Morgunblaðið - 02.02.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.02.2010, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 því sem var að gerast á líðandi stundu. Má vera að stundum hafi ég verið nokkuð erfiður tengdasonur. Einkar minnisstæð er mér ferð þeg- ar fjölskyldan fór til Ítalíu og við fór- um tvívegis þvert yfir það mjóa land ásamt því að dvelja á nokkrum stöð- um þar. Var þá öllum, eiginkonu, tveim börnum og tengdamömmu ásamt hafurtaski troðið inn í Fiat Uno og keyrt af stað. Á þessum fjórum vikum upplifðum við margt afar merkilegt og skemmtilegt en stundum kom það fyrir að við Olga vorum ekki alveg sammála, m.a. um uppeldisaðferðir og ökuhraða. Hið síðarnefnda leysti ég með því að aka fyrst fremur hægt en auka svo við hraðann þannig að lítið bar á. Þá urðu allir ánægðir. Þegar við Olga rifjuðum svo upp þessa ferð síðar mundi hún ekkert nema hið jákvæða og var þetta með skemmtilegri ferðum sem hún hafði upplifað. Þetta tel ég lýsa Olgu vel því þótt hennar líf hafi ekki alltaf ver- ið dans á rósum hafði hún ætíð afar jákvæða afstöðu til lífsins. Olga var einkar glæsileg kona og ætíð sérlega vel klædd. Hún hélt reisn sinni og sjarma til dauðadags Hún var líka frábær amma og langamma.. Blessuð sé minning hennar. Magnús Skúlason. Vart er hægt að hugsa sér fallegra og betra ævikvöld en það sem Olgu Þorbjörgu Hallgrímsdóttur auðnað- ist. Allt til æviloka gat hún búið á sínu eigin heimili þótt á tíræðisaldri væri, umvafin aðdáun og virðingu en naut auk þess umhyggju Sylvíu, dóttur sinnar, í næsta nágrenni. Og loks að fá að deyja á góðum degi í faðmi ástvina án þjáningar og þrauta. Olga hafði þó ekki farið varhluta af erfiðleikum og sorg á langri ævi en bar sig ávallt af reisn og þokka. Hún var fagurkeri, sem á fyrri hluta lið- innar aldar mótaðist af siðum og venjum í hálfdanska bænum Akur- eyri en ekki síður í Kaupmannahöfn þar sem hún dvaldi um skeið við nám og störf. Þar hlaut hún veganesti sem entist ævina á enda. Olga var alltaf að búa til eitthvað fallegt og hafa margir notið listfengis hennar langt út fyrir fjölskyldu- og vinahópinn. Olga bjó yfir þeim hæfileika að sjá atburði og aðstæður frá óvæntu sjón- arhorni og gat verið afar fundvís á hið skondna og skemmtilega í mann- legum samskiptum og athöfnum. Hún hafði því gjarnan eitthvað til málanna að leggja – eitthvað sem þeir tóku eftir sem áttu við hana orðastað. Fyrir fáeinum árum dvaldi ég með Sylvíu nokkra daga í húsinu sem Olga ólst upp í við Hafnarstræti á Akureyri og kynntist þá bernsku- heimi Olgu sem varðveist hefur svo vel í ljósmyndum Hallgríms föður hennar og ég skynjaði svo sterkt þessa daga. Þessi heimanfylgja hefur án efa verið sterkur og óbrotgjarn þráður í lífsferli Olgu. Ég þakka nú af alhug ótal skemmtilegar samveru- stundir með henni, flestar á Bakk- astígnum hjá Sylvíu, en líka hér fyrir vestan og austur á landi sem við dvöldum eitt sinn og ferðuðumst um firði og héruð. Vorferðir með Olgu í gróðurhús eru minnisstæðar og ekki síður ferðir í „magasín“ þar sem hún af fagmennsku spáði í vefi og vöru- gæði. Meðfædd smekkvísi hennar og öruggt skynbragð á allt er laut að fatnaði og klæðaburði var einstakt og hafði mótast í starfi fyrr á árum, m.a. í tískuversluninni Markaðnum áður en hún varð bankastarfsmaður. Mér er afar dýrmæt minningin um síðustu fundi okkar Olgu. Við tvær sátum skömmu fyrir síðustu jól á fal- lega heimilinu hennar á Vesturgöt- unni og spjölluðum í rólegheitum um líðandi stund og liðna daga. Lífssýn Olgu enn sem fyrr dálítið sposk og spyrjandi en viðmótið ávallt jafn hlýtt og notalegt. Hinn háa aldur var ómögulegt að greina hvorki af útliti né orðfari. Það er mikið lán að hafa fengið að kynnast fólki eins og henni. Um leið og ég kveð heiðurskonuna Olgu Þorbjörgu og þakka langa vin- áttu votta ég fjölskyldu hennar inni- lega samúð. Jóhanna Kristjánsdóttir. Kveðja frá Klæðskera- og kjólameistarafélaginu Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Selma Gísladóttir formaður. Merkiskona hefur gengið sitt ævi- skeið. Olga var móðir góðrar vinkonu minnar en varð einnig vinkona mín. Hún átti ekki síður vini og vinkonur af yngri kynslóð og segir það nokkuð um að hún hafi verið ung í anda í bestu merkingu þeirra orða, kraft- mikil kona full af áhuga fyrir tilver- unni. Olga bjó yfir mikilli yfirsýn og þroska þess hugar sem leitar sífellt og spyr og spurningarnar voru margar. Þjóðfélagsmál voru henni hugleikin og þar fylgdist hún vel með til hins síðasta. Skoðanir hennar þar voru einarðar og byggðust á rótfastri réttlætistilfinningu og sannfæringu hennar um að farsælast væri að í samfélaginu ríkti félagsleg samstaða og jöfnuður. Samræður sem undirrituð naut góðs af við Olgu snerust oft um slík mál og það sem var að gerast í sam- félaginu. En einnig snerust þær um svo margt annað sem gaman var að ræða við hana, hvort sem var í símtali eða á Vesturgötunni. Í stofunni hennar flaug tíminn gjarnan í spjalli yfir litlu púrtvínsglasi og konfekt- mola og oft var Olga sjálf komin á flug í áköfum spurningum sínum og vangaveltum. Eftir uppvaxtarárin á Akureyri fór Olga 17 ára gömul til Kaupmanna- hafnar að skoða heiminn og læra. Hún stundaði þar nám hjá kjóla- meistara en hæfileikar hennar voru fjölbreyttir, ekki síst í öllu sem laut að hönnun og handverki. Þar var framúrskarandi næmt auga fyrir lit- um og formi sem kom fram í öllu sem hún bjó til. Enda eru peysurnar ein- stakar sem hún hannaði af fingrum fram og einnig ótalmargt annað sem henni datt í hug að búa til handa vin- um og kunningjum eða bara fyrir einhverja aðra. Vissulega var myndlistin áhuga- mál Olgu þar sem skoðað var og spekúlerað af hreinskilni og opnum hug. Lífsgleði og kjarkur var það sem hún miðlaði og að kveðja hana er stund saknaðar en líka þakklætis fyrir allar góðu samverustundirnar. Jóhanna Bogadóttir. Alla daga eins og rós auðnu hagur blómgist, gleði fagurt lýsi ljós, lífs þíns saga fái hrós. (J.J.) Kær vinkona mín, Olga Hallgríms- dóttir, lést 16. janúar sl. Aðeins tveimur dögum áður hafði ég setið veislu á heimili hennar á Vesturgöt- unni í tilefni 93ja ára afmælis hennar ásamt fjölskyldu og vinum. Þetta var yndisleg samverustund, allir glaðir og kátir og afmælisbarnið Olga alltaf jafn ungleg og glæsileg og engan hefði grunað að kveðjustundin væri í nánd. En ævitíminn er óútreiknan- legur. Lífið kennir okkur að njóta hvers dags, sem gæti orðið sá síðasti á hvaða aldri sem fólk er. Ég var svo lánsöm að kynnast Olgu, þegar við unnum saman í Út- vegsbankanum við Lækjartorg á ár- um áður og eignast vináttu hennar alla tíð. Olga var einstaklega vel gerð, mikill vinur vina sinna og hafði slíka skapgerð og létta lund, sem hafði svo góð áhrif á alla, sem hún átti samskipti við. Ung hafði hún dvalið í Kaup- mannahöfn um skeið og numið klæð- skeraiðn af þvílíku listfengi, að allt sem laut að hannyrðum síðar á æv- inni varð að listagripum í höndum hennar. Greiðvikni var henni í blóð borin og ætíð var hún reiðubúin til aðstoðar við sauma, ef á þurfti að halda, enda bar hún höfuð og herðar yfir samferðafólk sitt hvað smekkvísi snerti. Henni verður aldrei fullþökk- uð hennar sérstaka lipurð og trúlega mæli ég fyrir munn margra sam- starfsmanna. Þyrfti einhver að senda gjöf, þá var leitað til Olgu og hún bjó um gjöfina þannig að pakkinn varð að listaverki. Komur mínar voru tíðar, þegar Olga bjó á Bollagötunni og á ég ljúfar minningar frá samverustundum á hlýlegu og vistlegu heimili hennar. Hún var bókhneigð og fjöldi góðra bóka prýddi heimilið. Myndlist var einnig í hávegum höfð að ógleymdri blómaræktinni. Olga var engum lík með gjafir til vina sinna. Eitt sinn færði hún mér handprjónað ullarsjal hvítt að lit með fallegu mynstri. Það kemur að góðum notum á vetrar- kvöldum við sjónvarpið og hlýja þess yljar mér og minnir á þessa einstöku norðlensku höfðingskonu og ómælda gestrisni hennar. Gæfa mín er fólgin í því að hafa eignast góða vini á lífs- leiðinni og Olga mín var sannarlega í þeirra hópi. Sylvía, Hallgrímur og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall ykkar kærleiksríku móður, sem verður mér ætíð minnisstæð. Blessuð sé minning Olgu Hallgríms- dóttur. Sigurlaug Ásgrímsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR FRIÐRIKSSON, Sunnubraut 6, Þorlákshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnum Suðurlands, Selfossi laugardaginn 30. janúar. Guðlaug Guðnadóttir, Ingveldur Pétursdóttir, Andrés Kristjánsson, Sesselja Sólveig Pétursdóttir, Guðni Pétursson, Hrönn Sverrisdóttir, Friðrik Pétursson, Steinunn Gísladóttir, Magnús Jón Pétursson, Sigurrós Hulda Svanhólm, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, Ægisgötu 15, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni sunnudagsins 31. janúar. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Axel Jóhannesson, Ásdís Axelsdóttir Colbe, Anker Colbe, Björn Þröstur Axelsso, Anna Halldóra Karlsdóttir, Steingerður Axelsdóttir, Jóhannes Axelsson, Sigrún Arnsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Yndislegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, BIRGIR ELÍS BIRGISSON, Logafold 117, Reykjavík, lést föstudaginn 29. janúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Birgir Guðmundsson, Guðrún Elísdóttir, Andri Steinn Birgisson, Birna Kolbrún Birgisdóttir, Guðmundur Óskarsson, Sjöfn Kjartansdóttir Birna Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA STEFÁNSDÓTTIR, kennari, Digranesvegi 52, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Hjartans þakkir sendum við til starfsfólks 11E og líknardeildar fyrir einstaka umönnun. Sigríður Huld Konráðsdóttir, Árni Guðmundsson, Stefán Snær Konráðsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SVAVA SIGURÐARDÓTTIR, Skaftahlíð 42, lést sunnudaginn 31. janúar. Jarðaför auglýst síðar. Bergsteinn Ragnar Magnússon, Else M. Magnússon. Ragnhildur Magnúsdóttir, Kristinn Eymundsson, Sigrún Magnúsdóttir, Magnús Svavar Magnússon, Hafdís Magnúsdóttir, Margrét Halla Magnúsdóttir, Hafsteinn Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn , faðir, afi og langafi, EINAR INGVARSSON, Mávahrauni 25, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði, sunnudaginn 31.janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Stígsdóttir Sæland. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, Lullý Eyjavöllum 2, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Svavar Þorsteinsson Kristján Þór Svavarsson Stefanía Therese Kristjánsdóttir, Hjalti Pálmason Svavar James Kristjánsson, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.