Morgunblaðið - 02.02.2010, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Fuglar fagna Þessar gæsir eru greinilega í aðdáendahópi Bronsdrengjanna okkar, þær flugu fagnandi í kringum vélina þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær með bronsið um hálsinn.
Árni Sæberg
ÞEGAR ég var strákur kom
stundum fyrir að mér var bann-
að að borða kökur sem mamma
hafði bakað fyrir seinni tíma til-
efni. Þannig var t.d. með kök-
urnar sem átti að geyma til
jólanna. Freistingarnar voru
miklar fyrir mig og bræður mína
og því brá mamma oft á það ráð
að fela kökurnar fram að jólum.
Með því móti var tryggt að þeg-
ar hátíðin gengi í garð væri til
nóg af smákökum og öðru góð-
gæti til að njóta jólanna.
Við þurfum eftirlaun
Ein af ráðleggingum um eftirlaunasparnað
er að líta á hann sem ósnertanlegan. Með því
er átt við að einstaklingar forðist að ganga á
sparnaðinn nema í algerum undantekning-
artilvikum því ætlunin er nota hann til að
greiða eftirlaun. Fái sparnaðurinn að vera í
friði aukast líkurnar á að verða ekki fyrir
tekju-skerðingu þegar vinnu lýkur.
Eftirlaunaárin eru oft mjög langur tími og ef
heilsan er góð er sorglegt að geta ekki haldið
óbreyttu lífsmynstri vegna lágra eftirlauna.
Það kostar mikla peninga að greiða góð eft-
irlaun. Til að fá 100 þúsund krón-
ur á mánuði í 15 ár þarf til dæmis
að eiga 14 milljónir sé reiknað
með 3,5% vöxtum.
Mörgum finnst freistandi að
grípa til eftirlaunasjóðsins um
leið og hann er byrjaður að safn-
ast upp. Algengt er að fólk ætli að
endurgreiða úttektina fljótlega
en oftar en ekki tekst það ekki
þrátt fyrir einlægan ásetning.
Þess vegna má alls ekki ganga á
eftirlaunasparnaðinn nema ef
sýnt þykir að hann verði meiri en
þarf eða aðstæður eru með þeim
hætti að annað er óhjákvæmilegt.
Aldrei mikilvægara en nú að spara
Færa má rök fyrir því að það hafi aldrei ver-
ið mikilvægara en núna að spara til eftirlauna-
áranna. Ein af afleiðingum efnahagshrunsins
er að ríkið hefur minni getu til að greiða
grunnlífeyri. Sama gildir um lífeyrissjóðina því
eignir þeirra hafa rýrnað.
Alþingi hefur nú framlengt tímabundna
opnun séreignarsparnaðar og hækkað heim-
ildir einstaklinga til úttektar. Með hliðsjón af
því að líta á eftirlaunasparnað sem ósnert-
anlegan ættu einstaklingar að reyna að forðast
að nýta sér þessa heimild.
Sumir þurfa þó að ganga á sparnaðinn
vegna tekjumissis eða til að láta enda ná sam-
an og er það skiljanlegt. Eins getur borgað sig
fyrir fólk með óhagstæðar skuldir að taka inn-
eignina út og minnka þannig skuldir og vaxta-
byrði. Þeir sem eru í verulegum fjárhags-
vandræðum ættu þó að hugsa sig vel um því
séreignarsparnaður er lögvarinn en það þýðir
að ekki er hægt að ganga að honum við gjald-
þrot. Ef séreignarsparnaðurinn dugar ekki til
að bjarga gjaldþroti er óhagstætt að nota hann
til að greiða niður skuldir.
Ríkið á ekki að snerta heldur
En ráðleggingin á ekki bara við um ein-
staklinga. Hluti af séreignarsparnaði eru
ógreiddir skattar sem verða greiddir um leið
og eftirlaunin. Ríkið á einnig að líta á þennan
sparnað sem ósnertanlegan því það þarf á
þessum tekjum að halda í framtíðinni.
Stjórnvöld standa nú frammi fyrir ger-
breyttum aðstæðum í fjármálum ríkisins þar
sem tekjur hafa minnkað verulega vegna
bankahruns og efnahagssamdráttar. Það væri
mjög óheppilegt ef stjórnvöld myndu freistast
til að „leysa“ vandann til bráðabirgða með því
að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar
og taka til sín skattana strax. Með því væri
verið að fresta vandanum og velta honum yfir
á börnin okkar.
Því er spáð að á næstu áratugum muni hlut-
fall eftirlaunaþega hækka vegna breyttrar ald-
ursamsetningar þjóðarinnar. Eldri borgarar
nota velferðarkerfið mest og því mun það
þurfa að vaxa og taka til sín meira af tekjum
ríkisins. Þess vegna á ríkið ekki að taka skatt-
tekjurnar fyrirfram heldur að geyma þær þar
til þörfin verður mest.
Allt er gott sem endar vel
Jólakökurnar hennar mömmu voru alveg
sérstaklega góðar þá loksins þær voru teknar
upp á jólunum. Eftir á hyggja er ég sann-
færður um að mér fannst þær smakkast enn
betur þar sem ég hafði ekki fengið að snerta
þær á aðventunni og þannig unnið fyrir „sæl-
unni“ sem fylgdi neyslu þeirra.
Eftir Gunnar Baldvinsson » Það er gott ráð að líta
á eftirlaunasparnað
sem ósnertanlegan.
Þegar vinnu lýkur þurfa
einstaklingar eftirlaun og
ríkið þarf skatta.
Gunnar Baldvinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Almenna lífeyrissjóðsins.
Gott ráð að láta kjurt
Í GREIN sem
birtist í Morgun-
blaðinu 30. janúar sl.
gagnrýnir Tómas
Ingi Olrich ýmsa þá
sem hafa sett fram
þá afstöðu að skyn-
samlegt sé að ljúka
Icesave-málinu með
samkomulagi á borð
við það sem brátt
verður borið undir þjóðina. Tómas
nefnir þar meðal annarra „hag-
fræðinga, sem ganga erinda Sam-
fylkingarinnar“. Ég er sennilega
einn þeirra sem Tómas Ingi á
þarna við; ég er hagfræðingur og
hef sett fram þá rökstuddu skoðun
mína að af tveimur slæmum kost-
um þá sé illskárra að samþykkja
lögin um Icesave og takast á hend-
ur þann kostnað sem því fylgir
heldur en að setja málið í áfram-
haldandi óvissu með því að hafna
lögunum. Óþarft ætti að vera að
taka fram að allar breytingar til
batnaðar fyrir okkur
Íslendinga á fyrirliggj-
andi samkomulagi yrðu
mér líkt og öðrum
landsmönnum mikið
fagnaðarefni.
Það er alvarlegt þeg-
ar fræðimaður er ásak-
aður um að ganga er-
inda tiltekinna
stjórnmálahreyfinga.
Ég hef gert það eitt
sem mér finnst að sé
skylda mín; hef sett
mig eins vel inn í málið
og ég hef haft tök á og sett fram
rökstutt álit.
Mat á kostnaði af Icesave setti
ég fram í stuttu minnisblaði til
efnahags- og skattanefndar Al-
þingis í desember sl. Niðurstaða
mín þar er að árlegar greiðslur
vegna Icesave-samkomulagsins
verði líklega 1-2% af landsfram-
leiðslu árin 2016-2025 og að jafnaði
1,5% af landsframleiðslu þessara
ára. Óvissa ríkir um ýmsar for-
sendur í þessu mati, sérstaklega
endurheimtur og tímasetningu
greiðslna úr búi Landsbankans.
Því miður hefur verið lögð mun
minni áhersla á að meta afleið-
ingar þess að synja Icesave-
lögunum staðfestingar en á að
meta kostnaðinn af því að ganga
að samkomulaginu. Það þarf því að
fara vel yfir afleiðingar höfnunar
og hugsa þær til enda. Meta þarf
áhrif á hagvöxt, atvinnu og op-
inber fjármál.
Á næstu árum þurfa ríkið, sveit-
arfélög og opinber fyrirtæki að
greiða stór erlend lán. Endur-
fjármagna þarf þessar skuldir og
dreifa greiðslum yfir lengri tíma.
Nú kann að vera að einhverjir að-
ilar, aðrir en AGS og Norð-
urlöndin, myndu vilja veita okkur
gjaldeyrislán en slíkir lánveitendur
eru ekki í augsýn nú. Ef ekki fást
ný erlend lán mun ríkið, að
óbreyttu, lenda í vandræðum með
erlendar greiðslur, líklega árið
2012. Stjórnvöld standa því
frammi fyrir tveimur kostum:
Annars vegar geta þau tekið þá
ákvörðun að þau muni ekki standa
skil á greiðslum af erlendum lán-
um takist ekki að endurfjármagna
þau á þeim tíma sem er til stefnu;
hins vegar geta þau reynt að afla
viðbótargjaldeyris.
Að ríkið eða aðrir opinberir að-
ilar gætu ekki greitt af erlendum
lánum (greiðslufall) hefði af-
drifaríkar afleiðingar fyrir Ísland
sem fullvalda ríki og ef litið er til
reynslu þjóða sem hafa farið þá
leið myndi greiðslufall valda djúpri
kreppu.
Hægt væri að byggja upp gjald-
eyrisforða landsins með miklum
samdrætti á innflutningi þannig að
verulegur afgangur myndaðist á
viðskiptum við útlönd. Það þýddi
enn frekari samdrátt í neyslu og
fjárfestingu. Það myndi valda sam-
drætti í landsframleiðslu, auknu
atvinnuleysi og auknum halla á
ríkissjóði.
Stjórnvöld í þessari stöðu
myndu eflaust líta til erlendra
eigna lífeyrissjóðanna, þ.e. að sjóð-
unum yrði gert að selja þær og
skila gjaldeyrinum inn í landið.
Áður en slík ákvörðun væri tekin
yrði að kanna hverju væri verið að
fórna og hverjar afleiðingarnar
yrðu, t.d. fyrir afkomu lífeyrisþega
og samskipti Íslands við önnur
lönd.
Alla þessa kosti, og eflaust fleiri,
þarf að meta og bera saman við
líklegan kostnað af því að sam-
þykkja Icesave. Ákvörðun í málinu
ætti að byggja á slíku mati.
Þetta er aðeins gróf greining á
afleiðingum þess að samþykkja
eða hafna Icesave-lögunum og
ekki yfir gagnrýni hafin. En gagn-
rýnin verður að vera fagleg og að
byggjast á rökum. Málið er allt of
stórt til að nokkur geti leyft sér
annað.
Eftir Friðrik Má
Baldursson »Höfnun Icesave felur
í sér kostnað ekki
síður en samþykki. Hér
er bent á nokkra mikil-
væga kostnaðarþætti
sem hafa ber í huga við
ákvörðun í málinu.
Friðrik Már Baldursson
Höfundur er prófessor í hagfræði
við Háskólann í Reykjavík.
Icesave: Mat á afleiðingum
samþykktar og synjunar