SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 42
42 27. júní 2010 Þ eir Robert De Niro, Al Pacino og Dustin Hoff- man, eru þrír af fáum útvöldum sem náð hafa því marki að komast í hóp þeirra bestu og vin- sælustu. Það var ekki fyrir tilviljun heldur hæfileika og þessa mögnuðu nærveru, útgeislun eða hvað við viljum kalla það sem skilur kjarnann frá hism- inu. Hægt en bítandi risu þeir upp vinsældalistann og nafn þeirra varð gæðastimpill sem almennt var óhætt að treysta á. Svo bregðast krosstré sem önnur, nú er svo komið að mynd með þremenningunum er ekki lengur fyrirfram örugg afþreying, æ oftar seinni árin reynast þær von- brigði. Ástæðan fyrst og fremst sú að þeir eru teknir að reskjast og henta ekki lengur í eftirsóttustu hlutverkin og ekki síður að þeir hafa meiri áhyggjur af veskinu en gæðunum. Öfugt við t.d. Sir Michael Caine, hann er 77 ára og hefur sjaldan verið betri og hlutverkin mögnuð og við hæfi aldurs leikarans. Dustin Hoffman Nú tóku við ótrúlegir áratugir frábærra hlutverka og far- sældar. Förum fljótt yfir sögu og tínum til þekktustu verkin hans. Midnight Cowboy (́69); Little Big Man (́70); Straw Dogs (́71), Papillion (́73), og fyrir frammistöðu sína í Lenny (́74) sem uppistandarinn Lenny Bruce (́74), fékk hann þriðju Óskarstilnefninguna. Tveim árum eftir Watergate-hneykslið fóru þeir Hoff- man og Robert Redford með hlutverk rannsóknarblaða- mannanna Carls Bernstein og Bobs Woodward í All the President́s Men (́76), sama ár kom Marathon Man, og mótleikarinn sjálfur Lord Laurence Olivier. Hoffman vann fyrstu Óskarsverðlaunin fyrir Kramer vs Kramer (́79), og áfram héldu stórhlutverkin að streyma í hendur hans; Tootsie (82), færði honum 5. Óskarsverðlauna-tilnefninguna, í kjölfarið kom rómuð Golden Globe- og Emmy-verðlaunaframmistaða sem Willy Loman í sjónvarpsgerð Sölumaður deyr (́85.) Ishtar (́87), var fyrsti stórskellurinn, en strax árið eftir vann hann sinn glæstasta sigur og flest verðlaun kvik- myndaheimsins fyrir Rain Man, undir stjórn Barrys Le- vinson. Sá 10. var áratugur Hollywood-stórmynda á borð við Dick Tracy (́90); Billy Bathgate (́92); Hook (́92); Outbreak (́95);, og American Buffalo (́96). 7. Óskars- tilnefningin kom fyrir Wag the Dog (́97), í framhaldinu fór okkar maður að slaka á klónni: Sphere, Mad City, Moonlight Mile (́02) og Confidence (́03), allar ómengað drasl. Hagur Hoffmans vænkaðist með Runaway Jury (́03); Finding Neverland (́04) og I Heart Huckabees (́04). Þeir Robert De Niro léku saman í Meet the Fockers (́05), vin- sælli en ómerkilegri aðsóknarmynd, síðan tók að halla undan fæti. Stranger Than Fiction (́06); Perfume: The Story of a Murderer (06); Mr. Magori- um’s Wonder Emporium (́07), voru ekki miðanna virði Væntanlegar myndir virðast hæpnar, framhald af Meet the Fockers, gæti haldið fjárhagnum í lagi. Al Pacino Ferill leikarans tók smávægilega dýfu á þeim 9., þó sló hann í gegn í Scar- face (́83), einnig í Sea of Love (́89.) Sá 10., byrjaði aftur á móti vel, með The Godfather III.; Scent of a Woman og Glengarry Glen Ross (́92) (Óskarstilnefningar fyrir báðar og Óskar fyrir þá fyrr- nefndu.) Sá 10. reyndist Pacino góður áratugur með hlut- verkum í toppmyndunum Carlito’s Way, Donnie Brasco, Heat (með De Niro); The Insider; Looking for Richard og The Devil’s Advocate. Nú tók að fækka um fína drætti (undantekning In- somnia 0́2), ódýrt, vel launað afþreyingarmoð tók við. Ocean’s 13; 88 Minutes; Righteous Kill (með De Niro); S1mOne, Gigli, allar langt fyrir neðan virðingu meist- arans. Robert De Niro 1976 lék De Niro á móti Gérard Depardieu í 2000, eftir Bertolucci, en nafn hans komst á hvers manns varir fyrir The Deer Hunter (́78). Á 9. áratugnum óttaðist leikarinn að vera orðinn fast- ur í gangster-hlutverkum og fór að leika í mynd- um eins og Brazil, Analyze This, Analyze That, Showtime, Midnight Run, Meet the Parents og framhaldsmyndinni Meet the Fockers (́02). Flestar vinsælar en í slakari gæðaflokki en áhorfendur voru vanir að sjá hinn mikilsvirta De Niro Á tímabili dró hann sig í hlé en kom fram í kraftmiklum gestahlutverkum, líkt og í mynd Alans Parker, Angel Heart; Wag the Dog, Jackie Brown, ofl. Síðasta áratuginn hefur harðnað á dalnum hvað hlutverkaval snertir: Ronin, Flawless, 15 Minutes, The Score, City by the Sea, Hide and Seek, ofl., sem enginn man lengur. Þær góðu fréttir voru hins vegar að berast að ákveðið hefur verið að gera mynd um „The Rat Pack“, þar sem gömlu risarnir, De Niro (sem Dean Martin) og Al Pacino (Frank Sinatra), fá uppreisn æru. Þrjú stjörnu- hröp Frægðin er hverful, kvikmyndir ekki undanskildar. Hitt er verra þegar stórleikarar virðast áfjáðar í að tortíma sér eins og stjörnurnar þrjár sem fjallað er um í dag. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Reuters Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalleik- arar: John Mills, Sylvia Sims, Harry And- rews, Anthony Quayle. Það er orðið langt um liðið síðan maður fór með hálfum huga á þessa bresku perlu í það hálf-gleymda musteri kvik- myndanna, Tónabíó. Að óséðu virtist Ice Cold in Alex engan vegin þrungin töfrum sem löðuðu ungt fólk í kvikmyndahús á þeim tíma. Bresk – og þar af leiðandi þjáð af þeim næringarskorti sem stafar af nærveru stórstjarnanna. Þá var hún svart/hvít, sem þótti stór mínus þegar komið var fram á 7. áratuginn og ekkert hafði spurst út um innihald hennar eða ágæti. Var sýnd hérlendis nokkurra ára gömul, án alls lúðrablásturs og söngs. Samt sem áður varð þessi forkunnarfína, spennuhlaðna stríðsádeila ein þeirra mynda sem sitja hvað fastast í minning- unni þó árin líði. Sjúkraliðar undir stjórn Johns Mills verða að komast akandi frá Líbíu til Alexandríu árið 1942, í miðjum hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta langa ferðalag tekur á taugarnar: jarðsprengjur, yfirvofandi árásir óvin- arins, en ferðalangarnir verða að leggja leið sína lengi vel um yfirráðasvæði þýska hersins. Ófærur og sandstormar Sahara og ekki síst grunur um, að njósnari hafi blandað sér í hópinn, eru nokkur af vandamálunum sem steðja að þessu litla samfélagi sem telur m.a. hjúkrunarkon- urnar Sylviu Sims og Diönu Clare, lið- þjálfann Harry Andrews og hinn grun- samlega ferðafélaga sem dúkkar upp úr sandinum og segist vera Hollendingur (Anthony Quayle). Afburðatraust per- sónusköpun þessara gæðaleikara og sí- kvik leikstjórn gera þessa fáséðu mynd að einstakri skemmtun. Hér takast á óttinn við hið óþekkta og mannleg hlýja og traust á gömul gildi þó umhverfið sé í bullandi uppnámi. Mills og sérstaklega gæðaleikarinn Quayle (sem hlaut að launum BAFTA-verðlaunin) eru framúr- skarandi og ber myndin frábært vitni um snilli Thompsons (Byssurnar í Navarone), ef hann fékk gott efni í hendur. Vand- fundin, ráðlegast að panta hana á Ama- zon, af henni verður enginn svikinn. Nafn myndarinnar er dregið af bjórnum sem alkann Mills dreymir um að leið- arlokum í Alexandríu. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík: Ískaldur í Alexandríu (1958) bbbbm Átakamynd úr Afríkustríðinu Ice Cold in Alex er einstök skemmtun. Kvikmyndir Dustin Hoffman. Al Pacino. Robert De Niro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.