Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2010, Blaðsíða 31
Græn Dæmalaus dragt. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2010 Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE Fráskilin... með fríðindum TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA 600 kr. Gildir ekki í lúxus ÞAÐ RIGNIR MAT! HHH „Steikt, frumleg og sprenghlægileg.” T.V. - Kvikmyndir.is Fráskilin... með fríðindum Skemmtilegasta teiknimynd ársins! TVÆR VIKUR Á TOPPN UM Í USA Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE HHH -T.V., Kvikmyndir.is Alvin og Íkornarnir kl. 3:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 4:40 - 8 B.i.10 ára Did you hear about the Morgans kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum 3D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i. 12 ára Skýjað með kjötbollum á köflum 2D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ It‘s Complicated kl. 5:25 - 8 - 10:35 Lúxus Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 3:50Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHH -T.V., Kvikmyndir.is HHH „...hefur sama sjarma til að bera og forverinn“ -S.V., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND MEÐENSKU TALI ÍREGNBOGANUM TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR, NEMA ÍSLENSKAR! 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 900 kr. 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Það var í janúar 1978 á diskó-teki í Miami að ég sá TeddyPendergrass skemmta í fyrsta og eina skiptið. Það hefði eins getað gerst í gær, svo minnistætt var þegar Teddy kom hlaupandi í hvítu jakkafötunum úr eldhúsinu, í gegnum allan salinn (sem var stór og þéttskipaður), alla leið upp á svið- ið þar sem grúppan var löngu komin í diskógrúvið og allt varð brjálað í húsinu þegar hann hóf sönginn. Þarna var Teddy Pendergrass í ess- inu sínu, átti bara salinn eins og sagt er. Konur að sjálfsögðu í meirihluta enda kynþokki Teddy meiri en fjöl- margra jarðarbúa. Nú er ekki svo að ég muni lengur eftir einstökum lög- um, en stundum sér maður og heyrir tónlistarstemningu sem víkur ekki úr huga manns í fjölmörg ár – það er einmitt galdurinn við lifandi flutn- ing listamanna og sjarmatrölla á borð við Teddy Pendergrass.    Þegar þarna var komið í tónlistar-sögunni hafði Teddy Pender- grass átt farsælan feril. Hann fædd- ist 1950 og frá unglingsárum hafði hann sungið með poppuðum „soul“ grúppum í Philadelphíuborg, en seinna trommaði hann með söng- sveitinni Cadillacs. Í byrjun sjöunda áratugarins er Teddy ráðinn trommari Harold Melvin & the Blue Notes. Góðir menn uppgötvuðu að Pendergrass væri miklu hæfari sem söngvari en trommari og loks heyrðu það allir svo um munaði þeg- ar hann var forsöngvari fyrsta ofur- smells Blue Notes, „If You Dońt Know Me By Now“ árið 1972. Lagið sem samið var af Kenny Gamble og Leon Huff er líklega eitt vinsælasta og langlífasta „soul“ lag síðustu ald- ar, því margir hafa endurflutt það, þó að mínu mati toppi enginn upp- haflegu útgáfuna. Frábærar við- tökur við „If You Dońt Know Me By Now“ og fleiri lögum, gat ekki af sér þá gleði í sveitinni sem búast mátti við heldur þvert á móti, þá hætti Teddy Pendergrass í Blue Notes ár- ið 1976 og hóf sólóferil. Strax með sinni fyrstu sólóplötu árið 1977 sló hann í gegn og allt fram til ársins 1982 var Teddy Pendergrass ein- faldlega vinsælasti „soul“-söngvari í heimi. Plötur hans náðu allar gull- eða platínusölu og fjölmargar Grammy-útnefningar fylgdu í kjöl- farið. Eftirminnilegustu lög hans voru „Love TKO“ og „Turn Off the Lights“, en titlarnir segja allt um tónlistina og lögin sem snerust jafn- an um ástina og samskipti kynjanna. Í mars 1982 lenti Pendergrass í bíl- slysi á Rolls Royce-inum sínum, sem leiddi til lömunar fyrir neðan mitti og nýrrar tilveru, bundinn við hjóla- stól. Þrátt fyrir fötlunina hélt hann áfram að koma fram og gefa út nýtt efni, þó hann næði aldrei sömu hæð- um í vinsældum og áður. Teddy Pendergrass lést 13. janúar sl. eftir erfiða baráttu við ristilkrabbamein.    Kvöldið góða á diskótekinu áMiami var auðvitað engu líkt. Þarna vorum við nokkrir Frónbúar í útskriftarferð í endalaust góðum fíl- ing. Miami-borg þess tíma á mikilli uppleið þökk sé Tony Montana og Ómari Suarez. Tónlist dagsins var diskó, ekkert mið-evrópskt útvatnað gleðisull, heldur svart og sykurlaust tjáningarríkt fönk-soul-diskó. Teddy Pendergrass var í fararbroddi flytj- enda, skilgetinn sonur jöfra á borð við Wilson Pickett og þó sérstaklega Marvin Gaye. Maðurinn söng eins og engill, en þó með kynþokka sem örfáir höfðu. Sjálfstraustinu var ágætlega lýst þegar hann hélt svo- kölluð „ladies night only“ skemmt- anir á þessum árum. Konurnar greinilega markhópurinn, mundi vera sagt í markaðsfræðinni. Ís- lensku menntskælingarnir á Miami í janúar 1978 voru varla í markhópi Teddy Pendergrass, þó þeir þekktu ágætlega til margra samferðar- manna hans. Rokkhundarnir í hópn- um þurftu að skræla af sér þung- lyndislegar pælingar fyrri ára. Þetta var ekki staður fyrir Jim Morrison! ornthor@mbl.is Teddy og ég AF TÓNLIST Örn Þórisson » Teddy kom hlaup-andi í hvítu jakka- fötunum úr eldhúsinu, í gegnum allan salinn (sem var stór og þéttskipaður), alla leið upp á sviðið þar sem grúppan var löngu komin í diskógrúvið og allt varð brjálað í húsinu. Æsandi „Maðurinn söng eins og engill, en þó með kynþokka sem örfáir höfðu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.