Morgunblaðið - 09.03.2010, Side 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010
✝ Guðrún JóhannaÞorláksdóttir
fæddist á Siglufirði
18. júní 1925. Hún lést
á Landspítalanum 28.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóhanns-
dóttir frá Hofsósi, f. 6.
júní 1897, d. 5. apríl
1963, og Þorlákur
Guðmundsson úr
Fljótum í Skagafirði,
f. 22. júlí 1894, d. 5.
júní 1994. Systkini
Guðrúnar Jóhönnu
eru Friðgeir, f. 1. maí 1923, d. 14.
febrúar 1991, Ingimar, f. 23. júní
1924, Andrés, f. 7. ágúst 1926, d. 9.
maki Hafsteinn Alfreðsson. Guðrún
Þórlaug á fjóra syni, Jóhannes
Snævar, f. 24. maí 1965, Hörð Snæv-
ar, f. 21. júní 1966, Eirík Hafberg, f.
15. janúar 1971 og Kristján Reykdal,
f. 6. mars 1974. 2) Guðfinna Ása, f. 7.
mars 1946. Börn hennar eru Jó-
hanna Hafdís, f. 11. janúar 1967,
Guðrún Þórlaug, f. 11. desember
1968, Eydís, f. 2. apríl 1971, og Guð-
björg Guðný, f. 28. mars 1975.
Barnabarnabörn Guðrúnar Jóhönnu
eru orðin 26, þar af eitt látið.
Jóhanna bjó framan af á Siglu-
firði og í Ólafsfirði og vann við fisk-
vinnslu og síldarsöltun á Siglufirði.
Jóhanna og Jóhannes fluttu suður til
Keflavíkur árið 1963 og hóf hún
störf á Keflvíkurflugvelli við hrein-
gerningar. Síðustu árin bjuggu Jó-
hanna og Jóhannes í Ási í Hvera-
gerði.
Útför Jóhönnu fer fram í dag,
þriðjudaginn 9. mars, í Innri-
Njarðvíkurkirkju og hefst athöfnin
kl. 13.
apríl 1963, Pálína, f.
21. apríl 1928, Sús-
anna, f. 17. apríl 1929,
d. 7. apríl 2007,
Sveinn, f. 7. júní 1930,
Pétur, f. 22. ágúst
1932, d. 7. apríl 1953,
Ásmundur, f. 5. janúar
1935, Snorri f. 3. apríl
1936, d. 29. nóvember
2007, Skjöldur, f. 30.
mars 1937, d. 1. mars
2003.
Guðrún Jóhanna
giftist Jóhannesi Ás-
grímssyni 9. október
1943, f. 23. nóvember 1911, d. 22.
apríl 2001. Dætur þeirra eru: 1)
Guðrún Þórlaug, f. 18. júní 1943,
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku mamma. Mig langar að
heiðra minningu þína með nokkr-
um fátæklegum orðum. Þegar ég
sat við hlið þína á spítalanum
hrönnuðust upp minningarbrot um
liðna tíð. Þú varst hetja í þinni
stuttu en ströngu baráttu. Það var
sárt að geta ekkert gert annað en
að halda í hönd þína og reyna að
hvetja þig áfram. Það er ótrúlegt
að hugsa til þess að þú sért horfin á
braut.
Í október kom ég til þín í heim-
sókn. Þú sast á stólnum þínum svo
fínleg og hnarreist með dúk í hönd-
um sem þú varst að sauma út í af
þinni einskæru snilld, flatsaumur
og kontórspor voru svo faglega
unnin að engu var líkara en vél-
saumuð væru. Þú varst alla tíð svo
vel til höfð og smekklega klædd.
Heimili ykkar pabba bar vitni um
þitt fínlega handbragð, allt var fág-
að og fínt, kökur á borðum í kaffi-
tímum, að sjálfsögðu heimabakað-
ar.
Þínar heilögu stundir voru þegar
þú hlustaðir á kirkjutónlist og óp-
erur. Þú stjórnaðir með höndunum
og lifðir þig inn í tónlistina enda
músíkölsk og spilaðir á píanóið þitt
eftir eyranu og hafðir unun af.
Elskan mín, ung þurftir þú að
sýna hugrekki. Níu ára gömul
fékkst þú lömunarveiki og barðist
hetjulega við þann sjúkdóm sem
lamaði allan líkama þinn. Þú lýstir
fyrir mér þeirri glímu. Þú sigraðir
sjúkdóminn og tólf ára varst þú far-
in að ganga á ný.
Síldarárin á Siglufirði voru þér
ofarlega í minni og þér fannst gam-
an að rifja upp og spjalla um þá æv-
intýralegu daga. Þú varst fljót að
salta í tunnurnar og kappsemin var
mikil. Oft var lítið sofið en það var
aukaatriði.
Eftir að þið pabbi fluttuð frá
Siglufirði til Keflavíkur hófst þú að
starfa uppi á Keflavíkurflugvelli við
hreingerningar og vannst þar
þangað til þið fluttuð á dvalarheim-
ilið Ás í Hveragerði. Þar eydduð
þið síðustu árunum.
Eftir að pabbi dó árið 2001 fórum
við að ferðast saman. Tvær ferðir
fórum við á Norðurlandið og marg-
ar styttri ferðir. Ég veit að þær
stundir glöddu þig.
Ég vil að endingu þakka þér,
elsku mamma mín, fyrir allt á liðn-
um árum og bið algóðan Guð að
gæta þín.
Þín dóttir,
Guðrún.
Ástkær móðir mín. Mig langar í
fallegum sálmi að tjá þér væntum-
þykju mína, með þakklæti fyrir lífið
og tilgang þess.
Hve oft er mannsins æfi braut,
sem eyðimörkin stranga,
en sigruð verður sérhver þraut,
þótt sýnist illa ganga.
Því hvar og hvert þú fer
er herrann Guð hjá þér.
Hve vel er staddur sérhver sá
er sínum Guði er staddur hjá.
Og þó að daglegt bresti brauð
það bætt hinn ríki getur,
hann veitir líka æðri auð,
er öllu reynist betur.
Það lífsins lind er tær
og lífsins aldin skær.
Hve vel er staddur sífellt sá,
er sjálfur Guð er staddur hjá.
Sjá drottinn aumkvast yfir þig
er átt í kjörum ströngum.
Og þótt þú gangir þröngan stig,
á þrautavegi löngum,
mun drottins hjálparhönd
þó hressa líf og önd.
Og hvar þú ert og hvert þú fer,
mun herrann Jesú fylgja þér.
(Vald. Briem.)
Með þökk fyrir allt. Far þú í
friði, mín elskulega móðir.
Þín,
Guðfinna.
Elsku amma mín.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig sem ömmu. Þú varst mér alltaf
svo góð. Þú og afi tókuð mér alltaf
opnum örmum. Ég man hvað það
var alltaf gott að koma til þín og fá
knúsið mitt sem þú varst ekkert að
spara. Þá á ég eftir að sakna þess
að heyra ekki hláturinn þinn. Ég
veit hins vegar að þú verður hjá
mér.
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til að greina
þar á milli.“
Ég kveð þig með sorg í hjarta en
þá góðu hugsun að ég veit að við
eigum eftir að hittast aftur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég elska þig, elsku amma mín.
Þín,
Guðbjörg Grétarsdóttir.
Guðrún Jóhanna
Þorláksdóttir
✝ Salóme SigfríðurSigfúsdóttir fædd-
ist á Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði 12. febrúar
1932. Hún lést í Holts-
búð í Garðabæ 26.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kristín
Gróa Guðmunds-
dóttir, f. 8. október
1888, d. 15. febrúar
1963, og Sigfús Sig-
fússon, f. 7. ágúst
1887, d. 29. janúar
1958. Systkini hennar
eru: Guðmundur, f. 5. nóvember
1912, d. 5. nóvember 2004, Hans
Hallgrímur, f. 6. nóvember 1913, d.
20. apríl 2008, Lárus, f. 5. febrúar
1915, Anna Helga, f. 12. júní 1918,
Steingrímur Matthías, f. 12. júní
1919, d. 20. apríl 1976, Salóme Sig-
fúsa, f. 1920, dáin á fyrsta ári, Guð-
rún Sigríður, f. 9. nóvember 1921, d.
24. febrúar 1998, Eiríkur, f. 21. jan-
úar 1923, d. 29. maí 2008, Garðar, f.
6. apríl 1924, d. 15. febrúar 1988,
Haraldur Gísli, f. 21. september
svo í Hafnarfjörð árið 1956, og í
kring um 1960 byggðu þau hjónin
tvíbýlishús með Guðbjörgu systur
hennar og manni hennar, Gunnbirni
Jónssyni, á Þórólfsgötu í Hafn-
arfirði. Þeir voru einnig skips-
félagar á Eldborginni. Þau fluttu svo
í nýtt hús í Hvannalundi í Garðabæ
árið 1972, en síðar flutti Salóme til
Hafnarfjarðar aftur og var þar bú-
sett lengst af.
Salóme ólst upp á Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði hjá foreldrum sínum og
systkinum, en fór ung að árum suður
til Reykjavíkur, sem barnfóstra hjá
Sigríði systur sinni og á fleiri heim-
ilum.
Hún byrjaði að vinna með Guð-
björgu systur sinni á Landakoti og
heillaðist svo af vinnu við aðhlynn-
ingu og ummönnun að það varð eig-
inlega hennar ævistarf. Hún vann á
Sjúkrahóteli Rauða krossins, Vist-
heimilinu Vífilsstöðum, og á slysa-
deildinni á Borgarspítalanum til
starfsloka.
Útför Salóme verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. mars,
kl. 15.
1925, Sólbjörg, f. 11.
mars 1927, d. 6. ágúst
1947, Guðbjörg María,
f. 5. júní 1929, d. 13.
janúar 2004 Þorbjörn
Sigmundur, f. 25. jan-
úar 1934, d. 16. júlí
2002.
Hinn 15. júní 1957
giftist Salóme unnusta
sínum, Garðari Ey-
mundssyni, f. 4. júlí
1931, hann lést af slys-
förum á hafi úti 7.
febrúar 1978. For-
eldrar hans voru hjón-
in Rannveig Benediktsdóttir og Ey-
mundur Torfason. Rannveig lést
þegar Garðar var barn að aldri og
ólst hann upp með föður sínum og
stjúpmóður, Kristjönu Jakobsdóttur,
á Ísafirði. Salóme og Garðar áttu
einn son, Ara Kristin, f. 6. apríl 1963,
börn hans eru: Berglind Ýr, f. 11.
mars 1984, dóttir hennar er Birta
Kristín, f. 8. júní 2006 og Garðar El-
ís, f. 2. janúar 1994.
Salóme og Garðar hófu búskap á
Ísafirði í nokkra mánuði en fluttust
„Manstu systir bernskuna blíðu,
bæinn gamla, hlíðina fríðu“
Þessi setning segir ótrúlega margt
um fjölskyldu okkar, þessi setning
tilheyrir okkur öllum og öll getum
við fundið einhvern til að segja þetta
við og hún er okkur öllum jafn dýr-
mæt. Í bernskunni átti þetta bara við
um mömmu og Lóló og vorum við
systurnar sannfærðar um að Steini
hefði samið þetta fyrir þær tvær en
svo eldist maður og uppgötvar fleiri
hliðar og einfaldleikinn verður marg-
faldur og maður sér að systirin er
ekki bara mamma og Lóló, ekki bara
Steini og mamma, heldur hefur hún
yfirfærst og stækkað og við öll sem
tilheyrum Stóru-Hvalsá ættinni
syngjum og segjum þessa setningu
með gleði hvert til annars og hún
hefur raunverulega merkingu fyrir
okkur öll.
Lóló var stór hluti af æsku okkar á
Þórólfsgötunni og alltaf var hægt að
leita á efri hæðina ef eitthvað bjátaði
á og mamma var ekki heima, ekki er
síðra að rifja upp bílferðirnar með
þeim, en Garðar og Lóló fengu bíl og
bílpróf á undan mömmu og pabba og
fengum við krakkarnir að njóta þess
með þeim og Ara að fara í ferðir upp
að Djúpavatni eða Kleifarvatni með
nesti eða til að sofa í tjaldi í nokkrar
nætur.
Mamma og Lóló voru miklar vin-
konur og eftir að þær fóru úr Hrúta-
firðinum leigðu þær saman í Reykja-
vík í einhvern tíma og fóru saman á
dansæfingarnar sem voru haldnar
þar, og upp í hugann kemur minning
um glampa í augum og tilhlökkun í
rödd sem sagði allt um hvað mömmu
og Lóló fannst gaman að dansa. Sami
glampi og kom í augu þeirra þegar
þær voru að lýsa ferðunum upp á
Steinabarð til að leika við álfana, eða
sprellisprettinum niður rennblautar
hlíðarnar á vorin í sveitinni þeirra í
Hrútafirðinum. Þær unnu saman á
Landakoti í einhvern tíma og Lóló,
eins og mamma, valdi sinn starfs-
vettvang við umönnun þeirra sem
voru veikir og hjálparþurfi.
Þó samskiptin hafi minnkað með
árunum kenndu þær okkur hinum
hversu dýrmæt fjölskyldan er og að
þrátt fyrir tímabundna erfiðleika þá
er ekkert verðmætara en þau bönd
sem binda saman fjölskyldu, þau
bönd eru ofin úr þekkingu, skyldum,
væntumþykju og kærleika, og
grunnurinn sem fjölskylda okkar
stendur á, eru þau gildi sem í heiðri
voru höfð á þeim tíma þegar hinn
stóri systkinahópur hjónanna á
Stóru-Hvalsá, þeirra Kristínar Gróu
Guðmundsdóttur og Sigfúsar Sigfús-
sonar, var að alast upp, þá var lífs-
baráttan hörð og erfið, og einmitt
kannski fyrir það að lífsbaráttan var
erfið var samt tími
„fyrir kvæðin hennar ömmu og sögur,
þá var hoppað, hlegið og dansað
heldur betur, aldrei var stansað
meðan entist máttur í fótum.
Mikið var gaman að því.“
(Texti úr kvæði Steingríms M. Sigfús-
sonar, Mikið var gaman að því.)
.
Við sendum Ara og fjölskyldu
hans okkar innilegustu kærleiks- og
samúðarkveðjur með vissu um, að
eins og nú er kalt og dimmt úti er
stutt í vorið og birtuna, og sorgin
sem yfirtekur allt mun víkja smátt
og smátt fyrir fullvissu um að þeir
sem eru hinum megin í birtunni og
hlýjunni vaka yfir okkur og vernda.
Sólbjörg, Kristbjörg og
Kristín Gunnbjörnsdætur.
Elsku Lóa mín, nú ertu horfin á
braut og við tekur ný vegferð. Veit
ekki alveg hvar ég á að byrja en efst í
huga mér er þakklæti, þakklæti fyrir
þann tíma sem við fengum saman. Þú
varst systir hans pabba. Honum
þótti fjarska vænt um þig og þér um
hann. Það var gaman að hlusta á
samtölin ykkar um sveitina ykkar
fallegu, Hrútafjörðinn, hylinn djúpa í
Hvalsánni þar sem þið syntuð sem
börn. Nátthagann fallega þar sem
þið gættuð fjárins og margs annars.
Að koma til þín tala við þig um allt,
allt sem þú gerðir fyrir mig, saum-
aðir á mig föt þegar ég var ungling-
ur, það var ekkert mál fyrir þig. Ég
fékk líka að passa gullmolann þinn,
hann Ara, þegar hann var lítill. Við
áttum alltaf hvor aðra að.
Takk fyrir allt, elsku Lóa mín. Ég
veit að þú vakir yfir mér og mun ég
ávallt geyma þig í mínu hjarta, elsku
vinkona mín og frænka.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í
stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefir þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eigir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilshaga.)
Elsku Ari, Berglind og Garðar,
Guð styrki ykkur í sorg ykkar og um-
vefji ykkur alla tíð.
Regína Bettý Hansdóttir.
Salóme Sigfríður Sigfúsdóttir
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.