Morgunblaðið - 02.02.2010, Side 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞEGAR ÉG VAR UNGUR HÉLT ÉG
AÐ KONUR VÆRU SKRÍTNAR
EN NÚNA ER ÉG
ORÐINN ELDRI...
OG VEIT AÐ ÞÆR
ERU SKRÍTNAR
MEÐ ALDRINUM
KEMUR MIKIL
VISKA, SONUR
SÆLL
VIÐ
ÆTLUM AÐ
FARA Í
LAUTARFERÐ
ÞETTA VERÐUR MJÖG
ÓFORMLEGT... FÓLK MÁ
TAKA MEÐ SÉR ÞAÐ
SEM ÞAÐ VILL...
ÞÚ TEKUR BARA MEÐ ÞAÐ SEM
ÞÉR FINNST NAUÐSYNLEGT
FISKUR ER FULLUR AF OMEGA-3 FITUSÝRUM OG
LÆKNAR SEGJA AÐ ÞÆR SÉU MJÖG HOLLAR
HEPPNIN ER MEÐ
OKKUR, HRÓLFUR!
HVAÐ ER
SVONA
FRÁBÆRT
VIÐ AÐ
STANDA
UPPRÉTTUR?
TALAÐU
VIÐ
HÖNDINA
ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!
ÉG BORGAÐI 12.000 kr.
FYRIR AÐ FYLLA BÍLINN
GUÐ MINN
GÓÐUR!
AF
HVERJU ER
BENSÍN
ORÐIÐ
SVONA
DÝRT?
ÉG HELD AÐ
MIKIÐ AF FÓLKI
Í KÍNA SEM FÓR
FERÐA SINNA Á
HJÓLI SÉ BÚIÐ
AÐ KAUPA SÉR BÍL
HVERNIG
ÆTLAR ÞÚ
AÐ FERÐAST
MEÐ FJÖL-
SKYLDUNA?
FYRST KÓNGULÓARMAÐURINN
LÉT EKKI SJÁ SIG...
ÞESSI
AULI ER
AÐ TAKA
MYNDIR
AF MÉR!
OG HANN ER
MEÐ MANNINUM
SEM Á DAILY
BUGLE VERÐA ÞEIR
BARA AÐ DUGA
ÞAÐ HLJÓMAR
EKKI SVO ILLA AÐ
SELJA BÍLINN
OG KAUPA HJÓL
Í STAÐINN
Sambandsleysi milli
lækna
ÉG vil þakka Jónasi
Gunnarssyni, sem birti
grein fyrir nokkrum
dögum um það að hann
hafi fengið lyfið haldol
og í kjölfarið misst allar
tennurnar. Mig langar
að taka undir þessa
umræðu um geðlyfið
haldol með Jónasi. Son-
ur minn fór í skurð-
aðgerð á hné á Borg-
arspítala. Hann fékk
gifs á allan fótinn, en
gifsið særði hann og
hann bað um annað.
Við vorum hjá honum þegar þessu
fór fram, hann lá grafkyrr, grét af
kvölum og bað um að gifsið yrði tek-
ið. Hann var kurteis og rólegur allan
tímann. Þá hljóp til einhver starfs-
maður í símann, hafði samband við
vakthafandi geðlækni, sem fyrir-
skipaði tvöfaldan skammt af haldol
ofan í öll önnur lyf. Síðan var skipt
um gifs, þá leið honum betur. Síðan
er hann færður á deild 33c, sem er
geðdeild á Landspítala.
Eftir það er hann sendur í endur-
hæfingu á Klepp. Hann hefur áður
komið þangað en í þessu tilfelli átti
sú meðhöndlun ekki við. Hann hefði
átt að komast fljótt í vinnu eða skóla,
en á nokkrum dögum fékk hann svo
mikið af lyfjum að hann þorði ekki út
úr húsi. Svona kallar maður misnotk-
un lyfja, því hann er í raun ekki tal-
inn með geðsjúkdóm.
Einn læknirinn út-
skrifar hann lyfja-
lausan og annar leggur
hann í rúmið með lyfj-
um. Þarna hlýtur að
vera eitthvert sam-
bandsleysi á milli
lækna og rík ástæða til
að skoða það.
Með vinsemd og
virðingu.
Sesselja Jónsdóttir
Bíllyklar fundust
BÍLLYKILL fannst á
Aragötu, útsaumuð
lyklakippa, aftan á
stendur Baldur.
Uppl. í síma 899-5301.
Sleppum flottrollinu
ÉG legg til að nota ekki flottroll inn-
an íslenskrar lögsögu til að veiða
loðnu og síld. Ég hef rætt við marga
skipstjóra í flotanum og þeir segja að
þetta sé það eina sem geti hjálpað til
að útrýma ekki þessum fiskistofnum.
Gísli á Jóni Finnssyni.
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA fannst á göngustíg á
norðanverðu Seltjarnarnesi .
Uppl í síma 861-1033.
Ást er…
… frábær samvinna.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Smíði/útsk. kl. 9, handav.
12.30, leikf. kl. 9, boccia kl. 9.45.
Bólstaðarhlíð 43 | vefnaður, línudans.
Dalbraut 27 | Handavinnust. kl. 8,
vöfflukaffi kl. 14.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11,
helgistund og samvera kl. 12.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13, félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05/9.55, gler- og postulín kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga og myndl.hóp. kl. 9.30,
trésk. og ganga kl. 10, málm og silf-
ursmíði kl. 13, jóga kl. 18 .Leshópur
FEBK kl. 20, gestur Pétur Gunnarsson.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Trésmíði, gler/leir kl. 9, vatnsleikf. kl. 11/
12, kyrrðarstund í kirkju kl. 12, línudans,
trésmíði, karlaleikfimi, bútasaumur, opið
hús í kirkju kl. 13, botsía kl. 14, Bón-
usrúta kl. 14.45.
Félagsstarf Gerðubergi | Glerskurður
og perlus. kl. 9, stafganga kl. 10.30 ,
postulín kl. 13. Á morgun kl. 10.30 leik-
fimi.
Grafarvogskirkja | Þorragleði í Graf-
arvogskirkju kl. 12, Þorramatur, kaffi og
konfekt. Gestur Guðni Ágústsson fv.
landbúnaðarr. Þorvaldur Halldórs. spilar.
Hraunsel | Rabb kl.9, myndmennt og qI-
gong kl.10, leikf.kl.11.30, boltaleikf. kl.
12, brids kl. 12, myndm.kl. 13, vatnsleikf.
kl. 14.10.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9,
leikfimi kl. 9, myndlist kl. 13, helgistund
kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson og söng-
stund á eftir, stólaleikfimi kl. 15.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eldri
borgarar hittast í kaffisal kirkju kl. 15,
söngur/ hugvekja, kaffi.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogsskóla framh.hópur II kl. 14.30, fram-
h.hópur I kl. 16.00, byrjendur kl. 17.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogssundl. í dag kl. 9.30. Félagsv.
á morgun kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi, vísnaklúbb. kl. 9.15, leikf. kl. 11,
handv. kl. 11, brids/vist kl. 13, postulín kl.
13, karlaklúbbur kl. 13.30.
Leshópur FEBK Gullsmára | Pétur
Gunnarsson gestur leshóps þri. 2. feb.
kl. 20. Þema kvöldsins eru bækur Péturs
um Þórberg Þórðarson frá Hala, enginn
aðgagnseyrir.
Norðurbrún 1 | Myndlistarnámsk.kl. 9,
leikfimi/postulín/handavinna kl. 13, smí-
ðast. opin, hljóðbók kl. 14,
Vesturgata 7 | Laust sæti í glerskurð,
Tiffanýs, á fimmtudögum kl.9.15. s. 535-
2740. Handav. kl. 11.30, spurt og spjall-
að, lesh. og bútas. kl. 13, frjáls spil kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaum-
ur/glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl.
9.30, leikf. kl. 10, framh.saga kl.12.30,
handavinna kl. 13, félagsv. kl. 14.
Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús kl.
13, spil, handav. og spjall, kyrrðarstund í
hádegi, súpa.
Eyvindur P. Eiríksson, Sands-mörk í Noregi, er mikill skötu-
maður.
„Skötu er erfitt að eiga og éta hér
hjá norskum, sem hafa þó sinn rak-
fisk, sem mér þykir ekki góður, en
hákarl ét ég hér á degi hverjum, upp
úr glerkrukku til að halda ilminum í
lágmarki, að viðbættum léttum
snafs!“ Og hann yrkir:
Hákarl er af hraustum mönnum
hátt aktaður
og ekki er sá með mönnum maður,
sem mjöðinn ekki þiggur glaður.
Hákarlslykkjum hollum vil ég hrósa
mikið,
en í ölinu far ei yfir strikið.
Ekki leysir það upp spikið!
Sonur Eiríks var hjá honum um
hátíðirnar, hinn ljúfasti drengur,
sem gefur þó lítið fyrir matarvenjur
föður síns, sem orti af því tilefni:
Taðskemmt krof og súran sel
segir hann ég gleypi,
grásleppu-aula og ýldum vel
ofan í vömb svo hleypi.
Lítinn og sætan lambsins haus
lifandi ég snæði
og mör-þorsk siginn svikalaus
síðan éti í næði.
Úldinn hákarl einnig ég
með unaðsstunum éti,
og eistun punga ógeðsleg
ómælt spænt ég geti.
En feyrðan rakafisk í belg
og fenalår samt þáði,
dádýr frítt og dauðan elg,
– drengur á norsku láði.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af rakfiski og skötu