SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 48
48 27. júní 2010
N
ú nýverið minntust íbúar
Kópavogs Sigfúsar Halldórs-
sonar, heiðursborgara síns,
vegna þeirra tímamóta að
níutíu ár eru liðin frá fæðingu þessa
snillings sem sennilega varð vinsælasti
listamaður þjóðarinnar á síðustu öld. Í
greinum um þennan dáða son þjóð-
arinnar er greint frá því að hann sleit
barnsskónum á heimili þar sem listir
voru í hávegum hafðar, bókakostur til
reiðu, ljóð lesin og rædd og leikið á
hljóðfæri. Við þessar aðstæður varð
listamaðurinn Sigfús Halldórsson til;
menningarheimili lagði grunninn að
tónskáldi og listmálara.
Því hef ég þennan pistil minn á því að
geta Sigfúsar að til mín leitaði kona ein í
framhaldi af tungutaksgreinum Morg-
unblaðsins. Konu þessari var mikið í
mun að heyra skoðun mína á því hvað
ég teldi skipta sköpum um það hvað
gerði fólk að góðum málnotendum. Mér
vafðist náttúrlega tunga um tönn og
kom ekkert annað í hug en að svara
konunni á þá leið að vænlegasta leiðin
væri að fæðast góðum foreldrum og
eignast heimili og fá uppeldi þar sem
tungan nyti stuðnings og virðingar.
Konan þykktist við og hefur sjálfsagt
talið að ég færi með dár og spé eða hygði
á framboð fyrir Besta flokkinn. Hún
benti mér réttilega á að sú fyrirhyggja að
fæðast til góðs heimilis og góðra foreldra
væri á einskis barns færi. Lauk þannig
viðskiptum okkar.
Eftir á að hyggja er ég ánægður með
svarið sem ég gaf umræddri konu við
spurningunni þótt hún brygðist ókvæða
við. Á bernsku- og æskuárunum er
grunnurinn lagður. Á heimilinu fer
fyrsta máltaka fram og þar býr um sig
máltilfinning (málkennd) sem ræður
miklu um framhaldið. Á heimilinu lær-
um við að skilja orðin, beygja þau, raða
þeim rétt í setningar og setningum í
málsgreinar, jafnvel gera tungumálið að
leik. Við lærum, ef vel tekst til, að
ákveðin málnotkun er ljót, jafnvel röng,
önnur góð og viðurkennd. Við tileinkum
okkur þannig málsnið, þ.e. að velja orð
og setningagerðir við hæfi eftir að-
stæðum. Segja má með réttu að á þess-
um mótunarárum mótist með okkur
málstefna, einkamálstefna okkar, óháð
að nokkru hinni opinberu. Á hinu góða
heimili kynnumst við vísast fyrsta sinni
hugmyndinni um málvöndun.
Þegar á líður og unglingsárin taka við
losar auðvitað um tök heimilisins og
tungumálið fær gjarna ný viðmið, oft
með stórskemmtilegum leik með við-
urkenndan forða tungumálsins auk þess
sem slettur af ýmsum toga fá að njóta
sín. Mörgum grandvörum manninum
fellur við þetta allur ketill í eld og sýnist
blasa við að allt stefni nú í óefni; tungan
sé jafnvel komin að fótum fram. Svo er
vitaskuld ekki; þetta eru oftast tilraunir
um þanþol málsins, möguleika þess til
að þróast og breytast í takt við tímann.
Það er býsna algengt, þegar fólki er
nóg boðið og virðist tungan búa við
þröngan kost, að þá sé horft til skólanna
og fullyrt að íslenskukennslan hafi
brugðist illilega. En börn og unglingar
læra ekki mikla íslensku í skólum. Þau
læra hins vegar heilmikið um íslensk-
una. Góðir kennarar geta vissulega aukið
áhuga ungs fólks á tungumálinu en að
öðru leyti litlu bætt við það veganesti
sem að heiman er komið og frá vinum
og leikfélögum og fjölmiðlum ýmiss
konar. Við verðum sennilega ekki betri
málnotendur við það eitt að vita að
sögnin að „sjá“ í setningunni „ég sá
hest“ greinist þannig: 1. persóna, ein-
tala, þátíð, framsöguháttur, germynd,
sterk beyging. Sá lærdómur gerir okkur
hins vegar vel hæf til að ræða um
tungumálið.
Við viljum geta komið ýmsum skila-
boðum á framfæri með hugtökum mál-
fræðinnar. Við viljum að við skiljumst
þegar við segjum að viðtengingarhætti
sagna sé oft ranglega beitt (ég fæ verð-
laun ef ég sé fyrstur) eða þegar við
bendum á að sögnin að bera sé ýmist
persónuleg (ég ber að dyrum) eða óper-
sónuleg (okkur ber að sýna umburð-
arlyndi). Slík hugtök lærum við í skólum
og þau eru sannarlega gagnleg – en hinn
þungi baggi er heimafenginn – og holl-
ur.
Af hollum bagga
Listamaðurinn ástsæli Sigfús Halldórsson
ólst upp á menningarheimili sem lagði
grunninn að tónskáldi og listmálara.
Tungutak
Þórður Helgason
’
Á heimilinu fer fyrsta
máltaka fram og þar
býr um sig máltilfinn-
ing (málkennd) sem ræður
miklu um framhaldið. Í
sland er sögusvið bókarinnar
Where The Shadows Lie, nýs reyf-
ara eftir höfundinn Michael Rid-
path. Lögreglumaður í Boston þarf
að fara í felur þar til hann á að bera vitni
í glæpamáli og yfirmaður hans fær þá
hugmynd að senda hann til ættlands
hans, Íslands. Þar er aukin harka að fær-
ast í undirheimana og heimamenn gætu
lært sitthvað af stórborgarlöggunni frá
Ameríku. Ridpath þykir þegar svo vænt
um aðalsöguhetjuna að hann hefur
ákveðið að bækurnar um hana verði
fleiri og þær muni gerast á Íslandi.
Úr fjármálaglæpum í harðsoðna hetju
Ridpath hefur skrifað fjölda bóka, en
uppleggið í þeim hefur verið fjár-
málaglæpir. Nú hefur hann eftir nokkurt
hlé ákveðið að venda kvæði sínu í kross
og leita hófanna í allt annarri gerð
glæpasagna.
„Bókin var að koma út og ég er mjög
spenntur því að þetta er fyrsta bókinn
minn í nokkurn tíma,“ sagði Ridpath á
milli bókakynninga í liðinni viku. „Bók-
inni hefur verið nokkuð vel tekið. Það er
frekar erfitt í Englandi um þessar mund-
ir að fá bækur dæmdar, blöðin eyða
minna púðri í umsagnir en áður. En það
hafa birst nokkrir dómar og umsagnir,
fólk hefur tekið eftir bókinni og það er
fyrsta skrefið.
Ég skrifaði áður spennusögur um fjár-
málaglæpi, en nú hef ég skipt um svið og
það vekur áhuga fólks, en Ísland er
einnig áhugavert viðfangsefni þessa dag-
ana.“
Ridpath vann greinilega heimavinn-
una sína áður en hann skrifaði bókina.
Hún gerist nánast öll á Íslandi og landinu
er lýst með mjög trúverðugum hætti.
Hann virðist einnig átta sig á hugs-
unarhætti Íslendinga og hafa kynnt sér
bæði andrúmsloftið á landinu eftir
bankahrunið og hvernig hér er umhorfs.
Einu gildir hvort hann er að lýsa borg-
arsamfélaginu í Reykjavík eða íslenskri
sveit, höfundurinn stígur vart feilspor. Í
raun ber bókin það staðgóðri þekkingu
vitni að hún gæti alveg eins verið skrifuð
af innfæddum höfundi, sem hlýtur að
teljast nokkuð góð einkunn.
Kynnti sér staðhætti rækilega
„Ég tók mér góðan tíma í að kynna mér
landið og staðhætti á Íslandi,“ sagði
hann. „Ég hef áður skrifað sögur sem
gerðust í útlöndum, til dæmis Brasilíu og
Suður-Afríku, þannig að ég er vanur
slíkri vinnu og ég hef mjög gaman af að
kynna mér nýja staði.
Þegar ég áttaði mig á að ég hafði hug á
að skrifa fleiri bækur, sem gerðust á Ís-
landi, ákvað ég að vanda mig. Það er erf-
itt þegar maður les ekki íslensku því að
bækurnar, sem hafa verið þýddar á
ensku, eru ekki svo margar. En ég las
bækur og talaði við alla þá Íslendinga,
sem ég gat fundið í London. Augljóslega
fór ég til Íslands, reyndar aðeins í þrjú
skipti og nokkra daga í hvert skipti. En
þegar ég kem í slíkar heimsóknir eru öll
skilningarvitin opin og ég skrifa allt nið-
ur í leit að þessum litlu atriðum, sem
ekki endilega er að finna í leið-
sögubókum, en geta verið svo mik-
ilvæg.“
Leitar í Íslendingasögurnar
Ridpath er ekki aðeins með staðhætti og
andrúmsloftið á Íslandi eftir hrun á
hreinu, heldur leitar einnig í íslenskan
sagnaarf og tengir við seinni tíma bók-
menntir með glúrinni fléttu.
„Ég var heppinn þegar ég datt niður á
fléttuna,“ sagði Ridpath. „Eitt það
fyrsta, sem ég gerði, var að lesa Njálu. Ég
Voðaverk á
íslensku
sögusviði
Breski rithöfundurinn Michael Ridpath kynnir í
nýrri spennusögu til sögunnar harðsoðna stór-
borgarlöggu af íslenskum uppruna sem snýr aft-
ur til Íslands nauðug viljug og lendir í óvæntum
ævintýrum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
’
Í upphafi var ég að
velta fyrir mér að
hafa hann breskan
lögregluþjón, en hugs-
unarháttur Englendinga og
Íslendinga er frekar líkur,
sérstaklega þegar kemur að
kaldhæðninni.
Lesbók