SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 14
14 27. júní 2010
Katrín Jónsdóttir læknir og
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu á
vinnustaðnum, húðsjúkdóma-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Morgunblaðið/Kristinn
K
atrín Jónsdóttir er knattspyrnukona vik-
unnar. Jafnvel knattspyrnumaður vikunnar,
þrátt fyrir HM. Fyrsta íslenska konan sem
nær 100 landsleikja markinu og næst-
leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi; aðeins Rúnar
Kristinsson á fleiri A-landsleiki að baki, 104.
Katrín tók þátt í einum leik á Íslandsmótinu með
meistaraflokki Breiðabliks fyrir 19 árum, aðeins 14 ára.
Tveimur árum síðar var hún valin efnilegasti leikmaður
Íslandsmótsins, þá 17 ára.
Margir meistaratitlar eru að baki, þar á meðal tveir í
Noregi þar sem konur voru hvað hæst skrifaðar í veröld-
inni á þeim tíma. En enn hungrar Katrínu í sigur, bæði
með Val og landsliðinu. Hún fór fyrir íslenska liðinu sem
komst í úrslitakeppni EM fyrir nokkrum misserum og
næsta markmið er að komast í lokakeppni HM. Enn er
möguleiki á því eftir öruggan 3:0 sigur á Serbíu í vikunni
þar sem Katrín gerði eitt markanna í tímamótaleiknum.
Ævintýrið hófst í Noregi fyrir margt löngu en þar bjó
fjölskyldan um tíma á meðan faðir Katrínar nam í
íþróttaháskólanum í Osló. Katrín hefur orðið:
„Við bjuggum í Noregi 1984 til 1988 og þrátt fyrir að
pabbi væri alltaf í fótbolta var það ekki hann sem ýtti
mér út í þetta heldur dró vinkona mín mig á æfingu. Ég
vissi ekki einu sinni að stelpur spiluðu fótbolta!“
Landsliðsfyrirliðinn núverandi var 11 ára þegar fjöl-
skyldan flutti heim á ný, settist að í Kópavogi og Katrín
hóf að æfa með Breiðabliki.
„Þegar ég var búinn með menntaskólann ákvað ég svo
að drífa mig aftur til Noregs. Mig hafði dreymt um að
spila í góðri deild, sú norska hefur alltaf verið með þeim
bestu í heimi og ég kunni tungumálið.“
Katrínu gekk vel í Noregi. „Mér gekk mjög vel þarna.
Meiddist reyndar fyrsta árið og var dálítið lengi að jafna
mig en um mitt sumarið 1998 vann ég mér fast sæti í liði
Kolbotn og var fastamaður þar til í lok sumars 2002. Við
urðum tvisvar Noregsmeistarar á þessum tíma en þarna
um haustið sagðist ég vera hætt í fótbolta! Það var meðal
Stelpur
hætta of
snemma
Von um árangur drífur Katrínu
Jónsdóttur áfram. Læknirinn og
landsliðsfyrirliðinn tók í vik-
unni þátt í 100. landsleiknum.
Viðtal
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is