Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 16

Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þeir Guð-mundurMagnússon, fyrrum prófessor og rektor við Há- skóla Íslands, og Lars Oxelheim, prófessor í Lundi, skrifuðu at- hyglisverða grein í Morgun- blaðið í gær. Þeir eru að velta upp þeirri spurningu hvernig Ísland geti brugðist við harðn- andi samkeppni í heimskrepp- unni. Þetta er rétt nálgun, því Íslendingar mega ekki ein- göngu horfa til þess sérstaka vanda sem að þeim steðjar núna. Öll framsækin stjórnvöld í veröldinni eru að reyna að laða til sín fjármagn, fyrirtæki og frumkvæðismenn og því er samkeppnin hörð. En sóknar- færin eru þrátt fyrir það fyrir hendi og þau þarf að nýta og síst af öllu mega stjórnvöldin sjálf leggja steina í götu þeirra. Það hefur því miður verið til- hneigingin á Íslandi síðasta ár- ið. Fyrrnefndir greinarhöf- undar spyrja: Hvað getur Ísland gert í þeirri stöðu sem það er nú í? Lykillinn er að þeirra mati sá að skapa gott fjárfestingarumhverfi fyrir þau fyrirtæki sem sýna hvað mesta framleiðni. En Ísland er ekki eitt á ferð og aðrir eru að ná forskoti. Og þótt lönd og ríkja- heildir á borð við ESB séu í orði kveðnu á móti verndar- og styrkjastefnu leyfa menn á þeim bæj- um sér meira og meira í mótbyrn- um. Skilgreiningar á því hvað sé vernd og hvað styrkur hafa í raun verið rýmk- aðar verulega. Það er auðvitað öfugþróun en um leið raunveru- leiki sem íslenskir forystumenn verða að horfast í augu við. Það er komið af stað kapphlaup og prófessorarnir segja: „Í þessu kapphlaupi ætti ríkisstjórnin að gera Ísland sýnilegt sem fjár- festingarkost án þess að brengla samkeppni.“ Og þótt sparnaður og aðhald í ríkisút- gjöldum sé skiljanlegar og nauðsynlegar áherslur sé til langframa ráðlegt að hlífa rannsóknar- og nýsköpunar- starfi, því reynslan sýni að þar leynist arðvænlegustu innlendu tækifærin. Það er örugglega rétt hjá hinum vísu greinarhöfundum að Ísland og ríkisstjórn lands- ins hefur allt að vinna og engu að tapa í baráttu fyrir auknum atvinnutækifærum. Það á við á öllum tímum, en aldrei eins og nú. Vandinn er þó sá að þessi sannindi, svo einföld og auð- skiljanleg sem þau virðast vera, standa í núverandi stjórnvöld- um landsins. Það er verkurinn. Ísland verður að halda sínu merki á lofti. Það gerir enginn fyrir það } Kapphlaup um fjárfestingu Flestir Íslend-ingar eru fylgjandi öflugu samstarfi hinna norrænu ríkja. Sú samvinna gagnist öllum og líklegra sé að þekking og náin kynni leiði til betri skilnings á þeim vandamálum sem einstök ríki eru að fást við. Því hefur framganga stjórnvalda frænd- þjóðanna í deilunni um Icesave komið mörgum verulega á óvart. Ólíklegt er að sú fram- ganga sé í fullu samræmi við al- menningsálitið í þeim löndum. En hinu er ekki að neita að ís- lensk stjórnvöld hafa talið af- stöðu norrænu ríkisstjórnanna henta sér í baráttunni fyrir því að pína Alþingi til að samþykkja óbærilega afarkosti. En nú er svo komið að ýmsum kjörnum fulltrúum hinna Norður- landanna er farið að ofbjóða. Þeir hafa kynnt sér málið og séð með eigin augum hvers kyns er. Það er fróðlegt að lesa um breytingu á afstöðu Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi. Fulltrúar úr þeirra röðum segja beinlínis að samn- ingar um Icesave- skuldir séu Íslend- ingum ofviða. Sú niðurstaða er auð- vitað rétt, en þess utan hefur aldrei verið úr því skorið að íslenskur almenningur beri ábyrgð á þeim skuldum sem til- tekið einkafyrirtæki stofnaði til. Það er lítill vafi á að önnur ríki en Ísland með burðugri stjórnvöld en þar eru nú hefðu aldrei anað út í samningagerð af þessu tagi án þess að grunn- forsenda málsins lægi skýr fyr- ir. Skilningur á sjónarmiðum Ís- lands vex nú hröðum skrefum. En þeim sjónarmiðum hefur ekki verið haldið á lofti fyrr en eftir synjun ríkisábyrgðarlag- anna. Þessi hljómgrunnur er auðvitað fagnaðarefni, en virð- ist ekki vera fyrir alla. Því það er vissulega áfellisdómur mikill þegar systurflokkur VG í Nor- egi áttar sig á og segir upphátt að samningurinn sem formaður þess flokks á Íslandi hefur bar- ist fyrir sé landinu ofviða. Eftir synjun ríkis- ábyrgðarlaganna gætir vaxandi stuðnings við mál- stað Íslands } Norðurlandamenn að átta sig Þ á er það ljóst. Kjósendur í próf- kjörum helgarinnar hafa kveðið upp úrskurð sinn með því að velja fulltrúa sína í sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Úrslitin virðist öðru fremur endurspegla ákall flokksmanna um endurnýjun – um það vitnar nýr listi Sam- fylkingarinnar í Reykjavík sem og Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, svo einhverjir séu nefndir. Kemur kannski ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið. Athyglisverðara er þó að rýna í vilja þeirra sem ekki kusu í prófkjörum helgar- innar en það er í flestum tilfellum meirihluti kosningabærra manna. Kjörsóknin var þann- ig aðeins 34% í téðum prófkjörum Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði. Það er nokkuð merkilegt að á sama tíma og stjórnmálamenn eru harðlega gagn- rýndir úr öllum áttum fyrir framgöngu sína þá sjái ekki fleiri ástæðu til að reyna að hafa áhrif á það hverjir komast í valdasæti að loknum kosningum. Efist einhver um að með því að taka þátt í próf- kjörskosningum hafi menn raunveruleg áhrif, skal á það bent að einungis munaði tveimur atkvæðum í fyrsta sæti á efstu tveimur frambjóðendum hjá Sjálf- stæðisflokknum í Hafnarfirði. Aðeins tvo kjósendur þurfti til að skera úr um oddvitasætið. Áhrifarík at- kvæði það! En hvað veldur þessu áhugaleysi? Félagi minn vill meina að áhugi á prófkjörum lúti svipuðum lögmálum og áhugi á handbolta. Þegar vel ári í boltanum flykkist menn fyrir framan sjónvarpsskjái til að fylgjast með landsleikjum og þegar vel gangi í pólitík séu kjósendur áhugasamari en ella. Á sama hátt missi fólk áhugann þegar við erum léleg í boltanum eða pólitíkin slök. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt – í öllu falli er þetta varla rökrétt. Ég hefði einmitt haldið að aldrei væri mikilvægara að beita áhrifum sínum en þegar mikil lægi við í pólitíkinni – þegar halda þurfi utan um stjórnartauma af kostgæfni. Slíkar að- stæður eru fyrir hendi nú, þegar á ríður að koma bæði ríki og sveitarfélögum út úr þeim hremmingum sem þau hafa ratað í. Getur verið að almennur doði ríki meðal flokksfélaga? Eða hefur fólk hreinlega misst trúna á pólitíkinni og stjórnmálamönnum til þess að leysa úr krefjandi verkefnum samtímans? Getur verið að mönn- um þyki litlu máli skipta hvort það er þessi eða hinn sem velst til þess að stýra – þetta sé einfaldlega allt sama tóbakið? Ég vona að svo sé ekki því það jafngildir uppgjöf. Hafi fólk trú á því að vandinn sé yfirstíganlegur hlýtur að skipta máli hverjir fá það verkefni að takast á við hann. Og það er á ábyrgð almennra flokksmanna að tryggja að hæfir og góðir einstaklingar veljist til þeirra verka. ben@mbl.is Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Pistill Þeir sem kusu að kjósa ekki neitt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is L angtímaatvinnuleysi er að verða alvarlegt vandamál hér á landi. Af þeim 15.329 sem voru atvinnulausir um ára- mót hafði 21% verið án vinnu í heilt ár og 49% höfðu verið án vinnu í hálft ár eða lengur. Stefán Úlfarsson, hag- fræðingur ASÍ, segir sláandi hversu margt fólk sem komið er yfir miðjan aldur hafi verið án vinnu í heilt ár. Þörf sé á að huga sérstaklega að stöðu þessa fólks. Um 27% þeirra sem hafa verið án vinnu í meira en heilt ár eru eldri en 55 ára á meðan hlutfallið er 16% hjá þeim sem eru á aldrinum 16-24 ára. Stefán segir að fram að þessu hafi vinnumarkaðsaðgerðir miðast mest að því að hjálpa ungu fólki til að gera það hæfara á vinnumarkaði. Lítið hafi hins vegar verið hugað að stöðu elsta hópsins. Hann segir að þessi hópur búi yfir dýrmætri reynslu og sú spurning vakni hvort menn ætli að sætta sig við að þessi hópur komist ekki inn á vinnumarkaðinn aftur. 10% atvinnuleysi í vetur Allt bendir til þess að atvinnuleysi í vetur verði meira en í fyrravetur. Í gær voru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun 17.321. Atvinnu- leysið var mest í fyrra í lok mars og lok apríl þegar það fór upp fyrir 18.000 manns. Tölur um atvinnuleysi í janúar liggja ekki fyrir en það hefur líklega verið um 9%. Um 16% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru með hlutavinnu. Karl Sigurðsson hjá Vinnumála- stofnun segir að þó að atvinnuleysið sé vissulega mikið verði það þó lík- lega minna í vetur en verstu spár gerðu ráð fyrir. Menn hafi talið að það gæti farið upp í 11-12%, en nú sé líklegra að það verði í 10%. Það dregur jafnan úr atvinnuleysi þegar kemur fram á vorið og eykst svo aftur þegar haustar. Í fyrra var 9,1% atvinnuleysi í apríl, en fór niður í 7,2% í september. Útlitið er ekkert sérstaklega bjart þegar horft er lengra fram í tímann. Hagdeild ASÍ spáir 10% atvinnuleysi í ár, 9% atvinnuleysi árið 2011 og 8% atvinnuleysi árið 2012. Stefán segir að þó að atvinnuleysið sé mikið séu ljósir punktar í stöðunni. Umsvif í ferðaþjónustu hafi verið mik- il í fyrrasumar og verði það væntan- lega líka í sumar. Atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna sé minna en reiknað var með. Miklu skipti hvort farið verð- ur út í stór verkefni sem hafa verið í undirbúningi í stóriðju og byggingu netþjónabúa. Þar virðist mál hins veg- ar í biðstöðu og óljóst hvað gerist á þessu ári. Þegar fjallað er um atvinnuleysi á Íslandi þarf að hafa í huga að vinnandi fólki á vinnumarkaði hefur fækkað umtalsvert á síðustu misserum. Um 4.000 færri voru á vinnumarkaði á síð- asta ári en á árinu 2008. Þetta eru út- lendingar sem flutt hafa til síns heima og Íslendingar sem farið hafa úr landi í leit að vinnu og betri lífskjörum. Tæplega 2.000 útlendingar eru núna skráðir atvinnulausir hér á landi, um helmingur er Pólverjar. Karl segir að Pólverjum á atvinnuleysiskrá hafi heldur verið að fækka, en á móti komi að atvinnulausum Norðurlandabúum hafi fjölgað. Um 7.500 hafa verið án vinnu í hálft ár Álver Mjög dauft hefur verið yfir mannvirkjagerð síðustu misserin og þar er mjög mikið atvinnuleysi. Ekki eru horfur á að staðan þar sé að batna. Langtímaatvinnuleysi er vaxandi vandamál, en 21% þeirra sem eru án vinnu hafa verið atvinnulausir í heilt ár eða meira. 49% þeirra sem eru atvinnulausir hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur. Morgunblaðið/RAX Vinnumálastofnun verður nú í vaxandi mæli vör við opinbera starfsmenn á atvinnuleysis- skrá. Þetta er fólk sem hefur unnið hjá ríkinu eða sveitar- félögunum en hefur misst vinn- una vegna sparnaðaraðgerða. Flestir sem eru án vinnu störfuðu í mannvirkjagerð (2.629) og verslun (2.542). Mjög dauft hefur verið yfir verktakageiranum síðustu misserin og ekki eru horfur á að ástandið batni mikið á næstunni. Stefán Úlfarsson, hagfræð- ingur hjá ASÍ, segir að staðan hjá iðnaðarmönnum sé heldur betri en reiknað hafi verið með. Talsvert sé að gera í við- haldsverkum inni á heimilum en það séu verkefni sem hafi setið á hakanum í þenslu síð- ustu ára. Þar skipti máli að iðnaðarmenn bjóði nú lægra verð en áður. Atvinnuleysi er langmest í hópi þeirra sem hafa aðeins grunnskólapróf en rúmlega helmingur atvinnulausra er ein- ungis með slíkt próf. Opinberir starfs- menn missa vinnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.