SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 25
27. júní 2010 25
erfitt að fá þjálfara fyrir yngri flokkana. Að þjálfa einn
flokk í handbolta þýðir tíu helgar yfir vetur sem haldið
er mót. Til að ná árangri þarf að gefa þessu mikinn tíma
og sína krökkunum áhuga. Það er ótrúlegt hve margir
eru duglegir að sinna þessu,“ segir Gauti. Sjálf er Hildi-
gunnur með tuttugu helgar yfir veturinn. Í vetur þjálfaði
Gauti alla sunnudagsmorgna. „Ég var eins og prest-
arnir!“ segir hann og hlær.
Stelpur byggi tengslanet
Þau hjónin eru sammála um það að hvetja þurfi stelpur til
þess að taka meiri þátt í íþróttum. Að sögn Gauta er það
vandamál í öllum íþróttagreinum að fá stelpur til að vera
með. „Í íþróttaumhverfi lærirðu að vinna og tapa, það er
hluti af því að þroskast, hvernig maður tekst á við meðbyr
og mótbyr. Strákar eru meiri hópverur en stelpur, sem
eiga kannski frekar eina til tvær bestu vinkonur. Oft er
talað um að konur séu verri í tengslamyndun, til dæmis í
stjórnmálum. Þess vegna er mikilvægt að stelpur læri
ungar að umgangast hóp kynsystra sinna. Ef þú hefur ekki
fengið þjálfun í því þá kanntu ekkert að taka tillit til tutt-
ugu annarra stelpna. Stelpur sem eru einar öll æskuárin
eru ekki til þess fallnar að vera í félagsstörfum síðar meir.“
Hildigunnur bendir á að á æfingum þegar hópar
stelpna og stráka séu beðnir um að raða sér upp í röð þá
berjist strákarnir um að vera fyrstir í röðinni en stelp-
urnar feli sig frekar. Hvetja þurfi þær til að sýna frum-
kvæði og íþróttir séu góðar til þess að kveikja keppn-
isskapið í þeim.
Annað vandamál er brottfall stelpna úr íþróttum. „Við
menntaskólaaldur detta fleiri stelpur út en strákar. Fullt
af mjög góðum stelpum jafnvel. Oft upplifir maður að ef
strákur ætlar að hætta þá fái hann meiri stuðning að
heiman, hann fái eiginlega ekki að hætta,“ segir Hildi-
gunnur. „Ef stelpa segist hins vegar ætla að hætta að æfa
þá segir mamman oft að þetta sé líka komið gott og betra
sé að einbeita sér að skólanum,“ bætir Gauti við.
Engin spenna út af íþróttum
Það er fátt annað en íþróttir sem kemst að hjá fjölskyldu
þeirra Gauta og Hildigunnar. Á meðal hjóna skapast
gjarnan spenna þegar önnur manneskjan, oftast karlinn,
hefur óhóflegan áhuga á íþróttum. Hvaða áhrif hefur allur
þessi íþróttaáhugi á hjónaband þeirra? „Það er vonlaust að
annar aðilinn sé á kafi í íþróttum en hinn ekki,“ segir
Hildigunnur. „Á þessu heimili er þetta mjög auðvelt þar
sem allir hafa áhuga á íþróttum. Feðgarnir keppa mikið á
golfmótaröðinni svo að sumarið fer mikið í golf. Mér
finnst það fínt og fer bara með þeim þegar þeir eru að
spila.“
Hún segir þetta ganga í báðar áttir. „Í gamla daga þegar
ég var í landsliðinu í körfubolta sást ég ekki um helgar og
þá var Gauti einn með börnin. Það voru margir sem gerðu
athugasemdir við þetta, hvernig ég gæti leyft mér að gera
þetta. Hins vegar finnst öllum það eðlilegt þegar karlinn á
í hlut.“
Hildigunnur segist koma úr íþróttafjölskyldu ólíkt
Gauta og hún hafi alist upp með íþróttir og æfingar sem
daglegt brauð. „Börnin okkar hafa síðan sjálf alist meira
eða minna upp í íþróttahúsum. Elsta barnið var mætt í
burðarrúmi tveggja vikna gamalt á fyrsta æfingaleikinn
sinn.“ Hún segir börn þeirra hjóna hafa æft margar mis-
munandi íþróttir, handbolta, fótbolta, frjálsar íþróttir og
golf. Mikilvægt sé að foreldrar velji ekki fyrir börnin
heldur fái þau að spreyta sig á mörgum íþróttum. „Oft er
foreldri mikill fótboltamaður og fer þar af leiðandi bara
með barnið á fótboltaæfingar. Ég er oft spurð hvers
vegna börnin mín séu ekki í körfuboltanum af því að ég
var í honum. Börnin hafa einfaldlega prófað ýmislegt og
valið sjálf það sem þeim hentar best.“
Hildigunnur og
Gauti í her-
klæðum Gróttu.
Morgunblaðið/Ernir
’
Hjá Gróttu reynum við að
passa að allir fái sömu þjálf-
unina óháð getu. Það er til-
hneiging að láta þá sem eru góðir í
íþróttum gera allt. Mitt mottó er
hins vegar að lið sé ekki betra en
lélegasti leikmaður þess