Morgunblaðið - 02.02.2010, Síða 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
KLUKKUM og bjöllum var hringt í skólum, lest-
um og bátum í Íran á mínútunni 9.33 í gær, sama
tíma og Ruollah Khomeini erkiklerkur lenti í Te-
heran fyrir 31 ári eftir 15 ára útlegð. Khomeini
hafði heitið að leiða nýja stjórn til valda í land-
inu. Tíu dögum síðar féll stjórnin. Nú glímir
klerkastjórnin, sem komst til valda í byltingunni
1979, við erfið vandamál og óvinsældir, sem ef-
laust munu setja mark sitt á hátíðahöldin vegna
byltingarafmælisins næstu daga. Hér veifa
skólastúlkur fánum í Behesht-e Zahra-kirkju-
garðinum í suðurhluta Teherans í gær.
Reuters
BYLTINGARAFMÆLI Í SKUGGA PÓLITÍSKRAR SPENNU
DÖNSK gengi á
borð við Bandi-
dos og Hells
Angels raka til
sín milljónum
danskra króna
með virðisauka-
skattsvindli. Í
fyrravor var til-
kynnt að leit að
skattsvikum af
þessu tagi yrði
hert. Í blaðinu Berlingske Tidende
sagði í gær að við þessa leit hefði
athyglin beinst að fjölda félaga í
þessum gengjum.
Valdamikill félagi í Bandidos
sveik 1,2 millj. danskra króna (29
millj. ísl. króna) úr ríkissjóði með
því að falsa kvittanir og krefjast
„endurgreiðslu“ á virðisaukaskatti.
Annar reyndi með sama hætti að fá
1,68 millj. danskra króna (43 millj.
ísl. króna).
Dönsk gengi
svindla á virðis-
aukaskatti
Svindl Reyna að
plata skattinn.
STJÓRNVÖLD í
gamla Sovét-
lýðveldinu Kirg-
istan ætla að
láta kindur í
landinu fá svo-
kölluð hátækni-
vegabréf. Akyl-
bek Japarov,
aðstoðar-
forsætisráð-
herra landsins,
greindi frá þessu í ávarpi á þingi.
4,25 milljónir kinda eru í Kirg-
istan og fengi hver þeirra sitt
„vegabréf“. Sagði ráðherrann að
„frá fæðingu til slátrunar yrði
hægt að greina uppruna þeirra
með geislaskönnun“. Tilgangur
verkefnisins er að hefta út-
breiðslu sjúkdóma.
Kindur í Kirgistan fá
hátæknivegabréf
Auðkennd Kind-
urnar fá vegabréf.
VINSÆLDIR lýtaaðgerða hafa
aukist á Bretlandi þrátt fyrir
kreppu og á liðnu ári fjölgaði að-
gerðum um 6,7% miðað við 2008
samkvæmt tölum frá samtökum
breskra lýtalækna. Mest var fjölg-
unin í brjóstasmækkunaraðgerðum
fyrir karla eða 80%. Í frétt frá BBC
er haft eftir Rajiv Grover lækni að
vandamál vegna karlabrjósta séu
ekki ný, en nú finni margir karlar
„fyrir þrýstingi frá karlablöðum,
sem voru ekki einu sinni gefin út
fyrir fimm til sex árum. Að auki
átta þeir sig nú á að þeir geta gert
eitthvað í því.“ Hjá körlum koma
nefaðgerðir og aðgerðir á skinninu
í kringum augun næst.
Langflestar aðgerðir eru þó
gerðar á konum, eða níu af hverjum
tíu, og eru brjóstastækkanir vinsæl-
astar hjá þeim.
80% fleiri karlar í
brjóstasmækkun
ÍSRAELAR hafa greint frá því að tveir hátt-
settir yfirmenn í ísraelska hernum hafi verið
víttir fyrir að skjóta sprengjum með hvítum
fosfór í átt að byggingu Sameinuðu þjóðanna í
22 daga stríðinu á Gasa-svæðinu í fyrra.
Þetta kom fram í svörum Ísraela við skýrslu,
sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, fékk
svörin í hendur á föstudag. Í svarinu hafna
Ísraelar ásökunum um stríðsglæpi.
Ísraelsher hefur hingað til haldið því fram að
reglur um notkun hvíts fosfórs í átökum hafi
verið virtar og sagt að hann hafi ekki verið not-
aður þannig að almenningi stafaði hætta af.
Bannað er að nota efnið í þéttbýli, en því má
beita á opnum svæðum og í óbyggðum til að
veita hermönnum skjól. Yfirmennirnir eru
ekki nafngreindir í svörunum, en nöfn þeirra
hafa komið fram í ísraelskum fjölmiðlum.
„Sérstök herrannsókn hefur leitt í ljós að á
meðan á hernaðaraðgerðum stóð í Tel El Hawa
skutu sveitir ísraelska varnarliðsins mörgum
stórskotaliðssprengjum í trássi við reglur um
átök sem banna notkun slíkra sprengja nærri
byggðu bóli,“ sagði að sögn ísraelskra fjölmiðla
í svari Ísraelshers.
Í skýrslu SÞ, sem Richard Goldstone, dóm-
ari í Suður-Afríku og fyrrverandi saksóknari
við alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, skrifaði
og birtist í september voru bæði Ísraelsher og
palestínskir vígamenn sakaðir um stríðsglæpi.
Læknir við aðalsjúkrahúsið í Gasa-borg
sagði við BBC að gera hefði þurft að brunasár-
um mörg hundruð Palestínumanna vegna fos-
fórs á meðan á átökunum stóð.
Samtökin Human Rights Watch halda því
fram að notkun Ísraela á hvítum fosfór hafi
verið útbreidd, sprengjur með efninu hafi verið
sprengdar yfir þéttbýli, borgarar hafi látið lífið
og særst og byggingar eyðilagst.
Ísraelar svöruðu því til að þessar ásakanir
væru tilhæfulausar, slíkar sprengjur hefðu
hvorki verið notaðar af handahófi né til að ógna
almennum borgurum. kbl@mbl.is
Ísraelar víttu tvo yfirmenn
Skutu sprengjum með hvítum fosfór í átt að byggingum Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flótta-
menn á Gasa-svæðinu Ísraelar hafa hingað til neitað að hafa notað efnið í trássi við reglur um átök
» Fóru fram úr valdheimildum og stefndu mannslífum í hættu
» Notkun hvíts fosfórs er bönnuð í þéttbýli
» Ísraelar neita ásökunum um útbreidda notkun
Menn eru ekki á eitt sáttir um það
hvort réttlætanlegt sé að kaupa
upplýsingar, jafnvel þótt það leiði
til þess að hægt verði að hafa
hendur í hári skattsvikara og ríkis-
sjóður endurheimti margfalda þá
upphæð sem þarf að greiða.
Á heimasíðu Die Zeit segir
blaðamaðurinn Ludwig Greven
kaup réttlætanleg því að ríkir ein-
staklingar eigi ekki að komast upp
með að fela peninga í útlöndum.
Hrói höttur hafi verið afbrota-
maður, en sé nú fyrirmynd, því að
hann hafi stolið af hinum ríku og
gefið hinum fátæku. Hér sé reynd-
ar enginn Hrói höttur á ferð en
með því að kaupa hinar illa fengnu
upplýsingar verði meira ranglæti
afstýrt en af hljótist.
Á sömu síðu segir Kai Biermann
að það kunni að skila árangri að
kaupa upplýsingarnar en það sé
siðferðislega rangt. Hann vísar í
siðaboð Immanuels Kants um að
ganga beri út frá að hver verkn-
aður geti orðið að algildu grund-
vallarlögmáli. Óboðlegt sé að ein-
staklingur auðgist á að selja slíkar
upplýsingar á kostnað ríkisins.
Að kaupa eða kaupa ekki illa fengin gögnFRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
ANGELA Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagði í gær að hún vildi „gera
allt“ til að fá upplýsingar um eignir
skattsvikara, sem þýska ríkinu hafa
verið boðnar til sölu, á svissneskum
bankareikningum. Svissnesk yfirvöld
sögðu í gær að kaup á stolnum upp-
lýsingum væru þvert á stefnu þeirra
og brytu grundvallarlögmálið um
trúnað og friðhelgi einkalífs þeirra
sem í hlut ættu. Ætla Svisslendingar
ekki að veita neina aðstoð kaupi Þjóð-
verjar upplýsingarnar.
Samkvæmt fréttum hefur ónefndur
uppljóstrari boðið upplýsingar um
eignir 1.300 til 1.500 manna, sem hafa
falið peninga fyrir þýskum skatt-
yfirvöldum inni á svissneskum reikn-
ingum. Vill uppljóstrarinn fá 2,5 millj-
ónir evra (rúmar 445 milljónir króna)
fyrir upplýsingarnar, sem gætu
hjálpað þýska skattinum að ná í 100
milljónir evra (17,8 milljarða króna).
„Eins og allt skynsamt fólk vil ég láta
til skarar skríða gegn skattsvikum,“
sagði Merkel. „Til að ná því þarf að
gera allt til að ná í þessar upplýs-
ingar.“
Ekki ríkir einhugur um það meðal
flokkssystkina Merkel að borga eigi
fyrir ólöglega fengnar upplýsingar. Í
vikuritinu Die Zeit kemur fram að
Merkel hafi hringt í Wolfgang
Schäuble fjármálaráðherra og þving-
að hann til að ganga í málið. Efa-
semdir eru innan CSU, hins bæ-
verska systurflokks kristilegra
demókrata (CDU), flokks Merkel.
Karl-Theodor zu Guttenberg varnar-
málaráðherra er úr CSU. Hann sagði
við svissneska blaðið Neue Zürcher
Zeitung á sunnudag að hann sæi
vandkvæði á „að láta af hendi fé fyrir
það sem einhver hefur náð í með
lagalega hæpnum hætti“. Volker
Kauder, formaður þingflokks CDU/
CSU, sagði við Süddeutsche Zeitung
að ríkið ætti „ekkert að eiga saman
að sælda við þjófa“.
Árið 2008 borgaði þýska leyniþjón-
ustan, BND, fimm milljónir evra fyrir
nöfn mörg hundruð þýskra viðskipta-
manna, íþróttastjarna og skemmti-
krafta, sem höfðu falið að því er talið
var fjóra milljarða evra fyrir þýska
skattinum í Liechtenstein. Í kjölfar
rannsóknarinnar fékk þýska ríkið 180
milljónir evra.
Það eru því fordæmi. Kaupi þýsk yf-
irvöld upplýsingarnar geta þau hins
vegar ekki reitt sig á hjálp Svisslend-
inga. Það sagði Hans-Rudolf Merz,
fjármálaráðherra Sviss, Schäuble í
samtali. Það gæti gert þýskum yfir-
völdum erfitt fyrir að sanna skattsvik
fái þau ekki upplýsingar frá sviss-
nesku bönkunum sem ekki mega láta
þær af hendi án leyfis frá sviss-
neskum yfirvöldum.
Skattsvikarar í sigtinu
Angela Merkel tilbúin að borga fyrir upplýsingar um skattsvik Boðnar upplýs-
ingar um 1.500 einstaklinga með reikninga í Sviss Deila við Sviss í aðsigi
Yfirlýsing Angelu Merkel um að
hún sé tilbúin að „gera allt“ til að
fá upplýsingar um eignir ein-
staklinga á svissneskum banka-
reikningum mælist ekki vel fyrir í
landi bankaleyndarinnar.