Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010
SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
„Myndin er fallega
tekin og óaðfinnanlega
leikin af stjörnuleik-
urunum - mynd sem
veitir manni töluvert
tilfinningalegt högg”
- Todd Brown, twitchfilm.net
(eftir Toronto kvikmynda-
hátíðina)
HHHH
„Á heildina litið er
þetta afskaplega vel
heppunð kvikmynd og
manneskjuleg. Stjarna
Cox stelur senunni,
hokinn af reynslu”
-H.S.S., MBL
Baráttan um mannkynið hefst
þegar síðasti engillinn fellur.
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
HHH
-Dr. Gunni, FBL
Sími 462 3500
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
From Paris With Love kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Legion kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára
Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ
Edge of Darkness kl. 10:30 B.i. 16 ára
It‘s Complicated kl. 8 B.i. 12 ára
The Good Heart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.10 ára
Precious kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Leap Year kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára
Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ
From Paris With Love kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Shutter Island kl. 9 B.i. 16 ára
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 B.i. 14 ára
Artúr 2 kl. 6 LEYFÐ
SÝND SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í HÁSKÓLABÍOI
BRÁÐSKEMMTILEG
RÓMANTÍSK GAMAN-
MYND MEÐ AMY ADAMS
ÚR „ENCHANTED“
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
Besta leikkona
í aukahlutverki
Besta handrit
HÖRKU SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN
HHH
“(From Paris with
Love) er afþreying-
armynd í orðsins
fyllstu merkingu,
og ábyggilega
skemmtilegasta
myndin í bíó þessa
dagana. Hún fer
strax af stað á
fyrstu mínútu og
ætlar aldrei að
hægja á sér!”
T.V. - Kvikmyndir.is
2 ÓSKARSVERÐLAUN
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
Kathryn Bigelow komst ísögubækurnar þegar húnfékk fyrst kvenna ósk-
arsverðlaun fyrir bestu leikstjórn
fyrir myndina The Hurt Locker,
sem fjallar um sprengjusérfræð-
inga í Írak. The Hurt Locker var
einnig valin besta myndin og fékk
verðlaun fyrir besta handritið.
Sigur Bigelow undirstrikar það
ójafnvægi, sem verið hefur milli
kynjanna í kvikmyndagerð. Á þeim
82 árum, sem liðin eru frá því byrj-
að var að veita óskarsverðlaunin,
hafa aðeins fjórar konur verið til-
nefndar fyrir bestu leikstjórn. Hin-
ar eru Lina Wertmüller fyrir Pas-
qualino Settebelleze (Pasqualino:
fegurðardísirnar sjö) árið 1975,
Jane Campion fyrir The Piano árið
1993 og Sofia Coppola fyrir Lost in
Translation árið 2003. Nú hefur
Bigelow brotið glerþakið, en munu
fleiri konur fylgja á eftir?
Martha Lauzen stýrir rann-sóknum á hlut kvenna í sjón-
varpi og kvikmyndum við ríkishá-
skólann í San Diego í Kaliforníu. Í
árlegri skýrslu hennar um efnið
kemur fram að konur leikstýrðu
sjö prósentum þeirra 250 mynda,
sem fengu mestar tekjur árið 2009
og var það tveimur prósentustig-
um minna en árið áður. Hlutfallið
var það sama þegar kom að hand-
ritshöfundum, þar var hlutur
kvenna í handritum 250 tekju-
hæstu myndanna í fyrra átta pró-
sent.
Lauzen sagði í viðtali við frétta-
stofuna AFP að flestir í Hollywood
væru í afneitun þegar kæmi að
hlut kvenna í kvikmyndum. „Ein af
ástæðunum er að menn horfast
ekki í augu við núverandi hlut
kvenna í kvikmyndagerðinni,“ seg-
ir hún. „Ég hef heyrt ritstjóra
helstu fagtímaritanna og yfirmenn
kvikmyndaveranna segja einfald-
lega að það sé ekkert vandamál.
Þeir segja að það sé ekkert gler-
þak eða romsa upp úr sér fjórum
eða fimm nöfnum áberandi leik-
stjóra sem vill svo til að eru konur,
yppta öxlum og segja: „Sjáið, það
er ekkert vandamál.“ En það er
mjög villandi. Þó að hægt sé að
nefna fjóra, fimm kvenleikstjóra
þýðir það ekki að vandamálið sé
ekki til. Ef afstaðan er sú að það sé
ekkert vandamál verður ekki leit-
að að lausnum. Og það viðheldur
ríkjandi ástandi.“
Mynd Bigelow kostaði aðeins
brot af því, sem fór í að framleiða
helsta keppinaut hennar um ósk-
arinn, myndina Avatar, sem kost-
aði hálfan milljarð dollara og hef-
ur rakað inn 2,5 milljörðum
dollara, meira en nokkur önnur
kvikmynd. Avatar, sem James
Cameron, fyrrverandi eiginmaður
Bigelow, leikstýrði, fékk þó þrenn
óskarsverðlaun, fyrir listræna
stjórnun, kvikmyndatöku og tækni-
brellur.
Það lá í loftinu nokkru fyrir ósk-arsafhendinguna að slagurinn
myndi standa á milli hjónanna
fyrrverandi. Cameron hafði vel-
gengni Avatar með sér, en Bige-
low, sem hefur gert sjö myndir, en
stóru kvikmyndaverin hafa aldrei
tekið upp á arma sína þótt þau hafi
dreift myndum hennar, hafði með-
byr á listræna sviðinu. Hún fékk
æðstu viðurkenningu samtaka
bandarískra leikstjóra fyrir The
Hurt Locker og í febrúar voru
henni afhent BAFTA-verðlaunin í
London fyrir leikstjórn – fyrstri
kvenna. Þar sagði hún að það væri
„stöðug barátta“ að vera kona í
leikstjórastétt, kona sem nú hefur
fengið óskarsverðlaun fyrir að
leikstýra mynd um karla og stríð:
hrylling stríðs og ánetjandi áhrif
þess.
Bigelow brýtur glerþakið
AF LISTUM
Karl Blöndal
» Þó að hægt sé aðnefna fjóra, fimm
kvenleikstjóra þýðir það
ekki að vandamálið sé
ekki til.
Reuters
Bigelow Sigur hennar undirstrikar það ójafnvægi, sem verið hefur milli
kynjanna í kvikmyndagerð. Hlaut einnig Bafta fyrir leikstjórn fyrst kvenna.
ÞAÐ kemur eflaust einhverjum á
óvart að leikarinn góðkunni Sir
Christopher Lee er mikill metal
aðdáandi og það sem meira er;
eftir rúma viku kemur út heavy
metal plata með kappanum. Platan
er samin af Marco Sabiu, sem hef-
ur unnið með jafn ólíkum tónlist-
armönnum eins og Luciano Pav-
arotti og Take That, en á henni
koma fram hundrað manna sinfón-
íuhljómsveit, kór og tvö metal
bönd, ásamt fleiri söngvurum.
Sjálfur mun Lee syngja og lesa
inn á plötuna en hann ku hafa
mjög flotta barrítón söngrödd.
Hann segist sennilega hafa verið
metal aðdáandi í fleiri ár en hann
gerir sér grein fyrir en platan
Charlemagne: By the Sword and
the Cross kemur eins og fyrr seg-
ir út eftir um það bil vikutíma og
geta áhugasamir þá hlustað á Lee
kyrja við metalhljóma.
Sarúman Lee þekkja eflaust flestir
sem galdramanninn Sarúman úr
LOTR þríleiknum víðfræga.
Syngur og
les inn á
metal plötu