SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 11

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 11
27. júní 2010 11 F rammistaða dómara í heimsmeist- arakeppninni í fótbolta hafði verið ákveðinn léttir þar til Koman Couli- baly dómari frá Malí dæmdi af full- komlega löglegt mark, sem hefði tryggt Bandaríkjamönnum mikilvægan sigur á Sló- venum. Og verra er að Coulibaly þurfti aldrei að gera grein fyrir sinni skelfilegu ákvörðun eða útskýra hana fyrir nokkrum manni – hvorki leikmönnum og þjálfurum á vellinum né almenningi. Ákvarðanir dómara í fótbolta eru óhagg- anlegar og verður ekki áfrýjað, sama hvað þær kunna að vera glórulausar. Áhugamenn um fótbolta um allan heim munu alltaf muna eftir þeim yfirgengilegu mistökum, sem urðu til þess að lykilmark Frakka gegn Írum var látið standa þrátt fyrir að augljóslega hefði verið hönd á frönsku ofurstjörnuna Thierry Henry. Við teljum að þörf sé á samhentu átaki til að bæta dómgæslu í fótbolta. Dómaramistök setja æ ljótari svip á leikinn á öllum stigum, lands- og félagsliða, í öllum deildum, leiki, sem sýndir eru um allan heim, og leiki heima í héraði. Þar sem slík mistök hafa úrslitaáhrif á útkomu lykilmóta, sem skilgreina vinsæl- ustu íþrótt heims, stefnir það heilindum hennar í hættu hvað þau eru víðtæk og tíð – og þar með nauðsynlegum trúverðugleika. Slík atvik eru þegar öllu er á botninn hvolft í vaxandi mæli hluti af hinni almennu um- ræðu, þökk sé nýjum fjölmiðlum, sem hafa gert leikinn jafnvel enn hnattrænni en hann var. Það sem gerir þessi mál svona mikilvæg fyrir framtíð fótboltans er ekki vanræksla dómara, gáleysi eða vanhæfni. Þau bera öllu heldur vitni hraða leiksins, styrk leikmanna, stærð vallarins og furðulegri andstöðu yf- irvalda í íþróttinni við að laga reglur nítjándu aldar að tækni 21. aldarinnar. Í fyrsta lagi þarf að vera hægt að nota sér myndskeið. Það gæti skipt sköpum varðandi atvik, sem geta ráðið úrslitum leikja, lögleg mörk, sem eru dæmd af, óréttmæt rauð spjöld eða tilhæfulausa rangstöðudóma. Hugsa mætti sér nokkurs konar ofurdóm- ara, sem fylgdist með sjónvarpsskjám, leið- rétti dóma, sem eru augljóslega rangir, og kæmi því samstundis á framfæri við dómara og aðstoðardómara á vellinum (þeir eru þeg- ar komnir með heyrnartól). Að öðrum kosti mætti gefa hvoru liði tækifæri til að krefjast endurskoðunar á tveimur dómum í hverjum leik og yrði þá stuðst við upptökur til að skoða brotið og komast að niðurstöðu um umdeild atvik. Þessi aðferð myndi gefa dómurum tækifæri til að endurskoða upprunalegan dóm gerist þess þörf. Snögg skoðun myndi hvorki taka langan tíma né trufla flæði leiksins. Við nú- verandi fyrirkomulag éta skammir leikmanna liðsins, sem telur á sér níðst, upp meiri tíma af leiknum en nokkur endurskoðun. Í öðru lagi ættum við að nota örgjörvann, sem þegar er í boltanum, til að taka af vafa um það hvort boltinn hafi farið út af eða inn fyrir marklínu. Með sambærilegri tækni hefur tekist að draga verulega úr deilum um það hvort boltinn hafi farið út af á stórmótum í tennis. Í þriðja lagi mætti taka til alvarlegrar skoð- unar hvort bæta eigi við öðrum dómara. Hefðu dómararnir þá hvor sinn vallarhelm- inginn. Í bandarísku körfuboltadeildinni, NBA, dæma þrír dómarar á velli, sem er ekki nema einn níundi af stærð knattspyrnuvallar. Að síðustu þarf að vinna á leyndarhyggj- unni og skortinum á ábyrgð sem gegnsýrir helstu valdaráð fótboltans á borð við FIFA, UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa. Í engri annarri liðsíþrótt viðgengst hroki stjórnvalda, sem telja ekki þurfa að skýra gerðir sínar. Þessar aðgerðir – og margar aðrar, þar á meðal löngu tímabær notkun fyrirliggjandi tækni – myndu auka skilvirkni dómara, sem oft eru úti á þekju og hafa misst trúverð- ugleika eftir því sem afgerandi mistökum í mikilvægum leikjum og stórmótum hefur fjölgað. Engin þessara aðgerða er ný, en með því að grípa til þeirra yrði verulega bætt úr skýrleika og réttlæti í fótbolta, sem myndi efla trúverðugleika íþróttarinnar. Fyrst og fremst þurfa dómarar að vera ábyrgir dóma sinna. Þeim á ekki að líðast að ákveða útkomu mikilvægra leikja af geðþótta án þess að þurfa að útskýra það fyrir neinum. Sérfræðingar í fótbolta hafa lengi hvatt til þessara tímabæru umbóta. Þar á meðal eru hollenski markaskorarinn Marco van Basten og Markus Merk, fyrrverandi FIFA-dómari frá Þýskalandi. Meirihluti fótboltaáhangenda um allan heim styður einnig afgerandi umbætur, sem myndu auðveldlega draga úr dómaram- istökum. Gamalt stjórnvald fótboltans og hin- ir íhaldssömu hliðverðir þeirra hafa orðið til þess að margir fótboltaáhangendur hafa líkt og þeir írsku fjarlægst íþróttina. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að mannlegum mistökum er aldrei hægt að útrýma úr neinni íþrótt. Og það ætti ekki að gera það. „Við vorum rændir“-víddin er hluti af þjóðsögum og goðsögnum allra íþrótta. En þeir sem bera ábyrgð á veraldarfyrirbæri hljóta að þurfa að sýna dirfsku til að lágmarka hrikalegustu og fyrirbyggjanlegustu mistökin og varðveita þannig heilindi leiksins. Andrei S. Markovits and Lars Rensmann eru höfundar bókarinnar Gaming the World: How Sports Are Reshaping Global Politics and Culture. Þeir eru báðir prófessorar við Michigan-háskóla. © Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Abdelkader Keita greip um andlit sér líkt og hann hefði verið sleginn með múrbrjót og Kaká sá rautt. Keita fékk hins vegar ekkert högg. Ljóti blettur- inn á hinum fagra leik Ófá dómaramistök hafa verið gerð á HM í Suður-Afríku og í nokkrum tilvikum hafa þau ráðið úrslitum. Er kominn tími til að nýta tækni 21. aldarinnar til að skera úr um vafaatriði í fótboltanum? Andrei S. Markovits og Lars Rensmann Bandaríkjamenn skoruðu löglegt mark í leiknum gegn Slóveníu, en það var dæmt af. Ekki sást hvers vegna, en hins vegar tóku nokkrir Slóvenar bandaríska leikmenn glímutökum í teignum án þess að dómaranum þætti það athugavert. Dómarinn hefur ekki þurft að skýra dóm sinn. Vissulega tók Nýsjálendingurinn í treyju Ítalans, en hann var búinn að sleppa þegar sá ítalski lét sig falla og uppskar víti.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.