SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 20
„Öll tónlist sem hefur sterk áhrif
á mig veitir mér innblástur,“ seg-
ir Hitesh Ceon og tilgreinir lista-
menn af ýmsu tagi: Stevie
Wonder, Ray Charles, Musiq
Soulchild, Michael Jackson,
Jackson 5, Quincy Jones,
Lauryn Hill, Frank Sinatra,
ColdPlay, Stargate, David
Foster, Sarah Vaughn, Ka-
nye West, Jimi Hendrix,
Duran Duran, Bilal, Jay-Z,
Led Zeppelin, Jodeci,
Death, Timbaland,
Deadmou5, Busta Rhy-
mes, Future Sound of
London/Stakker Hum-
anoid, Floetry, The-
Dream, Dire Straits, Me-
tallica, Sigur Rós, Jónsa
– „nýja platan er frá-
bær“ – Depeche Mode,
Rufus Wainwright, Mar-
vin Gaye …
„Ég er líka mjög undir
áhrifum frá kvikmynda-
tónlist og klassískri
tónlist, elska stór verk
með sinfóníu og kór
eins og til dæmis Re-
quiem-messu Moz-
arts nr. 19 í D moll.
Ég hef líka mikið dá-
læti á spænskri gít-
artónlist en faðir
minn hefur spilað
hana síðan ég var
barn. Frændi
minn, gítarsnill-
ingurinn
Tryggvi Hüb-
ner, hefur
líka haft
mikil áhrif
á mig.“
Hin sterku áhrif
20 27. júní 2010
„Þegar ég var sextán ára fékk ég mikinn
áhuga á sálfræði, sem síðan varð til þess að ég
byrjaði að stúdera jóga-hugleiðslu og heim-
speki, og varð meðlimur í jóga-samtökum.
Þegar ég var orðinn tvítugur, 1994, flutti ég
utan til að einbeita mér að mínum andlegu
rannsóknum, og vann þá með þessum jóga-
samtökunum. Ég var fyrst í Danmörku, en
ferðaðist mikið og var í Svíþjóð, Noregi,
Þýskalandi, Indlandi og Singapore meðal ann-
ars.
Í Danmörku hitti ég söngvara árið 1996 sem
líka var meðlimur í þessum samtökum. Eftir
að hafa heyrt sýnishorn af tónlistinni minni
bað hann mig að koma til Noregs og gera
plötu með sér. Ég tók því tilboði og ákvað að
verja þremur mánuðum í það verkefni. Þegar
sá tími var liðinn og platan tilbúin, ákvað ég
að setjast að í Noregi. 1997 varð ég hluti af
hip-hop-grúppu sem hét SD-Crew og við
gáfum út smáskífu í gegnum Mega Records
sem hét „I Wanna Do My Own Thang“ og
héldum marga tónleika. Sama ár pródúseraði
ég tvær rokkplötur, með hljómsveitunum
Explicit Lyrics og Pod.“
Hvernig kom það til að þú samdir lag fyrir
bandarísku söngkonuna Taylor Dayne sem
sló í gegn árið 2008?
„Ég skrifaði undir útgáfusamning við
Murlyn Songs AB í Svíþjóð árið 2000 og þeir
komu tónlistinni minni á framfæri við
Taylor Dayne og fleiri erlenda söngv-
ara. Hún heyrði tónlistina mína í
kringum 2003 og kom í kjölfarið
til Svíþjóðar til að vinna með
mér. Þá sömdum við
lagið „Beautiful“.
Instrumental-tónlistin
var klár áður en hún kom
Þ
etta hefur mikla þýðingu fyrir okkur.
Fyrst og fremst er það bara gífurlegur
innblástur að sjá allt þetta fólk dansa við
tónlistina okkar,“ segir Helgi Már Hübn-
er, ellegar Hitesh Ceon, en lag þeirra Norðmanns-
ins Kims Ofstads, „Glow“ í flutningi norska dú-
ettsins Madcon, vakti mikla athygli meðan álfan
beið með öndina í hálsinum eftir úrslitum Evr-
óvisjónkeppninnar fyrir skemmstu. Áætlað er að
130 milljónir manna hafi horft á flutninginn.
„Að sjá „Glow“ verða svo vinsælt er líka mikil
hvatning,“ heldur Hitesh áfram. „Lagið hefur bara
verið gefið út á iTunes ennþá, en er samt búið að
vera efst á iTunes-listanum í meira en viku í
Þýskalandi og Noregi, náði öðru sæti á Spáni og
hefur verið á topp tíu á iTunes-listanum í tíu lönd-
um. Það gefur okkur nýja orku og eykur einbeit-
ingu að sjá tónlistina ná þessum árangri. Þetta er
það sem við stefnum að á hverjum degi og að sjálf-
sögðu hefur þetta mikið að segja fyrir okkur í við-
skiptum við plötufyrirtækin.“
Hitesh er 36 ára, fæddur í Reykjavík en alinn upp
á Hellu, í Reykjavík og Mosfellsbæ. Foreldrar hans
eru Gunnar Hübner og Erna Elíasdóttir.
„Ég byrjaði að semja eigin tónlist þegar ég var
sex ára, var farinn að prógramma tölvutónlist þeg-
ar ég var níu eða tíu ára. Notaðist fyrst við Spect-
ravideo SV-328 en gerði síðar alls kyns tónlistar-
tilraunir með mörgum öðrum tölvutegundum.
Þegar ég var um það bil fimmtán ára byrjaði ég að
vinna með vini mínum, Lýði Þrastarsyni, sem var
snillingur með mikla sköpunargáfu, ímyndunarafl
og hæfileika til að sjá fyrir sér nýja tónlist og ný
tónlistarform. Hann og okkar samstarf hefur haft
sterk áhrif á mig sem tónlistarmann og persónu.
Við gerðum hundruð laga saman í öllum mögu-
legum stílum í heimastúdíói okkar, sem byggðist
upp smám saman, með allskonar græjum. Eitthvað
af því var spilað í útvarpi, en bara eitt lag gefið út á
geisladiski, „I c God“, 1993. Þá kölluðum við okkur
Inner Core.
1994 gerði ég tvö lög með textahöfundinum
Kristiani Guttesen, þau voru sungin af Önnu Björk
Ólafsdóttur og Kristiani og gefin út undir nafninu
„Vitrun“. Hvorki „I c God“ né „Vitrun“ hafði neitt
með trúarbrögð að gera. Lögin sem Vitrun gaf út
heita „Child“ og „Disappearing (Into the void of
the unknown)“.“
Jónsi kom í heimsókn
Kynntistu Sigur Rósar-mönnum eitthvað í Mos-
fellsbænum?
„Ég hef ekki unnið með Sigur Rós. Jónsi kom
samt nokkrum sinnum í heimsókn í heimastúdíóið
okkar Lýðs, en þá hafði ég ekki hugmynd um að
hann hefði hæfileika á sviði tónlistar, eða að hann
væri að semja tónlist sjálfur. En mér finnst tónlistin
sem Sigur Rós og Jónsi hafa gert alveg frábær.“
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að reyna fyrir
þér í Noregi og hvernig gekk að koma sér á fram-
færi þar?
Tshawe Baqwa og
Yosef Wolde-
Mariam mynda
norska dúettinn
Madcon.
Reuters
Hitesh Ceon eða Helgi Már Hübner hefur um
árabil verið búsettur í Noregi.
Frjáls
í anda
Lagið Glow með Madcon fer nú eins og eldur
í sinu um Evrópu eftir að það var leikið með-
an á atkvæðagreiðslu stóð í Evróvisjón.
Annar höfunda lagsins er Íslendingurinn
Helgi Már Hübner, sem kallar sig Hitesh
Ceon, en hann hefur jafnframt samið lög fyr-
ir Taylor Dayne og Alexöndru Burke.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Breska X Factor-stjarnan
Alexandra Burke.