Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 1

Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 26. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «VOR- OG SUMARTÍSKAN GALLIANO LEITAR TIL GAMLA TÍMANS «GRAMMY-VERÐLAUNIN Söngdívan Beyonce drottning kvöldsins 6 Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins og for- sætisráðherra, lést á heimili sínu í gær. Hann var 81 árs. Steingrímur fæddist 22. júní 1928. Hann var sonur hjónanna Her- manns Jónassonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og Vigdísar Steingrímsdóttur. Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948, prófi í rafmagnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chi- cago 1951 og M.Sc.-prófi frá Cali- fornia Institute of Technology 1952. Eftir að Steingrímur kom heim frá námi starfaði hann lengst af sem framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Steingrímur Her- mannsson var kjörinn á þing fyrir Vestfirðinga árið 1971. Hann var þingmaður Vestfjarða- kjördæmis til 1987 og þingmaður Reykjanes- kjördæmis 1987-1994. Steingrímur var dóms- og kirkjumála- og land- búnaðarráðherra 1978- 1979. Hann var sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-1983. Frá 1983-1987 var Steingrímur forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra 1987- 1988. Hann varð aftur forsætisráð- herra 1988 og gegndi því starfi til 1991. Árið 1994 varð Steingrímur seðla- bankastjóri og gegndi því starfi í fjögur ár. Steingrímur var kjörinn ritari Framsóknarflokksins árið 1971 og tók við formennsku í flokknum árið 1979. Formennskunni gegndi hann til 1994. Eftir að starfsferlinum lauk lét Steingrímur sig umhverfismál miklu varða. Eftirlifandi kona Steingríms er Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Saman áttu þau börnin Hermann Ölvi, Hlíf og Guðmund. Steingrímur eignaðist þrjú börn með fyrri konu sinni. Þau heita Jón Bryan, Ellen Herdís og Neil. Andlát Steingrímur Hermannsson Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ höfum sett okkur í samband við íslensk stjórnvöld en að öðru leyti er ég ekki tilbúinn að tjá mig um þau samskipti,“ segir Alex Jurshevski, forstjóri kanadíska ráð- gjafarfyrirtækisins Recovery Part- ners, um mögulega aðkomu fyr- irtækisins að nýjum Icesave-samn- ingum. Jurshevski, sem er hagfræðingur að mennt, vann á síðasta áratug við endurskipulagningu skulda fyrir stjórnvöld á Nýja-Sjálandi, auk þess að koma að sambærilegum verkefnum í öðrum ríkjum og fyrir hönd stórfyrirtækja víða um heim. Spurður um afstöðu sína til Ice- save-krafnanna kveðst Jurshevski líta svo á að þær séu án nokkurs fordæmis, en hann telur jafnframt að íslensk stjórnvöld skuli stefna að því að lækka upphæðirnar stórlega. Óréttmætar kröfur Jurshevski er harðorður í garð Breta og Hollendinga og telur stjórnvöld ríkjanna hafa beitt þrýstingi, m.a. í gegnum Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, til að þvinga fram óréttmætar og himinháar kröfur. Árás var gerð á vefsíðu Recovery Partners fyrir helgi og leiðir hann líkur að því hún kunni að tengjast bloggi hans um Icesave-málið. Víða er fylgst náið með deilunni og segir Per Sanderud, forseti ESA, það verða rannsakað fari samningaviðræður út um þúfur. Kröfurnar verði lækkaðar niður í brot af upphæðinni Kanadískur hagfræðingur kann að koma að nýjum Icesave-samningum  Fordæmalaus greiðslukrafa | 4 ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í handknattleik skrifuðu nýjan kafla í íþróttasögu þjóðarinnar þegar þeir unnu til bronsverðlauna á EM í Austur- ríki. Landsliðsmennirnir héldu áfram að skrifa í Laugardalshöllinni í gær þar sem fjölmargir aðdáendur þeirra óskuðu eftir eiginhandaráritunum. Logi Geirsson og Róbert Gunnarsson tóku slíkum óskum góðfúslega rétt eins og félagar þeirra. | 8 og Íþróttir BLEKIÐ ER EKKI BÚIÐ HJÁ „STRÁKUNUM OKKAR“ Morgunblaðið/Golli  Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þrotabú Baugs aflað sér gagna um að félagið hafi ekki verið gjaldfært í mars 2008 þegar ekki var greitt af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga. Þrotabúið mun meðal annars nota þessi gögn til að ná fram riftun á sölu Haga til 1998 ehf. í júlí 2008. Þegar Baugur seldi 1998 Haga á 30 milljarða var um helmingur kaupverðsins nýttur í að kaupa hluti í Baugi af stærstu hluthöfum. »13 Baugur ekki gjaldfær þegar Hagar voru seldir 2008?  HUNDRAÐ manns fá vinnu við framleiðslu háspennustrengja og jarðstrengja úr áli ef verksmiðja Al kapla ehf. verður að veruleika á Seyðisfirði. Unnið er að því að fá erlenda fjárfesta til liðs við verk- efnið og vonast Sigfinnur Mikaels- son framkvæmdastjóri til að málið skýrist á næstu mánuðum. Streng- irnir verða framleiddir úr áli frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. »12 Vilja nýta ál við framleiðslu háspennustrengja Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GJALDEYRISHAFTAMÁLIÐ, sem kynnt var fyrir helgi af fulltrú- um efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, FME og Seðlabanka, snýst um hvort viðskipti hafi átt sér stað erlendis eða á Íslandi. Helgi Magnús Gunnarsson, yfir- maður efnahagsbrotadeildar, segir að vegna þess að viðskipti, sem fóru fram í gegnum fyrirtækin Glacier Capital Partners og Aserta, hafi a.m.k. að hluta til farið fram á Ís- landi lúti þau íslenskum lögum. „Gjaldeyrisviðskipti sem fara fram hér á landi lúta íslenskum reglum, þar á meðal ákvæðum um að heimild frá Seðlabanka þurfi að liggja fyrir áður en viðskipti geti farið fram.“ Segir hann að mál fyr- irtækjanna tveggja snúist ekki um skila- skyldu á gjald- eyri eða svokölluð málamynda- viðskipti. „Hins vegar getur verið að viðskiptavinir þessara fyrirtækja hafi gerst sekir um eitthvað slíkt en það kemur þá í ljós við frekari rann- sókn,“ segir Helgi. „Þeir virðast hafa gert sér far um að halda sig formlega innan ramma laganna en við erum á þeirri skoðun að svo hafi ekki verið.“ | 13 Reyndu að halda sig innan ramma laga Helgi Magnús Gunnarsson  „ÞAÐ er búið að handsala samn- ing á milli aðila, þannig að verkfalli er frestað fram yfir atkvæða- greiðslu um kjarasamninginn á meðal flugmanna,“ sagði Örnólfur Jónsson, formaður samninga- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, eftir að samkomulag við Icelandair var í höfn í gær. „Það verður kosið einhvern næstu daga, eins fljótt og auðið er. Við náum aldrei öllu fram en göng- um sáttir frá borði. Ég vil að öðru leyti ekki fara út í efnisatriði,“ sagði Örnólfur í gærkvöldi en verk- fall hafði verið boðað frá og með næstkomandi fimmtudegi. Verkfalli flugmanna frestað fram yfir atkvæðagreiðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.