SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 27

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Page 27
Ó ttarr Ólafur Proppé fæddist 1968, sonur þeirra Ólafs Proppé og Pétrúnar Péturs- dóttur. Óttarr ólst upp á borgaralegu menningarheimili sem flakkaði milli Hafn- arfjarðar og Bandaríkjanna til skiptis. Reyndist drengur þetta líka ánægður með báða staði. Afar hans kenndu honum að sýna umhverfinu áhuga og vöruðu hann við því að láta plata sig út í pólitík. Ungur að aldri varð Óttarr elskur að bókum, kvikmyndum, tónlist og Abba. Þessi ást hefur ágerst með árunum. Þegar leið hans lá í Flensborgarskóla í Hafnarfirði gerði hann vanmáttuga til- raun til þess að gerast félagsmálatröll. Stráksi afrekaði það helst að vera kjörinn íþróttamaður ársins í skólanum fyrir það afrek að eiga asnalegasta útspark í sögu fótboltans. Í lok menntaskólaáranna kynntist Óttarr villingum og Abbaáhugamönnum úr Kópa- vogi, Hallormsstaðarskógi og enn öðrum bæjarfélögum. Á sama tíma réð hann sig í sum- arstarf í Bókabúð Sigfúsar Eymundsson. Þetta átti eftir að verða Óttari afdrifaríkt. Sum- arstarfið í bókabúðinni teygði úr sér og bókabransinn hefur verið hans atvinnuvettvangur allt upp frá því. Samstarfið við villta utanbæjarmenn hefur sömuleiðis aldeilis dregið dilk á eftir sér. Í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, villing frá Ísafirði, gerði Óttar fyrstu atrennu að kvikmyndabransanum. Þeir félagar hófu tökur á sígaunahryllingsmyndinni „Álvers- menguðu djöflarnir“ í skugga álversins í Straumsvík. Tökur á kvikmynd reyndust erfiðari en svo að myndin yrði nokkurn tíma kláruð en upp úr þessu samstarfi varð til hljómsveitin HAM. Hljómsveitin hefur starfað með hléum æ síðan og vakti eitt sinn athygli með nýstár- legri útgáfu af Abba laginu „Voulez-Vous“. Óttarr hefur einnig starfað með hljómsveitum á borð við Funkstrasse, Rass og Dr. Spock en sveitin síðastnefnda náði því afreki að lenda í þriðja sæti í undankeppni Evróvisjón hér heima. Var það eins nálægt samneyti við Abba og drengurinn gat nokkru sinni látið sig dreyma um. Óttarr tók sæti á lista Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar og var kjörinn borgarfulltrúi á dögunum. Óttarr unir sér hvergi betur en á sjó með bók í hönd og gutl í eyr- um. Óttarr lét plata sig út í pólitík en áhugi hans á umhverfinu færist samt í aukana með hverjum deginum. Tíu ára meðal hillbilla í Ameríku. „Áttundi áratugurinn er stærri en aðrir áratugir í mínu hjarta. Það var allt í svo flott- um litum og hljómaði betur.“ Tveggja ára við skírn systur sinnar Huldu. Tekin nokkrum ár- um áður en litur var tekinn upp á Íslandi. Með vininum og samstarfsmanninum Þorgeiri Guðmunds- syni kvikmyndagerðarmanni í París. „Við erum í vinnunni við tökur þó það líti ekki út fyrir það.“ „Ferðalög, skilti og skrýtin orð eru mínar ær og kýr. Útrýming- arskap er eitthvað það ömurlegasta orð sem ég hef dottið um á ferðum mínum.“ Mynd tekin fyrir viku bókarinnar. „Í miðri töku kom ræst- ingamaður af erlendu bergi brotinn sem skildi ekkert hvað var á seyði. Hann tók mér alltaf með vara eftir það.“ Morgunblaðið/Golli Í góðu stuði með hinni goðsagnarkenndu sveit HAM á tón- listarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Ég er sér- staklega hrifinn af Vestfjörðum og fæ alltaf þrefalda orku um leið og ég lendi á Ísafirði.“ Misheppnað félagsmálatröll Myndaalbúmið Óttarr Proppé var ungur varaður við að láta plata sig út í pólitík en í dag er hann orðinn borgarfulltrúi Reykvíkinga. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Sjórinn er uppspretta alls góðs. Á sjó líður mér betur en annars staðar. Þar kemst þetta land- krabbarugl ekkert að til að trufla.“ Lentur í klóm pólitík- urinnar. Kominn í fram- boð fyrir Besta flokk- inn í Reykjavík. Popparinn kemur sér í gírinn. Tekinn baksviðs á ein- hverri búllunni fyrir tónleika hljóm- sveitarinnar Dr. Spock. 27. júní 2010 27

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.