Morgunblaðið - 09.03.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 09.03.2010, Síða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Svíþjóð Ísland Finnland Holland Danmörk Noregur Belgía Spánn Þýskaland Sviss Portúgal Austurríki Lúxemborg Litháen Króatía Ítalía Lettland Eistland Bretland Frakkland Grikkland Tékkland Írland Bosnía-Hersegóvína Ungverjaland Slóvenía 22,0 % 15,5 % 20,8 % 21,6 % 11,9 % 16,0 % 19,8 % 21,1 % 13,3 % 18,5 % 11,2 % 11,1 % 21,0 % 28,5 % 23,3 % 32,2 % 25,8 % 46,4 % 37,9 % 37,3 % 41,5 % 38,0 % 35,1 % 41,3 % 28,3 % Að meðaltali var hlutfall kvenna á þjóðþingum aðildarlanda Evrópuráðsins 23,7% árið 2008, samkvæmt skýrslu sem birt var í tilefni af alþjóðlega kvennadeginum sem var í gær. Hlutfall kvenna á þjóðþingum landa Evrópuráðsins árið 2008. Á Íslandi jókst hlutfallið úr um 33% í 43% í þingkosningunum á síðasta ári. KYNJAHLUTFALLIÐ Á ÞJÓÐÞINGUM EVRÓPU Heimild: Evrópuráðið 43 % ÁHORFENDUR fagna Newton Marshall, fyrsta Jamaíkamanninum sem tekið hefur þátt í hunda- sleðakeppninni Iditarod sem hófst í Alaska um helgina. Keppnin er mikil þrekraun fyrir ekilinn og sleðahundana: yfir 1.800 kílómetra kapp- hlaup yfir ísbreiður, um þétta skóga, snæviþakin fjöll og nístingskalda strönd Alaska. Keppend- urnir lenda oft í grenjandi stórhríð, frostið er yfirleitt um 40 stig og getur farið niður í 90 stig. Reuters UM 1.800 KM KAPPHLAUP Í FIMBULFROSTI ÖRVÆNTINGARFULLRI leit að þriggja mánaða dreng, sem var rænt úr barnavagni í Finnlandi, lauk eftir þrjá tíma þegar barnið fannst grafið í skafl. Lögreglumenn heyrðu drenginn gráta og grófu hann upp úr snjóskafl- inum. Litli drengurinn fannst nálægt staðnum þar sem honum var rænt í gærmorgun. Hann var í kuldagalla og með húfu og vettlinga þegar honum var rænt. Farið var með snáðann á sjúkrahús og líður honum eftir atvik- um vel, að sögn lögreglunnar í Var- kaus. Hufvudstadsbladet segir að lög- reglan rannsaki málið sem barnsrán. Fjöldi lögreglumanna, herþyrla og margir sjálfboðaliðar tóku þátt í leit- inni. Lögreglustöðvum í nálægum byggðarlögum var einnig gert viðvart. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver tiltekinn liggi undir grun um barnsránið. Drengnum var rænt þar sem hann lá í barnavagni utan við einbýlishús í Kuoppakangas-hverfi. Móðir drengs- ins var þar í heimsókn og hafði litið eftir honum um tíu mínútum áður en honum var rænt. Þriggja mánaða barni rænt Fannst í skafli eftir umfangsmikla leit BARBARA Rosenkranz hef- ur verið sökuð um vera „laum- unasisti“ og það fór því um marga þegar til- kynnt var í vik- unni sem leið að hún yrði í fram- boði í forseta- kosningum sem fram fara í Austurríki 25. apríl. Rosenkranz hefur gagnrýnt lög, sem banna stofnun nasistahreyf- inga og nasískan áróður, og fram- boð hennar hefur því vakið á ný umræðu um arfleifð nasismans í Austurríki. Rosenkranz er á meðal forystu- manna Frelsisflokks Austurríkis sem er lengst til hægri í stjórn- málum landsins. Líklegt er að hún verði eini keppinautur Heinz Fischers forseta í kosningunum. Leiðtogar annarra stjórnmála- flokka í Austurríki og fjölmiðlar hafa þegar látið í ljósi áhyggjur af því að forsetaframboð Rosenkranz geti skaðað ímynd landsins. Á móti „þarflausum hömlum“ Samkvæmt lögum, sem sett voru árið 1947, varðar það allt að 20 ára fangelsi að stofna nas- istahreyfingu, breiða út nasískan áróður eða afneita helförinni. Bar- bara Rosenkranz kveðst ekki vilja afnema bannið við nasistahreyf- ingum en hefur gagnrýnt lögin fyrir að setja „þarflausar hömlur“ á tjáningarfrelsið. Austurrískir stjórnmálamenn, jafnt til hægri sem vinstri, mann- réttindahreyfingar og for- ystumenn kaþólsku kirkjunnar hafa gagnrýnt ummæli forseta- efnisins. „Svona fólk má ekki vera í kjöri,“ er haft eftir erkibiskupi Vínar, Christoph Schönborn kard- ínála. Einn leiðtoga gyðinga í Austurríki sagði að Rosenkranz væri landinu til skammar. Hans Dichand, útgefandi Kron- en Zeitung, áhrifamikils dagblaðs, hvatti kjósendur til að styðja Rosenkranz eftir að framboð hennar var tilkynnt en hefur nú dregið í land og hvatt hana til að ýta frá sér „öllum hugmyndum þjóðernis-sósíalista“. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu árið 2003 að blaðamaður hefði ekki gerst sekur um meiðyrði þegar hann lýsti Rosenkranz sem „laumunasista“ þar sem viðhorf hennar til nasismans væru óljós. bogi@mbl.is Forsetaefnið laumunasisti?  Frambjóðandi Frelsisflokks Austurríkis gagnrýnir lög sem banna nasistaáróður Barbara Rosenkranz. Sydney. AFP. | Vís- indamenn í Ástr- alíu telja að auk fimm bragðteg- unda, sem vitað hefur verið um, séu bragðlaukar mannsins mis- næmir fyrir sjötta bragðinu: fitu. Það kann að skýra hvers vegna sumir virðast ekki vita hvenær þeir hafa fengið nóg af fituríkri fæðu á borð við franskar kartöflur og súkkulaðitertur. „Við vitum að tunga mannsins getur greint fimm bragðtegundir – sætt, salt, súrt, beiskt og umami [prótínríkt bragð sem finnst m.a. af sojasósu og kjúklingakrafti],“ sagði einn vísindamannanna, Russell Keast, við Deakin-háskóla. Um 50 manns tóku þátt í rann- sókn sem leiddi í ljós að allir gátu greint fitusýrur þótt þeir væru mis- næmir fyrir bragðinu. Þeir sem voru næmir fyrir fitusýrunum borðuðu minna af fitu en þeir sem þurftu að fá meira af fitusýrunum til að greina þær. „Þeir sem voru næmir fyrir fitusýrunum voru einn- ig með lægri BMI-þyngdarstuðul,“ sagði Keast. Hann gat sér þess til að þeir sem væru ekki næmir fyrir fitusýrum gerðu sér síður grein fyrir því hvenær þeir hefðu fengið nóg af fitunni. Fita sögð vera „sjötta bragðið“ NOKKRAR múslímskar konur hættu á að lögreglumenn handtækju þær þegar þær reyndu að biðja í aðalsal Íslömsku miðstöðvarinnar í Washington á svæði sem yfirleitt er aðeins ætlað karlmönnum. „Við þurfum að rífa niður múrana og leyfa konum að biðja á aðal- bænasvæðinu. Það er ósk okkar,“ sagði Fatima Thompson, sem sner- ist til íslamskrar trúar fyrir átján ár- um. „Við erum á móti aðskilnaði kynjanna, á móti þeirri staðreynd að konur eru settar til hliðar eða í allt annað herbergi í moskunni.“ „Í þessu landi er ekki hægt að segja blökku- manni að sitja úti í horni en hægt er skipa konu að gera það,“ sagði Asra Nomani, múslímskur fem- ínisti sem hefur tekið þátt í fleiri slíkum mótmæl- um í moskum í Bandaríkjunum. „Við ætlum að bíða þangað til lög- reglan kemur og sér um þetta mál því að hér er fólk sem kom til að trufla bænirnar,“ sagði bænaprestur moskunnar. Nokkrum mínútum síðar komu þrír lögreglumenn á staðinn og hót- uðu að handtaka konurnar ef þær færu ekki af bænasvæðinu. Þær féll- ust á að fara út úr moskunni en fóru með bænirnar á götu fyrir utan. „Þetta er andstyggilegt,“ sagði karlmaður þegar hann fór út úr moskunni. „Ef þær eru múslímar þá eiga þær að virða reglurnar.“ „Byggið ykkar eigin mosku,“ sagði annar karlmaður. Kynjaaðskilnaði mótmælt Múslímskar konur á bæn. Leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz- Christian Strache, neitar því að flokkurinn vilji afnema lögin sem banna nasistahreyfingar í Austurríki, þrátt fyrir ummæli forsetaefnisins. „Enginn í Frels- isflokknum styður nasisma,“ sagði Strache en viðurkenndi að Barbara Rosenkranz „hefði ef til vill getað orðað skoðun sína bet- ur“. Rosenkranz er andvíg Evrópu- sambandinu, vill stemma stigu við innflutningi fólks frá öðrum löndum og kveðst berjast fyrir hefðbundum fjölskyldugildum og hlutverkum kynjanna. Rosenkranz er 51 árs og eigin- maður hennar, Horst Jacob Rosenkranz, var félagi í flokki ný-nasista, NPD, sem hefur ver- ið bannaður. Hann er enn rit- stjóri blaðsins Fakten sem tengdist ný-nasistaflokknum. Kveðst ekki vilja afnema bannið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.