SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 16
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is É g væri til í þennan kjól, þessar legg- ings verð ég að eignast, ó hvað ég myndi gera margt fyrir þessa skó,“ voru á meðal hugsana sem flugu í gegnum höfuðið á mér á tískusýningu PopUp Verzlunar síðastliðinn fimmtudag. Sýningin var hluti af miðsumarhátíðinni Jónsvöku og fór fram í Listasafni Reykjavíkur. Þar sýndu þrettán ungir og upprennandi fatahönn- uðir mjög svo ólíkar línur sínar, sem náðu að höfða til breiðs hóps áhorfenda, allt frá meðalmönnum til tískuljóna. Sýningin var „edgy“, en þó ekki svo að gestir sæju hönnunina einungis eiga heima uppi á palli. Það má segja að þessum ungu hönnuðum hafi tekist að skapa formúlu fyrir einstaklega vel heppnaðri tískusýningu. Þórey Björk Halldórsdóttir, fata- hönnuður og annar skipuleggjenda sýningarinnar, var í skýjunum með heildarútkomuna. „Við fengum frábærar viðtökur og rosalega góð viðbrögð eftir sýn- inguna. Módelin, hönnuðirnir og allir sem komu að þessu stóðu sig eins og í sögu, ég hefði ekki getað fengið betri liðshóp.“ Þórey segir að markmið þeirra hafi verið að koma sem flestu ungu og efnilegu fólki á framfæri, enda væri það í anda Jónsvöku- hátíðarinnar. Þess vegna hafi ekki allir verið þaulreyndir í sínu starfi, svo sem fyrirsæturnar og förðunarfólkið. Það var þó enginn byrjenda- bragur á neinu, svo óhætt er að segja að listaheimur okkar Ís- lendinga eigi einungis eftir að blómstra þegar fram líða stund- ir. Frábært framtak hjá PopUp Verzlun og kærkomin sum- arleg upplyfting á virk- um vikudegi. Ég bíð spennt eftir næstu tískusýningu. Sýningargestir fylgdust með af kostgæfni, enda ekki annað hægt þar sem afrakstur ungu hönnuðanna var glæsilegur. Design Volcano/Katla Hreiðarsdóttir. Begga Design/ Berglind Árna- dóttir. Pardus/Ása Ninna Pétursdóttir. Bak við tjöldin Poppuð tískusýning Skipuleggj- endurnir Þórey Björk og Elva Dögg. 16 27. júní 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.