SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 28
28 27. júní 2010 Þ að var angist í augum móðurinnar sem hallaði sér á vélarhlíf bílsins þó ungu drengirnir væru áhyggjulausir að því er virtist. Þeir höfðu ekkert til að leika sér með nema bíldekk sem þeir veltu á undan sér og skemmtu sér konunglega – gleði og sakleysi skein úr augum þeirra. Skammt frá voru aðeins eldri drengir í fótbolta. Kannski eru þeir að spila með landsliði Suður-Afríku í heimsmeistarakeppninni núna, hver veit? Móðir drengjanna var áhyggjufull, hún var nýlega búin að missa manninn sinn úr alnæmi og lífsbaráttan í fátækrahverfinu í Khayelitzha í Suður-Afríku getur verið erfið. Í næsta húsi lá maður rúmfastur, hann var með alnæmi og átti skammt eftir ólifað. Í Mósambík var ung kona með sama sjúkdóm. Hún hafði miklar áhyggjur af því hvað yrði um börnin hennar. Ég fékk leyfi hjá þeim báðum til að taka myndir af þeim, ég fann hvað þeim leið illa, áhyggjurnar voru að sliga þau. Nokkrum dögum seinna voru þau bæði dáin og börnin munaðarlaus. Síðan eru liðin sjö ár. Húsin þeirra voru úr bárujárni, hálfgerðir kofar, klæddir að innan með dag- blöðum. Við vorum þarna á vegum Rauða krossins að mynda alnæmi í Afríku en hluti íbúa Afríku er með sjúkdóminn. Sumir æðstu embættismenn og ráðamenn í Suður-Afríku viðurkenndu ekki á þessum tíma að þetta væri vandamál. Sögðu þvert á móti að fólkið væri að deyja af allt öðrum orsökum, þar af leiðandi þyrfti engin lyf. Afneitun á staðreyndum var alger, eins og svo oft í pólitík, það verður að snúa öllu sem augljóst er á hvolf – það er svo gáfulegt – og á meðan hrynur heilt sam- félag. Það dóu mun fleiri en þurftu. Kannski verður einhvern tíma fundið upp lyf við heimsku en það yrði örugglega verðlagt svo hátt að enginn getur tekið það inn. Við höktum bara áfram í sama farinu. Það getur verið svolítið erfitt að mynda veikt fólk, sérstaklega fólk sem á enga von um bata eins og í þessum tilfellum. En stundum þarf að sýna vonda hluti á myndum til að hreyfa við fólki. Verið var að safna peningum fyrir lyfjum og það Þar sem veruleikinn bítur Alnæmi er óvíða meira vandamál en í þeirri einstöku álfu Afríku. Það getur verið svolítið erfitt að mynda veikt fólk, sér- staklega fólk sem á enga von um bata. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.