SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 12
12 27. júní 2010
MÓTI
Sævar
Guðjónsson
Formaður Félags
leiðsögumanna
með hrein-
dýraveiðum
Þ
að eru nokkrir samverkandi
þættir sem valda þessum
ágreiningi. Félagi leiðsögu-
manna með hreindýraveið-
um ber að standa vörð um hagsmuni
félagsins og við höfum ekki séð hald-
bær rök fyrir þeim takmörkunum á
veiðum sem lagt er upp með.
Í fyrsta lagi var alltaf talað um það,
þegar drög voru lögð að Vatnajökuls-
þjóðgarði, að allar hefðbundnar nytjar
yrðu áfram leyfðar, svo sem veiðar og
beiting sauðfjár.
Það var aldrei talað um annað, að
minnsta kosti þar sem við vorum við-
staddir. En svo um leið og áætlunin
var komin í gagnið, þá var byrjað að
kroppa í. Fyrst voru það refaveiðar,
en reyndar var fallið frá banni á þeim
veiðum, svo hreindýraveiðar og svo
rjúpa og gæs. Þetta eru trúlega elstu
nytjar á þessu svæði ásamt sauð-
fjárbeit.
Það er eins og veiðimenn sem úti-
vistarmenn séu settir í allt annan
flokk en göngumenn eða skíðamenn.
Við erum ekki flokkaðir sem útivist-
armenn, þó að við séum klárlega þeir
sem hafa notað þetta svæði í gegnum
tíðina til útivistar. Ég vil undirstrika
að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu
að þetta geti spilað saman. Auðvitað
þarf að stýra veiðum þar sem hópar
fólks eru á göngu, enda eru engin
hreindýr þar – þau forðast auðvitað
manninn. En við erum ósáttir við til-
lögur um bann á veiðum við Snæfell
og á Vesturöræfum innan skil-
greindrar línu til 15. ágúst. Enda segir
í yfirlýsingu félagsins: „Ekki er lengur
heimilt að fella kálfa“ þannig að þau
rök sem upphaflega voru fyrir þessari
línu eru ekki lengur til staðar. Þess
vegna er e.t.v. eðlilegast að veiði inn-
an þessa svæðis fylgi veiðitíma á kúm,
þ.e. frá 1. ágúst, ef eitthvert tíma-
bundið bann á að vera á svæðinu.“
Einnig leggst félagið gegn algildu
veiðibanni á hreindýrum á svæðinu
austan Snæfells og á Eyjabökkum, en í
yfirlýsingunni segir: „Lítil hreindýra-
veiði er á svæðinu en það getur verið
mjög gagnlegt að hafa aðgang að hjörð
þar til að veiða úr ef ekki gefur til
veiða á öðrum stöðum á veiðisvæð-
inu.“
Hafa þarf í huga, að með því að
banna veiðar á ákveðnu svæði er í
flestum tilfellum verið að auka veiði-
álag á öðrum svæðum. Ég spyr mig
hvort það sé það sem menn vilja sjá
gerast í auknum mæli á Íslandi.
Við bjóðum fram þá sátt í málinu að
þjóðgarðsvörður hafi með það að gera
hvort veitt sé á svæðinu þann og þann
daginn, eftir því hvort ferðamenn eru
á göngu um það eða ekki. Það gekk
vel í fyrra, nánast án árekstra, um leið
og menn fóru að tala saman.
Þriðjudagur
Sigríður Andersen finnst staða
miðjumanns í fótbolta óþörf.
Eva María Jóns-
dóttir Fór á Sex and
the City með vinkon-
um. Vinkonurnar
voru meira bíó en
myndin og mun skemmtilegri.
Miðvikudagur
Páll Bergþórsson Með norðvestan
hafgolunni hefur öskumistrinu létt
af Esjunni í dag svo að hún er tand-
urhrein og fögur. Í hlýjunni má sjá
dagamun á sköflunum í Gunn-
laugsskarði, og sá minnsti og vest-
asti er að hverfa, hinir bíða örlaga
sinna.
Fimmtudagur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir Fjall-
konan vaknaði með mígrenikast,
fékk sér kaffi, kveikti á útvarpinu,
með margar hugmyndir í kollinum,
á leið í bað, búin að opna út og
hleypa Jónsmessunni inn.
Eiður Svanberg Guðnason Sýnist
heilbrigðisráðherra stefna leynt og
ljóst að eyðileggingu heilbrigð-
iskerfisins með því að flæma
lækna úr landi. Hvaða vit er í því
að læknir með allt að tíu ára há-
skólanám og séfræðinám að baki
eigi að vera með lægri laun en for-
sætisráðherra ? Í því er ekkert vit.
Það er arfavitlaust.
Fésbók
vikunnar flett
Nálhúshnjúkar
Snæfell
Þjófahnjúkar
Ketilhnjúkur
Langihnjúkur
Sandfell
Ey
ja
ba
kk
ar
Há
ls
ló
n
Brúarjökull
(Vatnajökull) Eyjabakkajökull Gr
un
nk
or
t:
LM
Í
Á að takmarka frekar skot-
veiði í Vatnajökulsþjóðgarði?
MEÐ
Skarphéðinn G.
Þórisson
Náttúrustofu
Austurlands
S
væðisráð austursvæðis Vatnajök-
ulsþjóðgarðs lagði til í tillögu að
verndaráætlun ákveðnar tak-
markanir á skotveiðum á Snæ-
fellsöræfum og að stofnað yrði griðland
þar sem hreindýra- og fuglaveiði væri
bönnuð.
Griðlandið er fyrst og fremst Snæfellið
sjálft og undirhlíðar þess auk svokallaðs
Eyjabakkasvæðis. Nú er unnið að því í um-
hverfisráðuneytinu að Eyjabakkar verði
svokallað RAMSAR-svæði og njóti þar með
alþjóðlegrar verndunar og viðurkenningar
sem merkilegt votlendi sem m.a. hýsir
stóran hluta heiðagæsastofnsins í sárum.
Innan griðlandsins eru helstu göngu-
leiðir gesta þjóðgarðsins og ekki talið
æskilegt m.a. þess vegna að stunda þar
skotveiðar. Í fylgiskjali með fundargerð
svæðisráðs austursvæðis Vatnajök-
ulsþjóðgarðs frá 8. apríl 2010 segir eft-
irfarandi:
„Rökin fyrir því að heimila ekki hrein-
dýra- og fuglaveiðar á þessu afmarkaða
svæði eru fyrst og fremst af tvennum
toga: Í fyrsta lagi er viðkvæmur gróður í
hlíðum Snæfells og hnjúkanna kringum
það, sem krefst jafnvel stýringar á umferð
göngufólks. Þá er votlendið á Þóriseyjum
og nágrenni viðkvæmt fyrir umferð auk
þess sem þar er stór fellistaður og varp-
lönd heiðagæsar. Í öðru lagi hentar svæð-
ið einkar vel fyrir gönguferðamennsku,
fræðslutengda ferðamennsku, rann-
sóknir og náttúruskoðun, m.a. skólahópa
á haustin. Að kynna þetta svæði og
byggja upp sem slíka útivistarperlu en
stunda jafnhliða veiðar innan þess sam-
ræmist illa og æskilegra að geta kynnt
það sem friðland.“
Í þjóðgarðinum innan Kárahnjúkaveg-
ar verða hreindýraveiðar bannaðar fram
til 15. ágúst – til að koma til móts við úti-
vistarfólk sem ekki stundar veiðar og til
að kýr og kálfar á þessu svæði fái aðeins
meira næði til að fita sig fyrir veturinn.
Fyrir 2006 gilti slík veiðitakmörkun á
fyrrnefndu svæði, komið á að tilstuðlan
Fljótsdælinga upp úr miðri síðustu öld.
Þá var ferðamönnum fyrir að fara en þeir
vildu að kýrnar með kálfa sína fengju frið
fram í miðjan ágúst.
Bent skal á að tiltölulega fá hreindýr
hafa verið veidd á þessu svæði á hverju
hausti. Nú hefur veiðitíminn einnig verið
framlengdur til 20. september og veiði-
svæði austan Jökulsár í Fljótsdal orðin
mun aðgengilegri, bæði innan og utan
þjóðgarðs vegna Hraunaveitu.
Svæðisráðið lagði líka til að ekki væri
heimilt að nota sexhjól til að sækja fellda
bráð utan vega eins og heimilt er almennt
á hreindýraslóðum. Ekki var talið við
hæfi að leyfa utanvegaakstur innan þjóð-
garðs þar sem gestir koma til að njóta
m.a. öræfakyrrðar og aldrei verður fylli-
lega komið í veg fyrir að einhverjar slóðir
sjáist þó svo að skemmdir verði ekki á
gróðri.