Morgunblaðið - 09.03.2010, Page 15

Morgunblaðið - 09.03.2010, Page 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Góan byrjaði með miklum krafti í Mýrdalnum á einum sólarhring snjóaði þannig að flestir vegir urðu ófærir á svæðinu og snjóflóð féll við syðsta bæ landsins Garða, ekki urðu nein slys á mönnum en girðingar skemmdust og dráttarvél sem stóð á hlaðinu færðist úr stað, ekki var talið þorandi annað en að rýma nokkra bæi vegna snjóflóðahættu. En skjótt skipast veður í lofti, snjórinn sem var laus í sér var mjög fljótur að fara, á nokkrum dögum rigndi hann niður þannig að hann er nánast horf- inn.    Sveitarstjórn Mýrdalshrepps af- greiddi tillögu að aðalskipulagi á fundi 1. mars, skipulagsfulltrúa var falið að senda tillöguna til skipulags- stofnun til afgreiðslu. Í þessari til- lögu felst að þjóðvegur 1 verður færður suður fyrir Víkurþorp í gegnum Reynisfjall um jarðgöng eftir norður ósbökkum Dyrhólaóss suður fyrir Geitafjall og tengist inn á þjóðveginn við Litla Hvamm. Með þessari leið fæst þriggja km stytting á þjóðveginum og þar að auki er leið- in öll á láglendi sem er mikil breyt- ing frá þeim þjóðvegi sem liggur um Mýrdalinn í dag.    Fyrirhuguð er bygging á 730 metra sjóvarnagarði frá Víkurá og vestur í hrapið sunnan við þorpið í Vík enda ekki seinna vænna ef takast á að hefta landbrot í fjörunni. Komið er loforð um 100 milljónir frá Sigl- ingastofnun til að hefja fram- kvæmdir við garðinn og er einungis beðið eftir að áðurnefnt aðalskipulag fáist staðfest til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir. Byggingarframkvæmdir eru í full- um gangi, verið er að stækka Hótel Vík og einnig húsnæði Víkurprjóns en ferðamannaverslunin var löngu búin að sprengja af sér húsnæðið, þá er verið að byggja við Hótel Dyr- hólaey og hjá Ferðaþjónustunni í Sólheimahjáleigu er verið að setja upp nokkur smáhýsi sem flutt eru ofan af hálendi Austurlands og þar að auki er verið að hefja byggingu á nýju íbúðarhúsi í Vík, enda ríkir mikil bjartsýni fyrir komandi sumri hjá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, fullbókað er orðið í gistingu yfir mesta ferðamannatímann hjá ein- hverjum af hótelunum. Matís lagði niður og breytti varn- arlínum vegna sauðfjársjúkdóma á síðasta ári, bændur eru ekki allir á eitt sáttir með þessar breytingar en þær verða til þess að nú geta bænd- ur flutt sauðfé á milli svæða nánast óhindrað og þar með flutt sjúkdóma milli svæða þar sem þeir hafa ekki áður verið til staðar, t.d. í Mýrdaln- um þar sem ekki hefur fundist lungnapest, garnapest, eða tannlos. Bændur þurfa því alvarlega að velta því fyrir sér hvort ávinningur af flutningum á kindum eða geitum sé þess virði að fá inn á svæðin nýjar tegundir af sjúkdómum sem ill- gerlegt er að losna við aftur eða út- rýma. Kvenfélag Hvammshrepps er ný- lega orðið 90 ára gamalt og hélt af því tilefni kaffi veislu í Leikskálum í Vík á degi kvenfélagskvenna, við þetta tækifæri afhenti Björg- unarsveitin Víkverji í Vík öllum fé- lögum í kvenfélaginu svuntur með áletruðum nöfnum þeirra, en þær hafa verið mjög duglegar að styrkja sveitina í gegnum tíðina. FAGRIDALUR Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÚR BÆJARLÍFINU Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hundeigandi verður alltaf að muna aðhundurinn er hundur og vill veraþað áfram en ekki verða maður.Sýna þarf hundinum traust og virðingu, það er galdurinn en jafnframt þarf hann aga,“ segir Heiðrún Villa Ingudóttir, hundaatferlisfræðingur á Akureyri. Hún hefur átt hunda í 12 ár og stundaði fjögurra mánaða fjarnám í þessum fræðum við skóla í Bretlandi. Þar var hún nýlega í viku á framhaldsnám- skeiði, hitti kennara sinn og auk þess einn af þekktustu mönnum á þessu sviði í heiminum, Bandaríkjamanninn Cesar Millan. „Ég hef verið lengi í þessum bransa, hef átt og þjálfað hunda en að vísu ekki stundað hundarækt, það gæti gerst einhvern tíma seinna,“ segir Heiðrún. „Ég hef skrifað marg- ar greinar í blöð og tímarit eins og Sám og 2008 kom út bók eftir mig, „Gerðu besta vininn betri“. Undanfarin fjögur ár hef ég farið heim til fólks hér á Akureyri sem leitar til mín og veitt aðstoð, þetta er starfið mitt og það er mjög skemmtilegt! En ég ætla núna að fara að kenna um allt land, reyna að deila þessum mikla fróðleik sem ég ræð nú yfir, aðstoða fólk við að læra á hund- inn sinn. Þannig fá bæði hundur og manneskja allt sem hægt er út úr sambandinu. Mestan áhuga hef ég haft á erfiðum hegðunarvanda- málum og hef sérhæft mig í þeim. Svo fór að ég komst að hjá einum fremsta atferlisfræð- ingi Bretlands sem heitir Sharon Bolt og starf- ar í London.“ Þarfir hundsins í fyrirrúmi Fólk getur fengið ókeypis ráð hjá Heiðrúnu og fylgst með því hvar hún er á landinu hverju sinni með því að fara inn á www.sappo.is. En hvaða gera hundaatferlisfræðingar? „Þeir einbeita sér að því að læra á hundinn, læra um þarfir hans, hvað hann þurfi til þess að líða vel. Þegar fólk einbeitir sér að þörfum hundsins er hægt að ná árangri við þjálfun, að mínu mati. Hundaþjálfarar helga sig kannski meira skipunum sem mannfólkið bjó til. Ég á við hlýðniæfingar: sestu!, leggstu!, kyrr!, dauður!. En í atferlisfræðinni lærum við að lesa tungumál hundsins, náum þannig sam- skiptum við hann. Atferlisfræðin beinist að því að búa til yfir- vegaðan og góðan hund sem líður vel og út úr því fær maður alveg magnaðan hund. Hundar eru ekkert að gramsa í fortíðinni, þeir eru ekk- ert að láta sig dreyma um framtíðina, þeir lifa núna og njóta þess að vera til og það er margt sem við getum lært af þeim. Úlfar [forfeður allra hunda] eru hópdýr og þegar þeir eru saman í hóp tala þeir saman bæði með líkamstjáningu en líka með orku- flæðinu á milli dýranna. Þeir finna pirring, streitu og hræðslu hjá hinum. Við mannfólkið höfum týnt miklu af þessu niður vegna þess að við notum svo mikið tungumálið. En hundar nota sömu aðferð og úlfarnir, lesa minnstu hreyfingar hjá fólki. Það geta þeir þegar þeir eru búnir að kynnast fólkinu, læra að þetta þýðir þetta og svo framvegis. Og oft les hann ýmislegt út úr því sem við gerum ósjálfrátt og án þess að vita af því! Fyrsta skynfærið sem virkar er nefið Þegar hvolpur fæðist er nefið opið en augun og eyrun eru lokuð, þau opnast ekki fyrr en 15- 20 dögum eftir fæðingu. Hundurinn lærir því að finna mömmu sína með nefinu, skynja orkuna frá henni. Nefið er mikilvægt verkfæri fyrir hundinn. En við notum augun og eyrun þegar við t.d. heilsum. „Hæ, hvað segirðu“ og réttum fram höndina. Þetta getur hins vegar virkað sem ógnun á hund ef hann fær ekki fyrst að þefa. Sumir hundar gætu því reynt að forða sér eða hreint og beint frosið ef þeir fá ekki fyrst að kynnast gesti með því að þefa af honum. Þetta þarf fólk að læra og kenna líka börn- um um sínum. Ekki að vaða beint á hund held- ur leyfa honum að koma, leyfa honum sjálfum að ákveða hvort hann vill vera hjá gestinum eða fara. Þeim líst misvel á fólk og börn eins og okkur á fólk. Ef maður snýr sér að hundi og hallar sér yfir hann getur það virkað ógnandi á hann af því að við erum miklu hærri en hund- urinn. Stellingin er ógnandi. Maður þarf að læra rétta líkamsbeitingu gagnvart hundinum. Ég skamma aldrei hundana mína ef þeir gera eitthvað af sér heldur leiðrétti þá og verð- launa rétta hegðun með því t.d. að segja flott hjá ykkur og klappa þeim. Seinna er nóg að segja flott, þeir skynja þá inni í sér að ég er ánægð.“ En hundar þurfa leiðtoga, segir Heiðrún, al- veg eins og úlfar þurfa forystuúlf og eigandinn verður að gegna þessu hlutverki. Til að verða góður leiðtogi hundsins síns er mikilvægt að skilja við hvaða aðstæður hann þarf leiðsögn. Þær aðstæður eru til dæmis gangan, matar- tíminn, þegar fólk kemur og fer og við að- stæður þar sem hundurinn hagar sér óæski- lega. Hundurinn má t.d. aldrei stökkva fram og fagna gesti með því að flaðra upp um hann. Hann verður að læra hvar hann má vera og hvar ekki, agi og ákveðin regla eru algert skil- yrði, annars líður hundinum illa. Hvernig best er að læra hundamál Lærimeistari Heiðrún Villa og Sharon Bolt sem var kennari hennar í fjarnámi í London. Vinir Heiðrún Villa á sjálf tvo hunda, hér er hún með Sóma sem hún heldur mikið upp á. „Hann lærbrotnaði og eigandinn neitaði síðan að sækja hann á dýraspítalann. En ég tók hann að mér og Sómi náði sér alveg eftir slysið. Hann er yndislegur hundur.“ Menn tjá sig að mestu með tungumálinu en dýrin túlka líkamshreyfingar og stellingar. Hundeigendur þurfa líka að skilja líkamstjáningu gæludýra sinna, segir ráðgjafinn Heiðrún Villa Ingudóttir á Akureyri. Það geta þeir þegar þeir eru búnir að kynnast fólkinu, læra að þetta þýðir þetta og svo framvegis. Og oft les hann ýmislegt út úr því sem við gerum ósjálfrátt og án þess að vita af því! Hundar þurfa auðvitað mat, vatn og húsaskjól en þar fyrir utan fyrst og fremst hreyfingu, aga og umhyggju. Þegar þeir fá þetta allt sýna þeir manni vel að maður er að gera rétt og þá eru þeir alveg yndislegir,“ segir Heiðrún Villa. „Ég þarf varla að tala við hundana mína, dugar að benda þeim. Sterkasta tækið sem hægt er að nota til að aga hundinn er gangan. Ef eigand- inn stjórnar henni vel er um leið verið að segja honum hver hafi völdin. Við megum ekki leyfa hundinum að stjórna of miklu á göngunni. Mjög mikilvægt er að láta hund ganga við hæl, nota réttar aðferðir við að kenna honum það, ekki þvinganir eða rykkja í ólina. Svo verður að nota part af göngutúrnum til að leyfa honum smá frelsi en þú stjórnar! Þú ákveður hvað hann fær að vera lengi alveg frjáls. Margir leyfa hundinum að vera uppi í sófa, leyfa honum allt. Hundurinn getur þá orðið mjög stressaður af því að hann hefur engar reglur til að fara eftir á heimilinu. Hann veit ekkert hvar hann hefur fólk, veit ekki hver er við stjórn, reynir að stjórna sjálfur. Þetta er of mikil ábyrgð fyrir hann. En ef einhver býr til þrjár eða fjórar einfaldar reglur sýnir það hundinum að þessi sami aðili er að stjórna og það er frábært. Það þarf að vera einhver leið- togi sem stjórnar honum.“ Gangan er sterkasta tækið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.