Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 37

Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga HLUTVERK Reykjavíkur sem höfuðborgar felur í sér ábyrgð og skyldur, ekki aðeins gagnvart íbú- um borgarinnar heldur einnig landsmönnum öllum. Því borgin er ekki aðeins höfuðborg sjálfrar sín heldur landsins alls. Ekki aðeins er þungamiðju stjórnsýslu og menningar að finna þar heldur einnig heilbrigðisþjón- ustu. Það felur í sér að í borginni er að finna stærstu sjúkrahús landsins, sem búa að helstu tækni- og sérfræðiþekkingu í læknisþjón- ustu hérlendis. Þar sem þessi sjúkrahús eiga að þjóna öllum Ís- lendingum verða þeir að eiga eins greitt aðgengi að þeim og mögulegt er. Því þurfa þeir landsmenn sem búa fjarri borginni að reiða sig á ákveðna öryggiskeðju. Þegar slys verða, eða bráð veikindi, eru kall- aðir út læknar, hjúkrunarfólk og sjúkraflutningamenn í heimahér- aði, en komi í ljós að meðferð við tilfellinu sé ekki á færi heilsu- gæslunnar þar kemur til kasta sjúkraflugsins. Þá koma til skjal- anna flugvallarstarfsmenn og áhöfn sjúkraflugvélarinnar. Margir leggjast því á eitt til að útkallið gangi eins og vel smurð vél. Einn mikilvægasti hlekkur þess- arar keðju er hins vegar endastöð flestra sjúkraflugferða, Reykjavík- urflugvöllur. Þar sem hann er helsta tenging landsbyggðarfólks við sjúkrahús borgarinnar er tilvera hans meginforsenda þess að áð- urlýst þungamiðja læknisþjónustu landsins verði áfram í Reykjavík. Hafa verður í huga að þeir sjúkling- ar sem þangað eru fluttir utan af landi hafa þá oft lagt að baki tíma- frekt ferðalag, ólíkt íbúum höf- uðborgarsvæðisins, þrátt fyrir allar áherslur um hraða útkallsins. Vissu- lega hefur þó sjúklingurinn í flest- um tilfellum (ekki öllum) haft við- komu á heilsugæslustöð eða jafnvel fjórðungssjúkrahúsi þar sem hann var eftir föngum búinn undir áframhaldandi ferðalag flugleið- ina. Það gefur þó ekki til kynna að lífsógnandi (eða mögulega lífs- ógnandi) ástandi hans hafi verið af- létt. Um það verður jafnvel ekki full- yrt fyrr en á endastöð að flutningi loknum. Augljóst er því að haga verður þessum flutningum þannig að þeir taki sem stystan tíma. Lyk- ilatriði er að geta lent í þeirri nánd við sjúkrahús borgarinnar sem Reykjavíkurflugvöllur býður upp á. Lokun hans myndi ekki aðeins valda lands- mönnum miklum óþægindum og auknum kostnaði vegna heimsókna til höfuðborgar sinnar, heldur einnig hamla al- varlega aðgengi þeirra að sér- tækri lækn- ismeðferð í bráðatilfellum. Sú lenging flutnings- tímans sem af þessu hlytist yrði með öllu óviðunandi. Þá er rétt að fram komi að vegna veðurfarslegra aðstæðna í Reykja- vík eru allar flugbrautirnar þrjár nauðsynlegar til að flugvöllurinn þjóni okkur áfram af sama öryggi og hingað til. Þeir dagar hafa komið þegar flogið var forgangsflug suður við aðstæður þar sem eingöngu var hægt að nota gömlu NA-SV- brautina vegna mikils hvassviðris samfara hálku. En eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið liggur fyrir samþykkt í stjórnsýslu borgarinnar um að loka eigi einni aðalflugbrautinni í Vatnsmýrinni ár- ið 2016. Þó er engum okkar kunn- ugt um að landsmenn hafi nokkurn tímann verið inntir álits á þessu. Þessi aðgerð mun klárlega skerða þjónustugetu vallarins að því marki að öryggiskeðja sú sem að ofan er lýst rofnar án þess að nokkrar aðrar lausnir bjóðist í staðinn. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig þið, ráðamenn höfuðborg- arinnar, getið leyft ykkur að ganga svona að eign okkar, landsmanna allra, og stórskaða um leið öryggis- hagsmuni okkar, fyrir svo haldlítil rök sem hér er stuðst við. Það eina sem séð verður að vaki fyrir flug- vallarandstæðingum er að gera Vatnsmýrina að féþúfu, með full- tingi ykkar. Peningar virðast hér æðri mannslífum. Og það ótrúlega er að þetta gerist þrátt fyrir afger- andi andstöðu borgarbúa sjálfra við þennan gerning, að ekki sé talað um aðra landsmenn. Síendurteknar skoðanakannanir sýna sífellt afdráttarlausari afstöðu landsmanna með flugvellinum á núverandi stað, og það ekki síst meðal borgarbúa, kjósenda ykkar sjálfra. Aðeins lítill, en hávær minnihluti borgarbúa hefur haft sig í frammi gegn flugvellinum okkar, en hreint hörmulegt er að verða vitni að þeim afflutningi staðreynda, sem fulltrúar þessa hóps hafa í frammi þegar þeir tjá sig um þessi mál, ekki síst hvað varðar sjúkraflugið. Mun alvarlegri er þó hin æpandi þögn ykkar borgarfulltrúa, sem skipað hafið ykkur flestir í raðir flugvallarandstæðinga, en hafið aldrei borið við að svara okkur, sem höfum haldið uppi málstað þess- ara öryggishagsmuna landsmanna og oftsinnis beint að ykkur spurn- ingum á opinberum vettvangi, t.d. varðandi sjúkraflugið. Síðasta dæmið um þetta er opið bréf eins okkar til Gísla Marteins Baldurssonar, sem Mbl. birti þ. 9. okt. sl. og enn er ósvarað, mánuðum síðar. Engu að síður virðast enn standa orð sumra ykkar þess efnis, að flugvöllurinn skuli víkja „hvað sem það kostar“ og verður vart ann- að séð en að eftir þeirri staðhæfingu sé unnið í stjórnkerfi ykkar. Því krefjum við ykkur svara við því hvaða lausnir munu koma í staðinn, varðandi tengingu landsmanna allra við sjúkrahúsin í borginni, komi til þess að flugvöllurinn verði látinn víkja. Ykkar, sem standið að þeim gerningi, verður ábyrgðin á honum, svo ykkar er einnig að standa okkur skil á því hvað við eigum að fá í staðinn, sem tryggir okkur aðgengi að heilbrigðisþjónustunni jafn vel og Reykjavíkurflugvöllur gerir í dag. Þorkell Ásgeir Jóhannsson yfirflugstjóri Mýflugs, sem starf- rækir sjúkraflug á Austur- og Norð- urlandi og Vestfjörðum. Sveinbjörn Dúason bráðaliði og tilsjónarmaður sjúkraflugs. Björn Gunnarsson forstöðulæknir sjúkraflugs. Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri á Akureyri. Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri og bráðaliði í sjúkraflugi. Leifur Hallgrímsson flugstjóri og framkvæmdastjóri Mýflugs. Sigurður Bjarni Jónsson stjórnarformaður Mýflugs. Opið bréf til allra borgarfulltrúa og væntanlegra frambjóðenda » Það eina sem séð verður að vaki fyrir flugvallarandstæð- ingum er að gera Vatns- mýrina að féþúfu, með fulltingi ykkar. Þorkell Á Jóhannsson Þorbjörn Haraldsson Sigurður Bjarni Jónsson Sveinbjörn Dúason Ingimar Eydal Leifur Hallgrímsson Björn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.