SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 21
27. júní 2010 21
É
g vil taka það fram að ég er afskaplega hliðhollur
konum. Mér finnst konur bara yfir höfuð alveg
frábærar. Ég gæti alls ekki lifað án kvenna. Kon-
ur eru allt öðruvísi en karlar. Kannski er það
ástæðan fyrir því að mörgum karlmönnum finnst svo gott
að vera í návist kvenna. Þær eru bara svo góðar og
skemmtilegar. Og öðruvísi. Það eru auðvitað til konur
sem eru ekkert skemmtilegar, en ég held að þær séu ekki
margar.
Eitt eiga þó karlar og konur sameiginlegt, þeim finnst
gaman að fara í bíó. Bæði saman og í sitthvoru lagi. Ef
karlar og konur fara saman í bíó verður helst að velja
mynd sem höfðar til beggja. Sakamálamyndir höfða oft til
beggja. Karlar eru hins vegar oft meira fyrir hasarmyndir
og oft höfða myndir sem fjalla um erfið veikindi, mátun
kjóla eða brúðkaup
meira til kvenna. Þannig
er þetta bara.
Ég komst hinsvegar að
því fyrir stuttu að konur
haga sér mjög svipað í
bíó og karlmenn. Ég
varð nefnilega þess
heiðurs aðnjótandi að
vera boðið í bíó um dag-
inn. Kvikmyndin sem
mér var boðið á heitir
Sex and the City. Og númer tvö takk fyrir. Og það voru
margar konur í bíó. Ég held reyndar að ég hafi aldrei ver-
ið staddur á nokkrum stað áður með eins mörgum kon-
um. Kynjahlutföllin voru 2 á móti 100, konum í vil. Sal-
urinn á þessu miðvikudagskvöldi í Sambíóunum var
gersamlega pakkaður af kvenfólki. Og við örfáu karl-
mennirnir sem vorum með í för vorum allir með sama
svipinn í framan, sem úr mátti lesa alls sex orð: Hvað er
ég að gera hér?
Andrúmsloftið áður en myndin hófst var magnþrungið.
Það var flautað. Það var klappað. Eftirvæntingin var
greinilega gríðarleg. Við erum að tala um mjög mikið af
konum sem greinilega höfðu beðið eftir þessari mynd
mjög, mjög lengi. Sennilega bara alveg síðan Sex and the
City 1. Kannski bara nokkur ár. Hvað veit ég.
Í huganum fór ég aftur nokkur ár, því þetta minnti mig
á þegar að við félagarnir fórum á Rambó 2 hér um árið.
Þá var salurinn líka pakkaður. Aðeins minni ilmvatnslykt
en á Sex and the City og sennilega skítugri neglur svona
heilt yfir í salnum, en mjög svipuð stemning. Gríðarleg
eftirvænting. Ég meina við vorum náttúrulega búnir að
bíða eftir Rambó 2 alveg síðan Rambó 1.
En af hverju fór ég á Sex and the City númer tvö? Svar-
ið við því ég mjög einfalt. Það er nauðsynlegt að heim-
sækja heim konunnar þó svo að maður þurfi að sitja með
500 skrækjandi konum í 140 mínútur. Já, ég sagði 140
mínútur! Reyndar með akstri og undirbúningi erum við
að tala um bíóferð uppá svona 180 mínútur. Og þar sem
konur eru líka svo frábærar og skemmtilegar þá var þessi
bíóferð bara ekkert mál.
Ég man reyndar ekkert mjög mikið úr myndinni. Jú,
það var brúðkaup í henni og eitt til tvö kjólaatriði. Og
mikið af nærmyndum af skóm. Ég held að ég hafi aldrei
verið á kvikmynd þar sem var jafnmikið af nærmyndum
af skóm. Ef nærmyndirnar af skónum hefðu verið klippt-
ar út hefði myndin verið um það bil 40 mínútum styttri.
En sem sagt 180 mínútur að heimsækja heim kvenna er
bara ekkert mál. Og þarft. Enda eru 180 mínútur ekki
nema tveir fótboltaleikir. Ekki að það sé aðalmálið. Þó
svo að það sé Heimsmeistarakeppni í fótbolta í gangi akk-
úrat núna.
Lykillinn að þessu öllu saman er auðvitað bara sá að
gera sér grein fyrir að maður verður að leggja inn það
sem maður ætlar sér að taka út. Þetta snýst bara um að
vinna heimavinnuna sína! Vandamálið er bara að það er
alltof langt í Sex and the City 3.
Konur og
kvikmyndir
’
Það er nauð-
synlegt að
heimsækja heim
konunnar þó svo að
maður þurfi að sitja
með 500 skrækjandi
konum í 140 mínútur.
Pistill
Bjarni Haukur Þórsson
en við sömdum texta og melódíu saman. Lagið var
samt ekki gefið út fyrr en þremur eða fjórum árum
seinna.“
Má líta á „Beautiful“ sem vatnaskil á þínum
ferli, vakti það mikla athygli á þér?
„Ég er mjög ánægður með lagið og að það skyldi
ná fyrsta sæti á Billboard-danslistanum í Banda-
ríkjunum. Það hafði samt lítil eða engin áhrif á
minn feril.“
Hvernig kom samstarf ykkar Kim Ofstad til
undir merkjum ELEMENT og hvernig er því hátt-
að?
„Við vorum báðir með samning við Murlyn
Songs AB og unnum í sama stúdíó-komplexinu.
Kim Ofstad er einn af bestu trommurum Noregs og
var vel þekktur hér sem meðlimur í hljómsveitinni
D’sound. Hann og D’sound-bassaleikarinn Jonny
Sjo töluðu mikið um að við ættum að prófa að
vinna saman að einhverju verkefni. Ég fékk þá
hugmynd 2004 að gera plötu með söngvaranum
Sofian Benzaim, og að það gæti passað vel að gera
það með Kim og Jonny. Það varð fyrsta verkefnið
sem við unnum að og útkoman varð ein af mínum
uppáhaldsplötum, „This is Sofian“. Sofian var til-
nefndur til tveggja norskra Grammy-verðlauna og
vann Alarm-verðlaunin.
Þetta varð til þess að ég, Kim og Jonny byrjuðum
að vinna mikið saman, fyrst undir nafninu 3Ele-
mentz. Þegar frá leið fórum við Kim að vinna meira
tveir saman, meðan Jonny sneri sér að bassaleik
fyrir aðra. Í byrjun árs 2009 dró hann sig síðan út
úr 3Elementz, og við Kim breyttum nafninu í ELE-
MENT. Við gerðum síðan samning við umboðs-
menn okkar í Bandaríkjunum, Stargate/Black-
smith/Delirious, og útgáfusamning við 45th & 3rd
og Sony Atv vestra. Kim er nú hættur í D’sound til
að einbeita sér að samvinnu okkar i ELEMENT.“
Endurgerðu Jackson
Segðu mér frá öðrum verkefnum, svo sem sam-
starfinu við X Factor-stjörnuna Alexöndru Burke
og endurgerðinni af tveimur Michael Jackson-
lögum sem þið hafið gert?
„Veturinn 2007-2008 sló lagið „Beggin“ sem við
sömdum fyrir Madcon í gegn, náði fyrsta sæti í
mörgum Evrópulöndum, og seldist í meira en einni
og hálfri milljón eintaka. Eftir það fengum við
mikla athygli frá stóru plötufyrirtækjunum í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Það hefur líka mikið
að segja að við höfum frábæra umboðsmenn, sem
hafa verið á bak við marga stóra smelli í bæði
Bandaríkjunum og Bretlandi í gegnum Stargate,
má þar nefna listamenn eins og Rihanna, Ne-Yo,
Beyoncé og fleiri. Það hefur opnað margar dyr.
Alexandra Burke kom til Noregs til að vinna með
okkur, eftir að plötufyrirtækið hennar hafði sam-
band við okkur.
Universal Motown í Bandaríkjunum höfðu heyrt
eitthvað af tónlistinni okkar með Madcon, og
höfðu þess vegna samband við umboðsmenn okk-
ar. Þannig fengum við það verkefni að endurgera
tvö lög með Michael Jackson. Við fengum gömlu
multi-track-upptökurnar af þessum lögum, not-
uðum sönginn en spiluðum allt upp á nýtt.“
Hafið þið unnið mikið með Madcon og hversu
vinsæll er dúettinn í Noregi og Evrópu?
„Ég var búinn að þekkja Madcon-strákana í
næstum tíu ár áður en við byrjuðum að vinna sam-
an. Þeir höfðu gefið út töluvert af tónlist og notið
virðingar hjá öðrum í bransanum fyrir sína hæfi-
leika, unnu til dæmis norsku Grammy-verðlaunin,
en höfðu ekki selt margar plötur á þessum tíu ár-
um.
Þegar við byrjuðum að vinna saman 2007, voru
þeir ekki einu sinni með plötusamning. Eitt af því
fyrsta sem við unnum að var lagið „Beggin“, sem
varð gífurlega vinsælt í Noregi, náði áttfaldri plat-
ínusölu, áður en það var gefið út um alla Evrópu og
í Bandaríkjunum. Lagið náði fyrsta sæti í mörgum
löndum, og seldist í yfir einni og hálfri milljón ein-
taka. Nú hafa þeir aftur slegið í gegn með „Glow“.“
Hvaða verkefni eru framundan hjá þér núna?
Ertu á leið til Bandaríkjanna?
„Við Kim erum að vinna að mörgum spennandi
verkefnum Höfum til dæmis nýlega tekið upp þrjú
lög með einum besta neo-soul-söngvara Banda-
ríkjana, Musiq Soulchild, og að sjálfsögðu höfum
við gert fleiri lög með Madcon. Við höfum verið
mikið í Bandaríkjunum síðasta árið og erum nú að
bíða eftir að fá atvinnuleyfi, svo við getum farið að
vinna þar, í staðinn fyrir að söngvararnir þurfi að
koma til Noregs.“
Hefurðu samið eða pródúserað fyrir einhverja
íslenska tónlistarmenn eða stendur það til?
„Nei.“
Annt um velferð allra
Hvers vegna tókstu þér nafnið Hitesh Ceon og
hvað merkir það?
„Hitesh er nafn sem indverskur munkur í jóga-
samtökunum sem ég var í gaf mér þegar ég var lík-
lega átján ára. Nafnið merkir „sá sem er annt um
velferð allra lifandi vera“. Nafnið minnir mig á eig-
inleika í mínu fari sem mér þykir vænt um og þess
vegna held ég því enda þótt ég sé löngu hættur í
þessum jóga-samtökum. Nafnið Ceon fékk ég frá
vini mínum sem er spænskur „gangster-rappari“
en ekki munkur. Það er indíánanafn og merkir
„frjáls andi“.“
Hvernig myndirðu skilgreina þig sem tónlist-
armann?
„Ég sé sjálfan mig sem tónskáld, pródúser – ís-
lenska orðið upptökustjóri er allt of takmarkað –
og útsetjara. Mitt hljóðfæri er tónlistin sjálf. Ég
notast núorðið mest við hljómborð og tölvu til að
framkalla hana en hef einnig notað aðra hljóðfæra-
leikara, strengjasveit, kór, eða hvað sem til þarf. Ég
hef engin takmörk í minni tónlist, og get unnið
með alla stíla. En það er líka mikilvægt fyrir mig að
reyna að semja tónlist sem selst.“
Reuters
Bandaríska
poppsöngkonan
Taylor Dayne.
Reuters
Konungur
poppsins,
Michael
Jackson.