SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 35
27. júní 2010 35 af öðrum. Mustaine sökkvir sér í hvert sólóið af öðru eins og sjálft lífið sé í húfi. Auk þeirra nafnanna er sveitin í dag skipuð Chris Broderick gítarleikara og trymblinum Shawn Drover. Listinn yfir fyrrverandi samreiðarsveina Mustaines í Megadeth er á lengd við íslensku símaskrána. Lögin koma í belg og biðu. Engu orði er ofaukið, nema hvað Mustaine ávarpar gesti óvænt fyrir eitt lagið. „Þetta lag heitir Head Crusher.“ Menn falla í stafi yfir óðamælg- inni. Head Crusher er af nýjustu plötu Megadeth, Endgame, sem kom út í fyrra og fékk prýðilega dóma. Það er greini- lega ennþá líf í gamla keipótta jarpi. Er ekki líka tími rauðhærða mannsins loksins runninn upp? Skyndilega er hann hættur. Bíddu, hvar er Peace Sells? Þá er ekki annað að gera en klappa hann upp. Mustaine bregst ljúflega við og klárar dæmið með bravör. Viðeig- andi að ljúka þessu á áleitinni spurningu: Friður til sölu en hver vill kaupa? Guð hatar okkur öll Minna fer fyrir fyrirbænum og friðarboðskap í næsta at- riði en sem kunnugt er varð Slayer til þegar sjálfur frum- krafturinn sængaði hjá hinu illa. Ég meina, Kerry King er með „Guð hatar okkur öll“ húðflúrað á vinstri handlegg- inn. Slayer er þéttasta band mannkynssögunnar en er Jeff Hanneman ekki farinn að taka þetta full bókstaflega? Gillzenegger þyrfti að taka snúning á honum. Haldi fram sem horfir fer hann að heyra undir leikmyndarhönn- uðinn á sviðinu eins og Luciano Pavarotti seinustu árin. Intróið að titillagi nýjustu plötu Slayer, World Painted Blood, ómar og nú slær hjartað ósjálfrátt hraðar. Frábært lag, frábær plata. Sú besta frá þeim vegendum í tvo ára- tugi. Vel liggur á Tom Araya, söngvara og bassaleikara, sem gnístir tönnum, brosir á bæði borð og heilsar á búlgörsku. Rám röddin er í toppstandi. Erfiðara er að rýna í skap Hannemans, það sést sjaldan framan í hann fyrir hári. Þeir Kerry King eru sem boltaðir niður enda sá síð- arnefndi hlaðinn keðjum og öðru málmskarti, auk þess sem pundið er vitaskuld þungt í fagmannlega fléttuðu skegginu. Þeir hristast þó vel og skjálfa ofan mittis. Annað slagið kemur síðan kranabíll og færir þá kumpána milli vængja á sviðinu. Eða þannig. Á bak við tríóið goðsagnakennda djöflast Dave Lomb- ardo eins og dauðinn sjálfur miði á hann haglabyssu. Margir eru á því að hann sé einn besti, ef ekki besti, trommari málmsögunnar. Fengur fyrir Slayer að end- urheimta hann um árið. Upprunalega hætti Lombardo víst í sveitinni, þar sem unnusta hans vildi helst ekki leyfa honum að hanga með hinum strákunum. Hvaða tepru- skapur? Ekki eins og King og Hanneman séu eitthvað vafasamur félagsskapur! Vegendur renna í einskonar „best of“-prógramm enda hæfir það tilefninu. Hver klassíkin rekur aðra, War En- samble, Seasons in the Abyss, Angel of Death – sem fjallar um voðaverk dr. Mengeles – og South of Heaven. Því miður leika þeir aðeins eitt annað lag af nýju plötunni, Hate Worldwide. Bekkirnir á Kringlubíói eru farnir að skjálfa og mig dauðlangar að standa upp og lemja höfðinu þéttingsfast við vegginn. Sit þó á mér. Mergjað augnablik í Seasons þegar myndavélin kemur aftan að Kerry – húðfúraðan skallann ber við himin. Tekið er að skyggja. Og löngu hætt að rigna, þ.e. öðru en blóði en allt ætlar um koll að keyra þegar vegendur hita upp fyrir Raining Blood fyrir framan þrítugan Marshall-hamarinn. Kerry og Jeff renna svo í móður allra riffa. Í lokin syngja allir einum rómi:’ Minna fer fyrir fyr- irbænum og friðarboðskap í næsta atriði en sem kunnugt er varð Slayer til þegar sjálfur frumkrafturinn sængaði hjá hinu illa. Dave Mustaine tryllir lýðinn í Portúgal. Tom Araya í bana- stuði í Frakklandi fyrir skemmstu. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.