Morgunblaðið - 02.02.2010, Page 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
✝ Magnús Guð-jónsson fæddist í
Reykjavík 16. desem-
ber 1934. Hann lést á
heimili sínu 25. jan-
úar 2010 eftir lang-
varandi veikindi.
Foreldrar hans
voru Guðjón Guð-
mundsson sem and-
aðist daginn fyrir 6
ára afmælisdag
Magnúsar og Val-
gerður Guðný Óla-
dóttir. Fósturfaðir
Magnúsar var Guðni
Hannesson. Alsystkini Magnúsar
eru Fríða Margrét Guðjónsdóttir
og Garðar Guðjónsson. Hálfbræður
Magnúsar eru Hannes Guðnason
og Friðgeir Óli Sverrir Guðnason.
Magnús kvæntist fyrrverandi
eiginkona sinni Guðrúnu Ágúst-
dóttur árið 1958. Börn þeirra eru
Katrín Þuríður Magnúsdóttir, f.
23. nóvember 1964, gift Magnúsi S.
Kristinssyni. Guðjón Hermann
Magnússon, f. 27. maí 1966,
ókvæntur, og Ágústa Særún Magn-
úsdóttir, f. 16. maí 1967, gift Haf-
steini Kristjánssyni.
Stjúpsonur Magn-
úsar, Kristján Frið-
rik Þorsteinsson,
lést árið 1998.
Magnús átti 6 barna-
börn, þau Guðrúnu
Ágústu Kjart-
ansdóttur, Söru
Gabrielu Gunnlaugs-
dóttur, Kristin Jóel
Magnússon, Daniel
Hafsteinsson, Anton
Elí Hafsteinsson og
Helenu Ósk Haf-
steinsdóttur.
Magnús var verkamaður þar til
hann þurfti að hætta störfum
vegna sjúkdóms rúmlega fertugur
að aldri. Magnús greindist með
krabbamein árið 2007.
Frá því hann skildi við eig-
inkonu sína fyrir rúmum 20 árum
hafa Magnús og Guðjón sonur
hans haldið heimili saman. Þeir
bjuggu í nokkur ár í Svíþjóð en
fluttu aftur til Íslands árið 1998.
Útför Magnúsar fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 2. febrúar,
og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku besti pabbi. Það er erfitt að
finna réttu orðin.
Minningarnar hafa hellst yfir
okkur síðustu daga og við erum þér
svo ósegjanlega þakklát fyrir hvað
við eigum margar góðar minningar
um þig. Það veitir okkur virkilega
huggun að geta rifjað þær upp.
Þú varst ein fallegasta sál sem við
þekktum. Ekki munum við eftir að
þú hafir verið okkur reiður þó að oft
hafi verið ástæða til. Þú vildir alltaf
vernda okkur frá skömmum. Þú
bara gast ekki skammað okkur. T.d.
vaktir þú eftir okkur þegar við vor-
um unglingar og þá varst þú bara
glaður yfir því að við værum komin
heim þó að liðið væri á nóttina og
sendir okkur í rúmið.
Þín hugsjón var fyrst og fremst
að fjölskyldunni liði vel og stæði
saman. Við vorum ekki fullkomn-
asta fjölskylda í heimi en við höfum
alltaf staðið saman og það eigum við
þér svo mikið að þakka. Umburð-
arlyndi þitt var einstakt.
Við gátum alltaf leitað til þín því
þú sendir okkur aldrei í burtu þegar
við leituðum til þín. Alveg fram í
andlátið vildir þú gera allt sem þú
gætir fyrir okkur. Aldrei sagðir þú
að þú værir of veikur eða þjáður til
að hlusta eða gefa okkur hluttekt
þína.
Það sem var einstakt líka við þig
var húmorinn þinn og erum við búin
að vera að rifja upp síðustu daga
hvernig þú snerir oft erfiðum kring-
umstæðum upp í grín.
Þitt auðkenni var líka að þú
kvartaðir aldrei yfir veikindum þín-
um. Þú tókst þátt í lífinu þrátt fyrir
þau. Þú yfirvannst líka oft erfið
veikindatímabil á viljastyrknum ein-
um.
Við verðum líka að minnast á hve
nánir þið feðgarnir voruð. Samband
ykkar var einstakt. Þið bjugguð
saman í rúm 24 ár. Gaui fór í raun
aldrei að heiman heldur varð hann
einn eftir hjá þér þegar þið mamma
skilduð og við systurnar vorum
fluttar að heiman.
Þið voruð bestu vinir og fór Gaui
sjaldan neitt nema að hafa þig með.
Við töluðum um ykkur oft í eintölu
eða sögðum í einu orði pabbiogGaui.
Það verður erfitt að brjóta það upp.
Í veikindunum þínum stóð hann
Gaui svo sannarlega eins og klettur
við hliðina á þér. Hann annaðist þig
af slíkri alúð að betri umönnun
hefðir þú ekki getað fengið. Það
verður stórt skarð fyrir hann nú
þegar þú ert farinn en við lofuðum
þér áður en þú fórst að við myndum
styðja Gauja.
Þú varst líka svo góður við
mömmu. Hún var ástin þín þó að þið
væruð skilin. Þú barst alla tíð um-
hyggju fyrir henni. Síðustu árin
urðuð þið aftur mjög nánir vinir.
Barnabörnin minnast þín sem
góðs, skemmtilegs og fyndins afa.
Þeim leið alltaf vel í návist þinni.
Heimatilbúnu brandararnir þínir og
bullsögurnar voru óþrjótandi.
Elsku pabbi, þú kenndir okkur
það sem er mikilvægast í lífinu, að
elska hvert annað. Það munum við
reyna að varðveita og kenna börn-
unum okkar.
Hvíl í friði, elsku pabbi okkar.
„… ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.“
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín börn,
Katrín Þuríður Magnúsdóttir,
Guðjón Hermann Magnússon
og Ágústa Særún Magn-
úsdóttir.
Elsku afi minn. Ég vil þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og fyrir þær hlýju
minningar sem ég á um þig. Þú
varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
alla og hefur alltaf verið til staðar.
Þú varst yndislegur maður sem var
alltaf að láta alla hlæja og líða vel.
Þú hafðir alltaf vellíðan annarra í
fyrsta sæti. Þú varst besti afi í
heimi. Þú hefur alltaf verið sterkur
og ég heyrði þig aldrei kvarta, þú
varst algjör hetja þín síðustu ár. Þú
kunnir að bíta á jaxlinn og brosa til
allra, sama hvernig þér leið. Ég
sakna þín meira en orð fá lýst, en ég
veit þú hvílir á betri stað.
Takk fyrir allt afi minn. Ég elska
þig og þú munt ávallt eiga heima í
minningum mínum.
Guð geymi þig elsku afi minn.
Þín,
Sara Gabríela.
Elsku afi minn. Það er komið að
kveðjustund. Okkur finnst öllum
sárt að þú sért farinn en við hugg-
um okkur við að nú ert þú án þján-
ingar. Nú ert þú frjáls.
Þú varst góður afi. Þú sýndir um-
hyggju, ást og samúð. Þú komst
okkur öllum alltaf til að hlæja þegar
þess þurfti mest.
Við lofum þér að við munum
standa saman. Þér fannst það mik-
ilvægast í lífinu.
Ég mun sakna þín.
Þinn,
Kristinn Jóel.
Nú ertu farinn, elsku afi minn!
Ég á bágt með að trúa því, þú sem
alltaf hefur verið þar, þessi stóri,
sterki, elskulegi maður og höfuð
fjölskyldunnar. Þú hefur lagt metn-
að í að halda fjölskyldunni saman
alla tíð og það er eitt sem þú hefur
skilið eftir. Þessi fjölskylda okkar
mun standa saman og kærleikurinn
er límið sem heldur okkur saman.
Afi minn, ég á eftir að sakna húm-
orsins þíns. Mínar fyrstu minningar
um þig eru þegar ég var lítil og mér
fannst brandararnir þínir svo snið-
ugir, ég fór með þá sjálf aftur og
aftur til vina minna. Meira að segja
núna þegar þú varst svona veikur
skorti ekki kímnigáfuna. „Maður
verður að hafa húmor“ eru orð þín
sem bergmála í hausnum mínum
núna. Ah, þú varst svo sannarlega
frábær og yndislegur maður! Ég
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Þú vildir alltaf hjálpa. Þið
Gaui hjálpuðuð mér til dæmis mikið
þegar þið hleyptuð mér inn á heim-
ilið ykkar þegar ég var í skóla. Ég
hugsa til baka með hlýju um það
tímabil. Það var svo kósý og nota-
legt. Afi alltaf með tilbúinn mat
þegar maður kom heim. Þú varst al-
gjör matarkarl, og ekki nema von,
enda hinn besti kokkur.
Þó að það særi mig mjög að ég
gat ekki verið með þér þína síðustu
daga, né verið viðstödd jarðarför
þína þá er ég þó þakklát fyrir það
að ég náði að kveðja þig um jólin.
En þú vildir halda fjölskyldunni
saman og varst alltaf að segja mér
að flytja heim frá Svíþjóð. Ég er
með samviskubit yfir því hversu létt
ég hunsaði orð þín, en það mun
verða áminning fyrir mig um það
hversu fjölskyldan er mikilvæg og
að maður eigi ekki að líta á hana
sem sjálfsagðan hlut. Það var sárt
að sjá þig svona veikan en ég mun
minnast þín eins og þú alltaf varst,
svo stór og svo sterkur. Meira að
segja í þessum veikindum hefur þú
staðið þig eins og hetja, þú hefur
verið svo seigur, duglegur og ótrú-
lega jákvæður allann tímann að fólk
hefur undrast yfir því, þar á meðal
ég.
Aldrei kvartaðir þú við mig þegar
ég spurði hvernig þér liði, þó ég
vissi hvernig ástandið var. Þín verð-
ur sárt saknað, elsku, elsku besti afi
minn, hvíldu í friði! En ég mun
geyma þig í mínu hjarta alla tíð.
Elska þig, stóri, sterki björn!
Gráti því hér enginn
göfugan föður,
harmi því hér enginn
höfðingja liðinn.
Fagur var hans lífsdagur,
en fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá drottni lifanda.
(Jónas Hallgrímsson.)
Þín,
Guðrún Ágústa.
Magnús
Guðjónsson
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
28. jan. Spilað var á 12 borðum. Með-
alskor: 216 stig.
Árangur N-S:
Rafn Kristjánss. – Júlíus Guðmundss. 268
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 251
Magnús Halldórss. – Pétur R. Antonss. 241
Ingibj. Stefánsd. - Elín Guðmannsd. 232
Árangur A - V:
Þröstur Sveinss. – Ægir Ferdinandss. 270
Óli Gíslas. – Hilmar Valdimarsson 246
Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 234
Magnús Jónss. – Gunnar Jónsson 229
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 28. janúar var spilað
á 16 borðum. Alfreð og Ingi unnu
N/S með yfirburðum 67,15% skor en
úrslitin urðu annars þessi:
Alfreð Viktorss. – Ingi S. Gunnlaugss. 419
Ragnar Björnsson – Pétur R. Antonss. 362
Sæmundur Björnsson – Örn Einarsson 353
Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórss. 345
A/V
Vilhjálmur Jónsson – Oddur Jónsson 388
Margrét Pálsd. – Edda Jónsdóttir 352
Gísli Friðfinnss. – Oddur Halldórss. 347
Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 334
Bridsfélag Kópavogs.
Fimmtudaginn fjórða febrúar
hefst 4-5 kvölda Barómeter-tví-
menningur, að margra áliti
skemmtilegasta keppni ársins. Spil-
að í Gjábakka, Fannborg 8 og byrjað
kl. 19.
Reykjanesmót í sveitakeppni
Reykjanesmót í sveitakeppni
verður háð helgina 13. og 14. febrúar
nk. Spilað í Hafnarfirði, Flatahrauni
3. Byrjað kl. 11. Keppnisgjald er kr.
16.000 á sveit. Skráningarfresti lýk-
ur 11. febrúar.
Upplýs. og skráning hjá Erlu s:
659 3013, Lofti s: 897 0881 og
Garðari s: 893 2974."
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Minningar á mbl.is
Dagný
Valgeirsdóttir
Höfundar: Fyrir hönd Austur-
bæjarskólans, Guðmundur
Sighvatsson og Pétur Hafþór
Jónsson.
Hjördís
Áskelsdóttir
Höfundur: Halldór Áskell
Stefánsson.
Kristjana
Bergþóra
Sigurjónsdóttir
Höfundur: Bergþóra Sól.
Olga Þorbjörg
Hallgrímsdóttir
Höfundar: Guðný
Magnúsdóttir.
Ásta Kristrún Ólafsdóttir og
Haraldur Þorgeirsson.
Hulda Hrönn Úlfarsdóttir.
Þorleifur Hannes
Sigurbjörnsson
Höfundur: Birna, Alda, Siggi
og fjölskyldur.
Þuríður
Hermannsdóttir
Höfundar: Systkinin frá
Laufskálum II, Ása,
Erla, Ágústa og Jökull.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR GUÐMUNDUR EINARSSON
húsgagna og Innanhússarkitekt,
lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni laugar-
dagsins 23. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn
5. febrúar.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast
hans er vinsamlega bent á styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna.
Einar Berg Gunnarsson, Svandís Bára Karlsdóttir,
Þórey Björg Gunnarsdóttir, Guðbjartur I. Torfason,
Hafdís Lilja Gunnarsdóttir, Karl Hákon Karlsson,
barnabörn og langafabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma
INGIGERÐUR ODDSDÓTTIR
frá Hróarslæk
lést sunnudaginn 31. janúar á dvalarheimilinu
Lundi, Hellu.
Útförin verður auglýst síðar.
Helgi Skúlason, Fríða Proppé,
Guðmundur Skúlason, Erna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Skúladóttir, Þröstur Jónsson,
Sólveig Jóna Skúladóttir, Bjarni Sveinsson,
Þóroddur Skúlason, Fanney Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar og vinur,
TRYGGVI GUNNARSSON
Klausturhólum 1,
Kirkjubæjarklaustri,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
föstudaginn 29. janúar.
Systkini hins látna
og aðrir vandamenn
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNA HERDÍS GRÖNDAL
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 29. janúar.
Úförin verður auglýst síðar.
Guðrún G. Gröndal, Sveinbjörn Össur Gröndal,
Jón Halldór Jónasson, Þóra Jónsdóttir,
Össur Ingi Jónsson, Ásgrímur Karl Gröndal,
Hjálmar Snorri Jónsson.