir hönd þjóð-
arinnar? Hafa skal í
huga að hótanir af
þessu tagi eru árás á
þjóðina. Raunveruleg-
ir leiðtogar gera þjóð-
inni grein fyrir því
hverjir hafa hótað
hverju og sameina
þjóðina til að standa
gegn slíkri árás. Að
gerast milligöngumað-
ur og aðstoða við að ná fram órétt-
mætum kröfum í krafti slíkra hót-
ana eru hins vegar svik við
þjóðina, svo ekki sé notað sterkara
orðalag sem varla er prenthæft.
Svona lágt leggst ríkisstjórnin
til að beygja þjóðina undir erlend
nýlenduveldi. Sannleikurinn er
hins vegar sá að framtíð íslensku
þjóðarinnar er ekki komin undir
geðþótta nokkurra evrópskra ný-
lenduþjóða. Um allan heim eru
þjóðir sem vilja eiga við okkur
sanngjörn viðskipti.
Mafíuhótanir virka aðeins ef
fólk gefst upp og beygir sig undir
þær. Íslenska þjóðin getur lifað
með fullri reisn ef hún ákveður að
stíga út úr myrkrinu og láta ekki
stjórnast af dylgjum og hræðslu-
áróðri.
Í skugga hótana
Eftir Þorvald
Þorvaldsson
Þorvaldur Þorvaldsson
» Sannleikurinn er sá
að framtíð íslensku
þjóðarinnar er ekki
komin undir geðþótta
nokkurra evrópskra ný-
lenduþjóða.
Höfundur er trésmiður.
HJÖRLEIFUR
Guttormsson, fyrrver-
andi alþingismaður og
ráðherra, birti pistil á
heimasíðu sinni hinn
22. desember sl. undir
fyrirsögninni „Bar-
áttan gegn loftslags-
breytingum“. Þar vík-
ur hann fyrst að
ráðstefnunni í Kaup-
mannahöfn um lofts-
lagsbreytingar (COP-15) og nið-
urstöðum hennar. Hann segir:
„Innihaldið var langt frá kröfum
og væntingum margra fyrir ráð-
stefnuna, en samt langtum skárra
en ekkert.“
Það er vissulega rétt. En er það
svo slæmur árangur? Ég held
ekki. Margir munu hafa gert sér
gersamlega óraunhæfar væntingar
um árangur ráðstefnunnar. Það er
ekki við öðru að búast en að þeir
verði fyrir vonbrigðum. Loftslags-
málin eru miklu flóknari en svo að
raunsætt sé að vænta þess að þau
verði leyst á fáeinum ráðstefnum.
Það er „langtum skárra en ekk-
ert“ ef ein einstök ráðstefna skilar
okkur í raun skrefi
nær lausninni.
Undir millifyr-
irsögninni „samnefn-
arinn sem vantar“
segir Hjörleifur:
„Mannkynið stend-
ur frammi fyrir alvar-
legasta vanda sem
það hefur kallað yfir
sig frá upphafi vega,
þ.e. að komast út úr
orkubúskap sem
byggir á jarðefnaelds-
neyti og safnar glóð-
um að höfði komandi kynslóða.
Grunnur þess vanda er það sóun-
arsamfélag sem svonefnd rík lönd
hafa kallað yfir heimsbyggðina og
milljarðar mannfólks sem við fá-
tækt búa reyna af kappi að apa
eftir. Sú gildra var hinsvegar lítið
til umræðu í Kaupmannahöfn og
hvernig skipa megi búskap-
arháttum jarðarbúa þannig að
sjálfbært sé til frambúðar.“
Það er of djúpt í árinni tekið að
kalla samfélög iðnríkja nútímans
„sóunarsamfélög“. Sóun er nýting
efnahagslegra verðmæta sem ekki
færir neytendum neitt meiri lífs-
hamingju og velsæld. Sóun er
óskilvirkni í nýtingu efnahagslegra
verðmæta. Sú sóun á fyrst og
fremst sínar rætur í reynsluleysi
mannsins í að búa við góð lífskjör
sem aftur stafar af því hve til-
tölulega stutt er síðan almenn-
ingur í iðnríkjum nútímans öðl-
aðist þau lífskjör. Það tekur tíma
að læra af reynslunni og um aðra
kennara en hana er ekki að ræða.
Sjálfsagt er að vinna af krafti
gegn sóun. Það er líka langt frá
því að meginhlutinn af efnalegri
neyslu íbúa iðnríkjanna sé sóun.
Samt er hún of mikil. En gróð-
urhúsavandinn hverfur ekki þótt
við vinnum bug á sóuninni.
Það er heldur ekki, og verður
tæplega næstu eina til tvær ald-
irnar eða svo, raunhæf hugmynd
að „komast út úr orkubúskap sem
byggir á jarðefnaeldsneyti“. Um
80% þeirrar orku sem mannkynið
notar í dag kemur úr eldsneyti úr
jörðu og það hlutfall fer hækkandi.
Vandi nútímans er samt ekki yf-
irvofandi eldsneytisskortur. Lang-
stærstur hluti af eldsneytisforða
jarðarinnar liggur í kolunum.
Þekktar kolabirgðir í jörðu endast
í milli 200 og 300 ár með núver-
andi notkun. Sambærileg ending á
olíu og jarðgasi eru nokkrir ára-
tugir. Birgðir af kolum, olíu og
gasi í jörðu, sérstaklega kolum, í
mörgum núverandi þróunarlöndum
eru ekki vel þekktar ennþá. Margt
bendir til að þær séu verulegar.
Það eru allar horfur á að eldsneyti
í jörðu muni endast mannkyninu í
að minnsta kosti tvær aldir þótt
núverandi þróunarlönd iðnvæðist.
Það sem hins vegar er nú að-
kallandi er að þróa aðferðir til að
nýta hinn mikla eldsneytisforða í
jörðu, einkum kolin, án þess að
valda gróðurhúsaáhrifum. Til þess
þarf að flytja orkuinnihald hans
yfir í vetni sem orkubera, og
brenna því í stað eldsneytisins
sjálfs, en binda koltvísýringinn,
sem óhjákvæmilega fylgir slíkri
orkuyfirfærslu, í jörðu. Þegar
vetni brennur myndast vatnsgufa
sem síðan þéttist í vatn. Tæknin
til að binda koltvísýring á iðn-
aðarvísu er enn ekki tiltæk en
gerðar hafa verið tilraunir sem
lofa góðu. Tæknin til að brenna
vetni í notkunartækjum eins og
bílum, skipum og flugvélum er
heldur ekki enn fullþróuð. Þróun
þessarar tvennskonar tækni er
hafin í Bandaríkjunum en er
ennþá á byrjunarstigi. Í henni
liggur að mínu mati vonin um
framtíðarlausnina á núverandi að-
steðjandi gróðurhúsavanda.
Þess má geta að Orkuveita
Reykjavíkur er með tilraunir í
gangi til að dæla koltvísýringi í
jörð niður og binda hann þar. Með
því er hún orðin þátttakandi í leit
mannsins að framtíðarlausn í
orkumálum.
Um gróðurhúsa-
vandann og lausn hans
Eftir Jakob
Björnsson » Það sem hins vegar
er nú aðkallandi er
að þróa aðferðir til að
nýta hinn mikla elds-
neytisforða í jörðu,
einkum kolin, án þess að
valda gróðurhúsaáhrif-
um.
Jakob Björnsson
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Stórfréttir
í tölvupósti
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum farsældar
á nýju ári. Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s