SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 2
2 27. júní 2010
13 Höfðingjar heim að sækja
Ungir hljóðfæraleikarar frá Íslandi og Póllandi sameinuðu krafta sína
hér á landi með góðum árangri á dögunum.
20 Semur fyrir stjörnurnar
Helgi Már Hübner, eða Hitesh Ceon, flutti ungur til Noregs, þar sem
hann hefur starfað við tónlist um langt árabil.
32 Karlmenn verða alltaf börn
mæðra sinna
Jakobína B. Jónasdóttir, 83 ára, lítur ekki á sig sem hetju enda þótt
hún hafi komið átta börnum til manns.
38 Svarta perlan
Josephine Baker var skemmtikraftur af guðs
náð en litarhátturinn varð til þess að hún sló
ekki í gegn fyrr en eftir dauða sinn.
42 Stjörnur hrapa
Hvað er eiginlega á seyði hjá gömlu eðalleik-
urunum Dustin Hoffman, Al Pacino og Ro-
bert De Niro?
Lesbók
48 Voðaverk á íslensku sögusviði
Breski rithöfundurinn Michael Ridpath kynnir til sögunnar harðsoðna
stórborgarlöggu af íslenskum uppruna.
52 Morð í skuggahverfi borgar
Í reyfaranum The City & The City segir frá morði í skuggahverfi borgar.
54 Að aflokinni Grímu
Hugleiðingar Sveins Einarssonar.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af Katrínu Jónsdóttur.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
34
26
Augnablikið
Þ
að er hrópað á blaðamann þegar hann
ætlar að fara á „kvennateiginn“ til að
slá upphafshöggið. Eru þó rauðu taug-
arnar ekkert sérstaklega fyrir konur.
Jafnvel blaðamaður veit það. En kemst ekki upp
með annað en að stilla upp á gulum teig. „Ég hef
aldrei áður lent í því að þetta sé reynt,“ segir
annar í hópnum og hristir höfuðið gáttaður.
Það eru fjórir í hollinu, blaðamaður og félagi
hans og kærustupar sem þeir hittu á golfvellinum
á Seltjarnarnesi. Kærastinn er með krúnurakað
höfuð, eflaust til að draga úr vindmótstöðu á
vellinum, enda með 16 í forgjöf.
Eitt af því sem er heillandi við golfið er að þar
kynnist maður fólki við afslappaðar aðstæður og
í fallegu umhverfi; nýtur útiveru og félagsskapar
samhliða heilbrigðri hreyfingu.
Þennan dag verður blaðamaður karlmenni,
slær af gulum teig og fyrir vikið tekur það hann
fimm högg að komast upp að flötinni á fyrstu
braut. En hverjum er ekki sama. Maður er fyrst
og fremst í keppni við sjálfan sig og þess vegna
geta allir „unnið“. Og hvílíkur vettvangur fyrir
rimmuna við sjálfan sig. Golfvöllurinn á Seltjarn-
arnesi er einstakur í heiminum. Hann er nánast
eins og eyja í hafinu – yst á Nesinu. Fjallasýnin er
stórbrotin og svo er hann í miðju kríuvarpi!
Auðvitað hefur krían áhrif á spilamennskuna.
Einn í hópnum er kyrfilega merktur, með skít á
bakinu eftir kríuna, sem hann hefur ekki þvegið
úr frá því síðast – kannski af því að hann sér
hann ekki sjálfur. Og allir kunna sögur af nábýl-
inu við kríurnar. Blaðamaður rifjar upp er hann
heyrði konu segja frá því að hún hefði drepið
kríu í upphafshöggi. Hún var miður sín. „Það
kallast fugl,“ segir kærastinn og lætur sér hvergi
bregða.
Kærastan rifjar upp er vinkona hennar hafði
komið sér fyrir á kaffihúsi í sumarkjólnum á sól-
björtum degi. Þá skeit kría beint á höfuðið á
henni, svo það klístraðist í hárið og fór yfir kjól-
inn, og hún hvarf þegar af vettvangi. Kærastinn
strýkur krúnurakaðan kollinn og veltir því upp-
hátt fyrir sér hvernig þetta væri fyrir hann. „Ætli
ég myndi ekki bara strjúka hann af?“
Á þriðju braut hittir blaðamaður ekki kúluna,
hún skýst á ská, lendir á fyrirstöðu og kastast
aftur fyrir „kvennateiginn“. Honum er gert það
ljóst að fyrir vikið þurfi hann að punga út fyrir
bjór handa hópnum.
Það nálgast miðnætti. Síðasta brautin er spiluð
í rauðu sólarlaginu. Kærastinn slær kúluna yfir
skemmurnar beint inn í kríuvarpið. Og það fer
eins og í morðsögunum: ef byssa er kynnt til
sögunnar, þá kemur hún við sögu í einu morð-
inu, þótt síðar verði. Krían hnitar hringi yfir
höfðinu á honum og „skýtur“. Hann hrópar upp
yfir sig, strýkur skítinn ósjálfrátt af skallanum og
fer úr peysunni. „Eins gott hún skíti ekki á mig
aftur! Þá verð ég að fara úr að ofan.“
Hann hlær.
„Þá mynduð þið ekki líta vel út, strákar!“
Návígið við kríuna setur svip á golfið á Seltjarnarnesi.
Morgunblaðið/Emilía Björg
Kríur í golfi
29. júní
Næstkomandi þriðjudag heldur tónlistarkonan Ólöf Arnalds tónleika í
Norræna húsinu kl. 21. Þetta eru fyrstu tónleikar Ólafar hér á landi í nokk-
urn tíma, en þeir marka útgáfu fyrstu smáskífu plötunnar Innundir skinni,
sem kemur út á vegum One Little Indian í september. Smáskífan inniheld-
ur lagið „Close My Eyes“ eftir Arthur Russel, en á tónleikunum verður
m.a. frumflutt tónlistarmyndband við titillag plötunnar.
Ólöf Arnalds í Norræna húsinu
Við mælum með…
26. og 27. júní
Um helgina verða
tvennir tónleikar í Hall-
grímskirkju á vegum
Alþjóðlegs orgel-
sumars. Fram koma básúnuleik-
arinn Jessica Buzbee og Hörður Ás-
kelsson orgelleikari.
27. júní
Jónsvaka endar á sunnudaginn, en
kl. 16 verður frumsýnd í Hafnarhúsi
heimildarmynd um The Weird Girls
Project. Í myndinni er fylgst með
listakonunni Kitty Von-
Sometime þá fjóra
mánuði sem hún vann
að undirbúningi gjörn-
ings fyrir Grundafjörð-
ur Film Festival.
1.-3. júlí
Næstkomandi fimmtudag hefst
tónlistarhátíðin Funk í Reykjavík. Þá
mun fjöldi tónlistarmanna stíga á
svið á skemmtistaðnum Nasa og
spila fönk, afro beat, dub og fleira.
Brasilískur aðdáandi bíður eftir að leikur Brasilíumanna og Portú-
gala hefjist í Durban á föstudag. Gulklæddu Brassarnir voru þegar
búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn og verða þeir
að teljast líklegir til að standa uppi sem heimsmeistarar. Þessi stuðn-
ingsmaður var í það minnsta bjartsýnn enda dugði honum ekkert
minna en tvö pör af sólgleraugum, eitt fyrir hann sjálfan og annað
fyrir plastpáfagaukinn.
Veröld
Bjartsýnn Brassi