SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 40

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 40
40 27. júní 2010 Þ að var ákveðinn spenningur í okkur hjónum að koma á Hótel Eddu í Skógum eftir atburði vetrarins, þ.e.a.s. eldgos og öskufall og vissum við ekki á hverju við áttum von. Það var því óneitanlega ansi ánægjulegt að koma í glampandi sól og sjá hvað allt svæðið var orðið grænt og fallegt og lítil um- merki af gosinu, þangað til maður fór að labba úti í náttúrunni, þá sá maður öskuna í jarðveginum. Sunnlendingar standa ansi vel þegar litið er til matvælaframleiðslu, þar hefur verið gríðarleg aukning af að- ilum sem eru í allskonar framleiðslu og veitingastaðir eru duglegir að merkja afurðir sínar svæðinu, sér- staklega á sumrin. Þetta sáum við vel á Sveitamarkaðnum á Hvolsvelli þar sem innan um allskyns skemmtilegt handverk, þar sem gosaska kom víða við sögu, voru á boðstólum agúrkur, tómatar, paprika, sveppir, jarðarberin frá Silfurtúni, rabarbari, rabarbar- akaramellan og rabarbarasultan frá Dórotheu í Löngumýri, harðfiskur og annar fiskur frá Vestmannaeyjum og allskyns kjötvörur, t.d. Korngrís frá Laxárdal sem alinn er á íslensku byggi. Fallegir bréfpokar með byggmjöli og hveitikorn frá Þorvaldseyri vöktu at- hygli mína og ég ákvað að kynna mér það betur, eftir að hafa gert góð kaup á markaðnum, en ég komst t.d. yfir forláta bók um heimsmeistarakeppn- ina í Mexíkó 1970 sem ég varð að eignast þar sem þetta er fæðingarár mitt og fótboltaáhuginn mikill og ekki skemmdi fyrir að ég styrkti Meðferð- arheimilið að Lækjarbakka við kaupin. Ólafur og Guðný tóku vel á móti okkur á Þorvaldseyri, þarna er á ferð- inni fyrirmynd annarra bænda sem eru í heimavinnslu, en þau hafa rækt- að korn frá 1960 og eru full af hug- myndum og með endalausan drifkraft. Þau hafa verið að framleiða hveiti, bygg og vörur úr þessum afurðum og eins eru þau komin ansi langt með til- raun í framleiðslu á íslenskri repju- olíu. Þess vegna finnst mér það við hæfi að gefa hér uppskrift að brauði úr byggmjöli og blanda þar inn öðrum framleiðenda af Suður- landinu, sem er Ölvisholt sem er eitt af skemmtileg- ustu brugghúsum lands- ins. Hugmynda- auðgi í heimavinnslu Gott í grenndinni Friðrik V. Matur S uður-Afríka baðar sig í ljóma HM í fótbolta þessa dagana en ólíkt suður- afríska landsliðinu í fót- bolta þá er suður-afríska vínliðið ekki dottið úr keppninni. Nær væri að segja að liðið sé rétt komið inná völlinn. Vínframleiðslan er ein þeirra at- vinnugreina er grætt hafa hvað mest á því að landið losnaði úr hinni pólitísku áþján aðskilnaðarstefnunnar. Vínin urðu illa úti þegar umheimurinn lokaði á Suður-Afríku. Um það leyti sem Ástralir byrjuðu að sprikla fyrir alvöru var eftirspurnin hverfandi eftir suður-afrískum vínum af pólitísk- um ástæðum. Víniðnaðurinn hafði sömuleiðis ekki aðgang að mörgu því sem gerir nútíma vínrækt mögulega svo sem nýjum stofnum af vínvið og tækni á borð við kald- gerjun sem gjörbreytti víngerð á síðari hluta síðustu aldar, ekki síst á heitari víngerð- arsvæðum. Allt breyttist þetta undir lok síðustu aldar og síðan hefur vínframleiðsla í Suður- Afríku verið í stöðugri sókn. Gæði vína aukast ár frá ári og vinsældirnar sömuleiðis. Hér á landi hafa vín frá Suður-Afríku verið í verulegri sókn, sala þeirra tók mikinn kipp á árinu 2001 og jókst mikið allt fram til ársins 2004. Þá hægði aðeins á sölunni en Suður-Afríka á nú nokkur af þeim vínum sem hvað best seljast á Íslandi. Þótt vínræktarsvæði Suður-Afríku sé nokkuð samþjappað á svæðinu í kringum Höfðaborg er töluverður munur á milli einstakra svæða og sömuleiðis teygist upp- skeran yfir eina þrjá til fjóra mánuði. Fyrstu þrúgurnar eru tíndar þegar í jan- úarmánuði og þær síðustu eru ekki teknar af runnunum fyrr en í aprílmánuði. Það hvenær þrúgurnar eru tíndar getur því haft afgerandi áhrif á gæði og ekki síður stíl vínanna. Þekktustu víngerðarsvæðin eru á svæðunum Stellenbosch og Paarl í um 30- 60 mínútna akstursfjarlægð austur af Höfðaborg. Segja má að í Stellenbosch sé hjarta suður-afrískrar vínframleiðslu að finna. Þetta er fallegur bær umlukinn tignarlegum fjöllum og í dalnum má finna flest af þekktustu víngerðarhúsum Suður-Afríku. Undirsvæðin eru nokkur, s.s. Papagaiiberg, Sim- onsberg og Jonkershoek. Þarna er Cabernet Sauvignon í essinu sínu jafnt sem Pino- tage en einnig í vaxandi mæli Shiraz. Og þótt rauðvin séu stolt Stellenbosch má finna mörg afbragðs hvítvín af þessum slóðum. Það er heitt á sléttunum í Stellenbosch þar sem þær eru að mestu leyti verndaðar frá köldu sjávarloftinu. Um sumt minna aðstæður á Kaliforníu þar sem maður getur vaknað upp í ískaldri San Francisco og orðið að klæða sig í flíspeysu þó svo að í tæp- lega klukkutíma fjarlægð í Napa eða Sonoma sé um fjörutíu stiga hiti. Hafið hefur mikil áhrif á loftslag á Höfðasvæðinu og sjávargolan í Höfðaborg getur verið ansi svöl á kvöldin. Það þarf hins vegar ekki að keyra langt inn í land til að komast í allt annað loftslag. Það hvernig vínræktarsvæðin liggja við vindum af hafi ræður því úrslitum um aðstæður. Eitt af svalari svæðunum er t.d. Durbanville Hills skammt norður af Höfðaborg. Dalurinn liggur frá vestri til austurs og á því hafsgolan greiða leið inn dalinn. Þar eru því kjöraðstæður til ræktunar á þrúgum er þurfa ögn svalara loftslag – og enn og aftur verðum við að hafa hugfast að hugtakið svalt loftslag hefur nokkuð aðra merkinu á syðsta odda Afríku en á Íslandi. Það mætti halda áfram að telja upp svæðin – Con- stantia suður af Höfðaborg þar sem fyrstu þrúgurnar voru ræktaðar upp úr 1630, Olif- ants River og Swartland norður af Durbanville eða þá Karoo, Worcester og Robertson, heit svæði austur af Stellenbosch þar sem rauðvínið nær ágætum hæðum. Suður-Afríka flokkast yfirleitt í daglegu tali til Nýja heimsins þegar víngerð er ann- ars vegar. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að eðli vínræktar í Suður-Afríku eigi meira sameiginlegt með gamla heiminum í Evrópu en „nýju“ svæðunum í Chile, Ástralíu og víðar. Ekki einungis vegna þess að þarna er að finna órofna vínræktarhefð er nær tæpar fjórar aldir aftur í tímann heldur ekki síður vegna þess hvernig vínframleiðsla hefur þróast á Höfðasvæðinu á suðurodda Afríku. Ólíkt því sem gerist í Ástralíu og Chile eru það ekki risavaxin vörumerki sem draga vagninn heldur litlir og meðalstórir fram- leiðendur. Á toppnum tróna gömlu vínbúgarðarnir Wine Estates sem líkja má við frönsku Chateau-in og eiga sér margir margra alda sögu. Vissulega er að finna stór vínsölufyrirtæki í Suður-Afríku, s.s. Distell sem hefur um þriðjung framleiðslu gæða- vína á sinni könnu. Sá þriðjungur samanstendur hins vegar ekki af 2-3 stórum vöru- merkjum heldur fjölmörgum stórum sem litlum víngerðarhúsum er hvert hefur sína sérstöðu í stíl og sögu. Það má segja að Suður-Afríka standi á ákveðnum tímamótum og að enn eigi eftir að ráðast nákvæmlega hvert landið muni halda í víngerðinni. Verður haldið í hefðirnar og áhersla lögð á vínbúgarðana og önnur „evrópskari“ sérkenni suður-afrískrar vín- gerðar? Með því að veðja á þrúgur á borð við Chenin Blanc og Pinotage í bland við þær alþjóðlegu. Eða mun Suður-Afríka – eins og nú virðist líklegt – í auknum mæli feta sömu leið og Chile og Ástralía gerðu með dæmigerðari „Nýjaheims-vínum“, fram- leiddum úr alþjóðlegum þrúgum, tæknilega fullkomnum en án merkjanlegs uppruna. Næst: Chile Afríka blandar sér í leikinn Vín 101 fjórtándi hluti Steingrímur Sigurgeirsson F öðuramma mín Elínborg Ágústsdóttir fór í heim- sókn á næsta bæ í sinni sveit ásamt móður sinni á sumardaginn fyrsta árið 1927. Þá var hún 5 ára gömul en á bænum var blindur, aldraður maður Jón að nafni meðal heimilismanna og tók hann ömmu mín tali og spjölluðu þau vel og lengi. Þegar þær mæðg- ur hugðust halda heim á leið lagði gamli blindi maðurinn silfurpen- ing í lófa hennar, bað hana að njóta vel, kyssti á handarbak hennar og sagði svo; Skorti þig aldrei neitt meðan þú eða þínir eiga þennan pening, láttu hann aldrei úr eigu þinni nema til þess afkomanda þíns er þú ákveður.“ Svo segir Elín Snorradóttir frá lukkupeningi sem fylgt hefur fjölskyldu hennar alla tíð síðan. Engar peningaáhyggjur Elín segir að amma sín hafi sagt að allar gjafir sem gefnar séu með góðu hugarfari væru manni kærar eins og Sannkall- aður lukku- peningur Gæfa og lukka Elín Snorra- dóttir heldur upp á silf- urpening sem amma hennar fékk gefins ár- ið 1927. Saga hlutanna

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.