Ísfirðingur - 15.12.1961, Page 14
14
ÍSFIRÐINGUR
GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON:
\
j
Hannes Hafstein |
sýslumaður
Manst þú, elztur Isfirðinga,
aldamótin hér um bil?
Sástu Hannes Hafstein þinga,
heyja dóm og lagaskil,
gáfna og mælsku taka til?
Sást þú annan sýslumann,
sem var glæsilegri en hann?
Hér var oft á héraðsfundum
harkalega málum skipt.
En á lofti löngum stundum
léku snilld og andagift,
máli og hugsun hátt var lyft.
Hversu stórt sem höggið var,
Hafsteins máí af öðru bar.
Þá var ungum létt að lifa,
ljós og draumar yfir jörð,
gott að vinna, gott að skrifa,
gæfan lék um ísafjörð,
skein af lífi og ljóðagjörð.
Yfir setri sýslumanns
svifu vonir þessa lands.
Hans þótt opinn yrði vegur
upp í hástól ráðherrans,
það var aðeins eðlilegur
óskabyr í seglum hans,
glæsilegs og mikils manns. í
Það var létt að hyggja hann
heillar þjóðar fyrirmann.
Hlustir þú á íslands óma
yfir frjálsri, vaskri þjóð,
enn 1 dag þú heyrir hljóma
Hafsteins aldamótaljóð.
Hvatning þeirra er holl og góð.
Enn er boðorð íslenzks manns
aldamótakvæðið hans.
Á vetívangi blaðaima
Framald af 10. síðu.
morguninn hve mjög umræður
væru takmarkaðar virtist Einari
Olgeirssyni verða all mikið um.
Hann kvaddi sér hljóðs til lað mót-
mæla því gerræði að alþingis-
menn væru sviptir málfrelsi eins
og hann orðaði það. Tveir ráð-
herranna, þeir Stefán Jóhann og
Emil Jónsson gripu framm í fyrir
honum. Meðai annars sagði Stefán
Jóhann:
— Þú ert alþingismaður Rússa.
Einar Olgeirsson svaraði sam-
stundis:
— Ég er íslenzkur alþingismað-
ur. Sjö þúsund Reykvíkingar kusu
mig á þing, en þú ert andskotans
uppbótarþingmaður, sem svindlað-
ir þig inn á þing á fáeinum at-
kvæðum norður í Eyjafirði.
V'arð úr þessu hressilegt samtal
milli þeirra Einars og Stefáns
Jóhanns en Emil bað forseta að
láta ekki eyða tímanum á þennan
hátt. Forseti stóð og sló af og til
í bjöllu sína og þegar hann kom
orði að bað hann Einar Olgeirsson
að vera stuttorðan. Einar kvaðst
skyldi vera það ef hann hefði að-
eins frið til að tala, enda lauk
hann máli sínu skjótt eftir að
hljóð fékkst.
Þetta er rifjað upp hér til að
minna á það, að margur var í
uppnámi þennan dag.
Töluverð blaðaskrif urðu að
vonum um atburðina 30. marz.
Hér verður það ekki rakið en vitn-
að í baðstofuhjal Tímans tvívegis
til að gefa hugmynd um vissa
þætti þeirra. þar segir svo 2.
apríl.
,,Það hafa orðið blaðaskrif og
umræður á Alþingi út af því, að
unglingsstúlka reyndi að slá til
forsætisráðherra, þegar hann gekk
út úr Alþingishúsinu. Sumir vilja
gera telpuna iað einhvers konar
þjóðhetju og virða það Stefáni
Jóhanni til hnjóðs, að kona hafi
barið hann. Þó mun þetta land
seint verða frelsað með löðrungum
og flestir munum við geta orðið
fyrir því, að kvenfólk geti slegið
til okkar að óvörum og er hvorki
ástæða til að miklast af því eða
skammast sín fyrir það. Það
haggar ekki verðleikum nokkurs
manns, þó að til hans sé slegið í
æsingu. Og um sök stúlkunnar er
það að segja, að þó að hver eigi
að ábyrgjast sjálfan sig, er sök
æstra unglinga lítil hjá því, sem
segja má um fullorðna og reynda
menn, sem vikum saman standa
fyrir æsingum.
Brynjólfur Bjarnason skaut því
inn í ræðu Áka Jakobssonar, að
stúlkan sem sló til ráðherrans,
hefði átt að fá verðlaun fyrir það.
Þá vatt Ólafur Thórs sér við á
stólnum, þar sem hann sat fyrir
framan Brynjólf og sagði:
— Engin verðlaun fékk Her-
mann, þegar hann gaf þér á
kjaftinn.
Margir munu m'innast þess, að
Brynjólfur Bjamason bar sig einu
sinni mjög upp undan því, að
Hermann Jónasson hefði skellt
flötum lófa á kinn sér, þar sem
þeir ræddust við í hliðiarherbergi
einu í þinghúsinu."
Blöðin áttu sitthvað ósagt um
þessi mál. Og 6. apríl segir svo
í baðstofuhjali Tímans:
„Það hafa orðið svo mikil blaða-
skrif um telpuna, sem ætlaði að
slá til ráðherrans, að mér finnst
afsakanlegt að bæta þar einu orði
við. Fyrir rétti segir stúlkan að
hún hafi naumast vitað hvað
fram fór, en sér hafi bara fundizt
að hún yrði eitthvað að gera.
Mér hefði fundizt að þessi unga
stúlka ætti rétt á því að fá að vera
í friði með tilfinningar sínar eftir
að þetta var skeð. En þá koma
blaðamennirnir. Einn heimtar, að
íslenzkar konur rísi nú upp og
mótmæli fyrir hönd kynsystra
sinma því, sem skeð hefur. Annar
lýsir þvi með fjálglegum orðum
og mikilli rómantík að tilræði
stúlkunnar hafi orðið sér mikill
andlegur léttir og gefið sér þrek
til að lifa og trúa á íslenzku þjóð-
ina, ef ég hef skilið hann rétt.
Nú er það hversdagslegur hlut-
ur að skólatelpur komist í geðs-
hræringu og hendir það raunar
fleira fólk. Ég sé ekki að það sé
neimr höfuðglæpur, svo að þurfi
alþjóðarmótmæli, og ég finn ekki
heldur 'neina þjóðarfrelsun í því.
Hins vegar finnst mér að hver á-
byrgur og heiðarlegur maður ætti
að forðast að hafa tilfinningar
æstra unglinga að leiksoppi, bæði
pólitískt og öðruvísi.“
Hér hafa þá tildrög og viðbrögð
verið rifjuð upp. Vera má, að í
þessum tilvitnunum leynist nokk-
ur vilji í þá átt að vekja athygli á
yfirsjónum þeirra blaða, sem vikið
er að. Slíkt er vitanlega ekki nerna
mannlegt í baráttunni. Hitt skipt-
ir öllu máli, að í þessum tilvitn-
uðu ummælum er rétt sagt frá
hvernig tekið var á málunum.
Samvizkuspurning til lesenda.
ÞAÐ ER GERT með vilja að velja
þessi gömlu dæmi heldur en önnur
nýleg, sem. þó myndi vera hægt
að finna.
Svo er það að lokum spurning,
sem lesendur eru beðnir að svara,
þar nægir alveg að hver óg einn
svari sér sjálfur. En spumingin
er þessi: Til hvers ætlast þú af
blöðunum? Vilt þú að blöðin svíf-
ist einskis í baráttu sinni eða ætl-
astu til þess að þau fylgi ákveðnu