Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010
VINNU við nýja íslenska listasögu
miðar vel og stefnt er að útgáfu á
verkinu í fimm bindum síðar á árinu,
að sögn ritstjóra verksins, Ólafs
Kvaran, fyrrverandi forstöðumanns
Listasafns Íslands, en hann er pró-
fessor í listasögu við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands.
Forlagið mun gefa verkið út í sam-
vinnu við Listasafn Íslands.
„Vinna er í fullum gangi. Bæk-
urnar eru í hönnunarferli, ljós-
myndatökum er að mestu lokið og
verið er að undirbúa ýmsa þætti í
sambandi við prentferlið,“ segir Ólaf-
ur.
„Þetta verða fimm bindi og fjallað
er um íslenska listasögu síðan á
seinni hluta 19. aldar fram til dagsins
í dag.“
Hann segir að bækurnar verði í
myndarlegu broti, sem hæfir metn-
aðarfullri listasögu og muni auk
fræðilegrar umfjöllunar verða bornar
uppi af fjölbreytilegu myndefni.
Fjórtán höfundar rita listasöguna,
höfundarnir skrifa aðgreinda kafla og
yfirleitt koma þrír að hverju bindi.
„Útgáfa listasögunnar er sam-
vinnuverkefni Listasafns Íslands og
Forlagsins, sem gefur verkið út.
Þetta er samvinnuverkefni og ég er
fulltrúi listasafnsins,“ segir Ólafur.
„Listasafnið ber ábyrgð á höfundum
og hinum fræðilega þætti. Þetta er
stærsta rannsóknarverkefni sem
safnið hefur ráðist í. Starfsmenn
safnsins koma að hinum ýmsum þátt-
um og eru mikilvægir þátttakendur,
ásamt starfsfólki Forlagsins, í að
móta þessa vinnu alla.“
„Stefnt er að útgáfu verksins í
haust,“ segir Egill Örn Jóhannsson
framkvæmdastjóri Forlagsins, þegar
hann er spurður um útgáfuna.
efi@mbl.is
Íslenska listasagan er væntanleg í haust
Verða fimm bindi
Ritstjórinn Ólafur Kvaran prófess-
or ritstýrir nýju listasögunni.
PROCESSIONS,
plata með verkum
Daníels Bjarna-
sonar, kemur út í
dag um allan heim
á vegum plötufyr-
irtækisins Bed-
room Community,
en á plötunni er
meðal annars
píanókonsertinn
Processions þar sem Víkingur Heiðar
Ólafsson leikur með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands.
Fyrsti dómurinn um plötuna hefur
þegar birst ytra, en það var í vefritinu
The Silent Ballet, thesilentballet.com,
sem fjallar helst um framúrstefnu- og
tilraunatónlist. Í umsögninni er það
rifjað upp að Daníel átti verkið All
Sounds to Silence Come á síðustu
plötu Ísafoldar, en þó það verk hafi
verið framúrskarandi þá slái Process-
ions það út.
Í dóminum segir gagnrýnandinn,
Richard Allen, meðal annars:
„Bjarnason, sem er rétt orðinn þrí-
tugur, nýtur þess að vera uppi á öld
stafrænnar tækni því fyrir vikið er
líklegt að hann lifi að sjá það að menn
kunni að meta verk hans, ólíkt for-
verum hans í klassíkinni. Processions
á það skilið að ryðja Daníel braut um
heim allan; hún hljómar sem eldur og
innsæi, tónlistarleg birtingarmynd
skipulagðs bruna.“
Eldur og
innsæi
Processions lofuð
Daníel Bjarnason
NÝJASTA sýn-
ing breska mynd-
listarmannsins
Michael Landy
hefur vakið mikla
athygli. Sýningin
nefnist Art Bin og
er í South London
Gallaríinu í sam-
nefndi borg. Eins
og felst í heiti sýn-
ingarinnar, Ruslatunnan, hefur
Landy breytt sýningarrýminu í risa-
stóra ruslatunnu og býður fólki að
fylla hana af misheppnaði myndlist
sem verður grafin í jörð, á ruslahaug-
unum, þegar sýningunni lýkur.
Það vakti ekki litla athygli þegar
fyrstu verkunum var hent í tunnuna,
þar sem sum brotnuðu en önnur hlóð-
ust upp. Þetta voru verk eftir vini og
kollega Landys, það á meðal hin
kunnu Damien Hirst, Söru Lucas og
Gillian Wearing. Þau hentu verkum
sem mörgum sýndust ágæt, úr mynd-
röðum sem hafa selst fyrir tugi millj-
óna króna. Almenningi er boðið að
fleygja misheppnuðum verkum sín-
um í tunnuna.
Myndlistin í
ruslatunnu
Michael Landy
ÚLFAR Bragason, rannsókn-
arprófessor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum
fræðum, flytur í dag, þriðju-
dag, erindi í hádegisfyrir-
lestraröð Sagnfræðingafélags-
ins. Fyrirlestraröðin ber heitið
Hver er dómur sögunnar? en
erindi Úlfars nefnist „Útlent
vald oss yfir dynur – Ísland
hefur jarl! – Eftirmæli Giss-
urar Þorvaldssonar“.
Erindið flytur hann í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safns Íslands kl. 12.05.
Úlfar fjallar um það hvort dómur sögunnar yfir
Gissuri Þorvaldssyni hafi breyst í sagnaritun síð-
ustu 50 ára.
Sagnfræði
Eftirmæli Gissurar
Þorvaldssonar
Úlfar Bragason
„HJÁ Händel í Brook stræti“
er yfirskrift tónleika kammer-
hópsins Nordic Affect, sem
haldnir verða innan Tíbrár-
tónleikaraðar Salarins, í kvöld
þriðjudag, klukkan 20.00.
Á tónleikunum verður gest-
um boðið á ímyndaða tónleika á
heimili Händels í Brookstræti í
London, en tónskáldið bjó þar
frá árinu 1723 allt fram til
hinsta dags. Tónlistarherbergi
hans rúmaði um 30 manns.
Flytjendur Nordic Affect eru Halla Steinunn
Stefánsdóttir, Hanna Loftsdóttir og Guðrún Ósk-
arsdóttir. Sérstakur gestur er Marta Guðrún
Halldórsdóttir, sópransöngkona.
Tónlist
Heilsa upp á Händ-
el í Brook stræti
Marta Guðrún
Halldórsdóttir
LJÓSMYNDASÝNINGIN Ís-
lendingar verður opnuð í Þjóð-
menningarhúsinu á morgun,
miðvikudaginn 3. febrúar.
Á sýningunni er úrval af
myndum úr samnefndri bók
eftir þau Unni Jökulsdóttur
rithöfund og Sigurgeir Sig-
urjónsson ljósmyndara sem
kom út árið 2004. Bókin var
gefin út á fjórum tungumálum
og hefur hlotið fádæma við-
tökur, bæði hér á landi sem og erlendis. Bókin var
tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Sýningin verður uppi í Þjóðmenningarhúsinu út
árið. Hún var áður sýnd á frönsku hátíðinni Les
Boréales – Un festival en Nord.
Ljósmyndun
Íslendingar í Þjóð-
menningarhúsinu
Sigurgeir við eina
ljósmyndina.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Í NÓVEMBER síðastliðnum var
verkið Tómið, The Void, flutt á jap-
anskri menningarhátíð í París, en
verkið sömdu þeir saman Sverrir
Guðjónsson og japanski slagverks-
leikarinn heimskunni Stomu Yama-
sh’ta. Í verkinu steyptu þeir Sverrir
og Yamash’ta saman fornum íslensk-
um sönglögum og kvæðum, japanskri
nútímatónlist, zen-búddistasöng og
slagverki, en franska sjónvarpsstöðin
Arte gerði heimildarmynd um tilurð
verksins og síðan voru tónleikarnir
einnig kvikmyndaðir.
Sverrir segir að þeir Yamash’ta og
hann hafi tekið að ræða hugsanlegt
samstarf fyrir þremur árum og fljót-
lega hafi komið að verkinu líbansk-
franski leikstjórinn Jacques Debs
sem hafði áhuga á að fylgja sköpunar-
ferlinu frá upphafi til enda. Debs fékk
Arte til að styrkja verkefnið og gerði
Sverri kleift að fara til Japan fyrir
tveimur árum og undirbúa Tómið
með Yamash’ta.
Togið frá kjarnanum
„Það var í þeirri ferð sem við átt-
uðum okkur á hvert við vildum stefna
og hvernig væri best að fara inn í
verkefnið, við ákváðum að byggja það
á því að farið væri inn í völundarhús,
labyrinth, inn á einhvers konar
steinaslóð sem ferðalangur fetar sig
eftir og verður táknrænt ferðalag fyr-
ir lífið þar sem maður þekkir ekki
leiðina en verður að feta sig eftir slóð-
inni og nálgast hægt og bítandi ein-
hvern kjarna, segul, sem dregur
mann áfram – ef maður lærir að
hlusta opnast skynfærin til að finna
togið frá kjarnanum.“
Sverrir segir að þeir Yamash’ta
hafi byggt töluvert á spuna sín á milli,
en hann hafi líka unnið mikið í radd-
tækni til að komast inn í hljóðheim
steinanna sem Yamash’ta leikur á,
enda sé svo mikið af yfirtónum í
stærri steinunum að það sé ekki leng-
ur um tónskala að ræða. „Ég fór því
út í þróunarvinnu með röddina og
stúderaði yfirtónasöng, raddskúlptúr
og jafnvel barkasöng; mig langaði að
byggja upp tónforða, finna nýja fleti
til viðbótar við kontratenórröddina,
að finna hinn endann á regnboganum,
fara inn í dýptina, þannig að ég hefði
allan skalann.“
Þeir Sverrir og Yamash’ta voru
síðan í stöðugu sambandi að móta
Tómið og síðastliðið vor dvaldi hann
síðan í Japan í mánuð „þar sem við
sprengjum okkur afturábak í gegn-
um miklahvell og röðum brotunum
síðan saman“. Í sumar kom Ya-
mash’ta síðan hingað með fylgdarliði
og kvikmyndatökumönnum frá Arte.
Tómið var svo flutt í París í haust,
eins og getið er, 9. nóvember síðast-
liðinn, og kvikmyndað í bak og fyrir.
Með þeim Sverri og Yamash’ta komu
fram ýmsir hljóðfæraleikarar, fjórir
kyrjandi zen-meistarar og einnig sýr-
lensk söngkona, Noma, sem Sverrir
segir að hafi komið inn með sinn ara-
bíska heim; „það mættust því nokkrir
heimar í einum brennipunkti og þá
kom í ljós að þetta er einn og sami
heimurinn, við höldum að heimarnir
séu margir, en í hnotskurn er heim-
urinn einn.“
Heimurinn er einn
Sverrir Guðjónsson vann tónverk með japanska slagverksleikaranum Stomu
Yamash’ta Verkið var frumflutt á japanskri menningarhátíð í París
Segull Sverrir Guðjónsson og japanski slagverksleikarinn Stomu Yamash’ta.
Stomu Yamash’ta vakti fyrst
athygli í heimalandi sínu sem
tónlistarmaður um 1970.
Hann stofnaði síðan hljóm-
sveitina Go 1976 og fékk til
liðs við sig þá Steve Winwood,
Al Di Meola, Klaus Schulze og
Michael Shrieve. Fyrsta plata
Go, samnefnd sveitinni, varð
mikil metsöluplata 1976 og
næsta hljóðversplata, Go Too,
seldist líka bráðvel, en í kjöl-
far hennar dró Yamash’ta sig
útúr tónlistinni að sinni, flutt-
ist til heimaborgar sinna,
Kyoto, og dvaldi í búdda-
klaustri um hríð. Hann hefur
síðan samið tónlist fyrir
fjölda kvikmynda, leikverka
og gefið út sólóskífur. Þess
má geta að hann samdi tón-
verk með Ragnhildi Gísladótt-
ur sem flutt var í Skálholti og
á Listahátíð í Reykjavík fyrir
fimm árum og síðar gefið út á
plötu.
Fjarri heimsins
glaumi
„Stórt er fallegt“
segir hann við vís-
indamanninn og skipar
honum að senda risastór-
an mat af himnum ofan 33
»