SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Síða 45
27. júní 2010 45
Þrjú orð
F
iona C. Ross er prófessor við félagsmann-
fræðideild háskólans í Cape Town. Hún hefur
stundað rannsóknir á daglegu lífi í fátækra-
hverfum í útjaðri borgarinnar og skoðað sam-
skipti íbúanna frá ólíkum hliðum, til að mynda út frá
kyni. Rannsóknir Fionu hafa staðið yfir í ein 20 ár en
þær hófust árið 1991 í The Park sem þá var ólögleg
byggð í útjaðri Cape Town. Hún hóf rannsóknir á ný ár-
ið 1999 þegar flutningar íbúanna yfir í skipulagðari
byggð í nýju hverfi stóð fyrir dyrum. Rannsóknirnar
hefur Fiona nýtt sér í masters- og doktorsverkefnum
sínum og hefur nú dregið afrakstur þeirra saman í ný-
útkominni bók, Raw Life, New Hope; Decency, housing
and everyday life in a post-apartheid community.
Fiona, sem er upprunalega frá Zimbabve, segir að á
þeim tíma sem hún hóf rannsóknir hafi lítið sem ekkert
verið vitað um daglegt líf í hinum gríðarstóru fátækra-
hverfum í útjaðri Cape Town. Aðeins ein rannsókn hafði
verið framkvæmd á svæðinu sem hún starfaði á og hún
var byggð á könnun sem Fiona segir að gefi litla tilfinn-
ingu fyrir því hvað þurfi til að lifa í slíku umhverfi.
Fiona segir The Park vera mjög lítið hverfi og afar
óvenjulegt að því leyti að á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar bjuggu þar margir sem kallaðir voru litaðir (aðrir
en svartir). Það var óvenjulegt að slíkt fólk byggi í
hverfunum en þar er og var einnig sambland ólíkra ætt-
flokka svartra. Í gegnum tíðina hefur mikið verið reynt
að þurrka fátækrahverfin út eða láta fólk flytja úr kofum
í hús. Það hefur ekki gengið sem skyldi og nú er nýtil-
komin sú hugmynd að bæta aðstöðu fólksins sem býr í
hverfunum með salernis- og þvottaaðstöðu og öðru
slíku. Fiona segir hér frá reynslu sinni í þremur orðum.
Samfélagið
Þetta var mjög athyglisverður tími þar sem ég hafði áð-
ur unnið í öðrum fátækrahverfum í Cape Town snemma
á níunda áratug síðustu aldar. Þá geisuðu mikil átök á
milli keppinauta á smárútumarkaðnum, sem er helsta
samgönguleið íbúanna. Fólk var myrt og ástandið slæmt
en ég hafði unnið í sambandi við tvo samkeppnisaðila á
sitthvorum enda sömu götunnar. Loks varð sá endi sem
ég vann á of hættulegur til að vinna við og þá fór ég að
líta í kringum mig að nýju rannsóknarefni. Þá má segja
að ég hafi rekið tána í þröskuldinn á The Park þar sem
ég bað um að fá að tala við leiðtoga hverfisins.
Hvert hverfi hefur einhvers konar samfélagsnefnd
sem sumar hverjar eru formlegri en aðrar og sumar
hverjar tengdar stjórnmálaflokkum en aðrar ekki. Sér-
staklega á þessum tíma hefði maður ekki látið sér detta í
hug að mæta og hefja störf án þess að fá leyfi frá nefnd-
inni sem ræddi málið við íbúana og er ferlið frekar flók-
ið. Ég þurfti að útskýra fyrir fólkinu hvað ég ætlaði mér
að gera og hvernig það myndi koma því til góðs og þetta
hef ég þurft að gera á öllum stöðum sem ég hef unnið á.
Fólk er ekki endilega alltaf sammála því sem maður ger-
ir en á þennan þátt hefur maður formlegt samþykki.
Með þessu sýnir maður líka þá almennu kurteisi að
virða menningu fólksins. Mér var vel tekið í hverfinu en
það sem var mjög óvenjulegt var að leiðtogi þess var
kona en í öllum öðrum hverfum höfðu leiðtogarnir ver-
ið mjög íhaldssamir Kosha-menn. Hún sagði mér að þau
væru að berjast fyrir því að vera áfram á landsvæðinu og
sá að það yrði þeim til framdráttar að hafa mig á svæð-
inu að gera rannsókn. Mér var mjög vel tekið og ég flutti
inn í hverfið árið 1991 og bjó þar í hjólhýsi. Fólk var afar
vinsamlegt og sá til þess að ég hefði það gott.
Samskipti
Rétt eins og gengur með lítil samfélög var samfélagið
mjög náið og fólk veit í raun allt of mikið hvað um ann-
að. Það veit þegar fólk elskast, rífst, þegar börnin fara
ekki í skólann og allt það sem hægt er að vita um fólk.
En á sama tíma skapar þetta líka öryggiskennd þar sem
fólk fylgist með og passar upp á hvað annað. Samskiptin
verða einna erfiðust þegar meðhöndla þarf erfið mál
eins og t.d. í tilfellum um kynferðisofbeldi á börnum
eða þegar leiðtogi eða nefndarmeðlimur er talinn vera
að misnota sér aðstöðu sína. Þá bresta gjarnan sam-
skiptin og verða erfið. Ég held að þarna rétt eins og
annars staðar verði staða kvenna ætíð tvíræð. Annars
vegar er litið upp til þeirra, sérstaklega þarna í hverfinu
þar sem konur voru að meirihluta við völd og nutu
þannig virðingar. Hið sama er að segja í borgunum en
það á rætur að rekja til þess þegar iðnaður Cape Town
byggðist á fataframleiðslu og konur höfðu fasta vinnu
heldur en karlarnir. Þá voru konurnar álitnar sterkar og
hæfar til að framkvæma hluti. Í sveitunum er hins vegar
enn langt í land því að konur á bóndabæjum hafa alltaf
verið óæðri. Eiginmaðurinn hafði allan rétt og ef hann
missti vinnuna eða dó gat konan ekki verið þar lengur
jafnvel þó hún hefði unnið á bænum. Konurnar hér
dansa því í raun hárfínan línudans þar sem eitt örlítið
feilspor getur haft skelfilegar afleiðingar. Annars vegar
eru þær hvattar til að vera sjálfstæðar en hins vegar er
afar sterk mynd í samfélaginu af hinni sómakæru,
heimavinnandi konu sem sér um börnin, heldur heim-
ilinu hreinu og er hjálpsöm við nágranna sína. Konur
eru sífellt að færast á milli þessara tveggja mótsagna og
verða að gæta sín á því hvernig þær færa sig á milli.
Heimilisofbeldi er mjög algengt hér í héraðinu þar sem
karlar eru snöggir að bregðast við ef þeim finnst konan
hafa gengið of langt. Þá er karlmennsku þeirra líka ógn-
að þar sem konurnar hafa frekar fasta vinnu en karl-
mennirnir oft tímabundna vinnu við byggingarstörf eða
ávaxtatínslu og eru veturnir mjög erfiðir þegar slík
ígripastörf hverfa algjörlega. Staða þeirra er svo ótrygg
að það eina sem þeir geta í raun haft stjórn á eru kon-
urnar og er ofbeldið oft ekki langt undan.
Stolt
Á þeim tíma sem ég bjó í hverfinu kom stolt fólksins
fram á ýmsan hátt. Til að byrja með spratt það aðeins af
þeirri staðreynd að fólkið gat haldið áfram að búa á
svæðinu þó að yfirvöld reyndu að losna við það. Það
þótti mikill sigur og sannaði fyrir því að það væri sam-
félag. Það felst líka stolt í því að reyna að lifa sóma-
samlegu lífi að hluta, t.d. með því að halda híbýlum sín-
um fallega útlítandi. Jafnvel þegar aðskilnaðarstefnan
var enn við lýði og fólk átti á hættu að vera rekið úr fá-
tæklegu húsnæði sínum á hverri stundu gerði það samt
fínt og setti blóm í vasa í gluggann. Stoltið kemur líka til
af því að geta einfaldlega lifað og skapað samstöðu í
jafn-ómögulegum aðstæðum. Ég man ætíð að fyrst þeg-
ar ég kom inn í svona fátækrahverfi gat ég ekki skilið
hvernig konurnar gætu verið ánægðar í þessum að-
stæðum og spjallað, hlegið og sungið saman. En fólk
tekur sig einfaldlega saman og hjálpar hvað öðru. Um
daginn var ég t.d. kölluð inn í hverfið þar sem barna-
verndaryfirvöld ætluðu að taka lítinn dreng af ömmu
sinni. En hann fékk nóg að borða, var vel klæddur og
gekk í skóla. Það skipti engu þó maturinn og fötin hefðu
komið annars staðar að, því að samfélagið hafði tekið
ábyrgð á þessu barni. Þá eigum við öll sameiginlegt stolt
í því að ala börnin okkar upp, líta vel út og halda
vinnunni okkar.
Harður heimur Fyrir marga eru aðstæður í fátækrahverfunum nánast ómögulegar en fólk stendur þó þétt saman.
Fátækt
í þremur
orðum
Fiona C. Ross bjó um tíma í
hjólhýsi í The Park, fátækra-
hverfi í útjaðri Cape Town. Þar
rannsakaði hún daglegt líf íbú-
anna og kynntist baráttu þeirra
fyrir tilverurétti sínum.
María Ólafsdóttir maria l.is