Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 8
8 ÍSFIRÐINGUR Jens Hólmgeirsson: Stofnun Seljalandsbúsins og rekstur fyrstu árin ÁRIÐ 1921 náði Alþýðu- flokkurinn meirihluta í bæj arst j órn ísaf j arðar. Hann hélt þeim meirihluta, nær óslitið, til 1950. Fram yfir 1920 mátti kalla að kyrrstaða og framkvæmdaleysi ríkti í bæjarmálum á Isafirði. Meiri hluti bæj arstj órnar virtist oftast vera undir óbeinum áhrifum frá kaupmannavaldi bæjarins, en kjarni þess var Ásgeirs verslun á ísafirði, sem kallast mátti stórveldi í atvinnurekstri og verslun á norðurhluta Vestfjarða og hafði þar útibú á all- mörgum stöðum. Um 1920 flytja tveir menn til Isafjarðar, sem fljótlega koma mjög við sögu bæjarmálanna og valda þar umtalsverðu um- róti. Þetta voru þeir Vil- mundur Jónsson héraðs- læknir og Finnur Jónsson póstmeistari, báðir AI- þýðuflokksnienn. Eftir bæj arstj ómarkosn- ingarnar 7. jan. 1922, hafði Alþýðuflokkurinn sjö full- trúa af níu. I þessum meirihluta voru, meðal annarra ágætra manna, þeir Vilmundur, Finnur og Haraldur Guðmundsson frá Gufudal, þá banka- gjaldkeri á Isafirði. Nú fór heldur betur að færast fjör í bæjannálin. Þótti mörgum frómum og ráðdeildarsömum sálum nóg um nýjungar og um- rót bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Sumir andstæð- ingar töldu þá byltingar- menn, sem vildu umturna þjóðfélaginu. Aratugurinn milli 1920 og 1930, var talsvert við- burðaríkur í bæjamiálun- um á ísafirði. Skal það helsta nefnt. Stofnað var elliheimili á vegum bæjarsjóðs, Var það fyrst rekið i húsnæði Hjálpræðishersins, en féklc síðar gamla sj úkrahús bæjarins til afnota, þegar það losnaði. Bæjarsjóður lcaupir svo- kallaða Hæðstakaupstaðar- eign fyrir kr. 300.000,- Bæ j arbryggj an, sem fylgdi með i greindum fasteignakaupum, er end- urbyggð. Stórt og myndarlegt sjúkrahús er byggt. Það var tekið í notlcun á miðju ári 1925. Samþykkt að bæjarsjóður eigi hlut að sundlaugarbyggingunni i Beykjanesi i félagi við N.lsaf j arðarsýslu. Ný hafnarreglugerð sam- in og sett. Undirbúningur hafinn að virkjun Fossár í Engidal. Siðar, 1929, er samþyklct að virkja ána, til ljósa, suðu, iðnaðar og hitunar í félagi við Eyrar- brepp. Var þá byrjað á vegagerð í Engidal i því augnamiði. Hafnarsj óður Isaf j arðar lcaupir (1927) Neðsta kaupstaðareignirnar fyrir kr. 135.000,00. Meginhluti þessarar eignar var svo síðar leigður Samvinnufél- agi Isfirðinga. 1927 er samþykkt að stofna og reka lcúabú á Seljalandi og bálfri Tungu, en þessar jarðir voru þá orðnar eign Isafjarðar- kaupstaðar. Seint á þessu sama ári lcaus bæj arstj órnin þriggj a manna nefnd til að gera tilraun til að stofna út- gerðarfélag með samvinnu- sniði. Árangur af þessu varð stofnun Samvinnu- félags Isfirðinga, sem mjög kom við sögu í atvinmulífi bæjarins um margra ára slceið og reyndist ómetan- leg bjálparhella í barátt- unni við atvinnuleysið. 1928 samþykkir bæjar- stj órn bæj arábyrgð fyrir Samvinnufélagið, að upp- bæð kr. 200.000,- vegna kaupa á fimm vélbátum frá Noregi og Svíþjóð að stærð 37-40 smál. A næsta Seljalandsbúið. ári eru svo keyptir tveir bátar í viðbót. 1929 samþyklcir bæjar- stjórn að slcora á Alþingi að breyta kosningarlögum til bæjarstjórna í þá átt, að kosningaréttur miðist við 21 árs aldur og að þeg- inn sveitastyrkur svifti menn elclci lcosningarétti. Hér læt ég lolcið upp- talningu um framkvæmdir og samþykktir bæjarstj. Isafjarðar á þriðja áratug þessarar aldar. Er þó margt frásagnarvert ótalið. Vitað er, að mörg af þess- um nýmælum Alþýðu- flokksfulltrúanna í bæjar- stjórninni, mættu miklum og snörpum andmælum bæði í ræðu og riti. En það er önnur saga, sem eklci verður ralcin bér. Verður nú vilcið að kúa- búi bæjarins, en ég veitti því forstöðu frá byrjun og til janúarloka 1935. Elcki er vitað hvenær Iiugmyndin um kúabú á vegum ]>æj arins slcýtur f>Tst upp kollinum. Elsta heimild, sem ég befi fundið um þetta mál, er frétt í blaðinu Skutull á Isafirði í febrúar 1924. Þar er frá því sagt, að Sigurður Sigurðsson ráðu- nautur Búnaðarfélags Is- lands, hafi 11. febrúar baldið fyrirlestur um mjólkurmálin á ísafirði. Taldi ræðumaður, að dag- leg mjólkurneysla þurfi til jafnaðar, að vera hálfur lítri á mann, en á Isafirði nái mjólkurneyslan tæp- lega helmingi þess magns. Til þess að bæta úr þessum mjólkurskorti, bendir ræðumaður á að bærinn noti jarðeignir sínar til þess að reisa og relca á þeim kúabú, og kaupi fleiri jarðir í því skyni ef þörf reynist. Skutull fagnar þessari hugmynd Sigurðar. Hinn 8. ág. 1925 birtir Skutull samanburð á mjólkurverði i nolckrum tilgreindum Gleðileg jól! Fnrsælt komnndi ór! ^ x... Þökkum -f.Ajr viðskiptin BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS *: ísafjaröarumbo'ö Aöalslræli 22 — Simi 3164-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.