SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Qupperneq 49
27. júní 2010 49
Ýmsir erlendir höfundar hafa gert Ísland að vettvangi verka sinna líkt og
spennusagnahöfundurinn Michael Ridpath gerir í bókinni Where the Shadows
Lie. Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne er sennilega einna þekkt-
ust. Inngangurinn að miðju jarðar á að vera í skugga Skartaris, sem ekki er
beinlínis þekkt kennileiti á Íslandi.
Franklin W. Dixon dvaldi ekki mikið við staðhætti þegar hann skrifaði hina sí-
gildu bók Frank og Jói á Íslandi, en veltir sér ekki heldur upp úr sögusviðinu
nema að takmörkuðu leyti á meðan viðureign þeirra bræðra við hættulega
glæpamenn á Íslandi stendur yfir. Frank og Jói á Íslandi kom út á íslensku árið
1971, um svipað leyti og Út í óvissuna eftir Desmond Bagley, sem eitt sinn var
í harðri samkeppni við Alistair McLean á íslenskum bókamarkaði. Í bók Bagl-
eys, sem þakkar Íslendingum fyrir að lána sér landið sitt, berst leikurinn um
allt land og á sínum tíma þótti ekki sennilegt að slík ósköp gætu dunið yfir á
litla, saklausa Íslandi. Lesendur létu það þó ekki trufla sig. Svo má ekki
gleyma bókinni Rauður stormur eftir Tom Clancy þar sem Sovétmenn leggja Ís-
land undir sig. Clancy er mikill sérfræðingur um hlaupvíddir og vopnabúnað, en
hefði mátt kynna sér vettvanginn betur.
Síðan má vitaskuld ekki gleyma því að í This King Business, smásögu Dash-
iells Hammetts, harsoðnasta höfundarins af þeim öllum, kemur fyrir hinn dul-
arfulli Íslendingur Einarsson herforingi, sem sagður er hafa tögl og hagldir í
hernum í Stefaníu, höfuðborg landsins Múravíu. Sagan birtist í safninu The Big
Knockover and Other Stories.
Glæpasögur á Íslandi
lærði miðaldaensku í háskóla og mig
hafði alltaf langað til að lesa Íslend-
ingasögurnar og þarna var tækifærið.
Mér fannst sagan frábær, í mínum huga
er hún eins og nútímareyfari, satt að
segja. Ég hugsaði mér mér að gæti ég
notað Íslendingasögu í bókinni væri það
gott. Þá var spurningin hvernig hægt
væri að nota Íslendingasöguna til að setja
mína sögu í samhengi, sem næði út fyrir
Ísland. J.R.R. Tolkien, höfundur Hringa-
dróttinssögu, kom í hugann sem eðlileg
tenging, en ég var heppinn að því leyti
að hann las í raun og veru Íslend-
ingasögurnar, talaði íslensku og var með
litla drykkjuklúbbinn sinn í háskólanum
í Leeds. Síðan kom týnda sagan um Gauk
á Stöng, sem bjó undir Heklu, þessu
táknræna eldfjalli. Þegar ég var kominn
með þetta tvennt var eins og allt smylli
saman og mér fannst jafnvel eins og ég
væri að uppgötva hina týndu sögu.“
Óttast smásmygli aðdáenda Tolkiens
Í bókinni er lýsing á týndu handriti sögu
Gauks á Stöng og sagði Ridpath að það
hefði farið mikil vinna í að gera hana
sem trúverðugasta úr garði, en um leið
skemmtilega.
Í fyrstu virtist ekki hlaupið að því að
tengja Tolkien við söguþráðinn, en svo
laukst upp fyrir honum að hann gæti
stuðst við raunverulega atburði úr ævi
hans.
„Ég las bréf Tolkiens og milli þess sem
hann skrifaði Hobbitann og Hringa-
dróttinssögu var tímabil árið 1938 þar
sem hann gat ekki tengt þessar tvær
sögur,“ sagði Ridpath. „Í sex mánuði
glímdi hann við þetta vandamál og ég
hugsaði með mér að hér væri gullið
tækifæri til að gefa til kynna hvað hefði
komið honum af stað.“
Ridpath viðurkenndi að hann óttaðist
að hinir fjölmörgu dyggu aðdáendur
Tolkiens um allan heim væru líklegir til
að fara yfir bók hans með smásjá, en
vonaðist samt til að þeir kaflar þar sem
hann og verk hans kæmu við sögu væru
skotheld.
„Ármann Jakobsson skrifaði bók um
Íslendingasögurnar og Tolkien,“ sagði
hann. „Ég les ekki íslensku, en ég talaði
við Ármann og hann hjálpaði mér með
smáatriðin. Bókin fékk ekki gæðavottun
hjá honum, en ég á ekki von á að það
séu alvarlegar villur. En ég mun örugg-
lega komast að því innan nokkurra
mánaða.“
Aðalpersónan í bókinni heitir Magnus
Jonsson í Bandaríkjunum, en Magnús
Ragnarsson þegar til Íslands er komið og
hann tekur upp föðurnafn sitt að nýju.
Varð að geta talað tungumálið
„Vandinn við söguhetjuna var að rann-
sóknarlögreglumaður verður að geta tal-
að tungumálið í landinu þar sem hann er
staddur,“ sagði Ridpath. „Hann þurfti að
tala íslensku. En ég er ekki Íslendingur
og það hefði verið mjög erfitt fyrir mig
að skrifa um íslenskan lögregluþjón. Ég
þurfti því að finna aðferð til að gera
hann að utangarðsmanni, sem þó talaði
íslensku.
Því ákvað ég að búa svo um hnútana
að hann hefði búið í Bandaríkjunum frá
tólf ára aldri, hefði leitað öryggis og
ánægju í Íslendingasögunum á unglings-
árunum. Svo var faðir hans myrtur,
hann reyndi að leysa morðið og ákvað að
verða lögga í Bandaríkjunum.
Hann er því bandarísk rannsókn-
arlögregla, sem kemur til Íslands, og er
mjög ólíkur lögreglumönnum á Íslandi. Í
upphafi var ég að velta fyrir mér að hafa
hann breskan lögregluþjón, en hugs-
unarháttur Englendinga og Íslendinga er
frekar líkur, sérstaklega þegar kemur að
kaldhæðninni.
Ég elska íslenska kaldhæðni og Eng-
lendingar ná henni, en Bandaríkja-
mönnum hættir til að misstíga sig. Það
verður til aðeins meiri núningur á milli
harðsnúinnar löggu frá Boston og hóps
af íslenskum lögreglumönnum, sem sitja
alvarlegir á svip en eru í þann mund að
segja eitthvað fyndið.“
Bók Ridpaths kemur út á íslensku hjá
Bjarti í haust.
Breski
rithöfundurinn
Michael Ridpath.