Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 41
þakklæti. Takk, amma mín, fyrir allt
sem þú gafst mér og allt sem þú
varst mér.
Rakel.
Þá er komið að kveðjustund.
Amma Hrefna var sá allra mesti
karakter sem ég hef komist í kynni
við og er ógleymanleg. Ákveðin, vel
gefin, ráðagóð, hress, skemmtileg
og pólitísk eru þau orð sem lýsa
henni best.
Milli okkar ömmu var ætíð sterkt
og gott samband. Við áttum skap
saman.
Ég var svo heppin að búa á Hverf-
isgötunni hjá ömmu og afa og þurfti
því sjaldan að fara í leikskóla, ég gat
verið með ömmu allan daginn.
Morgnarnir fóru í að spila eða baka
rúgbrauð, steikja kleinur og soð-
brauð, sulta, gera kæfu eða vera úti í
garðinum sem hún hugsaði svo vel
um.
Á sumrin fórum við í veiðiferðir,
tíndum egg og dún eða fórum í
berjamó inn í Fljót. Mér fannst allt-
af jafn gaman að vera með ömmu
enda vorum við alltaf að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Amma hafði mjög ákveðnar skoð-
anir og sterka pólitíska sýn. Fram-
sóknarflokkurinn var flokkurinn
hennar. Við amma deildum ekki
sömu pólitísku skoðunum sem ég
held að hafi verið henni smávon-
brigði. Þegar ég kaus í fyrsta skiptið
fór ég með ömmu á kjörstað. Hún
var búin að segja við mig áður að ég
ætti að fylgja eigin sannfæringu og
kjósa það sem ég vildi en þegar við
vorum búnar að fá seðlana í hend-
urnar og vorum að labba inn í klefa
tók hún í mig og sagði: „En þú kýst
auðvitað Framsóknarflokkinn“ og
labbaði svo inn í kjörklefann.
Amma var alltaf svo dugleg, gafst
aldrei upp. Hún hugsaði alltaf vel
um heilsuna og stundaði botsía og
sund af miklum krafti.
Í haust þjáðist hún af miklum
verkjum og kom í ljós að hryggj-
arliðir höfðu fallið saman með mikl-
um kvölum. Ég talaði við ömmu í
síma stuttu seinna og spurði hvort
hún lægi fyrir og slappaði af. Nei,
hún hélt nú ekki hún sagðist fjölga
ferðunum sem hún labbaði úti úr 6 í
10 því hún ætlaði aldeilis ekki að fá
kryppu!
Í vikunni áður en hún veiktist
steikti hún kleinur og bakaði nokkr-
ar tegundir af smákökum og sagðist
ætla að gera soðbrauð líka ef það
yrði tími, en það var ekki tími. En
dugleg var hún allt fram á síðasta
dag.
Amma var alltaf svo glæsileg,
hugsaði mikið um útlitið, var alltaf
vel til höfð og hafði gaman af því að
punta sig með fallegu skarti. Meira
að segja þegar hún var komin á spít-
alann var hún með nýlitað hár og
augabrúnir – stórglæsileg kona.
Það er stórt skarð sem amma skil-
ur eftir sig enda var hún hrókur alls
fagnaðar þar sem hún kom. Í sumar
var haldið ættarmót Mósara þar
sem hún mætti eins og alltaf áður og
var þá sú elsta, ættarhöfðingi. Hún
skemmti sér og öðrum alla helgina
eins og hún gerði ævinlega.
Elsku amma mín. Ég veit að þú
ert sátt við að hafa farið svona
snöggt því ef það var eitthvað sem
þú þoldir ekki þá var það að þurfa að
liggja veik. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið tækifæri til að vera
hjá þér síðustu dagana þína, halda í
höndina á þér og segja þér hversu
mikið ég elska þig og hversu þakklát
ég er fyrir þær stundir sem við átt-
um saman. Ég á eftir að sakna þín
mikið, elsku amma mín. Ég bið guð
að blessa minningu stórfenglegrar
konu sem ég var svo heppin að eiga
fyrir ömmu.
Þín,
Jóna Hrefna.
Kær föðursystir mín Hrefna Her-
mannsdóttir er fallin frá eftir stutt
veikindi, en langa og farsæla ævi.
Hrefna veiktist laugardagskvöldið
12. desember eftir að hafa fylgt
Georg, bróður sínum, hans hinstu
för, en fram að þeim tíma hafði
Hrefna orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera heilsuhraust.
Ég tengdist þeim hjónum, Hrefnu
og Jónasi, sterkum böndum. Þau
sýndu mér alla tíð mikla góðvild og
mér fannst sem ég nyti eilítillar sér-
stöðu umfram aðra, væri jafnvel í
uppáhaldi hjá frænku og nafna. Það
er allavega mín trú sem enginn get-
ur tekið frá mér og væntanlega er
það nafnið sem ég ber sem skapaði
þessa tilfinningu. Nafn sem ég er
hreykinn af að bera og reyni að vera
nafna mínum og frænku til sóma.
Hrefna var góð kona, líklega fyr-
irmynd þeirrar ömmu sem notast er
við þegar á að lýsa hinni fullkomnu
ömmu í ævintýrum. Reyndar gat
það átt við þær systur báðar, Hrefnu
og Dóru, sem eiga svo stóran þátt í
þeim góðu æskuminningum sem ég
á úr Fljótum og Siglufirði.
Samneyti fjölskyldu minnar við
þær systur og fjölskyldur þeirra var
mikið. Þær eru ófáar minningar sem
ég á úr sumarbústaðaferðum með
foreldrum mínum ásamt þeim
Hrefnu, nafna, Dóru og Frigga að
elta uppi ber í hinum ýmsu sveitum
landsins, enda mikið berjatínslufólk
á ferð. Yfirleitt var ég eina unglamb-
ið með í för ef Friggi gamli er und-
anskilinn. Það vantaði því ekki at-
hyglina sem ég fékk og yfirleitt var
allt látið eftir mér, var ég sem prins
með 6 þjóna. Þetta voru lærdóms-
ríkar ferðir, sérstaklega hvað spil
varðar, en mikið var jafnan spilað á
spil og var Hrefna mikil spilakona.
Þetta voru frábærar ferðir og sóttist
ég eftir nærveru þessa góða fólks og
hlakkaði mikið til ferðanna á haustin
þótt ég hafi ekki haft gaman af
berjatínslu, það var samveran með
þessu góða fólki sem var tilhlökk-
unarefnið.
Þegar ég ungur árum ákvað að
eyða sumrinu 1987 á Siglufirði fjarri
heimahögum átti sú tilhugsun að
geta leitað til þeirra systra stóran
þátt í að ég lét tilleiðast. Það vildi
síðan þannig til að það var bara eitt
hús á milli mín og Hrefnu frænku,
ég fann til öryggiskenndar umvafinn
fjöllum og góðu frændfólki. Ævin-
lega síðan þegar ég átti leið um
Siglufjörð með mína fjölskyldu var
reynt að gefa sér tíma til að koma
við hjá þeim systrum, enda fátt
betra en þiggja veitingar og spjalla
um lífið og tilveruna. Börnin voru
feimin í byrjun enda ekki oft sem
þær hittu frænkur sínar en voru
fljót að jafna sig þegar að sælgæt-
isdunkurinn var opnaður. Vildu þau
þá hvergi annars staðar vera en í
fanginu á frænkum sínum.
Jólin hafa alltaf verið tími kær-
leika og friðar í minni fjölskyldu og
minningarnar góðar. Jólin í ár hafa
verið einkar hlýleg sökum þess
hversu ofarlega Hrefna hefur verið í
huga mér og allar þær góðu minn-
ingar sem ég á um hana hafa skotið
upp kollinum. Í dag kveð ég kæra
frænku sem reynst hefur mér svo
vel alla ævi, kveð hana umvafinn
hlýjum minningum og miklum kær-
leik.
Jónas Björnsson.
Hrefna Hermannsdóttir mág-
kona mín og föðursystir okkar er
fallin frá, 91 árs að aldri. Þrátt fyrir
háan aldur kom fráfall hennar okk-
ur í opna skjöldu. Kannski vegna
þess að Hrefna var síung, alltaf
glæsileg, alltaf skemmtileg og ekki
síst einstaklega höfðingleg kona.
Hún bar höfuðið hátt, hafði sterkar
skoðanir sem þó einkenndust fyrst
og fremst af ríkri réttlætiskennd og
samhug með öðru fólki.
Hrefna ólst upp í stórum systk-
inahópi og var fimmta í röð níu
barna þeirra hjóna Elínar Lárus-
dóttur og Hermanns Jónssonar frá
Ysta-Mói í Fljótum. Hrefna var gift
Jónasi Björnssyni frá Siglufirði
sem nú er látinn og bjuggu þau
hjónin á Siglufirði alla sína búskap-
artíð. Bernskuheimili Hrefnu á
Ysta-Mói stóð gestum og gangandi
opið hvort sem var til skemmri eða
lengri dvalar og það gerði heimili
Hrefnu og Jónasar á Siglufirði
einnig. Lengst af bjuggu þau í
glæsilegu tvílyftu einbýlishúsi á
Hverfisgötunni. Það var ávallt til-
hlökkunarefni að heimsækja
Hrefnu og Jónas og þau eru sterk í
minningunni. Hún, glettin og stríð-
in, svolítið hvöss til augnanna,
hreinskiptin og lá ekki á skoðunum
sínum.
Hann, rólyndur, yfirvegaður og
hélt uppi heimspekilegum samræð-
um við börn sem væru þau fullorðin.
En bæði voru þau hjón ákaflega hlý
og umhyggjusöm og hvorugt þeirra
mátti aumt sjá.
Á heimili þeirra, eins og á
bernskuheimili Hrefnu, var vel
hægt að takast á um málefni líðandi
stundar, stjórnmálin og heimsmál-
in, enda þau hjón í sitt hvorum
stjórnmálaflokknum. En virðingin
fyrir skoðunum og tilfinningum
annarra var einkenni þessara skoð-
anaskipta og ávallt í fyrirrúmi – og
svo var kaffið og meðlætið að sjálf-
sögðu aldrei langt undan þegar
málin voru rædd. Hrefna skipar
stóran sess í hjörtum okkar og mik-
ið skarð er höggvið í stórfjölskyld-
una með fráfalli hennar.
Hrefna var stór kona á alla lund,
höfðingi með stórt hjarta. Hún lét
sér annt um ættingja sína og gerði
sér far um að þekkja þá alla og
fylgjast með lífi þeirra. Hrefna var
líka einstaklega „festleg“, glæsileg
og skemmtileg kona, lét sig aldrei
vanta á mannamót og alltaf til í
sprell og skemmtilegheit. Að leið-
arlokum er okkur þakklæti og virð-
ing í huga.
Þakklæti fyrir allar þær góðu og
gefandi stundir sem við áttum með
Hrefnu og fjölskyldu hennar og
virðing fyrir því heilsteypta lífi sem
Hrefna skapaði sjálfri sér og fjöl-
skyldu sinni. Megi hún vera okkur
fyrirmynd. Börnum Hrefnu og Jón-
asar og fjölskyldum þeirra vottum
við okkar dýpstu samúð.
Ása S. Helgadótt-
ir og fjölskylda.
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Gísli Guðmundsson
✝ Gísli N. Guð-mundsson
fæddist í Reykja-
vík 31. desember
1912. Hann lést á
líknardeild Landa-
kots 19. desem-
ber sl.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Erlendsson, ættaður úr Mýrasýslu, og
Guðrún Ágústa Jónsdóttir frá Vatn-
leysuströnd. Systkini Gísla voru Sig-
urbjörn Árnason, Jón Ingvi bakari,
Haraldur netagerðarmaður, og Valdís
Guðmundarbörn, öll látin.
Gísli giftist 2. nóvember 1940 Dag-
mar Guðmundsdóttur úr Reykjavík,
foreldrar hennar voru Sigríður Gísla-
dóttir og Guðmundur Bergþórsson.
Dætur Gísla og Dagmarar eru Auður,
f. 1950, gift Jóhannesi H. Jóhann-
essyni. Börn: Gísli Hólmar og Sigurpáll
Hólmar Jóhannessynir. Áslaug, f.
1956, gift Guðmundi Æ. Jóhannssyni.
Börn: Margeir Steinar og Gísli Steinar
Ingólfssynir. Barnabarnabörnin eru 7
talsins.
Gísli hóf snemma sjómennsku.
Hann varð vikadrengur á Esjunni árið
1927 en við matreiðslu mun hann hafa
byrjað á e/s Súðinni árið 1930. Mat-
reiðslunám stundaði hann á Hótel
Borg, vann seinna við þau störf á
ýmsum stöðum, t.d. Hótel Íslandi, á
Laugarvatni, Þingvöllum, Akureyri og
víðar auk þess sem hann var til sjós.
Frá árinu 1943 var hann á skipum
Eimskipafélagsins, fyrst sem mat-
reiðslumaður en lengst af sem bryti,
þar til hann hætti til sjós 1972 og hóf
störf sem húsvörður fyrir Frímúr-
araregluna.
Gísli var aðalhvatamaður þess að
Matsveina- og veitingaþjónafélag Ís-
lands var reist við aftur 1941, og
gegndi formennsku fyrstu 4 árin,
fyrsta verk hans á þessum árum var
að fá félagið viðurkennt sem samn-
ingsaðila við vinnuveitendur, og að fá
hlutaðeigandi yfirvöld til að við-
urkenna matreiðslu og framreiðslu
sem iðngrein, og bar hann gæfu til að
sjá það verða að veruleika.
Gísli var einn af frumkvöðlum að
stofnun Psoriasisfélagsins og var for-
maður þess um tíma.
Jarðarför Gísla fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Sigríður F. Pollock
✝ Sigríður Frið-jónsdóttir
Pollock fæddist á
Sílalæk í Aðaldal
í Suður-
Þingeyjarsýslu
21. febrúar 1928.
Hún lést á Vífils-
stöðum 28. októ-
ber sl.
Sigríður var næstelst barna Frið-
jóns Jónassonar, bónda þar, og Katr-
ínar Benóníu Sólbjartsdóttur, hús-
freyju. Friðjón fæddist á Sílalæk í
Aðaldal 5. maí 1899 og lést þar 1.
október 1946. Hann var sonur Sigríð-
ar Friðjónsdóttur, húsfreyju, f. á Sandi
í Aðaldal 20. desember 1875, d. í
Reykjavík 20. febrúar 1963, og Jón-
asar Jónassonar bónda, f. á Sílalæk
1. október 1867, d. þar 20. janúar
1946. Katrín Benónía fæddist í Bjarn-
eyjum 20. júní 1905 og lést í Reykja-
vík 30. janúar 1999. Hún var dóttir
Sigríðar Gestínu Gestsdóttur, f. 16.
apríl 1874, d. 30. ágúst 1957, og Sól-
bjarts Gunnlaugssonar, bónda í Bjarn-
eyjum, f. 15. ágúst 1872, d. 24. júlí
1921.
Systkini Sigríðar: Falur Friðjónsson,
f. á Sílalæk 1. desember 1926, d. á
Akureyri 23. janúar 2006. Maki Guð-
rún Lovísa Marínósdóttir. Þórunn Sól-
björt Friðjónsdóttir, f. á Sílalæk 20.
apríl 1930, d. í Reykjavík 21. desem-
ber 2006. Maki Björn Ingi Þorvalds-
son. Halldór Hildingur Reimar Frið-
jónsson, f. á Sílalæk 7. júní 1939.
Maki Unnur Jónsdóttir (skilin).
Sigríður giftist 20. september 1952
Francis Lee Pollock, f. 20. september
1929 í Bandaríkjunum, d. þar 1. febr-
úar 2008. Börn þeirra: 1) Michael
Dean Óðinn Pollock, f. 23. nóvember
1953 í Bandaríkjunum, börn: Marlon
Lee Úlfur Pollock, Karl Ruebin Pollock
og Arthur Óðinn Pollock. 2) Daniel
Allan Pollock, f. 24. september 1958 í
Bandaríkjunum, maki: Sigríður Sig-
urðardóttir, börn: Tanya Lind Pollock,
börn hennar: Isis Helga og Francis
Mosi, Justin Þór Pollock. 3) Nathalie
Susanne Pollock, f. 30. janúar 1961 á
Íslandi, maki: Eduardo Menjivar. 4)
Patricia Marie Pollock, f. 18. janúar
1962 á Íslandi, maki: Karl Arriola,
börn: Salina Collins, börn hennar: Je-
ordyn og Kyland Lee, maki: Percy
Collins. Candice Carol Canady, börn:
Kæya, Aniya og Elijah Lee, maki: Jos-
hua Canady. Natalie Famous.
Útför Sigríðar fór fram í Landakots-
kirkju 4. nóvember sl.
Meira: mbl.is/minningar
Andlátstilkynningar
HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar
í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á
mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á
sunnudegi
Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem umluktu okkur
með hlýju og samúð við andlát og útför elskulegs
föður míns, afa og langafa,
GUÐBRANDS LOFTSSONAR
fyrrum skipstjóra og bónda
frá Hveravík,
Aðalbraut 4,
Drangsnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur
fyrir góða umönnun og alúð. Einnig starfsfólki og læknum lyflækninga-
deildar Sjúkrahússins á Akranesi.
Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir,
Berglind Björk Bjarkadóttir, Jón Ingibjörn Arnarson,
Guðbrandur Máni Filippusson,
Kolbrún Lilja Jónsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Dalbraut 27,
andaðist að morgni jóladags.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Anna Þórðardóttir,
Bergur Jón Þórðarson, Eydís Ólafsdóttir,
Árnína Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær móðir mín og tengdamóðir okkar,
GUÐRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR,
andaðist þriðjudaginn 29. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður Kárason, Þórunn Halldórsdóttir,
Óskar Jónsson.