SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 54
54 27. júní 2010 G rímuhátíðin tókst að mörgu leyti ágætlega að þessu sinni. Allt rann vel og fagmannlega, kynnarnir eru að vaxa upp úr því að vera með oftast mislukkaðar tilraunir til að vera fyndnir eða andríkir, tárabólgnir vinningshafar eru farnir að stytta mál sitt og skemmtiatriðin voru flest af nokkuð góðum gæðastuðli og voru fjölbreytt og fram- bærileg sýnishorn af því sem fram fer á sviðinu ella. Og sjálfhverfan á undanhaldi. Það sem þó gerði það að verkum, að athöfnin var ánægjuleg, var sú staðreynd að þarna var uppskeruhá- tíð að mörgu leyti vel heppnaðs leikárs. Eftir nokkur niðurlægingarár Borgarleikhússins og síðan mögur ár Þjóðleikhússins, virtist á komið meira jafnvægi og bæði leikhúsin komu með athyglisverðar, ef ekki fyllilega gallalausar sýningar. Nokkrar þeirra sýningar voru samstarfsverkefni sjálfstæðra leikhópa í skjóli stóru leikhúsanna; á þessum peningalausu tímum munu litlir leikhópar eiga erfiðara uppdráttar einir sér en áður og er það miður. Í raun saknaði maður slíkra sýninga, og þær fáu sem treystu sér á flot, urðu einhvern veginn útundan. Þannig komst til dæmis sýningin í Hafnarfirði á Ufsagrýlum ekki á blað, og var hún þó um margt for- vitnileg og merkileg. Þau „pólitísku“ verk þar sem vanda hrunfólksins er lýst, Góðir Íslendingar og Eilíf óhamingja, lutu einnig í lægra haldi fyrir miðlungsverki eins og Dúfunum, og í raun að ósekju; í fyrra dæminu var um að ræða framsækinn og óhræddan hóp sem tví- mælalaust á eftir láta að sér kveða í leikhúslífi framtíð- arinnar, í hinu síðara einn efnilegasta leikstjóra okkar með góðan texta og vel unna sýningu. Jesús litli sem óneitanlega var bráðskemmtilegur en sýnu meinlausari og hefðbundnari, fór hins vegar til topps. Kannski var hann gallalausari, en ekki endilega merkilegri. Athygli vekur að ein nýstárlegasta og markverðasta sýning ársins, Fást, var ekki verðlaunuð og séð með al- þjóðlegum leikhúsaugum var hún trúlega sú sýning, sem bauð upp á nútímalegustu leikhúsupplifun í stóru broti, þó að loftfimleikarnir séu ekki lengur nein nýj- ung, okkur Íslendingum að minnsta kosti. Þar var einnig meistaraleg frammistaða í tveimur aðal- hlutverkunum, Þorsteins Gunnarssonar sem saknað hefur verið af sviðinu árum saman í titilhlutverkinu og Hilmis Snæs Guðnasonar sem Mefistós; frammistaða beggja sambærileg við Jón Hreggviðsson Ingvars Sig- urðssonar sem vissulega var vel að sínum verðlaunum kominn. Annars var það akkillesarhæll hinnar fersku og skemmtilegu sýningar Benedikts Erlingssonar á Ís- landsklukkunni, að þar var á nokkrum lykilpóstum einfaldlega ekki nógu vel leikið. Í öðrum hlutverkum var hins vegar farin allt önnur leið en áður í skilningu og útfærslu á sumum persónunum, t.d. hjá Mettu Guð- rúnar Gísladóttur með munninn á miðjum maga og leið eins og rotta um gólfið, Jóns Páls Eyjólfssonar sem allt annars konar dómkirkjuprests en við höfum áður kynnst og á meira og hættulegra flugi – og að sumu leyti Jóns Hreggviðssonar sjálfs í blæbrigðaríkum leik Ingvars. Jón Grinvicensis í meðförum Ilmar Kristjáns- dóttur kunni ég ekki að meta, og þurfa menn ekki að lesa margar blaðsíður í skáldsögunni til að skilja hvað ég á við. Í Snæfríði vantaði skáldskapinn og álfak- ropppinn, lýsing Jóns Hreggviðssonar átti ekki við þessu nútímastúlku, og Arnas var enginn bókabéus, hvað þá andans leiðtogi. Þarna er í raun kærkomið tækifæri til að gera myndarlega úttekt á ólíkum skiln- ingi í öllum fjórum sýningum leikhússins á þessu flagg- skipsverki; mér er málið of skylt til að ég geri það hér. En er ekki eins og broddur sjálfstæðisbaráttunnar, þar sem hið mikla skáldverk varð eins konar skjaldarmerki, hafi dofnað í „góðærinu“ og í kjölfarið hafi menn orðið yfirmáta hræddir við allt sem gæti verið sakað um þjóðrembu? Kannski var óheppilegt að hafa Gerplu og Íslands- klukkuna hvora á eftir annarri. Gerpla var annars skemmtilegt sjónarspil, nálgunin postmódern ekki ólík því sem Bandamenn tömdu sér í miniformi, og hug- myndarík útfærslan mikil veisla fyrir augað, kannski frumlegasta leikmyndin. Búningar Filippíu Elísdóttur einnig aldeilis ágætir, líkt og verðlaunabúningar Helgu Björnsson fyrir Íslandsklukkuna. En það var á leiktext- anum í Gerplu sem leikurinn hrasaði. Þessi tilbreyting- arlausa og blæbrigðasnauða deklamasjón varð alveg einstaklega þreytandi og sannaðist hið fornkveðna að það er hættulegt að útbúa skopfærslu af skopfærslu. Af Oliver hafði ég ekki mikla ánægju, einfaldlega af því að mér þykir það ekki gott leikhúsverk og þessi átakanlega saga af munaðarleysingjum finnst mér til- takanlega illa fallin til að glenna sig feit og pattaraleg í dansi og söng. Í hið annars ágæta verk Brennuvargana sem fjallar um hættuna vantaði hættuna og í leikinn um hana Fríðu Kahlo sem fjallar um ástríðuna vantaði ein- mitt ástríðuna. Verðlaunin fyrir leikstjórn ársins féllu í skaut Hilmi Snæ en ekki t.d. Gísla Erni Garðarssyni. Hilmir fékk verðlaunin fyrir Fjölskylduna, ameríska sápu, þar sem allar klisjur hins ameríska eftirstríðsleikhúss voru sam- ankomnar, barnaníð og klám, dóp, framhjáhald, pen- ingastuldur, morð og ég veit ekki hvað. Ég sá þetta leikrit einnig í Danmörku með Ghitu Nörby í far- arbroddi og það verð ég að segja íslensku leikhúsi og Hilmi Snæ til hróss, að miklu var íslenska sýningin skapfellilegri en sú danska sem var þó rómuð í því landi. Og það verður einnig að viðurkenna, að þarna eru hlutverk sem gefa góðum leikurum tækifæri til að sýna hæfni sína. Auk þeirra sem tilnefndir voru til verðlaunanna mætti bæta við í þessu tilviki t.d. Þresti Leó Gunnarssyni og Rúnari Frey Gíslasyni. En hæst bar auðvitað Margréti Helgu Jóhannsdóttur og var hún afar vel að sínum verðlaunum komin með sinn þroskaða og fjölbreytilega leik. Þegar þessi afburðaleikari, Hilmir Snær, sneri sér að leikstjórn var ekki auðsýnt þá þegar, að hann ætti erindi í þeirri grein. Hér tekur hann þó af öll tvímæli; hans þroskuðustu leikstjórnarlausnir. Ekki kann ég við að tala um aðalhlutverk og auka- hlutverk; í leiksýningu eru ekki aukahlutverk nema svokölluð statistahlutverk. Minni hlutverk eru einfald- lega minni en aðalhlutverk; má ekki kalla þau svo? En satt að segja var óvenjulega mikið af eftirminnilegum leik í þessum svokölluðu minni hlutverkum, á dreif um allt leikárið. Þær sýningar sem komu rétt fyrir tilnefn- ingar standa stundum betur að vígi. Voru menn búnir að gleyma t.d. frábærri vinnukonu Eddu Arnljótsdóttur í Brennuvörgunum? En fyrst farið er að koma með ábendingar má bæta við, að söngur í söngleikjum og söngur í óperum fer ekki saman, eins og kom skýrt fram þegar Sólrún Bragadóttir hlaut ekki Grímuverðlaunin í fyrra og Kristján Jóhannsson fékk ekki einu sinni tilnefningu, þó að hann hlyti lengst lófatak áhorfenda í leikhússögu okkar og yrði að endurtaka fræga aríu, sem aldrei hefur gerst hér fyrr. Í annan stað þarf að gæta þess, ef söngv- arar syngja aðeins fáar sýningar, að þeim sem í val- nefndum sitja sé sérstaklega á það bent; það er grátlegt að leikur og söngur Þóru Einarsdóttur í Ástardrykknum kom ekki til álita að þessu sinni. Sömuleiðis verður að segjast eins og er að þessi áhorfenda-vinsælda- verðlaun eru út í hött; þau helgast af því hver er snjall og ólatur að skipuleggja símtöl, að því er virðist. En allt um það: Gríman er komin til að vera. Hingað til hefur forseti Íslands afhent heiðursverðlaunin. Nú, í þetta sinn, þegar Árni Tryggvason fékk þau að makleg- leikum, var brugðið á það ráð að láta fyrrverandi heið- ursverðlaunahafa afhenda þau og verður sá háttur hafður á framvegis að mér skilst. En svo þegar hátíðavíman rennur af manni: Hvað stendur eftir? Gróskumikið og lifandi leikhús, ekki endilega byggt á þeirri hugsun, að það sem verðlaunað var hafi verið „best“, heldur þó að það hefur sýnt breiddina og fjölbreytnina, líka í barnaleiksýningunum og dansi, sem hér að framan var ekki gert að umtalsefni og var þó margt þar sem hefði átt umfjöllun skilið, einkum hjá börnunum, t.d. Sindri silfurfiskur, þar sem beitt var skemmtilegri leikhúsaðferð sem Þórhallur Sigurðsson nýtti sér í Krukkuborg Odds Björnssonar forðum og Bláa gullið, þar sem krökkum var veitt fyrsta innsýn í umhverfismál. Athygli vekur að það eru hóp- vinnuverkefni sem hljóta leikskáldaverðlaun. Það er tímanna tákn og ekki aðeins í tísku hjá okkur heldur og um nánast allan heim. Og ekki nema allt gott um það og slík vinnubrögð að segja, þau eru reyndar ekki eins ný eins og sumir virðast halda. En mig langar líka að heyra frá sviðinu rödd sterks og frjós skálds. Og það krefst ræktunar, eins og við vitum, engu síður en aðrir þættir sviðslistanna. En leikárið í heild ýtir undir bjartsýni. Og gagnrýn- innar bjartsýni er þörf. 17. júní 2010. Að af- lokinni Grímu Gríman var uppskeruhátíð að mörgu leyti vel heppnaðs leik- árs. Eftir niðurlægingarár Borgarleikhússins og mögur ár Þjóðleikhússins, virtist á komið meira jafnvægi. Sveinn Einarsson Fást var nýstárlegasta og mark- verðasta sýning ársins g séð með alþjóðlegum leikhúsaugum var hún trúlega sú sýning, sem bauð upp á nútímalegustu leik- húsupplifun í stóru broti. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.