Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
„ÉG veit ekki hvort þetta var vegna
kraftaverks, heppni eða færni en það
er gjörsamlega ótrúlegt að hafa náð að
bjarga drengnum,“ segir Kolbeinn
Guðmundsson sem var meðal fyrstu
björgunarsveitarmanna sem komu á
slysstað á vestanverðum Langjökli á
laugardag.
Þar fórst kona við fall ofan í djúpa
jökulsprungu en syni hennar, sjö ára
gömlum dreng, var bjargað við illan
leik. Þar sem sprungan opnaðist var
hún um 120-130 sentimetra breið en
þar sem drengurinn stöðvaðist, um 24
metrum neðar, var sprungan aðeins
um 20 sentimetra breið.
Aðstæður á slysstað voru afar erf-
iðar og allar aðgerðir þar af leiðandi
seinlegar. Rúmlega fjórar klukku-
stundir liðu frá slysinu og þar til
drengurinn var kominn upp. Hann var
þá orðinn mjög kaldur og þrekaður.
Hann losnaði úr öndunarvél á sunnu-
dag og var ástand hans þá orðið stöð-
ugt.
Sprungan afar þröng
„Þegar við komum á staðinn er einn
úr jeppahópnum búinn að síga um 15
metra niður í sprunguna og stendur á
örlitlum stalli, þeim eina sem var í
sprungunni. Hann hafði náð sambandi
við drenginn sem hafði svarað honum,“
segir Kolbeinn. Kolbeinn seig í björg-
unarlínu niður að stallinum. Þaðan sást
glitta í drenginn og konuna en varla
meira en svo. Frá stallinum og að þeim
stað sem þau voru, þrengdist sprungan
mjög og til að komast að þeim varð
Kolbeinn að síga með höfuðið á undan,
lóðréttur, og þurfti að líta til hliðar því
höfuðið komst ekki öðruvísi fyrir. Kol-
beinn var í talstöðvarsambandi við fé-
laga sína og gat þannig stjórnað hvort
þeir slökuðu á línunni eða toguðu hann
upp.
Konan var látin þegar að var komið
en Kolbeini tókst að koma böndum
þannig fyrir að hægt var að hífa hana
upp. Kolbeinn var síðan hífður upp en
tveir aðrir björgunarsveitarmenn, Ás-
geir Ríkharð Guðjónsson og Þórður
Guðnason sem eru undanfarar úr
Reykjavík og af Akranesi sigu niður til
að ná í drenginn. Öflugum ljóskastara
var einnig slakað þangað niður til að
þeir sæju til enda var farið að rökkva.
Ásgeirs og Þórðar beið afar erfitt
verkefni. Þórður varð sömuleiðis að
síga niður með höfuðið á undan þegar
sprungan fór að þrengjast og þurfti að
troða sér til að komast að drengnum.
Eftir nokkrar tilraunir tókst Þórði
loks að komast til drengsins og koma á
hann böndum þannig að hægt væri að
hífa hann upp. Þórður var niðri á með-
an drengurinn var hífður ofar í
sprunguna til Ásgeirs. Síðan var Þórð-
ur hífður upp til þeirra beggja. Ásgeir
festi síðan drenginn við Þórð og þeir
tveir voru síðan hífðir saman upp. Þar
biðu drengsins tveir læknar og stærri
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF
sem var tilbúin til brottfarar.
Á meðan verið var að bjarga
drengnum úr sprungunni höfðu Kol-
beinn og fleiri undirbúið viðbrögð ef
þeim tækist ekki að komast til hans.
TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar
hafði þá flutt rafstöð, keðjusagir og
brotvélar sem hefði mátt grípa til ef
aðrar aðferðir tækjust ekki. Það er
hins vegar afar seinlegt að brjóta sér
leið í gegnum ísinn. Ekki má brjóta ís-
inn fyrir ofan fólk heldur verður að
brjóta hann til hliðar við það og slíkt
er tímafrekt.
„Það mátti ekki tæpara standa,“
segir Kolbeinn.
Ekki mátti tæpara standa
þegar drengnum var bjargað
Jökulsprungan var um 120-130 senti-
metrar efst en þrengdist í 20 sentimetra
Björgunarmenn þurftu nokkrar til-
raunir áður en þeir náðu til drengsins
Dýpi (metrar)
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
Efst er
sprungan
120-130 cm
breið.
Á 15 m dýpi er
sylla, sú eina í
sprungunni.
Björgunarmenn
síga niður
uppréttir en
þurfa að snúa
sér við þegar
neðar dregur til
að geta athafnað
sig.
Sprungan er
„V“-laga og
þrengist eftir
því sem neðar
dregur.
Fólkið er á 24 m
dýpi. Þar er
sprungan um
20 cm breið.
Ekki sést í botn
sprungunnar
og því ekki
vitað hversu
djúp hún er.
Björgunaraðgerðir á Langjökli
Rétt fyrir kl. 13.00
barst útkall til Neyðarlínu
sem hefur samband við
Slysavarnarfélagið Lands-
björgu. Í kjölfarið eru allar
björgunarsveitir af svæði 4,
þ.e. í Borgarnesi,Akranesi,
Varmalandi og Reykholti
ræstar út. Einnig sleðahópar
og undanfarar úr öllum
björgunarsveitum í Reykja-
vík. Alls taka um 120 manns
úr björgunarsveitum á
SV-horninu þátt í aðgerðum,
þar af er um helmingur
kominn upp á jökul þegar
aðgerðum lauk.
13.00 Upplýsingar um
slysið berast Landhelgis-
gæslu frá Fjarskiptamið-
stöð lögreglu.
13.34 TF-LÍF fer með fjóra
undanfara björgunarsveita
og nauðsynlegan búnað. Hún
lendir á jöklinum kl. 14:09.
Hún fer tvær ferðir eftir
fleiri björgunarmönnum og
búnaði þeirra frá skálanum
sem er vestan við Langjökul.
16.04 TF-EIR flytur
rafmagnskeðjusagir,
brotvélar, tvær rafstöðvar
og ljósabúnað upp á jökul og
lendir um hálftíma síðar.
17.15 TF-LÍF leggur af stað
með drenginn til Reykjavíkur.
Þá er búið að hlúa að honum
á staðnum. Þyrlan lendir við
Borgarspítalann kl. 17:51.
Ljósmynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Í HNOTSKURN
»Mæðginin voru ásamt hópiá ferð á jeppum um Lang-
jökul.
»Drengurinn lifði fallið afog var bjargað en móðir
hans er talin hafa látist við
fallið.
»Rúmlega fjórar klukku-stundir liðu frá slysinu og
þar til drengurinn var kominn
upp úr sprungunni.
»Hann hafði setið fastur árúmlega 20 metra dýpi.
Kolbeinn Guðmundsson er í svo-
kölluðum undanfarahópi Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar en
hópurinn starfar náið með þyrlu-
sveit Landhelgisgæslunnar. Und-
anfarar eru sérhæfðir í fjalla-
björgun og hljóta sömu þjálfun
og atvinnubjörgunarmenn víða
erlendis. Undanfarar æfa m.a.
björgun úr jöklasprungum og
hafa komið sér upp sérhæfðum
búnaði til þess, t.d. búnaði til að
slaka mönnum niður í sprungur
og hífa upp. Undanfararnir koma
úr sjö björgunarsveitum á höfuð-
borgarsvæðinu og á Norðurlandi.
Kolbeinn segir að það hafi hjálp-
að mikið á laugardag að veður og
skyggni var gott og því komust
fjórir úr undanfarasveitinni með
stærstu þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. „Við þurfum að passa
mjög vel hvaða búnað við tökum
með því ef við tökum of mikið þá
getur þyrlan tekið færri menn,“
segir hann. Í þyrlunni á leiðinni
ákveða þeir, í ljósi upplýsinga frá
slysstað, hvert hlutverk hvers og
eins verður á vettvangi. Kolbeinn
er sjúkraflutningamaður og því
var ákveðið að hann myndi síga
fyrstur niður í sprunguna, ef
hann þyrfti og gæti veitt neyðar-
hjálp.
Æfa sérstaklega hvernig á að bjarga fólki úr jökulsprungum
Undanfari Kolbeinn Guðmunds-
son á leið á slysstað í þyrlunni.
Ljósmynd/Sveinn Friðrik
AÐSTÆÐUR á jöðrum Langjökuls
eru mjög varasamar um þessar
mundir og Herbert Sæmundsson,
forstjóri Fjallamanna, ráðleggur
engum að fara þar um nema búa yf-
ir upplýsingum um öruggar leiðir
og fylgja þeim. Slík kortlagning
þurfi að fara fram á sumrin, þegar
sprungurnar sjáist berum augum.
Fjallamenn eða Mountaineers of
Iceland bjóða ferðafólki upp á ferð-
ir upp á Langjökul allan ársins
hring. Herbert segir að í ferðunum
sé ávallt ekið eftir fyrirfram
ákveðnum leiðum og stoppað á fyr-
irfram ákveðnum stöðum. „Til að
komast að því hvar jökullinn er
sprunginn þarf að vakta jökulinn.
Sprungur byrja að koma í ljós í
ágúst og það byrjar að snjóa aftur
um miðjan september. Á þessum
eina og hálfa mánuði sér maður
sprungurnar mjög greinilega,“ seg-
ir hann.
Starfsmenn fyrirtækisins aki á
jökulinn á þessu tímabili og kort-
leggi öruggar leiðir með GPS-tæki.
„Og svo notum við alltaf þessar
sömu leiðir.“ Herbert telur að sök-
um þessara ráðstafana sé hægt að
fullyrða að leiðir fyrirtækisins séu
fullkomlega öruggar. Aldrei sé far-
ið inn á sprungusvæði með ferða-
fólk. Ef slys skyldi samt sem áður
verða á jöklinum eigi fyrirtækið
öflug farartæki til að fara um jökul-
inn.
Aðspurður segir Herbert að allir
sem þess óski geti fengið GPS-hnit
af þeim leiðum sem fyrirtækið kort-
leggur.
Fjallamenn eiga skála við Geit-
land, vestan jökuls, og á Skálpa-
nesi, austan jökuls. Aðeins er farið
frá Geitlandi á sumrin en gert er út
frá Skálpanesi allan ársins hring.
Herbert segir að það helgist af því
að fleiri ferðamenn vilji sjá Geysi
og Gullfoss á leiðinni upp á jökul og
því liggi Skálpanes betur við.
Aðstæður á jöðrum jöklanna
eru nú mjög varasamar
Morgunblaðið/Ómar
Vinsælt Margir fara á vélsleðum á
Langjökul allan ársins hring.