Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ALLS hafa 5.347 manns leitað til
Stígamóta á þeim 20 árum síðan
starfsemin hófst. Nú á síðasta ári
leituðu 539 hjálpar. Fjöldi þeirra ein-
staklinga sem færast á milli ára og
leita áfram hjálpar er meiri en 2008
en hinsvegar fækkaði nýjum málum
úr 237 í 231 á milli ára.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Stígamóta sem kynnt var í gær. Guð-
rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta,
segir það vonandi gleðiefni að nýjum
málum hafi fækkað um 15% en tekur
því engu að síður með fyrirvara.
„Venjan er sú að fólk byrjar á því
að reyna að grafa og gleyma. Það
ætlar ekki að láta þennan atburð
hafa stjórn á lífi sínu, það ætlar að
hrista hann af sér og láta eins og
ekkert sé. Stundum gengur það
hinsvegar ekki allt of vel og loks
verður eitthvað til þess að það fær
kjarkinn eða kraftinn til þess að
ákveða að vinna úr gömlu ofbeldi og
þá kemur það til okkar.“
Færri vegna kreppunnar?
Þannig sýna komuskýrslur Stíga-
móta að flestir sem leita þangað gera
það árum eða jafnvel áratugum eftir
að ofbeldið á sér stað. Rúmur helm-
ingur þeirra sem leita til Stígamóta
er á aldrinum 18-29 ára, en í mörgum
tilfellum er það vegna allt að 15 - 20
ára gamalla mála.
Stígamótakonur reyna að greina
hvort efnahagsástandið hafi áhrif á
nauðgunarmálin en í ljósi þessa telur
Guðrún að séu slíkar sveiflur til stað-
ar muni þær ekki koma fram hjá
Stígamótum fyrr en síðar.
„Ég held að hluti af skýringunni
fyrir þessari fækkun sé einmitt sá að
fólkið sem undir venjulegum kring-
umstæðum byrjar að vinna úr sínum
málum leyfir sér það ekki nú vegna
þess að það er að kljást við einhvers
konar efnahagsvanda, atvinnumissi
eða annað. Þú þarft ákveðinn kraft
til að leggja í þessa vinnu og okkur
grunar að fólk bíti á jaxlinn um stund
og færri veiti sér það að vinna úr sín-
um málum heldur en áður.“ Annað
árið í röð fjölgar hinsvegar sjálfs-
vígstilraunum, sem 18,6% einstak-
lingar gerðu, og sjálfsvígshugsunum
sem tæp 43% kannast við. „Þessar
tölur hafa hækkað verulega síðustu
tvö ár og það er merki um verri líðan
okkar fólks,“ segir Guðrún.
Þjónustu hætt á landsbyggðinni
Þá ber að líta til þess að vegna
efnahagsástandsins voru Stígamóta-
konur nauðbeygðar að skera starfið
niður á síðasta ári. Stöðugildum var
fækkað um tvö og skorin niður þjón-
usta, m.a. verkefnið Stígamót á stað-
inn sem fólst í því að ráðgjafi Stíga-
móta flaug reglulega út á land og
veitti viðtöl í leynilegu heimilisfangi.
42 konur nýttu sér þessa þjónustu
á 6 stöðum á landsbyggðinni, færri
komust að en vildu og alls 184 viðtöl
voru veitt áður en starfinu var hætt
um mitt árið 2009.
Guðrún segir það bagalegt að
þurfa að hætta í miðju kafi að veita
stuðning sem margar konur byrjuðu
að treysta á. Tekjur Stígamóta koma
frá ríki og sveitarfélögum auk
styrkja og safnana.
Sú varhugaverða þróun kemur
fram í komuskýrslu Stígamóta að
kynferðisglæpir séu að verða gróf-
ari. Tekist var á við 13 hópnauðganir
hjá Stígamótum og 13 nauðganir þar
sem konurnar telja að sér hafi verið
byrluð lyf, án þess að geta fært sönn-
ur á það. „Þessi teikn um að ofbeldið
sé að verða grófara komu fram í
fyrra og koma fram í annað skiptið
núna,“ segir Guðrún.
Heimilin eru hættulegust
Heimili landsmanna eru enn
hættulegustu staðirnir fyrir fórnar-
lömb kynferðisofbeldis, en þar voru
yfir 70% nauðgana framin á síðasta
ári. Þá kemur fram að í 18,6% tilvika
voru vopn notuð við ofbeldisverkin
og hótanir í 30,8% tilvika.
„Nauðgun er í sjálfu sér gífurleg
aðför að persónu þess sem fyrir
henni verður, en líkamsmeiðingar
vega þungt í meðferð þessara mála,“
segir Guðrún. Þegar nauðgun sé
framin sé það fyrst og fremst kyn-
ferðislegt sjálfræði sem sé vanvirt og
þetta eigi nauðgunarákvæði í lögum
að endurspegla. „Það eru skilaboð
sem ég vona að séu á leiðinni í gegn.“
Ljótur blettur á jafnréttisríkinu
Nýjum nauðgunarmálum fækkaði um 15% hjá Stígamótum 2009 Fjölgun hóp- og lyfjanauðgana
bendir til að ofbeldið verði grófara Stígamót þurftu að fækka stöðugildum og skera niður þjónustu
Stígamótakonur Halldóra Halldórsdóttir, Karen Eiríksdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir og Guðrún Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Golli
Ofbeldi karla gegn konum er enn
ljótasti bletturinn á jafnréttisrík-
inu Íslandi segja Stígamótakon-
ur. 539 leituðu sér hjálpar vegna
kynferðisofbeldis á síðasta ári.
18,4% brotaþola voru karlar.
Ástæður þess að leitað var til Stígamóta
Tölur fyrir árið 2009
Fjöldi Hlutfall
Sifjaspell 99 20,8%
Grunur umsifjaspell 7 1,5%
Nauðgun 110 23,2%
Grunur umnauðgun 12 2,5%
Nauðgunartilraun 20 4,2%
Klám 16 3,4%
Vændi 5 1,1%
Kynferðisleg áreitni 64 13,5%
Andlegt ofbeldi 72 15,2%
Líkamlegt ofbeldi 39 8,2%
Ofsóknir ofbeldismanns 26 5,5%
Annað 2 0,4%
Ekki viss 3 0,6%
Hvar átti kynferðisofbeldið sér stað?
Á sameiginlegu heimili 59 17,7%
Áheimili ofbeldismannsins 91 27,2%
Áheimili brotaþola 41 12,3%
Í heimahúsi 47 14,1%
Ávinnustað 10 3,0%
Áeða við skemmtistað 8 2,4%
Áútihátíð 4 1,2%
Í tómstundumeða íþr.starfi 5 1,5%
Áopinberri stofnun 4 1,2%
Utandyra 36 10,8%
Annað 23 6,9%
Ekki viss 6 1,8%
Árið 2010 er afmælisár Stíga-
móta, því á Alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna í gær voru 20
ár liðin síðan starfsemi þeirra
hófst. Afmælinu verður fagnað
með margvíslegum hætti allt
þetta ár, enda er árið merkilegt
fyrir margra hluta sakir.
Má sem dæmi geta þess að
95 ár eru nú liðin síðan konur
fengu kosningarétt, 35 ár frá
fyrsta kvennafrídegi, 40 ár frá
stofnun Rauðsokka, 30 ár frá
því frú Vigdís Finnbogadóttir
varð forseti, auk þess sem
Kvenfélagasambandið verður
80 ára.
Í tilefni 20 ára afmælisins
hafa Stígamót boðað til ráð-
stefnu í dag um nauðganir og
viðbrögð samfélagsins við
þeim. Í október verður svo há-
punktur afmælisins, þegar al-
þjóðleg ráðstefna verður haldin,
auk þess sem öll kvennahreyf-
ingin hefur sameinast um að
endurtaka kvennafrí þann 25.
október. Þá munu konur ganga
út af vinnustöðum sínum og er
von á fjölmörgum erlendum
kvennahópum til að taka þátt.
Kvennafríið end-
urtekið í október
Við vökum yfir
fjármunum þínum 13,1%
ávöxtun
EIGNASAFN 2
*