Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 53

Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 53
Dagbók 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG LOFA AÐ GERA EKKI GRÍN AÐ ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ERT GAMALL ÉG LOFA AÐ GERA EKKI GRÍN AÐ ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ERT GAMALL!! ÉG GET SLOPPIÐ VIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA EF ÞÚ SKRIFAR BRÉF FYRIR MIG ÁTTAR ÞÚ ÞIG EKKI Á ÞVÍ HVAÐ ER AÐ SAMFÉLAGINU Í DAG? FÓLK VÍKUR SÉR UNDAN ALLRI ÁBYRGÐ! ÞETTA GREFUR UNDAN SAMFÉLAGINU! „VIÐ VILJUM EKKI AÐ SOLLA FARI Í LEIK- SKÓLA ÞVÍ VIÐ VILJUM HAFA HANA HEIMA“ ÉG ÆTLA EKKI AÐ SKRIFA ÞETTA! ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ... ÉG ER OF UNG OG SAKLAUS! HA HA! ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG ASNI Í ÞESSU PILSI! OG FYRIR AFTAN ÞIG ER VILHJÁLMUR, BRÓÐIR MINN HVAÐ HEITIR ÞÚ, ASNI? ÉG HEITI MAGNÚS EF ÞÚ SMYGLAR ENN EINUM RIDDARANUM INN TIL ÞÍN MEÐ ÞVÍ AÐ LÁTA HANN KLIFRA UPP HÁRIÐ Á ÞÉR ÞÁ LÆT ÉG STEYPA FYRIR GLUGGANN HÚN VAR EKKI MJÖG ÁNÆGÐ MEÐ AÐ ÞURFA AÐ SKILA TÖLVUNNI SEM HÚN FANN HÚN JAFNAR SIG HÚN LÆRÐI SAMT MIKILVÆGA LEXÍU. MAÐUR ÞARF AÐ BREYTA RÉTT ÞÓ ÞAÐ SÉ STUNDUM ERFITT SJÁÐU HVAÐ ÉG FANN UNDIR STÓLNUM! FIMMÞÚSUNDKALL! ÉG VERÐ AÐ FARA ÁÐUR EN FLENSAN JARÐAR MIG ENGIN FURÐA AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ FARA HEIM SNEMMMA... ÞÚ ÆTLAR AÐ HANDSAMA VULTURE FYRIR OKKUR Á MORGUN! EF FLENSAN DREPUR EKKI PETER ÞÁ GERI ÉG ÞAÐ ÚT AF ÞESSU HEIMSKULEGA LOFORÐI! Dýrin – áramótin Hugum sérstaklega vel að dýrum, líka kisum, á gamlárskvöld. Áramót- in eru martröð fyrir dýrin. Við skemmtum okkar á kostnað dýr- anna. Hafið dýrin inni, lokið gluggum og hafið jafnvel útvarp á, takið kisurnar í fangið – ekki skilja dýrin eftir ein í langan tíma. Hvernig væri ef allir settu sér áramótaheit fyrir næsta ár að finna aðra leið til að styrkja björgunarsveitirnar en að sprengja flugelda, þó ekki væri nema dýranna vegna? Þessi hávaði er eins og í stríði. Það er í raun og veru furðulegt að borgaryfirvöld skuli aldrei gera neitt átak í borginni varðandi dýr og veki athygli á vel- ferð þeirra um áramót. Yfir höfuð er skelfilegt ástand í kattarmálum í borginni. Setjum dýrin einu sinni í fyrsta sæti. Dýravinur. Óánægja með íþróttafréttir Ég vil lýsa óánægju með fréttaflutn- ing íþróttafréttamanna af Chelsea og þöggun gagnvart liðinu. Sér- staklega síðastliðinn mánudag þegar liðið vann sinn leik. Vantaði alla umfjöllun um sigurinn. Það eru til fleiri lið en Man- chester United og Liv- erpool. Vonandi verður umfjöllunin meiri og betri á næsta ári. Chelsea-aðdáandi. Icesave Hollendingar og Bret- ar eru nýlenduþjóðir. Sagan segir að þeir hafa ekki vílað fyrir sér að ganga fram með valdníðslu ef það hefur verið þeirra hagur. Þetta gerðu þeir öldum saman. Þeir vissu af því, hetjurnar okkar, sem unnu að því að færa út landhelg- ina okkar á sínum tíma. Þeir börð- ust. Þeir börðust eins og ljón og höfðu sigur. Nú er stund hefndarinnar runnin upp hjá Bretum. Ekki með her- skipum eða hervaldi, heldur þjóð- argjaldþroti. Á Alþingi stendur yfir harður bardagi. Hvað skyldu margir kalla yfir okkur þjóðargjaldþrot með því að samþykkja þetta frumvarp? Stjórnarandstæðingur. Ást er… … að leggja í reisu með ekkert nema brýnustu nauðsynjar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Kristbjörg Steingrímsdóttir yrkirfallega vetrarstemningu: Eins og dúnn frá englavæng ofan svífur drífan þétta, leggur yfir landið sæng létta, hvíta, mjúka slétta. „Anno 2009“ er yfirskrift brags eftir Aðalstein L. Valdimarsson: Hvað varð um þig ár sem eitt sinn varst ungt í heimi með óskum og vonum, draumum og þránum heitum, heilsaðir okkur sem hjer vorum þá á sveimi og hugðist færa okkur það sem við eftir leitum? Við fögnuðum þjer og þín fyrirheit kættu geðið en fljótt þeim samt gleymdum, svo upptekin við það að lifa, í hversdagsins önnum við hugsuðum mest um streðið og heyrðum ei stundirnar burtu frá okkur tifa. Og nú ertu á förum og fortíðin sem þig geymir, þín fyrirheit rættust aðeins að naumu leyti. Um árið sem kemur þá okkur að nýju dreymir en ekki er víst að neinu meira það breyti. Hreiðar Karlsson, vinur Vísna- hornsins, féll frá á árinu, en hann orti á jólum árið 2005: Er við heyrum klukknaklið kvíða sálar eyða, blessuð jólin boða frið báðum megin heiða. Vísnahorn pebl@mbl.is Dúnn frá englavæng Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.