Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010
STJÓRNARKJÖR í Sambandi ís-
lenskra myndlistarmanna á laug-
ardag var sögulegt. Hrafnhildur
Sigurðardóttir textíllistakona var
þá kjörin formaður eftir að hlut-
kesti var varpað til að úrskurða
hvort hún eða sitjandi formaður,
Hlynur Hallsson, hreppti embættið.
Telja þurfti fjórum sinnum til að
fá rétta niðurstöðu í atkvæða-
greiðslunni. Úrslit voru því ekki
ljós þegar málþing á vegum SÍM um
myndlist og fjölmiðla hófst strax á
eftir aðalfundinum, þannig að í hléi
á málþingi var aðalfundi haldið
áfram. Fundarstjóri, myndlist-
arkonan Rúrí, greindi þá frá því að
gild atkvæði hefðu fallið jöfn, 134
gegn 134. Eftir að hafa ráðfært sig
við lögfræðing um framkvæmd
mála, las Rúrí upp lagagreinina,
sem kveður á um að hlutkesti skuli
varpa falli atkvæði jöfn.
Skjaldarmerkið kom upp
Hrafnhildur valdi skjald-
armerkið á krónupeningi en Hlyn-
ur þorskinn. Skjaldarmerkið kom
upp og var mótframbjóðandinn þá
úrskurðaður nýr formaður.
Ásta Ólafsdóttir og Hildigunnur
Birgisdóttir koma nýjar inn í stjórn
SÍM og Björg Guðnadóttir sem
varamaður.
Á málþinginu um myndlist í fjöl-
miðlum var Ríkissjónvarpið einkum
gagnrýnt fyrir að sinna myndlist-
inni ekki betur en gert hefði verið.
efi@mbl.is
Hrafnhildur
felldi Hlyn
Var kjörin formaður
SÍM með hlutkesti
Morgunblaðið/ÞÖK
Hafði betur Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir mun stýra SÍM.
KVIKMYNDASAFN Íslands
sýnir myndina Ský á reki eða
Kauas pilvet karkaavat eftir
finnska kvikmyndaleikstjórann
Aki Kaurismäki, sem hann
gerði undir lok kreppunnar
miklu þar í landi á tíunda ára-
tugnum. Myndin verður sýnd
tvívegis í Bæjarbíói, Strand-
götu 6, Hafnarfirði, fyrst í dag
kl. 20:00 og síðan næstkomandi
laugardag. Myndin segir frá
hjónunum Lauri og Ilona sem búa í Helsinki og
hafa komið sér nokkuð vel fyrir þegar tilveru
þeirra er skyndilega ógnað með atvinnuleysi, en
þau eru of stolt til að fara á atvinnuleysisbætur.
Kvikmyndir
Finnsk ský á
reki í Hafnarfirði
Kynningarspjald
Skýja á reki.
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir
barnaleikritið Langafa prakk-
ara í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi næstkomandi laug-
ardag kl. 14:00. Langafa og
Önnu leika þau Pétur Eggerz
og Aino Freyju Järvelä, Pétur
Eggerz leikstýrir verkinu,
búninga gerir Katrín Þorvalds-
dóttir, leikmynd er eftir leik-
hópinn og tónlist gerði Vil-
hjálmur Guðjónsson.
Leikgerðin styðst við bækurnar Langafi drullu-
mallar og Langafi prakkari eftir Sigrúnu Eldjárn,
en leikritið var fyrst sýnt árið 1999. Aðeins verður
þessi eina sýning.
Leiklist
Langafi prakkari
í Gerðubergi
Pétur
Eggerz
BORGARBÓKASAFN
Reykjavíkur og Myndlistar-
skólinn í Reykjavík standa fyr-
ir myndasögusamkeppni og
-sýningu fyrir fólk á aldrinum
10-20+ ára. Í tilefni af því að
liðin eru sextíu ár síðan
myndasaga Charlie Schulz
„Smáfólk“ (Peanuts) birtist
fyrst er þema keppninnar til-
einkað dagblaðamyndasögum
undir yfirskriftinni „Skrípó: lít-
il saga í fáeinum römmum“. Sérstök dómnefnd
mun síðan fara yfir innsendar myndasögur, en af-
raksturinn verður til sýnis á sýningu sem opnuð
verður í Grófarhúsi sumardaginn fyrsta, 22. apríl.
Myndasögur
Skrípó: Lítil saga
í fáeinum römmum
Charlie Brown er
sextugur
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ALÞÝÐU- og heimstónlistarhátíðin
Reykjavík Folk Festival verður
haldin í Kaffi Rósenberg frá mið-
vikudegi til laugardags, en þá munu
fjórtán hljómsveitir koma fram.
Hljómsveitirnar sem fram koma eru
Rósin okkar, Fedorov, þjóðlagadeild
Sniglabandsins, Gísli Helgason & fé-
lagar, Gæðablóð, Hrafnar, South Ri-
ver Band, Varsjárbandalagið, Nar-
odna Musika, Ljótu hálfvitarnir,
Guitar Islancio, Nesi Sjana og hinar
kerlingarnar og Spaðar, en einnig
spilar Kristján „KK“ Kristjánsson.
Ólafur Þórðarson, einn félaganna í
Suðurársveitinni, South River Band,
segir að hugmyndin hafi kviknað í
tilefni af tíu ára afmæli South River
Band. „Okkur langaði að halda upp á
afmælið með því að safna saman
fólki á hliðarlínunni og halda hátíð
það sem þessi tegund tónlistar fengi
að hljóma,“ segir hann.
25 hljómsveitir vildu vera með
„Það vildu 25 hljómsveitir vera
með og erfitt að velja úr þeim hópi,
en við reyndum að velja hljómsveitir
og listamenn sem legðu áherslu á
hljóðfæratónlist, á handspiluð hljóð-
færi, en þetta verður örlítill djass og
blús og kántrí, fer út í allar þessar
stefnur,“ segir hann og hlær við „Við
vildum fá inn þær hljómsveitir sem
hafa verið að fást við þessa músík og
eru með spilagleðina í forgrunni og
órafmögnuð hljóðfæri í aðal-
hlutverki, en annars er erfitt að
setja einhvern merkimiða, við vorum
bara að leita að ákveðinni stemmn-
ingu.“
South River Band stendur að há-
tíðinni í samvinnu við Þórð Pálma-
son veitingamann á Kaffi Rósen-
berg, en Ólafur segir að allar
sveitinar sem fram komi fái borgað
fyrir spilamennskuna, „prinsipp-
greiðslu, það fá allir eitthvað hvern-
ig sem fer og við borgum þetta sjálf-
ir, stöndum fyrir öllu draslinu,“
segir hann ákveðinn.
Þess má geta að Ríkisútvarpið
hyggst taka alla tónleikana upp og
svo mun Ólafur smíða úr þeim upp-
tökum fjórtán þætti sem fluttir
verða í sumar.
Alþýðu- og heimstónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival haldin í Kaffi Rósenberg
Hátíð fyrir hand-
spilaða tónlist
Spilagleði Drengirnir frá Suðurá, South River Band, standa að alþýðu- og
heimstónlistarhátíðinni Reykjavík Folk Festival í Kaffi Rósenberg.
Í HNOTSKURN
» Tónlistarhátíðin ReykjavíkFolk Festival hefst á mið-
vikudag í Kaffi Rosenberg.
» Hátíðin stendur fram álaugardag, fjögur kvöld alls.
» Fram koma þrettán hljóm-sveitir og einn stakur tón-
listarmaður; þrjár á miðviku-
degi, þrjár á fimmtudegi, fjórar
á föstudegi og fjórar á laugar-
degi.
NÆSTKOMANDI miðvikudag
frumflytur Áskell Másson eigið
verk, Vindbjöllur tímans, ásamt Duo
Harpwerk, sem skipað er þeim
Frank Aarnink slagverksleikara og
Katie Elizabeth Buckley hörpuleik-
ara. Tónleikarnir eru í röð Háskóla-
tónleika, haldnir í Norræna húsinu
og hefjast kl. 12.30.
Vindbjöllur tímans var sér-
staklega samið fyrir þessa tónleika
og flutningur þess því heims-
frumflutningur. Áskell lýsir verkinu
svo að það sé hugleiðingar um tím-
ann og tímaleysi. „Á stundum er eins
og dvalið sé „á bak við tímann“, en
þegar skyggnst er út blasir við hæg-
ferðugt ferli og ógnarhraði í senn.
Líkt og þegar hlustað er á grasið
vaxa er „hratt“ og „hægt“ aðeins
undir þeim samnefnara komið sem
miðað er við.“
Háskólatónleikar í Norræna húsinu
Nýtt verk eftir
Áskel Másson
Morgunblaðið/Eggert
Slagverk Áskell Másson tekur þátt í
frumflutningi á eigin verki.
FJÖLÞJÓÐASVEITIN Narodna
Muzika tekur þátt í þjóðlagahátíð-
inni Reykjavik Folk Festival, eins
og getið er um hér til hliðar, en til
upphitunar hyggst hljómsveitin
leika í Deiglunni á Akureyri á
fimmtudagskvöld.
Haukur Gröndal saxófón- og
klarínettuleikari fer fyrir Narodna
Muzika en honum til fulltingis er
meðal annars búlgarski harm-
óníkuleikarinn Borislav Zgurvoski
sem hefur leikið með öllum helstu
þjóðlagamúsíköntum í Búlgaríu og
einnig starfað sem upptökumaður
og útsetjari, en þetta er í fjórða
sinn sem Borislav sækir Ísland
heim. Með Hauki og Borislav koma
fram Ásgeir Ásgeirsson á tam-
boura, Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa og Erik Qvick á slag-
verk. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30.
Búlgörsk-íslensk
þjóðlagasveifla
Narodna Muzika heldur tónleika
í Deiglunni á fimmtudagskvöld
Þjóðlagastuð Haukur Gröndal
leiðir Narodna Muzika.
Svo er líka gaman
að setjast upp í bíl
og keyra út á land með
strákunum 28
»