Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 13

Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 ● TVÖ mál, sem Byr sparisjóður hafði höfðað á hendur fyrirtækjum í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteini Jóns- syni, voru felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í lánasamningum var skilmáli um að mál vegna samninganna skyldi höfðað fyrir Héraðsdómi Reykja- ness. Hafði Byr því höfðað málin fyrir röngum dómstól. bjarni@mbl.is Rangur dómstóll ● Lítil velta var með íbúðabréf á skuldabréfamarkaðnum í gær. Velta verðtryggðra bréfa nam eingöngu 300 milljónum. Hins vegar var ríflega 5 milljarða velta með ríkisskuldabréf og hækkaði óverðtryggða vísitala Gamma um 0,04% í gær. Óverðtryggða vísital- an hefur nú hækkað um 1,5% síðasta mánuð. Verðtryggða vísitalan hefur einnig hækkað eða um 0,2% en hins- vegar hefur hún lækkað umtalsvert síð- ustu viku eða um tæp 2%. Þessa þróun má rekja til síðustu verðbólgumæl- ingar Hagstofunnar, en verðbólga mældist 6,6% í janúar og var það tölu- vert undir spám sérfræðinga. Forðast verðtryggð bréf ÞETTA HELST ... ● Skuldatrygginga- álagið á íslenska ríkið fór í 720 punkta í gær og hafði ekki verið hærra síðan í maí í fyrra. Álagið lækk- aði síðan upp úr há- degi og stóð þá í 694 punktum eða 33 punktum hærra en lokagildið á föstudag. Hækkunin undanfarna daga kemur í kjölfar þess að matsfyrirtækið S&P til- kynnti á föstudag að lánshæfismat rík- isins væri enn þá á gátlista og yrði að öllu óbreyttu lækkað fyrir lok aprílmán- aðar skýrðist ekki hin pólitíska staða vegna Icesave-deilunnar á næstunni og óvissu varðandi endurfjármögnun er- lendra skulda ríkisins yrði eytt. Skuldatryggingaálagið ekki hærra síðan í maí Seðlabankinn og fjármálaráðuneyti Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GJALDEYRISHAFTAMÁLIÐ, sem kynnt var fyrir helgi af fulltrú- um efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, FME og Seðlabanka, snýst um hvort viðskipti hafi átt sér stað erlendis eða á Íslandi. Helgi Magnús Gunnarsson, yf- irmaður efnahagsbrotadeildar, segir að vegna þess að viðskipti, sem fóru fram í gegnum fyrirtækin Glacier Capital Partners og Aserta, hafi a.m.k. að hluta til farið fram á Ís- landi lúti þau íslenskum lögum. „Gjaldeyrisviðskipti sem fara fram hér á landi lúta íslenskum reglum, þar á meðal ákvæðum um að heimild frá Seðlabanka þurfi að liggja fyrir áður en viðskipti geti far- ið fram.“ Segir hann að mál fyr- irtækjanna tveggja snúist ekki um skilaskyldu á gjaldeyri eða svokölluð málamyndaviðskipti. „Hins vegar getur verið að viðskiptavinir þessara fyrirtækja hafi gerst sekir um eitt- hvað slíkt, en það kemur þá í ljós við frekari rannsókn.“ Eins og málið stendur nú eru fyr- irtækin og eigendur þeirra grunuð um brot gegn áttundu grein laga um gjaldeyrismál, sem fjallar um heim- ild til gjaldeyrisviðskipta. Aðilar eru því, eins og áður segir, grunaðir um að hafa stundað gjaldeyrisviðskipti í heimildarleysi. Ekki flugufótur fyrir ásökunum „Þeir virðast hafa gert sér far um að halda sig formlega innan ramma laganna, en við erum á þeirri skoðun að svo hafi ekki verið,“ segir Helgi. Fjórmenningarnir, sem handtekn- ir voru vegna málsins, hafa ekki vilj- að tjá sig við fjölmiðla. Einn þeirra, Karl Löve Jóhannsson, sendi þó orð- sendingu til vefmiðilsins Pressunar þar sem hann segir ekki flugufót fyr- ir ásökunum á hendur sér og fé- lögum sínum. Ekki málamyndaviðskipti  Rannsókn yfirvalda á gjaldeyrisviðskiptum snýst um hvort viðkomandi hafi haft heimild til miðlunar  Ekki er talið að um málamyndaviðskipti hafi verið að ræða Í HNOTSKURN »Samkvæmt 8. grein lagaum gjaldeyrismál þarf leyfi Seðlabanka til að mega hafa milligöngu um gjaldeyr- isviðskipti. »Brot gegn ákvæðum átt-undu greinar varða sekt- um eða fangelsi allt að tveim- ur árum. »Við setningu gjaldeyris-hafta í nóvember 2008 var refsing ekki tilgreind fyrir brot gegn áttundu grein. Úr því var bætt í júlí 2009.Morgunblaðið/Árni Sæberg Brot Handtökur vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál voru kynnt- ar í síðustu viku af fulltrúum Seðlabanka, Ríkislögreglustjóra og FME. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ÞROTABÚ Baugs kannar nú hvort félagið hafi verið gjaldfært eða greiðslufært þegar Hagar voru seldir eignarhaldsfélaginu 1998 ehf. í júlí 2008. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur þrotabúið aflað sér gagna sem sýna fram á að Baugur hafi ekki getað greitt af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga í mars 2008. Ef sannað þykir að félagið hafi ekki verið gjaldfært á þeim tíma mun þrotabú Baugs hafa nýtt vopn í höndum í riftunarmálinu sem um ræðir. Óvíst með greiðslufærni Einnig er kannað hvort Baugur hafi verið greiðslufær á þeim tíma sem Hagar voru seldir. Samkvæmt nýjustu ársreikningum Baugs var félagið sannarlega greiðslufært, en þrotabúið er nú sagt munu reyna að færa rök fyrir hinu gagnstæða. Það er að segja að eignir Baugs hafi ekki verið umfram skuldir á þeim tíma sem salan á Högum fór fram. 1998 ehf. keypti Haga á 30 millj- arða króna, en enginn ágreiningur er uppi um kaupverðið. Þrotabúið mun ekki gera kröfu umað eignast öll hlutabréf í Högum ef riftunar- málið nær fram að ganga. Heldur verður þess óskað að ráðstöfun kaupverðsins gangi til baka, og mun þrotabúið gera kröfu á þá sem högnuðust af gerningum tengdum sölunni á Högum. Kaupverðið var notað í að greiða niður hluta skulda Baugs við Glitni og Kaup- þing, auk þess sem Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér af eign- arhaldsfélögum í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftsson- ar, en sömu félög gengust í ábyrgð fyrir láni 1998 ehf. Skoða gjaldfærni Baugs í mars 2008 Þrotabú Baugs vill rifta sölu á Högum Morgunblaðið/Ómar Hagar Arionbanki ræður nú yfir öllu hlutafé Haga. Riftunarmál þrotabús Baugs vegna sölunnar í júlí 2008 mun ekki hafa áhrif á eignarhald Haga. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSTAK hefur gert samning um byggingu virkj- unar á vesturströnd Grænlands og hljóðar samn- ingurinn upp á um 14-15 milljarða króna. Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ís- taks, segir að fyrirtækið sé nú að ljúka smíði fimmtán megavatta virkjunar við bæinn Sisimut, sem er sunnan við virkjunina, sem nú á að reisa. Segir hann að sú virkjun hafi verið reist að hluta til með innlendu vinnuafli, en íslenskir starfs- menn hafi einnig komið að verkinu. „Sama á við um nýju virkjunina. Þetta er á strjálbýlu svæði þannig að við þurfum að nota töluvert af íslenskum starfsmönnum, sem er vissulega mjög jákvætt.“ Kolbeinn segir að í ár- ferði eins og því sem nú ríki á Íslandi skipti hvert verkefni máli og því sé afar mikilvægt að landa jafn stóru verki og grænlensku virkjun- inni. Mörg svæði á Grænlandi eru háð rafmagni frá olíurafstöðvum, en nýju vatnsaflsvirkjan- irnar munu koma í stað gömlu rafstöðvanna. Ístak reisir virkjun á Grænlandi  Verkið kostar 14-15 milljarða  Er að ljúka við aðra virkjun á sama svæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.