SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 14
14 27. júní 2010 Katrín Jónsdóttir læknir og landsliðsfyrirliði í knattspyrnu á vinnustaðnum, húðsjúkdóma- deild Landspítalans í Fossvogi. Morgunblaðið/Kristinn K atrín Jónsdóttir er knattspyrnukona vik- unnar. Jafnvel knattspyrnumaður vikunnar, þrátt fyrir HM. Fyrsta íslenska konan sem nær 100 landsleikja markinu og næst- leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi; aðeins Rúnar Kristinsson á fleiri A-landsleiki að baki, 104. Katrín tók þátt í einum leik á Íslandsmótinu með meistaraflokki Breiðabliks fyrir 19 árum, aðeins 14 ára. Tveimur árum síðar var hún valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins, þá 17 ára. Margir meistaratitlar eru að baki, þar á meðal tveir í Noregi þar sem konur voru hvað hæst skrifaðar í veröld- inni á þeim tíma. En enn hungrar Katrínu í sigur, bæði með Val og landsliðinu. Hún fór fyrir íslenska liðinu sem komst í úrslitakeppni EM fyrir nokkrum misserum og næsta markmið er að komast í lokakeppni HM. Enn er möguleiki á því eftir öruggan 3:0 sigur á Serbíu í vikunni þar sem Katrín gerði eitt markanna í tímamótaleiknum. Ævintýrið hófst í Noregi fyrir margt löngu en þar bjó fjölskyldan um tíma á meðan faðir Katrínar nam í íþróttaháskólanum í Osló. Katrín hefur orðið: „Við bjuggum í Noregi 1984 til 1988 og þrátt fyrir að pabbi væri alltaf í fótbolta var það ekki hann sem ýtti mér út í þetta heldur dró vinkona mín mig á æfingu. Ég vissi ekki einu sinni að stelpur spiluðu fótbolta!“ Landsliðsfyrirliðinn núverandi var 11 ára þegar fjöl- skyldan flutti heim á ný, settist að í Kópavogi og Katrín hóf að æfa með Breiðabliki. „Þegar ég var búinn með menntaskólann ákvað ég svo að drífa mig aftur til Noregs. Mig hafði dreymt um að spila í góðri deild, sú norska hefur alltaf verið með þeim bestu í heimi og ég kunni tungumálið.“ Katrínu gekk vel í Noregi. „Mér gekk mjög vel þarna. Meiddist reyndar fyrsta árið og var dálítið lengi að jafna mig en um mitt sumarið 1998 vann ég mér fast sæti í liði Kolbotn og var fastamaður þar til í lok sumars 2002. Við urðum tvisvar Noregsmeistarar á þessum tíma en þarna um haustið sagðist ég vera hætt í fótbolta! Það var meðal Stelpur hætta of snemma Von um árangur drífur Katrínu Jónsdóttur áfram. Læknirinn og landsliðsfyrirliðinn tók í vik- unni þátt í 100. landsleiknum. Viðtal Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.