SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 51
27. júní 2010 51 nám við skólann haustið 1946 og var aðalkennari hans Kurt Zier. Þó teiknihæfileikar Eiríks hafi ætíð vakið at- hygli og verið honum til framdráttar kom hann nú í um- hverfi þar sem umræðuefnin voru önnur, hann tók að sækja myndlistarsýningar og umgangast listafólk. Kennsla í skólanum var um margt hefðbundin en mikil gerjun var þó í íslensku listalífi. Margir listamenn börðust fyrir þeirri sannfæringu sinni að listin ætti ekki að mynd- gera veruleikann heldur skapa nýjan. Skapandi ímynd- unarafl var grundvöllur verka sem lutu eigin lögmálum þar sem drifkraftur tilfinninga og glíma við form og liti lágu til grundvallar. Eiríkur varð fyrir áhrifum frá þessum hræringum en hélt að mestu tryggð við hlutveruleikann þó hann lýsi sumum mynda sinna frá þessum tíma sem stílíseruðum. Honum sóttist námið í Handíðaskólanum vel en þurfti þó frá að hverfa í nokkra mánuði og leggjast inn á Vífilsstaði vegna berkla. Á sumrin fékk hann vinnuaðstöðu í barna- skólanum í Hafnarfirði og málaði þar af kappi. Haustið 1948 hélt hann sýningu í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og sannaðist þá hve vel Hafnfirðingar stóðu að baki þess- um unga og efnilega listamanni því sýningin seldist nán- ast upp. Nú var tækifæri fyrir Eirík til að halda utan og læra meira. Hann fékk inni í skóla Rostrup Bøyesen í Kaupmannahöfn og hélt þangað í félagi við Benedikt Gunnarsson sem hann kynntist í Handíðaskólanum. Kennslan í Kaupmannahöfn var að mörgu leyti gam- aldags en þeir félagar nýttu tímann vel, lásu mikið og stunduðu myndlistarsýningar. Einkum heilluðust þeir af straumum sem bárust frá París og voru staðráðnir í að halda þangað þegar námi lyki hjá Bøyesen. Eftir tveggja ára dvöl í Kaupmannahöfn lá leiðin til Parísar og veturinn 1950 voru þeir báðir komnir þangað, innritaðir í skóla og búnir að leigja sér vinnustofu. París var dýrmætur skóli, þar mátti finna mörg helstu verk listasögunnar en einnig sjá sýningar á því nýjasta sem í boði var. Nokkur hópur íslenskra listamanna var í borginni, þar á meðal Hörður Ágústsson sem hélt sýningu á geómetrískri abstraktsjón, strangflatarlist, í sýningarsal í borginni. Eiríkur segir frá því í viðtalsbók sem gefin var út af Listasafni ASÍ 1982 og skráð af Aðalsteini Ingólfssyni að hann hafi varla verið farinn að mála hreina abstraktsjón á þessum tíma en hafi þó málað sína fyrstu geómetrísku abstraktmynd áður en hann yfirgaf borgina sumarið 1951. Áður en þeir Benedikt sneru heim til Íslands héldu þeir í námsferð til Spánar og Norður-Afríku. Eiríkur kom heim síðari hluta árs 1951. Hann hélt sýn- ingu ásamt Benedikt Gunnarssyni í Listvinasalnum sama ár og einkasýningu í Listamannaskálanum í september 1952. Þar sýndi hann eingöngu geómetrísk abstrakt verk og hlaut sýningin nokkra umfjöllun. Gagnrýni um sýn- inguna birtist í Morgunblaðinu og segir þar að hinn ungi listamaður sé bráðþroska og standi ekki að baki eldri skoðanabræðrum sínum á sviði hinnar óhlutkenndu myndagerðar. Haustið 1953 átti hann síðan verk á umtal- aðri samsýningu í Listamannaskálanum. Á sýningunni voru eingöngu strangflatarverk eftir þá Eirík, Hörð Ágústsson, Karl Kvaran og Sverri Haraldsson en auk verka hinna ungu listmálara voru verk eftir hinn góð- kunna listmálara Svavar Guðnason á sýningunni, eins og sagði í tilkynningu í Morgunblaðinu. Við opnun sýning- arinnar flutti Hörður Ágústsson kynningarræðu, sem seinna birtist í Þjóðviljanum, þar gerði hann grein fyrir þeim hugmyndum sem lágu að baki listaverkunum. Hann sagði meðal annars: Við álítum að form og litur búi eins og hljómurinn og tónfallið yfir sérstökum seið eða and- legum krafti. Í viðjum eftirmyndar eru þau að einhverju leyti drepin í dróma. Þannig var trú þeirra að form og litir væru að einhverju leyti sannari birtingarmynd listarinnar en eftirmyndir hlutveruleikans. Þessi sannfæring átti ekki upp á pallborðið hjá öllum listamönnum og mikið var tekist á, því jafnvel mátti skilja það sem svo að listamenn sem túlkuðu hlutveruleikann væru ekki að takast á við listina af jafn mikilli alvöru og strangflatarlistamennirnir. Í sama ávarpi bað Hörður menn þó fyrir alla muni að trúa ekki þeirri algengu fullyrðingu að þeir væru frelsað fólk, algjörlega vissir í sinni sök. Verk Eiríks Smith stóðust fullkomlega ströngustu skil- greiningar strangflatarlistarinnar. Á Haustsýningunni 1953 sýndi hann meðal annars þrjú málverk þar sem litur og form voru rannsökuð og færð í átt til einföldunar. Svartir fletir mæta einföldum litaflötum og má sjá hvernig rannsókn litamannsins leiðir hann áfram frá einu verki til annars. Leitin sem Hörður nefndi í ávarpi sínu var rík í huga Eiríks og leiddi hann frá hinu hreina formi. Þó ár- angur hans í rannsókn strangflatarmálverksins væri góð- ur og hann stæði þar framarlega sótti annað á huga hans. Hin ströngu form voru honum sem fjötrar og tilfinningin fyrir landinu og náttúru þess leiddi hann á nýjar brautir. Eiríkur málaði ekki mikið á árunum frá 1954 til 1957. Árið 1957 tók hann stóran hluta þeirra verka sem eftir hann lágu, hellti yfir þau bensíni og brenndi í malargryfju í Hafnarfirði. Þar með gerði hann endanlega upp hug sinn gangvart strangflatarlistinni og hóf nýtt tímabil í listinni. Það er því ekki til mikið af verkum frá þessum tíma en þau sem til eru bera því vitni að Eiríkur hafði góð tök á myndgerð strangflatarlistarinnar þó að hann kysi sjálfur að fara aðra leið. Hann var áfram trúr abstraktmálverkinu en leitaði nú innblástur í náttúru landsins. Á síðari árum er hann einkum þekktur fyrir málverk þar sem maðurinn er gjarnan í forgrunni en landið og mannanna verk mynda magnþrungna umgjörð. Afstaða Eiríks til strangflatarlistarinnar hefur lítið breyst frá 1957 þegar hann kvaddi þessa myndgerð. Verk- in standa þó fyrir sínu og eru orðin hluti af íslenskri lista- sögu sem vert er að skoða. Ferill Eiríks er langur og hefur tekið miklum breytingum bæði í takt við tíðarandann og einnig vegna þess að listamaðurinn hefur gert upp við sig að hann vilji hverfa frá ákveðinni myndgerð og kanna nýjar slóðir. Strangflatarlistin varð á vegi hans snemma á ferlinum, hún veitti honum formlegt aðhald sem hann nýtti æ síðan þó myndgerðin tæki breytingum. Um helgina verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, sýningin Formleg aðhald þar sem sýnd verða verk listmálarans Eiríks Smith frá 1951 – 1957. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir for- stöðumaður Hafnarborgar, aðstoðarsýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson. Eiríkur býr og starfar í Hafn- arfirði. ’ Ferill Eiríks er langur og hefur tekið miklum breytingum bæði í takt við tíðarandann og einnig vegna þess að listamaðurinn hefur gert upp við sig að hann vilji hverfa frá ákveðinni myndgerð og kanna nýjar slóðir. Eiríkur Smith á einkasýningu sinni í Listamannaskálanum 1952. Frá haustsýningu í Lista- mannaskálanum 1953. Fyrstu þrjú verkin frá vinstri eru eftir Eirík Smith. Eiríkur Smith við málverk frá 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.