SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 37
27. júní 2010 37
Lífsstíll
S
he seems to be doing a thorough job heyri ég
að eldri maðurinn fyrir aftan mig segir með
nokkrum áhyggjutón við eiginkonu sína og
virðist ekki lítast á aðfarirnar. Það er kannski
ekki skrýtið, hugsa ég, þar sem ég ligg á baðfötunum
einum fata og hristist til og frá þegar kona helmingi
minni og léttari en ég hamast hvað hún getur á hverj-
um einasta vöðva líkamans og hristir mig og fettir og
brettir fram og til baka. Nudd er mitt dekur og hald-
reipi í æðibunugangi hversdagsins þar sem axlirnar eru
reglulega komnar upp að eyrum og banka upp á með
félaga sínum höfuðverk. Nudd á strönd er þó nokkuð
öðruvísi upplifun en að láta nudda sig í hálfrökkvuðu
herbergi með slökunartónlist í eyrunum og teppi yfir
sér. Á ströndinni er enginn friður fyrir malandi sól-
araðdáendum, æstum unglingum og farandsölumönn-
um. Hér er heldur sannarlega ekki rétti staðurinn til að
vera spéhræddur og síst af öllu rétti tíminn til að hugsa
um ræktarferðir sem ekki urðu nógu margar eða allt
grænmetið sem ég hefði átt að borða í staðinn fyrir smá
nammi og stöku ís. Nei, nú hristist allt sem getur hrist
og ég læt mig það engu skipta (vona þó að flestir séu
búnir með hádegismatinn) heldur ligg hálfmeðvitund-
arlaus í heitri sólinni og hlýði hverri einustu bendingu
nuddarans. Já, hún er helmingi minni en ég en líka
örugglega helmingi sterkari og því er bara best að halda
sig á baðmottunni sem ég ligg ofan á og gera eins og
fyrir mann er lagt. Þessi kona kann vel til verka og ætl-
ar að gera hvað hún getur til að reka vöðvabólguna
vondu á dyr. Hver einasta taug og vöðvi í fótum tekur
viðbragð þegar hún byrjar að hamast á kroppnum enda
hafa þeir gegnt mikilvægu hlutverki síðastliðnar tvær
vikur við að koma mér á milli staða og aldrei gefist upp
þó eigandanum væri skapi næst að láta bera sig heim
eða keyra í hjólbörum. Þeirra tími er nú kominn og ég
borga með glöðu geði 30 evrur fyrir að láta krjúpa á
mér og nudda bakið með hnjánum, teygja hendur mín-
ar og fætur þannig að ég held þau séu að slitna af og
nudda þannig á mér höfuðið að hárið á mér verður
flókið það sem eftir lifir helgarinnar.
Hálfvönkuð eftir aðfarirnar og heita sólina stend ég
upp og brosi uppörvandi til mannsins til að sannfæra
hann um að ég sé heil á húfi. Nuddið var vissulega
nokkuð ákveðið inn á milli en þó ekki jafn slæmt og
það leit út fyrir. Ég kinka líka kolli til kvennanna við
hliðina á mér sem gera hlé á sögu sinni um lækn-
isheimsókn og týndan hanska í ruslinu til að kinka kolli
á móti. Síðan liðast ég afslöppuð í skrokknum og glans-
andi af nuddolíu eins og kvikmyndastjarna (eigin
ímyndun) eftir ströndinni og aftur á bekkinn minn þar
sem ég leggst eins og skata og held áfram að grilla mig í
franskri sólinni. Nú gildir afslöppunin ein en á morgun
verða endurnærðir fæturnir notaðir aftur af kappi á
heitu malbikinu.
Nudd og
dekurlíf
Fátt er betra en að dekra dálítið
við sig öðru hvoru og gleyma
hversdeginum um stund. Dek-
urstund má eiga bæði heima
eða að heiman, allt eftir efni og
aðstæðum hverju sinni.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Mörgum finnst ljúft að fara í andlitsbað sem er bæði
slakandi og hreinsandi fyrir húðina auk þess að mýkja
hana. Á snyrtistofunni Umo America í stjörnuborginni
Beverly Hills er hægt að fara í alvöru lúxus-andlitsbað
þar sem andlitið er húðað með 24 karata gullblöndu.
Að nota gull til fegrunaraðgerða er ekkert nýtt, það hef-
ur verið notað meðal þjóða í margar aldir. Þó er ekki
auðvelt að nota gullið því það þarf að leysa upp fyrst til
að auðveldara sé til að bera það á húðina. Til að gera
þetta notast sérfræðingar Umo America við japanskt
náttúruefni sem upprunið er úr soyabaun. Það þykir
meira nærandi en önnur efni sem notuð hafa verið
saman við gullið hingað til. Fyrst er úði úr efninu borinn
tvisvar sinnum á andlitið og því næst er gullinu nuddað
inn í húðina þar til það hefur horfið algjörlega og andlit-
ið fengið á sig gullinn bjarma.
Gyllt andlitsbað
Getty Images
Súkkulaðinudd ætti að hljóma
vel í eyrum þeirra sem finnst
súkkulaði gott og gætu hugs-
að sér að velta sér upp úr því,
svo og að borða af því ógrynni.
Ekki er þó víst að sniðugt sé
að sleikja út um þar sem
súkkulaðinu eða kakómass-
anum er yfirleitt blandað sam-
an við olíu til að auðveldara sé
að dreifa úr því og nudda inn í
húðina. Andoxunarefnin úr
súkkulaðinu eru nærandi fyrir húðina og olían hjálpar
til við að mýkja hana enn meira. Eftir nuddið er því húð-
in mjúk og þú ilmar eins og konfektmoli! Súkku-
laðinudd er vinsælt úti í hinum stóra heimi en er einnig
í boði á snyrtistofum hérlendis.
Líkaminn ilmar
eins og konfektmoli
Mætti bjóða þér glas af víni eða
kannski heilt bað af víni? Slíkt er
minnsta málið hjá hinni glæsilegu
heilsulind Kenwood Inn & Spa í Kali-
forníu sem er fyrsta heilsulindin
vestra til að bjóða ýmis konar fegr-
unarmeðferðir með víni. Svokallaða
vínþerapíu eins og Frakkarnir vilja
kalla það. Vínber eru full af andox-
unarefnum sem eiga að koma í veg
fyrir öldrun húðarinnar og er vínberja-
þykkni notað í bland við ýmis konar
ilmolíur. Blöndunni er síðan hellt út í
notalega freyðandi heitan pott þar
sem gestir sitja og hafa útsýni yfir
vínekrurnar. Það er líka hægt að
taka vínáhugann alla leið og láta
bera á sig alls konar olíur og vín-
berjaþykkni áður en manni er pakk-
að inn og efnin látin afeitra líkam-
ann og koma blóðrásinni af stað.
Varla er annað hægt að segja en
skál fyrir því!
Skál í botn í
baði af víni