SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 15

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 15
27. júní 2010 15 annars vegna þess að landsliðinu tókst ekki að komast áfram í úrslitakeppni HM, eftir að við töpuðum fyrir Englandi. Þarna var ég líka búin með fjögur ár í lækn- isfræði og ákvað að taka námið fram yfir fótboltann og tók mér lengri hlé frá fótboltanum.Ég æfði þó aðeins inn á milli með Kolbotn og Amazon Grimstad og spilaði nokkra landsleiki frá 2004 til 2005.“ Hvers vegna fórstu í læknisfræði? „Ég hafði hugsað mér að fara í efnafræði eða líf- efnafræði en eftir kynningu í háskólanum í Osló sá ég að möguleiki væri á því með mínar einkunnir að komast í læknisfræðina. Það er mjög erfitt að komast inn í skól- ann en ég ákvað að prófa að sækja um. Það var því eig- inlega tilviljun að læknisfræðin varð fyrir valinu.“ Þegar Katrín fór utan fékk hún 60% starf sem aðstoð- armaður á leikskóla auk þess að æfa og leika knatt- spyrnu. „Ég hafði ekkert upp úr fótboltanum nema fyrir hluta af húsaleigunni og áttaði mig á því að ég þyrfti að ná mér í almennilega menntun. Ég hafði einmitt hugsað mér að vera eitt ár í Noregi en reyna svo að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk og spila fótbolta þar en mér líkaði svo vel í Noregi að ég ákvað að vera þar áfram.“ Hún flutti heim snemma árs 2006. Vann fyrst í hálft annað ár í heilsugæslunni í Efra-Breiðholti, jafnlengi í heilsugæslunni í Grafarholti en frá janúar 2008 hefur hún unnið á húðdeild á Landspítalans í Fossvogi. Stefnirðu á framhaldsnám? „Já. Mér líkaði heimilislækningarnar vel því það er gaman að sinna fjölskyldum og fylgja þeim eftir. Starfið hentaði mér líka; ég var ekki á næturvöktum sem var gott vegna fótboltans. En álagið á heimilislækna á höf- uðborgarsvæðinu er fáránlega mikið þannig að ég hef svolítið horfið frá því, sem er miður þar sem fagið er mjög áhugavert.Ég hef líka mikinn áhuga á húð- og gigtarlækningum. Fótboltinn er þó í forgangi ennþá; mér finnst ekki skipta máli hvort ég verði sérfræðilækn- ir fimm árum fyrr eða seinna.“ Er læknisstarfið skemmtilegt? „Það er mjög áhugavert en ég verð að viðurkenna að það er erfitt og getur verið mjög slítandi, álagið og ábyrgðin er mikil. Ég er því ekki viss um að ég veldi læknisfræði í dag. Námið var sjö og hálft ár og starfs- skylda mikil, sérnám er frá fjórum og upp í sex ár, og í raun er læknisfræðin eilífðarnám. En hún býður upp á óendanlega möguleika. Hægt er að vinna við mjög margt, bæði klínískt með sjúklinga og við rannsókn- arstörf sem mér finnst líka mjög spennandi.“ Þegar Katrín flutti heim hugsaði hún mest um að finna starf þar sem hún þyrfti ekki að vinna á vöktum. „Það er ekki hægt að stunda afreksíþróttir með slíkri vinnu, þess vegna var gott að komast í heilsugæsluna. Ég fór í Val þegar ég kom heim og fannst fyrsta sumarið erfitt; fannst ég reyndar jafn góð og áður en var þung á mér og líkaminn fylgdi ekki hugsuninni! Ég var búin að missa hraðaog vildi ekki að fólk myndi eftir mér þannig; þess vegna fékk ég að mæta á frjálsíþróttaæfingar hjá ÍR um haustið og það reyndist mér mjög vel; æfði með sprett- hlaupurum félagsins undir stjórn Jóns Oddssonar og náði að auka hraða, styrk og liðleika. Við það bætti ég líka tækni og móttöku bolta sem ég hafði ekki búist við. Frjálsíþróttamenn eru ótrúlega flott íþróttafólkog fót- boltamenn geta lært margt af þeim.“ Þú hættir að mestu í þrjú ár þannig að landsleikirnir gætu verið orðnir töluvert fleiri. „Já, á þeim tíma lék Ísland um það bil 20 leiki. Ég hef velt þessu fyrir mér og hallast að því að hefði ég haldið áfram á fullu þessi ár væri ég líklega hætt í dag! Ég fór í raun í tvær langar pásur; fyrst í tæpt ár til að klára nám- ið og síðan kandídatsárið, sem er reyndar eitt og hálft ár í Noregi, og var þá um tíma með 1. deildarliði í Osló þó að meiðsli og næturvaktir kæmu að vísu í veg fyrir að ég gæti spilað mikið“ Þú hefur hugleitt að leggja skóna jafnvel á hilluna fljótlega. Kitlar ekki að slá landsleikjamet Rúnars? „Það eru aðrir en ég sem hafa rætt mest um leikja fjöldann. Ég reyndi bara að einbeita mér að leiknum gegn Króötum. Rúnar var frábær knattspyrnumaður. Hvort ég held áfram eða ekki, snýst ekki um það hvort ég næ metinu. Maður þarf að vera tilbúinn andlega að halda áfram. Margir héldu að ég myndi hætta eftir síð- asta tímabil og ég velti því vissulega fyrir mér. Við mættum Norður-Írum á útivelli og ef við hefðum tapað stigum í leiknum væri möguleikinn á því að komast á HM úti. Okkur gekk illa að skora og ef sú hefði orðið raunin hefðum við ekki átt möguleika. Ég fann greini- lega í þeim leik að ég var ekki tilbúin að hætta og varð rosalega glöð þegar Katrín Ómarsdóttir skoraði seint í leiknum og tryggði okkur 3 stig.“ Er það tilviljun að maðurinn þinn var líka í fótbolta? „Ég sagðist einhvern tíma ákveðin í því að ná mér ekki í fótboltakarl! Hann mun víst hafa sagt það sama; að hann vildi alls ekki giftast konu sem væri í fótbolta!“ Eiginmaður Katrínar, Akureyringurinn Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, var lengi fyrirliði KA-manna. Fór síðar í Fram en varð að hætta íþróttaiðkun í nokkur ár vegna höfuðhöggs. Tók skóna svo af hillunni frægu og hóf að leika með Val en minna varð úr en hann vonaðist til, vegna meiðsla sem tengdust höfuðhögginu. „Við kynntumst haustið 2006, eftir að ég var komin í Val, og auðvitað er voða gott að eiga mann sem veit jafn mikið um fótbolta og Þorvaldur gerir og skilur af hverju maður eyður svona miklum tíma í íþróttina og fórnar jafn miklu og raunin er.“ Hvers vegna eyðir fólk svona miklum tíma í fótbolta, og fórnar jafn miklu og þú nefnir? „Fyrst og fremst er ótrúlega gaman að vera í fótbolta, sérstaklega þegar vel gengur. Á ákveðnum augnablikum áttar maður sig á því að tíminn sem fer í þetta og erfiðið sem fylgir er vel þess virði; dæmi um það sigurinn á Ír- um við fáránlegar aðstæður, á frosnum Laugardalsvelli, haustið 2008, þegar við tryggðum okkur sæti á EM.“ Þú hefur unnið allt sem hægt er á Íslandi og varðst tvisvar norskur meistari. Hvað drífur þig áfram? „Ég hef alltaf haft rosalegt keppnisskap, eins og lík- lega flestir sem stunda afreksíþróttir og það að ná ár- angri drífur mig áfram. Valur varð Íslands- og bikar- meistari í fyrra og mjög langt er síðan lið vann tvöfalt tvö ár í röð þannig að það er næsta markmið. Svo nátt- úrlega það að komast í fyrsta skipti í úrslitakeppni heimsmeistaramóts. Ég geri mér grein fyrir því að það verður erfiðara en að komast á EM; við þurfum að vinna Frakkland 3:0 og svo Eistland. En ég er líka enn á fullu í fótboltanum til að sýna að konur geta verið lengi í íþróttum, ekki síður en karlar. Mér finnst stelpur hætta of snemma en ég veit að ég þarf að standa mig í hvert einasta skipti sem ég keppi, annars fer fólk að tala um aldurinn! Kannski hef ég hugsað of mikið um það.“ Katrín segist hafa valið að eignast ekki barn ennþá, vegna fótboltans. „Sumar hafa gert það og hætt, aðrar eignast barn og haldið áfram í fótboltanum sem er gott,“ Hún á þó yndislegan strák, son Þorvaldar Makans. „Egill Darri er níu ára. Þeir feðgar eru á Shellmótinu í Eyjum. Darri skoraði á sokkunum í dag; skaut, missti af sér skó- inn, náði boltanum aftur og skoraði,“ sagði Katrín á fimmtudaginn. „Hann er mikill fótboltamaður og hefur mikinn metnað.“ Gífurlegar breytingar hafa orðið varðandi knatt- spyrnu kvenna. Það hefði til dæmis þótt saga til næsta bæjar á sínum tíma að ungir strákar ættu sér fótbolta- konur sem fyrirmyndir … „Þegar ég kom frá Noregi 1988 hafði kvennalandsliðið verið lagt niður og ekki var mikið fjallað um knatt- spyrnu kvenna í fjölmiðlum. Maður átti sér því engar fyrirmyndir. Það breyttist þegar ég varð eldri og Vanda Sigurgeirsdóttir, sem þjálfaði mig í 3. flokki hjá Breiða- bliki og seinna í meistaraflokki, var mikil fyrirmynd. Annars sagði ég alltaf þegar ég var yngri að mín helsta fyrirmynd væri Vigdís Finnbogadóttir, sú stórkostlega kona, og hún er enn mikil fyrirmynd. Þær mestu eru þó pabbi og mamma, Jón Óttarr Karlsson og Ingigerður Torfadóttir. Þau hafa alltaf stutt ótrúlega vel við okkur systkinin; þau mættu á minn fyrsta fótboltaleik og mæta enn í hvert einasta skipti þegar þau geta. Þá þjálf- aði pabbi mig í mörg ár!“ Landsliðið braut ísinn þegar það komst í úrslita- keppni EM á sínum tíma. Heldurðu að það hafi ekki skipt miklu máli upp á framtíðina? „Jú. Það er búið að tala mikið um þetta en ekki má gleyma þeim sem stigu fyrstu skrefin: Rósu Valdimars- dóttur og fleiri stelpum sem byrjuðu að æfa fótbolta fyrir alvöru á Íslandi. Þeirra framlag er mjög merkilegt. Þær lögðu grunninn.“ Talandi um fyrirmyndir, skiptir miklu máli að knattspyrnukonur séu komnar í það hlutverk ásamt körlunum? „Já, það er rosalega mikilvægt að krakkar geti átt sér karla og konur sem fyrirmyndir. Ég finn að strákar líta upp til okkar ekki síður en stelpurnar og það er ótrúlega gaman. Þannig á það auðvitað að gera; það skiptir ekki máli hvort fyrirmyndin er karl eða kona heldur hvað viðkomandi stendur fyrir og hefur gert.“ Katrín gefur eiginhandaráritun eftir Króatíuleikinn. Mik- ilvægt að krakkar geti litið upp til beggja kynja, segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Katrín og Hólmfríður Magnúsdóttir, sem gerði tvö mörk í sigrinum á Króatíu í vikunni, ræða við unga stuðningsmenn. Morgunblaðið/Kristinn Mark í tímamótaleiknum! Katrín skallar boltann af krafti í netið hjá Króatíu í 100. landsleik sínum á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Kristinn ’ Rosalega mikilvægt að krakkar geti átt sér karla og konur sem fyrirmyndir. Ég finn að strákar líta upp til okkar ekki síður en stelp- urnar og það er ótrúlega gaman. Þannig á það auðvitað að gera; það skiptir ekki máli hvort fyrirmyndin er karl eða kona heldur hvað viðkom- andi stendur fyrir og hefur gert

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.