SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Side 50
50 27. júní 2010
G
eómetrían innrætti mér formlegt aðhald og
vönduð vinnubrögð, að hvoru tveggja hef ég
búið síðan. (Eiríkur Smith, 1982)
Við upphaf sjötta áratugarins átti geómetr-
ísk abstraktsjón eða strangflatarlist talsverðu fylgi að
fagna á meðal íslenskra listamanna. Þessi myndgerð hefur
raunar líka verið kölluð konkret list því menn vildu forð-
ast orðið abstrakt sem vísar til þess að myndin eða formin
komi einhverstaðar frá, séu abstraktsjón einhvers. Þeir
sem hallir voru undir strangflatarlistina voru hins vegar
þeirrar skoðunar að myndflöturinn lúti eigin lögmálum
og sæki ekkert útfyrir form og liti. Lögmál forms og litar
væru bókstaflegur eða konkret raunveruleiki málverks-
ins. Vissulega voru ekki allir sammála þessari skilgrein-
ingu, nokkuð birtist af skrifum og talsvert frjóar umræður
urðu um eðli og inntak listarinnar, til dæmis í Vaka, tíma-
riti um menningarmál, og Birtingi auk þess sem greinar
birtust í dagblöðum. Talsverður hópur listamanna á
Norðurlöndunum voru dyggir fylgismenn strangflat-
arlistarinnar allt frá því um 1910. Stefnan barst þó ekki
hingað að ráði fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og þá
einkum frá París. Á meðal þeirra listamanna sem komu
frá París í upphafi sjötta áratugarins var Eiríkur Smith.
Eiríkur er fæddur árið 1925. Hann ólst upp í Hafnarfirði
hjá móður sinni og stjúpföður ásamt sex hálfsystkinum.
Fyrstu árin bjó fjölskyldan í Straumi en var flutt inn til
Hafnarfjarðar þegar Eiríkur hóf skólagöngu. Það duldist
fáum að hann var góður teiknari og áhuginn leyndi sér
ekki þar sem hann var síteiknandi. Eiríkur talar um að
hann hafi notið teikningarinnar þegar hann fór í Barna-
skóla Hafnarfjarðar og að þar hafi verið litið á hann sem
eins konar undrabarn í teikningu. Áhugi og stuðningur
kennara og fjölskyldu voru hvatning til að halda áfram á
myndlistarbrautinni þó hugmyndin um myndlistarnám
væri fjarlæg í huga alþýðudrengs í Hafnarfirði. Hann fór
snemma að vinna og stundaði ýmis verkamannastörf
enda fátt annað í boði fyrir fullfrískan ungan mann.
Teiknikompan fylgdi honum ætíð og draumurinn um að
læra myndlist yfirgaf hann ekki. Með góðra manna hjálp
komst hann í kvöldskóla í Reykjavík haustið 1939. Kenn-
arar hans þar voru myndlistarmennirnir Finnur Jónsson
og Jóhann Briem.
Eftir bretavinnu og síldarævintýr var kominn tími til að
sækja um Handíða- og myndlistaskólann. Eiríkur hóf
Myndlist
Ólöf Kristín
Sigurðardóttir
olof.sig@hafnarfjordur.is
Formlegt
aðhald
– Fyrstu skrefin á langri leið
Tíðarandinn leiðir menn oft á óvæntar brautir sem geta orðið
að spennitreyju þó þroski og persónuleg gróska fylgi í kjölfar-
ið. Árið 1957 kvaddi Eiríkur Smith strangflatarlistina og
brenndi stóran hluta mynda sinna í malargryfju í Hafnarfirði.
Þau fáu verk sem enn eru til standa þó fyrir sínu og eru orðin
hluti af íslenskri listasögu sem vert er að skoða. Í Hafnarborg
stendur nú sýning á verkum Eiríks frá þeim tíma.
Lesbók