SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 4
4 27. júní 2010 1998 Frakkar verða heimsmeist- arar í fyrsta skipti með því að sigra Brasilíu 3-0 í úrslitaleik með Zinedine Zidane í broddi fylkingar og undir stjórn Aimes Jacquet. 2000 Frakkar sýna yfirburði sína með því að verða Evrópu- meistarar undir stjórn þjálfarans Rogers Lemerre. 2002 Frakkar detta út í fyrstu umferð á HM í Suður-Kóreu án þess að skora mark. Lemerre ætl- ar að þráast við á þjálfarastóli, en er látinn taka pokann sinn og Jacques Santini tekur við. 2004 Frakkar stóðu sig liða best í undankeppninni fyrir Evr- ópumótið, en áttu erfitt upp- dráttar í riðlinum og í undan- úrslitum töpuðu þeir 0-1 fyrir Grikkjum, sem urðu meistarar. Domenech tekur við liðinu. 2006 Frakkar lentu í basli í und- ankeppninni, en Zidane kveikti neistann í liðinu, sem sló út Spán, Brasilíu og Portúgal á leið í úrslit gegn Ítalíu þar sem hinir bláklæddu töpuðu í víta- spyrnukeppni. 2008 Hugmyndasnautt franskt lið var slegið út í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. 2010 Niðurlægingin alger. Liðið í upplausn og dottið út úr HM í Suður-Afríku með skömm. Úr hæstu hæðum niður á botn Franska landsliðið á hátindinum eftir sigurinn á Brasilíu á HM árið 1998. F all franska landsliðsins í knattspyrnu á sér vart fordæmi. Sneypuför liðsins á HM í Suður-Afríku er í sjálfu sér ekkert eins- dæmi. Aðeins tveimur dögum eftir að Frakkar luku keppni voru heimsmeistarar Ítala slegnir út, neðstir í sínum riðli, meira að segja fyr- ir neðan Nýja-Sjáland. Hvorugt liðið, sem lék til úrslita í heimsmeistarakeppninni fyrir fjórum ár- um, komst því upp úr sínum riðli og hefur það aldrei gerst áður á HM. Hrun franska liðsins var hins vegar ekki bara á íþróttasviðinu, heldur tókst þeim að falla í ónáð heima fyrir. Liðið hrundi saman fyrir opnum tjöldum og heimurinn fékk að fylgjast með ill- deilum og hlægilegum uppákomum þar sem leik- menn gerðu uppreisn gegn hinum óvinsæla þjálf- ara, Raymond Domenech. Á vefsíðum franskra fjölmiðla voru gerðar skoðanakannanir þar sem meirihlutinn vildi að liðið félli úr keppni. Á sam- komustöðum í Frakklandi fögnuðu áhorfendur þegar Suður-Afríka skoraði í lokaleik liðsins. Fyrir tólf árum urðu Frakkar heimsmeistarar. Landsliðinu var fagnað á Champs-Élysées. Í því voru leikmenn sem endurspegluðu franskt fjöl- menningarsamfélag – „Blacks-Blancs-Beurs“ eins og sagt var (merkir svartir, hvítir og arabar) – einu gilti um upprunann, í þeim slógu frönsk hjörtu. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hægri öfgamanna, gerði þá athugasemdir við að allt of margir svartir leikmenn væru í liðinu. En þá gekk liðinu allt í haginn og Le Pen bakaði sér aðeins óvinsældir með orðum sínum. Nú er dóttir hans, Marine Le Pen, og vænt- anlegur arftaki í Þjóðfylkingunni tekinn til við svipaðan málflutning. Fyrir rúmri viku sagði hún að leikmenn liðsins „væru í hjarta sínu af öðru þjóðerni“. Um helgina endurtók hún yfirlýsingar sínar og nefndi sérstaklega leikmennina Frank Ri- bery og Nicolas Anelka. „Ég held að þegar menn eru fulltrúar Frakk- lands, að ég tali nú ekki um í heimsmeist- arakeppninni … þar ættu menn að sýna ættjarð- arást sína,“ sagði hún. „Ég sé leikmenn, sem eru spilltar krakkaskammir sem hafa gefið út fjölda yfirlýsinga … og lýst yfir stolti yfir upprunalandi sínu.“ Síðan vísaði hún til þess að margir í liðinu væru ýmist af afrískum uppruna eða kæmu frá frönskum landsvæðum handan landsteinanna. „Ég vil að þeir lýsi yfir stolti gagnvart landinu, sem þeir eru að keppa fyrir.“ Fylgi flokks Le Pens hefur farið vaxandi upp á síðkastið og í sveitarstjórnarkosningunum í mars fékk hann 9% atkvæða á landsvísu. Le Pen var hins vegar ekki ein um að gagnrýna landsliðið, þótt aðrir stjórnmálamenn hafi ekki gert það á forsendum kynþáttar. Luc Chatel, tals- maður frönsku ríkisstjórnarinnar, rakkaði liðið niður á miðvikudag og sagði að leikmennina skorti „virðingu, liðsanda og næga reisn til að bera treyju nokkurs félags“. 23 menn eru í franska leikmannahópnum og rúmlega helmingur þeirra eru blökkumenn. Þeirra á meðal er Thierry Henry, sem einnig var í heimsmeistaraliðinu 1998. Henry er hins vegar fæddur í Frakklandi og foreldrar hans eru frá frönskum landsvæðum í Karabíska hafinu. Henry fór til fundar við Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í Élysée-höll. Þar mun Sarkozy hafa krafist skýringa á niðurlægingu landsliðsins. Sar- kozy kvaddi ráðherra í ríkisstjórninni einnig til fundar um málið og sagði í yfirlýsingu frá forseta- embættinu að hann hefði skipað þeim að „tryggja að þeir, sem bæru ábyrgð á þessum óförum, tækju afleiðingunum“. Hrun franska landsliðsins Le Pen sakar liðið um skort á föðurlandsást og Sarkozy vill finna blórabögglana Þessi fótboltaunnandi málaði franska fánann á skallann á sér og gerði að skotskífu. Honum hefur ekki verið eftirsjá að franska liðinu á HM. Reuters Engir blómvendir biðu landsliðsins við heimkomuna. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Laurent Blanc, sem lék með Frökkum þegar þeir urðu heimsmeistarar, tekur nú við þjálfun franska landsliðsins og á erfitt verkefni fyrir hönd- um að reisa það úr rústunum eftir HM í Suður-Afríku. Hann þarf að ná upp aga og und- irbúa liðið undankeppni Evr- ópumeistaramótsins 2112. Búast má við breytingum á lið- inu og spurning hvað verður um uppreisnarmenn á borð við Nicolas Anelka og Patrice Evra. Florent Malouda, sem skoraði eina mark Frakka í Suður-Afríku, kveðst vilja taka þátt í að skapa nýtt lið: „Það er á okkar ábyrgð að end- urreisa það sem við eyðilögð- um.“ … það sem við eyðilögðum ódýrt og gott HM Lúxushamborgarar, 2 hamborgarar, 2 brauð, beikonsneiðar, BBQ sósa, ostur og Pepsi eða Pepsi Max, 1 l 798kr.pk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.